Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. aprQ 1961 | DÆTURNÁR VÍTA BETÚR SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN I í i í í í í i — Enginn gæti nokkurntíma tekið mig frá þér, elskan min. Ég vildi bara, að ég vaeri eins viss um, að enginn gæti tekið þig frá mér. — Áttu við mömmu? — Vitanlega. Hún hélt sér fast í handlegg hans og neri höfðinu við ermi hans. — Lofaðu mér því, Nigel, að Xáta hana aldrei skilja okkur, jafnvel þó að ég reyni að brjót- ast frá þér. Mér finnst aldrei þegar ég er með þér, að ég muni gera það, en þegar ég sé hvað henni líður illa og hvað hún er veikindaleg .... Nigel hélt í höndina, sem hún hafði stungið undir arm hans. Hann Xaut höfðinu niður að henni. — Ég lofa þér því, að hvað sem fyrir kemur, skal ég aldrei láta þig fara frá mér, elsku Jan- et , IX. I fyrsta sinn um langan tíma hittust þau öll þrjú um kvöldið, og það aðeins vegna þess, að þau komu öll lieim samtímis. Janet kom frá að fylgja Nigel út á flugvöllinn. Þar hafði hún séð Sharman, og að því er henni fannst, brosandi og glaðlega, og það Iiafði ekki fengið sjálfri henni neinnar gleði. Philip hafði verið í golf, og bölvaði því nú með sjálfum sér, að það hafði orðið til þess að hann kæmi heim um leið og kona hans og dóttir. Hann leit á konu sína og var forvitinn að vita, hvort hún færi nú að minnast á mót þeirra í veitingahúsinu, kvöldinu áður. Ef hún léti það ógert, skyldi hann gera slíkt hið sama. Þau Cynthia höfðu komið sér saman um, að ef það kæmi í ljós, að Margot hefði ekkert á þetta minnzt við Janet, skyldu þau heldur ekkert á það minnast. En Margot átti við hvorugt þeirra neitt vantalað. Hún hafði sofið illa nóttina á undan, og hafði um morguninn látið Marie t>era manni hennar og dóttur þau skilaboð, að hún væri með slæm- an höfuðverk og vildi ekki láta ónáða sig. Hún lá svo í rúminu langt fram yfir liádegi, en dróst þá á fætur og fór að hitta Prisc- illu, en seinna fóru þær í kvöld- mat saman og nú var hún að koma heiman frá henni. Hún gekk á undan Philip inn í húsið, leit varla á hann og rétt aðeins heilsaði Janet. Hún fann til ískaldra reiði gagnvart þeim báðum. Hún rétt leit á blaðið við símann, þar sem skilaix>ð voru skrifuð, ef einhver voru, i fjar- veru hennar. „Ungfrú Liangland hringdi til ungfrú Janet“ las hún. „Ætlar að Xiringja aftur“. Janet, sem stóð við hliðina á henni og las líka skilaboðin. — Ég sé, að Cynthia hefur hringt, sagði hún, til þess að reyna að draga eitthvert orð upp úr for- eldrum sínum. En það mistókst. — Ég ætla tæint í rúmið sagði Margot kuldalega. — Mér líður fjandalega. Janet lei-t á hana, kvíðin. — Get ég náð í eitthvað handa þér, mamma? Ég kom ekki inn til þm í morgun áður en ég fór að hitta Nigel af því að Marie sagði mér, að þú vildir ekki láta ónáða þig. — Nei, það vildi ég ekki. Ég svaf svo afleitlega. — Það þykir mér leiðinlegt. En hvernig skemmtirðu þér í gærkvöldi? Hvernig var myndin, sem þið voruð að sjá? — Ég tók eiginlega ekkert eftir því; mér var svo illt í höfðinu. Philip gekk inn í skrifstofuna sína, og hugsaði með sér, að lík- lega mætti hann þakka fyrir, að Margot skyldi ekki fara að skamma hann í návist döttur þeirra. Hann var feginn, að hún skyldi ekki hafa hellt sér yfir hann í ofsareiði og farið að spyrja hann, hversvegna hann hefði ver ið úti með Cynthiu í gærkvöldi. En það leit helzt út fyrir, að hún ætlaði sér alls ekki að minnast neitt á það. Og betur, að svo væri. Það væri allra hluta vegna l>etra, að Janet vissi alls ekki, að þau hefði verið úti saman, annars gæti hún farið að gera sér ýmsar grillur og tilgátur í því sambandi. Hann seildist eftir pípunni sinni og tróð í hana, til þess að fá sér ofurlítið að reykja áður en hann færi í háttinn. Það var kannske ekki nema heimska, en honum var það eindregið áhuga- mál, að Janet fengi ekkert að vita um samband þeirra Cynthiu. Og það var nú skrítið samt. Og hver var eiginlega ástæðan? Jú, hún