Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. apríl 1961 MORGVNBLAÐID 15 Fdstbræður“ 45 ára hafa starfað samfleytt lengst allra islenzkra karlakóra KARLAKÓRAR hafa lengi átt vinsældum að fagna hér á landi. Og þótt tónlistarlífið gerist nú fjölbreyttara með hverju árinu sem líður, eiga karlakórarnir enn sinn trygga vinahóp, sem glöggt kemur í ljós, þegar þeir halda samsöngva sína, en það mun teljast til undan- tekninga, að karlakór — hvar sem er á landinu — haldi svo „konsert", að áheyrenda bekkir séu ekki nokkurn veg- inn fullskipaðir. Á síðari ár- um hafa íslenzkir karlakór- ar auk þess getið sér tals- Vert frægðarorð á erlendum vettvangi, áem kunnugt er, svo að þeir eru nú víða tald ir meðal hinna fremstu slíkra kóra. — ★ — 1 Karlakórinn „Fóstbræður" er meðal þeirra, sem víðast hafa borið hróður landsins með söng Bínum. Hann má vel kallast „nes tor“ íslenzkra karlakóra, því að Ihann mun hafa starfað lengur Ragnar Bjömsson — söngstjóri frá 1954. samfleytt en nokkur annar. Þessi merki kór minnist um þessar amundir 45 ára afmælis síns, m.a. með þrennum hljómleikum í Austurbæjarbíói um næstu Ihelgi, svo sem skýrt hefur verið frá í blaðinu. — f tilefni þessara tímamóta í sögu Fóstbræðra ræddu stjómarmenn kórsins við fréttamenn yfir kaffibollum í Nausti sl. miðvikudag og greindu nokkuð frá helztu áföngum í sögu hans og starfi frá upphafi. Verður nokkuð af því rakið hér á eftir. Fyrsta ,,brumið“. i Þar er þá fyrst til að taka, að enda þótt nú sé minnzt 45 ára efmælis Fóstbræðra, á kórinn sér raunar nokkru lengri sögu — og gæti með nokkrum rétti talizt eiga 50 ára starf að baki á þessu ári. Það var árið 1911, að stofnað- ar var karlakór innan K.F.U.M. ;Var starfsemi hans nær eingöngu innan félagsins, og hélt hann enga opinbera samsöngva. Sú mun ástæðan til þess, að fimm fyrstu starfsár þessa kórs eru ekki talin með í sögu Fóst- Ibræðra, sem lengi hét karlakór K.F.U.M., svo sem kunnugt er. — Ekki hafði þessi fyrsti kórvísir fastráðinn söngstjóra, en þrír menn höfðu á hendi stjórn hans til skiptis — þeir Halldór Jónas- son, cand. phil., Hallgrímur Þor- Bteinsson, organleikari, og Jón Snæland. Jón Halldórsson — söngstjóri 1916—1950. ár Tímamót. Arið 1910 urðu svo þau tíma- mót í starfi kórsins, að aldur hans er síðan miðaður við það ár. Þá kom fastráðinn söngstjóri til starfa, og kórinn hóf starf á þeim grundvelli að halda opinbera sam söngva árlega. Þessi fyTsti fast- ráðni söngstjóri Karlakórs K.F. U.M. (nafnið Fóstbræður hlaut hann 1936) var Jón Halldórsson, er síðan starfaði óslitið með kóm um til ársins 1950, eða lengst allra söngstjóra hans. FyTsti sam söngur kórsing var haldinn í „Bárunni" 23. marz árið 1917. Voru söngmenn kórsins þá um 20 talsins. — Eftir að Jón HaU- dórsson lét af störfum sem söng- stjóri Fóstbræðra árið 1950, eftir langa og giftudrjúga forustu, hafa tveir merm annazt stjórn kórsins — Jón Þórarinsson, tón- skáld, til 1954, og síðan núver- andi söngstjóri hans, Ragnar Björnsson. ★ Sjálfsagður hlutur. Fóstbræður hafa átt marga dygga og trygga félaga, sem starfað hafa í kórnum um ára- tugi. Má þar fyrstan og frægast- an telja Hail Þorleifsson, sem enn syngur með, en hann var einn af stofnendunum. Sögðu stjórnarmenn á blaðamannafund inum, að Hallur hefði unnið manna mest fyrir kórinn, m.a. verið í stjórn hans lengi og for- maður um skeið. Synir hans tveir, Ásgeir og Kristinn, óperu- söngvari, eru og báðir „Fóstbræð ur“. Kristinn hefir verið aðal- einsöngvari kórsins um langt ára bil, en Ásgeir er nú ritari stjórn- arinnar. — Þótt þéssir menn séu hér sérstaklega nefndir, má segja að allir kórmenn hafi ævinlega verið boðnir og búnir til að leggja á sig hvers konar erfiði í þágu hans. Árangur slíkrar starf semj byggist líka nær eingöngu á samtaka- og starfsvilja félags- manna — eða eins og þeir stjóm armenn komust svo skemmtilega að orði við fréttamennina: — Á íslandi er litið á karlakórana sem