Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. apríl 1961 9:5? 14. skákin í einvígi þeirra Tals og Botvinniks var tefld í gær- kvöldi. Vegna slæmra hlustunar- skilyrða náðust ekki úrslitin - í skákinni, en vitað er að Bot- vinnik hafnaði jafnteflisboði frá Tal í 29. leik, og mun því Bot- vinnik þá a. m. k. hafa verið úr allri hættu, þótt hann stýrði svörtu herjunum. Fjórum leik- um síðar lauk svo skákinni. Á emhvern hátt — heyrðist ekki vegna útvarpstruflana, «ins og áður var sagt, en iíklegra að Botvinnik hafi þá verið orðinn heldur friðsamari en áður, held- ur en að Tal hafi lagt niður vopn in. Botvinnik faeldur því for- skoti sínu og teflir á hvítt á föstudag í 15. skákinni, en í þessu einvígi hefur hann alltaf sigrað með hvítu mönnunum og aðeins tapað skák á svart. Fundu tvo björgunarbáta á Ströndum Gjögri, Ströndum, 19. april TVO björgunarbáta rak á land í Reykjafirði á Ströndum fyrir nokkrum dögum. Reykjafjörður hefur verið í eyði 2 sl. vetur, og eigendurnir búsettir á ísafirði. Komu tveir eigendur frá ísafirði með Skjaldbreið í nótt til Ingólfs íjarðar, til þess að bjarga bátun- um undan sjó, en þeir eru brezk- ir. Brezkur togari varð að höggva þá af sér, vegna ísingar og óveð- urs, sem geysaði hér nýlega. Tveir ungir og nýtrúlofaðir menn fóru fyrir nokkrum dögum norð- ur á Strandir 1 þeim hugleiðing- tun að skjóta tófur. Sáu þeir margar tófur, en drápu fáar, en rákust þá á þessa tvo brezku björgunarbáta. — Regína. Nýir glæsifegir vagnar. Ný strætisvagnaleið ÞETTA er einn af fimm nýjum Volvo-vögnum sem Strætisvagnar Reykjavík- ur eru að taka í notkun um þessar mundir. Þeir fyrstu sjást á strætisvagna leiðum í dag, sumardag- inn fyrsta. Á laugardaginn verður opnuð ný strætisvagnaleið, sem kallast Háaleiti núm er 23. Er það hraðferð sem á að annast fólksflutninga til og frá hinu nýja hverfi austur í bæ. Fara tveir vagmanna ,á þessa rútu sem hefur ferðir á hálf- tímn fresti. Nýju vagnarnir eru á stærð við eldri hraðferðarvagna og rúmjar hver um 80 farþega. En þer eru á margan hátt full- komnari og ýmsar nýjungar í þeim. Bezt mun farþegunum þykja að mikill hluti þaksins er iitú gerður úr gagnsæju plexigleri. Sést hér á mynd- inni, að þakkantarnir og allur aftasti hluti þaksins er gagn- sær. Fundu fréttamenn Reykjavíkurblaðanna, sem skoííuðu vagnana í gær mik- inn mun á því, hve bjartari þeir eru en eldri vagnar og útsýni betra úr þeim. Bílasmiðjan hefur yfirbyggt vagnana og tók verkið allt að- eins þrjá mánuði. Er vinnan bersýnilega vel vönduð og sýnir að stöðugar framfarir eru í þessari iðngrein hérlend- is. , Verkið var unnið í ákvæðis- vinnu og kostaði hver yfir- bygging 430 þús. krónnr, en samanlagt verð hvers vagns er 930 þúsund krónur. Ýmsar tæknilegar nýjungar eru við þessa nýju Volvo- vagna. Gírskipting er ein- faldari en áður og er kúplings pedali t. d. horfinn. Tveir vagnanna hafa alveg nýtt fjarðrafyrirkomulag. I>eir eru búnir svonefndum loftfjöðr- um, sem eru útblásnir gúmmi belgir og draga úr því að slynkur og halli komi á vagn- anna við snöggar hraðabreyt- ingar