var dóttir lians og þá vildi hann ekki láta hana vita, að hann væri að dingla við hinar og þessar konur. Fljótt á litið var þetta ekki nema heimska. Ef Chynthia aðeins samþykkti það, sem hann var að biðja hana um, liði ekki á löngu áður en Janet vissi allt saman. Og að minnsta kosti væri henni fullkomlega Xjóst, að samkomulagið hjá þeim foreldrum hennar var eins og hjá hundi og ketti, og hún hlaut líka þegar að vita, að hann ósk- aði einskis fremur en að geta losnað frá henni. Janet elti hann til stofunnar og dokaði við í dyragættinni. — Hefurðu skemmt þér vel, Poppa? spurði hann. — Já, ágætlega. Hann leit allt í einu fast á hana og datt í hug, að ef til vill hefði hún verið að gráta. — Þú sýnist eklú vera neitt sér- lega hrifin. — Ég er bara þreytt. Og svo var það nú kannske ekki heldur svo sérlega skemmtilegt. — Hversvegna ekki? Janet svaraði með ákafa: — Hvernig átti það að geta verið það? Nigel vill, að ég gefi sér ákveðið svar um að giftast hon- um og fara með honum til Was- hington, en það get ég ekki. Allra sizt núna, þegar mamma er veik og við vitum alls ekk- ert hvað að henni gengur. — Það er ekki víst, að það reynist neitt alvarlegt, þegar til kemur. Fólki er svo liræðslu- gjarnt, ekki sízt kvenfólki. Janet liristi höfuðið þreytu- lega. — Þetta er allt svo ómögu- legt. Ég sagði Nigel í gærkvöldi, að kannske gerðum við réttast í því að hætta við allt saman. Svona óvissa er ekkert skemmti- leg fyrir hann. Philip Xeit snöggt upp. — Nei, láttu þér ekki detta í hug að fara til þess. Og mitt ráð er beinlínis það að giftast Nigel undir eins og hann vill — og gefa fjandann í allan andróður gegn því, hvaðan sem hann kem- ur! Og mér er alvara, Janet! Janet varð hverft við. Þetta var í fyrsta sinn, sem faðir henn- ar hafði verið svona einibeittur í þessu máli. — En hvað þá um mömmu? — O, ég fullvissa þig um, að heimurinn fer ekki á öfuga end- ann þó að þú farir þínu fram í þessu. Jafnvel þó að mamma þín reynist vera veik, getur það seimilega orðið til þess, að henni batni. Að minnsta kosti getur það ekkert gagn gert þó að þú hættir við allt saman. Hinsvegar er sennilegast, að þegar það einu sinni er orðinn hlutur, muni liún bara sjálf verða hissa á sínum eigin óhemjuskap í sambandi við það. Janet svaraði: — Það er ein- kennilegt, en mér finnst ekkert, sem þið Nigel eða Cynthia segið, hafi nein áhrif á mig. Mér finnst eftir sem áður, að ég verði að sfllltvarpiö Fimmtudagur 20. apríl (Sumardagurinn fyrsti) 8:00 Heilsað sumri: a) Ávarp (Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri). b) Vorkvæði (Lárus Pálsson leikari). c) Vor- og sumarlög. 8:50 Fréttir. 9:00 Morguntónleikar: — (10:10 Veð- urfregnir). a) Sinfónía nr. 1 í B-dúr op. 38 Vorsinfónían) eftir Schumann (Sinfóníuhljómsveit Berlínar- útvarpsins leikur; Rolf Klein- ert stjórnar). b) ,,Sumarið“, þáttur úr Ars- tíðunum eftir Haydn (Inge- borg Wenglor, Gerhard Ung- Skáldið og mamma litla 1) — Ég hef sent Lottu og Egon út í garð að grafa. Þau fá 25 aura á fermetrann. 2) — Það var snjallt hjá þér. Þau 3)....af gangstígnum. eru strax búin að grafa 10 fer- metra.... a á ó '* “WELU, TKAIL, I WON'T 6AV t'M SORGV 1 MISJUOGED VOU ..I'LL DO SOMETHING BETTER/ t DONT KNOW WHAT VOU MAKE, BUT I'LL PAV YOU OOUBLE... WHAT DO VOU SAV TO = THAT? < VOU AND t WOULDN'T GET ALONG T FOR TWO DAYS WITHOUT 1 A FIGHT, McCLUNE...AND THE NEX.T TIME YOU WCXJLD PROBABLV WHIP ME / t WANT VOU TO GO TO WORK FOR ME...I NEEP A MAN WHO CAN HANDLE HIMSELF THE WAV VOU DO / — Jæja Markús, ég ætla ekki betra. Ég vil að þú komir ogjum og þú ert! Ég veit ekki hvaða ®ð biðja afsökunar á að hafa haft j vinnir hjá mér .... Mig vantar i laup þú hefur, en ég skal tvö- á röngu að standa varðandi þig | mann sem er jafn fær í áflog falda þau .... Hvernig lízt þér „... Ég ætla að gera annað og á það? — Við gætum ekki verið sam- an tvo daga án þess að slást, McClune. Og næst mundir þú sennilega leggja mig! er, Theo Adam og kór hljóm- sveitar Berlínarútv. flytja; Helmut Koch stjórnar). c) Fiðlukonsert í D-dúr op. 35 eftir Tjaikowsky (David Oi- strakh og Ríkishljómsveitin f í Dresden leika; Franz Kon- vitsnij stjórnar). 