sjálfsagðan hlut, eins og veðrið og f jöllin í kringum okkur — og e.t.v. er það þess vegna, að þeim hefir verið næsta lítill sómi sýnd ur af hinu opinbera, ekki notið styrkja of opinberu fé, nema lít- illega til utanferða. Þann- ig væru Fóstbræður nú „á göt- unni“ ef þeir nytu ekki velvild- ar forráðamanna Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem leigir kórnum húsnæði til starf- semi sinnar. ■ár Utanfarir. Fóstbræður urðu fyrstir is- lenzkra karlakóra til þess að- syngja inn á hljómplötur, en það var árið 1929. Nú, í sambandi við afmæli kórsins, eru væntanlegar á markaðinn fjórar hæggengar hljómplötur, sem sungið var inn á í Norðurlandaferð kórsins vor- ið 1960. Er það Fálkinn, sem gef- ur þær út, til sölu á innlendum og erlendum markaði. — Auk Norðurlandaferðarinnar, sem hér var nefnd og enn er í fersku minni, hefir kórinn farið fjórar söngferðir til útlanda: Til Noregs 1926, til Danmerkur 1931, til Norðurlanda 1946 (sú för var raunar farin á vegum karlakóra- sambandsins, en % söngmanna voru úr Fóstbræðrum). Lok-s fór svo kórinn mikla för til Þýzka- lands, Hollands, Belgíu, Frakk- lands, Englands og Sketlands ár- ið 1954. Mun ékki of sagt, að all- ar þessar söngferðir hafi tekizt með ágætum og orðið kórnum og landinu öllu til sóma og frægð- ar. , > Jón Þórarinsson — söngstjóri 1950—1954. -ár „Gamlir Fóstbræður." Söngskrá kórsins á afmælis- tónleikunum um helgina verður hin fjölbreyttasta. Þar eru m.a. lög eftir Jónas Tómasson, Sigfús Einarsson, Árna Thorsteinsson, Ole Bull, Grieg, Peterson-Berger og Mendelsohn. Þá verða einnig fluttir óperukórar eftir Lortzing og Wagner, og loks verða frum- flutt tvö lög eftir Jón Nordal. — Söngstjóri verður Ragnar Björns son, en auk hans stjórna, sem gestir, tveir fyrrverandi söng- stjórar kórsins, þeir Jón Halldórs son ©g Jón Þóarinsson. Einsöngv arar verða hvorki fleirri né færri en sex: Eygló Victorsdóttir, Er- lingur Vigfússon, Friðrik J. Ey- fjörð, Gunnar Kristinsson, Vil- hjálmur Pálmason og Jón Sigun- björnsson, en hann verður aðal- einsöngvari kórsins í ár. — Und- irleik á tónleikunum annast Carl Billich, sem verið hefur Fóst- bræðrum mikil stoð og stytta um fjölda ára. Afmælissamsöngvarnir hefjast með þeim nýstárlega hæiti að „Gamlir Fóstbræður“ hylla kór- inn með söng undir stjórn Jóns Halldórssonar. „Gamlir Fóstbræð ur“ nefnist félagsskapur eldri kórmanna, sem hættir eru virkri þátttöku í kómum. ★ Mikið starf. Það mun óhætt að segja, að starf Karlakórsins Fóstbræðra hafi verið mjög þróttmikið að undanfömu, sem m.a. má marka af því, að auk venjulegra sam- söngva og utanfarar á s.l. vori, hefir kórinn haldið fjölbreyttar kvöldskemmtanir fyrir almenn- ing undanfama tvo vetur, er orð- ið hafa mjög vinsælir. Verður væntanlega framhald á þeim. — Við kvöldskemmtanir þessar hafa Fóstbrœður notið góðrar að stoðar níu söngmeyja, sem í þeirra hópi ganga undir nafninu „Fóstursystur“ — og sögðu þeir stjómarmenn, að enda þótt nafn- ið væri kannske ekki myndað af neinni sérstakri snilli, sýndi það, hvem þakkarhug kórmenn bæru tii þessara ágætu kvenna, er lagt hefðu á sig mikið erfiði, án nokk urs endureialds. VERÐLÆKKUN á kvensokkum Sokkaverksmiðjurnar í Tékkóslóvakíu, sem eru hinar stærstu sinnar tegundar í Evrópu, hafa ákveðið mikla verðlækkun á hinum þekktu og vönduðu ÍSABELLA kvensokkum Nú eru að koma á markaðinn íSABELLA - Grace Saumlausir micromesh kvensokkar í tízkulitum Þessir sokkar eru jafnvand- aðir að því er snertir útlit, endingu og frágang og aðrir ÍSABELLA sokkar, sem hér hafa verið seldir árum sam- an. seldir í verzlunum á kr. 51.95 parið Þetta er mikil verðlækkun þegar þess er gætt, að verð á sambærilegum sokkum hefir verið um 65 kr. parið. Með þessari verðlækkun hefir Tékkóslóvakía gert ISABELLA-sokka samkeppnishæfa, hvað verð og gæði snertir, við sokkaframleiðslu hvaða lands sem er. Þórður Sveinsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.