Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. april 1961
MORGVNBLAÐIÐ
5
Undanfarið hefur Reykvík-
ingtum gefizt kostur á að skoða
glæsilegasta happdrættisvinn-
ing D.A.S. á næsta ári, ein-
býlishús á þakinu (Penthause)
á Hátúni 4. Þegar blaðamaður
Mbl. hugðist skoða íbúðina s.l.
sunnudag, var margföld bið-
röð á götuhæðinni og hin ný-
tízkulega lyfta hússins hafði
ekki við að flytja fólk upp á
efstu hæð og niður aftur. Við
urðum því að hverfa frá við
svo búið. Það var ekki fyrr
en á þriðýudag s.l., sem okkur
gafst tækifæri til að litast um
í þessari eftirsóknarverðu
íbúð, þegar forráðamenn happ
drættisins buðu blaðamönnum
og öðrum gestum upp á kaffi í
hinni vistlegu borðstofu happ-
drættisíbúðarinnar.
— • — -
Toppíbúðin í Hátúni 4, eins
og hún hefur stundum verið
nefnd, er 5 herbergi, eldhús og
bað, 120 ferm. að stærð. Hí-
býladeild Markaðsins sá um
að búa hana húsgögnum und
ir forystu frú Guðrúnar Jóns
dóttur, híbýlafræðings, með
hjálp frá ýmsum fyrirtækjum
og verzlunum, sem góðfúslega
léðu vörur sínar til skreyting
ar íbúðarinnar. Einnig prýddu
íbúðina listaverk eftir Engil-
berts, Barböru Árnason og
Gerði Helgadóttur.
Þessi mikla aðsókn að íbúð
inni sýnir, að Reykvíkingar
hafa áhuga og ánægju af að
kynnast og skoða nútíma hí-
býli „sett á svið“ af kunnáttu
mönnum. fbúðinni var skipt í
setustofu, borðstofu, svefnher-
bergi, gestaherbergi og skrif-
stofu húsbóndans og útbúin
samkvæmt því. Ýmsar getgát
ur voru uppi um, hvað allt
innbúið myndi kosta, og
fannst mönnum 200—250 þús.
hæfilega áætlað, með heimilis
vélum og öllu. Verðmæti íbúð
arinnar var hins vegar áætlað
um eina milljón kr.
Skiptar skoðanir voru í
hópi kvenfólksins í blaða-
mannastétt um notagildi eld-
hússins, þó útlit þess væri ó-
umdeilanlega upp á það allra
bezta. Benedikt Björnsson,
arkitekt, sem útfærði íbúðina,
var hinsvegar ekki á sama
máli og sýndi fram á tækni-
lega galla á hverri breytingar
tillögu, sem fram kom. Voru
flest allar að lokum sammála
um, að eldhúsið hefði ekki
getað verið öðruvísi.
— • —
Forráðamenn happdrættis-
ins skýrðu frá því, að íbúðin
yrði dregin út í lok happdrætt
isársins og væri hún langsam-
lega verðmætasti vinningur-
inn, sem þeir hefðu boðið fólki
upp á. í sumar hefðu þeir í
hyggju að útbúa svalirnar á
smekklegan hátt með sóltjöld
um, garðstólum o.fl. og gefa
fólki tækifæri til að skoða
garðinn á þakinu, ef svo mætti
segja. Sökum mikillar aðsókn
ar væri ákveðið að hafa íbúð
ina opna til sýnis á sumardag
inn fyrsta frá kl. 7—11 og
tvo næstu laugar- og sunnu-
daga milli kl. 2—6.
í dag verða gefn saman í hjóna
band af dr. theol Eiríki Alberts-
syni, ungfrú Þorbjörg Jónsdóttir
og Edvard Ragnarsson. Heimili
þeirra verður að Austurbrún 2.
S.l. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Jóni Thor
arensen, ungfrú Kristín Halldórs-
dóttir og Björn H. Magnússon,
stýrimaður. Heimili þeirra verð-
ur að Kaplaskjólsvegi 51.
S.l. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Óskari J.
Þorláksssyni, ungfrú Ragnheiður
Hilmarsdóttir, Bústaðabletti 24
og Jóhannes Viggósson, rafvirki,
Jófríðarstöðum. Heimili þeirra
verður að Birkihvammi 9, Kópa-
vogi.
S.l. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af sr. Jóni Thor-
arensen Kristín K. Halldórsdóttir
og Haukur Magnússon Kapla-
skjólsveg 51.
80 ára er í dag Guðnj Stígs-
lon Veghúsastíg 1,
- M ESSU R -
Mosfellsprestakall. Messa í Árbæjar-
kirkju kl. 2 séra Sigurður Pálsson,
prédikar.
— Get/urðu alls ekki talað um
neitt annað en veðrið?
★
Ferðamaður í Napóli, sem var
eltur af betlara varð gramur og
spurði:
— Hvers vegna gangið þér um
og betlið — hvers vegna virinið
þér ekkert?
