Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 24
Sá er galdurinn Sjá bls 13. Veðurspámennirnir Sjá blaðsíðu 8. Santa Maria enn London, 19. apríl (Reuter). PORTÚ GALSKIR flótta- menn, sem búsettir eru í Lon don, sögðu í dag að áreiðan- legar fréttir frá heimalandi þeirra hermdu að um 100 menn úr áhöfn farþegaskips ins Santa Maria væru nú í haldi. í tilkynningu flótta- mannanna segir ennfremur að 78 sjóliðar af herskipi því, sem sent var til að ná Santa Maria úr höndum byltingar- manna Calvaos, hafi einnig ■rerið handteknir. Ekki gáfu flóttamennimir frekari skýringar á handtökun- um, en sögðu að ríkisstjórrtin í Portúgal væri að undirbúa allsherjar sókn gegn andstæð- ingum sínum. Portúgalskir útlagar undir stjórn Henrique Galvao tóku Santa Maria í sínar hendur á hafi úti í janúar s.l., en af- hentu skipið í Brasilíu eftir nokkurra daga sögulega sigl- ingu. Talið er að taka skipsins hafi hvatt stjómarandstæðinga í ný- lendunni Angola til að grípa til yopna, en þar hefur verið mikið um órekstra og mann- dráp undanfarið. MBL. finnst vei hæfa að birta þessa vetrarmynd frá Vest- mannaeyjum á sumardaginn fyrsta. Þar er búinn að vera einhver sá mesti snjór, sem komið hefur um margra ára bil, og það einmitt nú alveg við dyr sumarsins, en þarna festir annars sjaldan snjó. Menn hafa undrazt þetta tíð- arfar núna, því að svo til í allan vetur hefur verið mikil blíða, t. d. komst hitinn í Eyj- um í febrúar upp í 8 stig, en nú á þröskuldi sumarsins er 5 stiga frost og kafaldssnjór. Margir hafa hent gaman af þessu þar og segja, að nú sé allt snúið við: veðráttan og fiskveiðamar. Lögregluþjónarnir báru sel- inn á Iand eftir að hafa veitt honum líknardauða. Sárið eft ir teygjuhringinn sézt greini- lega á miðjum skrokknum. Ljósm. Sveinn Þormóðsson Selur skotinn við Skúlagötu í gœr í GÆRMORGUN safnaðist mann fjöldi saman fyrir neðan Útvarps hús'ið við Skúlagötu. Ástæðan var sú, að í fjörunni fyrir neðan stóðu Guðmundur Brynjólfsson, lögregluþjónn og sonur hans Bjami með byssu, sem þeir beindu að selkóp, sem lá þar á skerinu og bar sig aumlega. Starfsmenn útvarpsins höfðu veitt honum athygli, hringt til lögreglunnar og beðið liar.a að at- huga selinn, þar sem hann virt- ist vera særður eða pitthvað am- aði að honum. Bra lögreglan fljótt við, og fór Guðmundur þtngað niður eftir með sjónauka, og sá þá að selurinn var særður. Sótti 'rar.n síðan son sinn, Bjarna, sem skaut selinn, en síðan drógu þeir feðgar selinn á land með hjálp manna, sem höfðu komið þarna að. Þegar þeir komu með hann upp á götuna, blasti Ijót sjón við áhorfendum. Teygjuhringur, sem senníJega hefur verið skórinn úr bílsiöngu, var utan um selinn miðien, og hafði teygjan nudd- azt og skorizt inn í selinn. Sárið var um þriggja tommu breitt og náði alveg inn úr beini, því rif- beinin voru í sundur og stóðu endarnir út. Var komið í það drep, því það var orðið grænt. Ekki er vitað með hvaða hætti teygjan komst um selinn, en all- ar líkur benda til þess, að það hafi gerzt af mannavöldum. Selir eru sem kunnugt er for- vitnir, og þessi selkópur virðist hafa fengið ást á mannabyggðum, þvi hann hefur haldið sig nokk- urn tíma á þessum slóðum, grun laus um að það myndi kosta hann lífið. Þegar selurinn hafði verið fjarlægður, tíndist fólk í burtu, en nokkurn tíma tók að greiða umferðina. Kannski kemur ein- hvern tíma annar selur í stað þess, þótt hann ætti ekki að gera það. Fjöldi þýzkra og hrezkra tog ara er á Grænlandsmiðum Haukur fékk prýðisafla á aðeins 6 dögum VIÐ urðum varir við margra þýzka