og snarpar beygjur. Um leið og þessir nýju vagn ar eru teknir í reksturinn verða fjórir eldri og minni vagnar teknir úr notkun, tveir White vagnar og tveir Mercedes bilar frá 1951. Með úrtöku White-bílanna nota SVR nú eingöngu tvær bíla- tegundir, Volvo og Mercedes Benz. Eiríkur Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri SVR sýndi borg arstjóra, bæjarráði og blaða- mönnum vagnana í gær. Hann gat þess meðal annars, að Strætisvagnar Reykjavíkur flyttu daglega um 70 þúsund farþega, eða nálega jafn marga og heildar-íbúatala Reykjavíkur er. NA 15 hnútor \*í& SVSOhnutar H Snjiltoma • oamm V Stúrir K Þrumur 'WSS, KuUaakH Hitaikit H Hat U&Laat \ mw --v —~—w ^ .TO .. . Brehastjórn biður Rússa um samvinnu um vopnahlé í Laos Hœ jristjórnin fer fram á hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum Mjög víðáttumikið lægðar- svæði yfir hafinu suður af ís landi ræður nú vindum og veðrum um norðanvert At- lantshaf og í aðliggjandi lönd um. Lægðarmiðjan er 800— 1000 km suður af Reykjanesi Þar er loftvog um 980 mb. en um 1010 mb á norðanverðu fs landi. Hlýr loftsraumur nær nú orðið til Suðurlands, en norðan lands er hitinn enn ná lægt frostmarki. Lægðin er nærri kyrrstæð og því útlit fyrir A-átt og hlýnandi veður hér á landi. Veðurhorfur í Reykjavík og nágrenni kl. 22 í gærkvöldi: A kaldi eða stinningskaldi, skýjað. 8 keppendur í Vsða- vangshíaupi JJR VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer að venju fram í dag. Hlaupið er orð in elzta hefð frjálsíþrótta í höfuð staðnum og hefur alltaf notið vinsælda almennings. Keppendur í hlaupinu eru 8 að þessu sinni, 5 frá Héraðssam- 'bandinu Skarphéðni og 3 frá KR. Verður án efa hörkukeppni um bikarinn fyrir þriggja manna sveit. Beztur Sakrphéðinsmanna er væntanlega Hafsteinn Sveins- son en KR-ingar mæta með Krist leif Guðbjörnsson í broddi fylk- ingar. Hlaupið hefst kl. 2 í Hljóm- skálagarðinum og verður hlaupið suður hjá Háskóla og um mýrina. Endað verður við Hljómskálann. Hlaupaleiðin er um 3,5 km. Kepp endur og starfsmenn eiga að mæta á ítþróttavellinum kl. 1:15. Víðavangshlaup Hafnarfirði — Víðavangshlaup ið fer fram í dag og hefst það kl. 4, en frá kl. 3,30 leikur Lúðra- sveit Hafnarfjarðar undir stjórn Jóns Ásgeirssonar við Barna- skólann, þaðan sem hlaupið verð ur. Eru keppendur beðnir að mæta klukkan hálf fjögur. Þátttaka í hlaupinu verður mik il, sérstaklega í yngstu flokkun- um, en képpt verður í þremur aldursflokkum. Vientiane, London og Moskva, 19. a'pril (NTB-Reuter). HOME lávarður, utanríkis- ráðheirra Breta, skýrði frá því í dag að hann hefði far- ið fratn á það við Sovétríkin að löndin tvö sendu á morg- un sameiginlega áskorun til deiluaðila í Laos um vopna- hlé ám tafar, og að alþjóða- nefndin um Laos verði kvödd saman í nýju Delhi og fari síðan til Laos til að fylgjast með því að vopnahlésskil- málum verði hlýtt. Ennfrem- ur leggja Bretar til að ráð- stefna 14 þjóða, sem hafa hagsmuna að gæta í Laos, verði kvödd saman hinn 5. maí rt.k. Þessi áskorun Breta hirt- ist á sama tíma og fréttir frá Vientiane um