— Eg vinn svo sannarlega, ég
vinn að yfirgripsmikilli skýrslu-
gerð, sem fjallar um hve mörg
prósent manna eru nirflar.
★
Grínleikarinn Red Skelton var
VoriS er komið, ob grundirnar gróa,
gilin og lækirnir fossa af brún;
syngur í runni, og senn kemur lóa,
svanur á tjamir og þröstur í tún;
nú tekur hýrna um hólma og sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin fer;
hæðirnar brosa og hlíðarnar daia,
hóar )>ar smalinn og rekur á ból;
lömbin sér una um blómgaða bala,
börnin sér leika að skeljum á hól.
Jón Thoroddsen: Vorvísa.
eitt sinn spurður hvernig hann
færi að því að vera fyndinn:
— Það er vegna þess að ég hef
sjötta skilningarvitið, en vantar
hin fimm.
★
Það var troðningur í strætis-
vagninum og maður nokkur fékk
oddinn á kvenmannsregnhlíf inn
á milli rifjanna. Hann var þögull
um stund, en sagði að lokum: —
Afsakið, en ég vona að rifin í
mér fari ekki í taugarnar á regn-
hlífinni yðar?
Árni Tryggvason í hlutverki
sínu í Pókók, en það verður
sýnt í næst síðasta sinn í kvöld
Til sölu
niðurrifinn Chevrolet ’37.
Uppl. gefur Einar Jónsson
bifreiðaverkst. Laugav. 168
og í síma 33344 eftir kl. 7.
2—3 herberg'ja íbúð
óskast til leigu. Fyrirfram-
greiðsla. Uppl. í síma 16198.
3—4 herbergja íbúð
óskast til leigu. Fyrirfram-
greiðsla. Uppl. í síma 17049
Vatnabátur
Vil kaupa léttan og þægi-
legan vatnabát. Uppl. í
síma 16435.
Stór lítið notaður pels
til sölu. Uppl. í Ingólfs-
stræti 21a eða í síma
24790.
Tækifærisverð
Fjölbreytt úrval góðra
mynda verða til sýnis og
sölu næstu daga.
Innrömmunarstofan
Njálsgötu 44.
Peningalán
Viljum kaupa viðskipta-
vöruvíxla fyrir ca. 400 þús.
strax. Tilboð merkt: „Lán
— 1910“, sendist afgr. Mbl.
Sumarbústaður
í nágrenni Reykjavíkur
óskast til leigu í sumar. —
Uppl. í síma 32297 —
19687.
Sælgætisgerð
er til sölu strax. Góðir
atvinnumöguleikar (fyrir
karl eða konu) Tilboð
merkt: „Sælgætisgerð —
1909“, sendist afgr. Mbl.
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verk-
efnum í úti- og innismíði.
Uppl. í síma 18079.
3—4 herbergja íbúð
óskast til leigu 1. eða 14.
maí. Fyrirframgreiðsla eft-
ir samkomulagi. — Tilboð
sendist afgr. Mbl. sem
fyrst, merkt: „Sjómaður —
1053“.
Ungur lögfræðingur
(ríkisstarfsmaður) óskar
eftir aukastarfi. — Tilboð,
merkt: „1, 2, 3. 1064“, send-
ist blaðinu.
3—4 herbergi og eldhús
óskast til leigu. Uppl. í
síma 12618.
Service-þvottavél
sem ný til sölu. Verð kr.
6000,-. Uppl. í síma 37175.
fbúð óskast
2—3 herbergja íbúð óskast
fyrir 14. maí, 3 í heimili.
Uppl. í síma 36680.
Fjölritun — Fjölritun
Fljót og góð afgreiðsla.
Háteigsveg 24 kjallara
Sími 36574.
Vaktavinna óskast
Rösk stúlka (24 ára) óskar
eftir vinnu. Margt kemur
til greina. Tilboð merkt:
„Sumar — 1147““ sendist
Mbl. f. h. laugard.
Volvo ’58 til sölu
Keyrður 17500 mílur og í
mjög góðu standi. Til sýnis
á Suðurgötu 42, Keflavík.
Sími 1836.
Ford sendiferðabíll
í góðu standi til sölu. —
Tilb. sendist afgr. Mbl.
fyrir 25. þ. m. merkt:
„180 — 1546“.
1—2 herbergi,
helzt í Miðbænum, óskast
til leigu strax. Tilb. merkt:
„Einhleypur — 1055“.
sendist afgr. Mbl. fyrir
föstudagskvöld.
Hjólbarðaviðgerðir
Opið öll kvöld og helgar.
Hjólbarðastöðin
Langholtsvegi 112 B.
Stúlka óskast
Hótel Borg.
TIMBUR
Seljum móta- og innitimbur
Pappa og saum — Vélavinnu
HÚSASMiÐJAN
Súðarvogi 3 — Sími 34195
Pensngamenn
Óska eftir að taka 40.000.00 kr. til 1 árs. Fasteigna-
veð. — Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir mánu-
dagskvöld, merkt: „Strax — 472“.