11:00 Skátamessa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Öskar J. Þorláks- son. Organleikari: Ragnar Björns son). 12:00 Hádegisútvarp. 13:30 Frá útihátíð barna í Reykjavík: Helgi Elíasson fræðslumálastjóri flytur ávarp, lúðrasveitir drongja leika o. fl. 14:00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Páll Pampichler Páls son. 14:40 „Við, sem heima sitjum** (Vigdís Finnbogadóttir). 15:10 Miðdegistónleikar: íslenzk söng- og hljómsveitarlög. 16:00 ,,Á frívaktinni4*: Sjómannaþáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarins- dóttur). 17:30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Ölöf Jónsdóttir les ævintýri: Hervarður konungsson. b) Kórar úr barna- og miðskólan um á Selfossi syngja. Stjórn- andi: Jón Ingi Sigurmundsson. c) Svala Hannesdóttir les frásögn eftir Halldóru B. Björnsson. 18:30 Miðaftanstónleikar: íslenzk píanó lög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 „Hugann eggja bröttu sporin", frásöguþáttur (Sigurður Bjarna- son ritstjóri frá Vigur). 20:25 „Allra meina bót“: Lagasyrpa eft ir Jón Múla Arnason. Söngfólk: Kristín Anna Þórarinsdóttir, Árnl Tryggvason, Brynjólfur Jóhannea son, Gísli Halldórsson, Karl Guð- mundsson og Steindór Hjörleifs- son. Jón Sigurðsson stjórnar hljómsveitinni, sem leikur. 21:09 „Blíðviðrið á byljavængjum hvíl- ir“: Sumarvaka í samantekt dr. Brodda Jóhannessonar. 22:09 Fréttir og veðurfregnir. 22jDanslög, þ. á. m. leikur H.S.- sextettinn í Neskaupstað. 01 jF Dagskrárlok. Föstudagur 21. apríl 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:25 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0ð Tónleikar — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar — 6:30 Veður- fregnir). 18:00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson segir frá Eskimóum í Thule. 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Sigurður Hreiðar Hreiðars son). 20:30 Tvö tónverk eftir Beethoven — (Casals-hátíðarhljómsv. í Porto Rico flytja. Einleikari á píanó: Rudolf Serkin. Stjórnandi: Pablo Casals). a) „Coriolan‘*-forleikur. \ b) Fantasía í c-moll op. 80. 21:00 „Nóttin á herðum okkar“; Svala Hannesdóttir les ljóð eftir Jón Öskar. 21:10 Islenzkir píanóleikarar kynna són ötur Mozarts: Rögnvaldur Sig- urjónsson leikur sónötu í G-dúr (K283). 21:30 Utvarpssagan: „Blítt lætur veröld in“ eftir Guðmund G. Hagalín; XVII. — sögulok. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Ferðaþáttur: Þvert yfir Suður- Ameríku; fyrri hluti (Vigfús Guð mundsson gestgjafi). 22:35 „Undir suðrænum himni“: Los Espangoles syngja og leika. 23:05 Dagskrárlok. Laugardagur 22. apríl 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónlelkar 12:23 Fréttir og tilkynningar). 12:50 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (15:00 FréttirK 15:20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16:05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son). 16:30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17:00 Lög unga fólksins (Þorkell Helga son). 18:00 Útvarpssaga bamanna: „Petr* litla“ eftir Gunvor Fossum; X. sögulok. (Sigurður Gunnarsson kennari þýðir og les). 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. v 20:00 Upplestur: „Spor i sandinum", smásaga eftir Runar Schildt, f þýðingu séra Sigurjóns Guð- jónssonar (Gestur Pálsson leik- ari). 20:40 Tónleikar: Hljómsveitin Fílharm onía í Lundúnum leikur forleile eftir Weber; Wolfang Sawallisch stjórnar. 21:10 Leikrit: „Peningatréð** — eftip Gunnar Falkás. Þýðandi: Þor- steinn Ö. Stephensen. — Leik- stjóri: Baldvin Halldórsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:103 Danslög. — 24:00 DagskrárlólC*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.