að hægri stjórnin í Laos hafi farið fram á hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum vegna nýrra ógnana frá skæruliðum vinstri sinna. VOPNAHLÉ Home lávarður sagði að brezka stjórnin legði höfuð- áherzlu á að semja um vopna- hlé eins fljótt og auðið væri. I Hefur hann falið sendiherra Breta í Moskvu að ræða málið við rússnesk yfirvöld, en Bret- land og Sovétríkin skipuðu for sæti á Genfarráðstefnunni, sem kom á friði í Indonesíu árið 1954. Brezki utanríkisráðherrann kvaðst vona að Rússar féllust á tillögur sínar, og sagðist sálf- ur ætla að sitja fundi ráðstefn- unnar um Laos. 6000 MANNA INNRÁSARHER í Vientiane, höfuðborg Laos, skýrði Tiao Sopsaisana utanrík- isráðherra hægri stjómarinnar frá því í dag að stjómin hafi farið fram á það að Banda- ríkin sendu hemaðaraðstoð og tæknifræðinga til landsins vegna Washington, 19. aprí I(NTB) — Lincoln White, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að ríkisstjórnin hafi ákveðið að verða við beiðni hægri stjórnarinnar í Laos um aukna hernaðaraðstoð. Sagði talsmaður inn að send yrði ráðgjafanefnd til Laos mjög fljótlega. þess alvarlega ástands sem nú ríkti þar. Sagði ráðherrann að vinstrisinnaðir uppreisnarmenn væru nú í sókn á öllum víg- stöðvum. Með uppreinarmönn- um berðust einnig 6000 her- menn frá kommúnistaríkinu Norður Vietnam. Benti hann á að samkvæmt samþykktum Suðaustur Asíubandalagsins (SEATO) frá 23. desember 1950 varðandi sameiginlegar vamir Indókína, væri ríkisstjórninni heimilt að leita aðstoðar aðild- arríkja við vamir gegn árás. Þetta táknar ekki breytingu á þeirri ákvörðun ríkisstjórnar- innar í Laos að leita eftir frið- samlegri lausn á vandamálum landsins, sagði Sopsaisana. Við erum ætíð reiðubúnir til að vinna að friðsamlegri lausn. En við erum jafn ákveðnir í að verja frelsi okkar og föðurland gegn árásum og innrás, hvað sem það kostar. — Kúha Framh. af bls. 1 lofti. Er þar um að ræða rúss- neskar orustuþotur, sem tékk- neskir flugmenn fljúga að sögn uppreisnarmanna. Einnig beitir Castro stórum rússneskum skrið- drekum gegn innrásarhernum. Kúbanska byltingarstjórnin I New York tilkynnti í dag að inn- rásarherinn hefði komizt í sam- band við sveitir skæruliða í Esc- ambrayfjöllunum, en skæruliðar þessir hafa undanfarið barizt gegn Kúbustjórn á sama hátt og Castro rak áður skæruhernað gegn ríkisstjóm Battista forseta sem þá var. Skjótur sigur. I Reutersfrétt frá Prag er það hinsvegar haft eftir talsmannl Castrostjómarinnar á Kúbu að takast muni að vinna sigur á inn- rásarhernum innan fárra klukku stunda. Sama segir í fréttum frá Belgrad. Þar hefur fréttastofan Tanyug það eftir „áreiðanlegum heimildum" að innrásarherinn sá að bíða algjöran ósigur. En fyrr í dag sagði sama fréttastofa atS ástandið á Kúbu vœri alvarlegt, og átti þá að sjálfsögðu við að það væri alvarlegt fyrir Castroi. í fréttinni frá Tanyug segir að innrásarher, sem fluttur var flug leiðis frá Guatemala og suður- strönd Bandaríkjanna, hafi ver- ið hrakinn til baka í Las Villa# héraðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.