togara og brezka, m. a. verksmiðjuskipin brezku Fairtry, vestur á Fyllubanka út af vest- urströnd Grænlands, sagði Ás- geir Gíslason skipstjóri á togar- anum Hauki, en Haukur og Þor- móður goði, hafa verið að landa hér í bænum góðum afla af Grænlandsmiðum, undanfarna daga. Var Haukur með um 300 tonn af karfa og þorski, og var fiskurinn mjög góður og fór til vinnslu í hraðfrystihúsunum. Já sagði Ásgeir skipstjóri, á þessum slóðum hafa Þjóðverjar verið í allann vetur og þeir hafa ekki aðeins sótt þangað karfa, fyrir heimamarkað heldur og stunda þar þýzkir togarar salt- fiskveiðar. Þeir sigla beint til Víðir II með síld í GÆRMORGUN kom Víðir II inn til Kefiavíkur og landaði þar nærri 1000 tunnum af síld Spánar með fiskinn. — Ásgeir kvaðst hafa, verið heppinn með veður í ferðinni. Einn dag töfðumst við, er brælu gerði, en afla skipsins fengu við á sex veiðidögum, og þá var frostlítið og stillur. Siglingin á þessi mið er álíka löng og siglingin vest- ur á Nýfundnalandsmið. Skip- stjórinn kvaðst hafa furðað sig á því, hve lítill ís hefði verið við Grænland. Við fórum aðeins um 12 mílur undan Hvarfi, er við sigldum heim, en algengast er að skipin þurfi að krækja 50—100 mílur út f haf vegna ísreks, um þetta leyti árs. — Það hefur verið alllíflegt á Grænlandsmiðum? Já það var það. En um þetta leyti árs má líka stundum gera góða karfatúra til Nýfundna- lands. Það er oft að fyrstu skip- in fá góða veiði. En ekkí held ég að neinn íslenzkur togari sé þar nú. Aftur á móti voru nokkr ir íslenzkir togarar komi á Græn landsmið, — og ætli maður haldi ékki þangað aftur. Ásgeir Gíslason skipstjóri, sem tók við Hauki seinnipart sumars í fyrra, hefur verið mjög dugandi skipstjóri. Hann er að- eins 34 ára að aldri, og var áður skipstjóri á Röðli frá Hafnarfirði. Hann er búinn að vera sjómaður frá því hann var unglingur. ^ Fundu töp-1 ud net BÆJARTOGABARNIR Ingólf ur Amarson og Pétur Hall- dórsson komu með allmörg ’ gömul þorskanet úr næloni til Reykjavíkur í gær, um leið og þeir lönduðu afla sínum Netin fengu þeir í vörpuna á Eldeyjarbanka, en þetta eru net, sem bátar töpuðu á vetr- arvertíð í fyrra. Teinar á net- unum voru að mestu ófúnir og sömuleiðis festingar á flot- um. Einnig sannaðist, að net- in höfðu „haldið áfram að veiða-“ þótt þau væru búin að liggja meira en ár í sjó. t G jaldeyristek jurnar 350 millj. lægri en sama tfma í fyrra í RÆÐU þeirri, er Davíð Ólafs- son fiskimálastjóri, flutti á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í fyrrakvöld gerði hann allnána grein fyrir þeim afleiðingum, sem aflaleysið á ver tíðinni nwin hafa bæði fyrir sjáv- arútveginn og fyrir þjóðarbú- skap landsmanna í heild. Davíð skýrði m. a. frá því, að miðað við lok marzmánaðar væri heildaraflinn a. m. k. 30% minni en á sama tíma í fyrra, og væri þó tekið tillit til þess síldar afla, sem fengizt hefði framan af vertíðinni. Það, sem vitað væri um aflabrögðin í aprílmánuði benti til þess, að heildaraflinn á vertíðinni mundi ekki aukast hlutfallslega, þ.e.a.s. hann mundi verða 30% minni í heild en í fyrra, og það þýddi rýrnun gjald eyristeknanna fyrir þetta tíma- bil, sem næmi 350—400 millj. króna. Fyrir einstakar verstöðvar þýddi þetta stórkostlega tekju- rýrnun og nefndi hann sérstak- lega Vestmannaeyjar í því saro. bandi. Þessi stærsta verstöð landa ins hefði orðið fyrir stórkostlegu áfalli, bæði vegna vinnustöðvun- arnnar, sem þar var framan af vertíðinni, og þó einkum vegna aflabrestsins á aðaltíma vertíð- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.