Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. apríl 1961 MORGUNRLAÐIÐ 3 mm ■< '« >, *■/.« ÍXáíX • . ■&4xm - HWýSife v“V <• < <■■■<. v - i . í**-i K- •'* •■•'’•■ jB \:<fy ?• V ^ r53 ■ mm iSÍJÍÍÍ ;•:: xV'V Drengirnir hugðust leika sér að því að sökkva af húsþakinu niður í þennan myndarlega skafl, en sá fyrsti kom heldur óþyrmi- lega niður. Undir var ekki eintómur mjúkur snjór, eins og hann hélt — hann kom niður á hús á vörubíl, sem grafizt hafði á kaf í skaflinn. Þegar ljósmyndarann bar að, höfðu strákarnir líka fundið fólksbíl í snjónum. — (Ljósm. S.P.B.) Vetrarharka a Húsavík ÖLL él birtir upp um síð- ir — sem betur fer fyrir lífshamingju mannanna barna. Það birti líka upp Jón G. Maríasson kosiim formaður bankastjórnar Seðlabankans Mbl fregnaði I gaer, að banka Btjórar Seðlabankans hafi kosið Jón G. Maríasson formann banka etjórnar Seðlabankans til eins árs, en samkvæmt hinum nýju lögum um Seðlabanka fslands kjósa bankastjórar formann úr íínum hópi. Skarst á höfði Kl. 6,39 í gærdag var Aðalheið ur Gunnarsdóttir flutt frá Súða vogi 7 á Slysavarðstofuna. Hún hafði verið að gera hreint, en dottið á ljós'atengil og skorizt eitt hvað á höfði. á Húsavík í gær, eftir nær vikulangan vetrargadd og stórhríðar. Og Húsvíking- ar önduðu léttar, þótt enn séu þeir umgirtir háum, fannhvítum borgarmúrum vetrarins. Þeir vita sem er, að þeir standast ekki snúning, þegar vorið tek- ur fyrir alvöru að ýta við þeim mildum, en styrkum blælófa sínum. Og gærdag urinn vakti vonir um, að vetrarfrerinn fái nú að kenna á ósigrandi mætti þeirra handtaka næstu dagana. — ★ — — En til allrar hamingju virðist hann ætla að fara hægt í að hlána, sagði fréttaritari Mbl. á Húsavík, er blaðið átti tal við hann í gær, — því að það yrði nú Ijóta syndaflóðið, ef hann gengi skyndilega í einhverja asahláku. Það var svona all sæmilegt veður hér í gær (þriðjudag), þegar ég tók myndirnar, sem ég sendi ykkur, en dimmt samt og dá- lítið fjúk öðru hverju. En í dag hefir hann birt mikið, og nú erum við að vona, að þetta sé búið. Enda meira en nóg komið, því að sann- leikurinn er sá, að þetta mun vera lengsti hríðarkafli, sem komið hefir hér um langt árabil — sumir segja í 15 ár, en ekki þori ég að fullyrða, að það sé rétt. Veðrið skall yfir á miðvikudaginn fyrir viku, en svartast var það svo á föstudaginn — grenjandi stórhríð. — ★ — Fréttaritarinn sagði, að ekki væri enn byrjað að ryðja snjó af götum bæjar- ins, en það verk yrði nú sjálfsagt hafið hið snarasta. Vegurinn nýi fram að flug- vellinum í Aðaldalshrauni hefir staðið af sér allar „árás irnar“ — það hefir verið það hvasst, að snjóinn hefir skafið af honum jafnóðum. Og í fyrrakvöld var fyrsta flugferðin um vikuskeið, og aftur var flogið í gærmorg un. Fengu Húsvíkingar þá loks blöð að sunnan, þau elztu frá sunnudeginum 9. apríl, — svo að það er nóg að lesa í bili, sagði frétta- ritarinn, — já, eiginlega er þetta nú fullmikill skammtur í einu. — ★ — Þessi óveðurskafli hefir valdið ýpaislegum erfiðleik- um og tjóni, ekki sízt að því er sjósókn varðar. Áður en óveðrið hófst var t. d. ágæt hrognkelsaveiði hjá Húsavíkurbátum, en nú hef- ir Ægir konungur fengið að vera í friði með verðmæti sín í viku fyrir ásókn Hús- víkinga — engin veit, hve mikil. Mjólkurflutningar hafa að vonum gengið erfiðlega, menn hafa ekki komizt ferða sinna — og margvísleg önn- ur röskun hefir orðið á hög- um manna. En öll él birtir upp um síðir. Maðurinn, sem örin bendir á (ber i olíubílinn) hefir grafið sér holu í Æfiún' m Áki enn komizt niður á fasta jörð. — Ef myndin prentast ekki það vel, ao iuauu.uui komi fram, má samt vel marka hæð skaflsins af húsunum og bílnum. STAKSTEÍfyAR Aflabrestur míkið áfall Eins og greint er frá á öðruna stað í blaðinu, er nú allt útlit fyrir að heildarafli íslendinga frá áramótum og til vertíðarloka muni verða nálægt 30% minni en á sama tíma í fyrra. Þýðir þetta, að gjaldeyristekjur ís- lendinga verða einhvers staðar á milli 350 og 400 milljónum króna minni en verið hefði með sambærilegum afla og var á síð- asta ári. Þetta samsvarar hvorki meira né minna en nálægt 10 þúsund kr. kjaraskerðingu á meðalf jölskyldu í landinu og það allt í erlendum gjaldeyri. Eru þetta vissulega hin alvarlegustu tíðindi. Auðvitað kemur þetta verst við fólk í þeim verstöðvum, þar sem aflinn hefur verið minnstur eins og t.d. Vestmannaeyjum. En tjón ið þar hefur þó áhrif á ha>g þjóð arheildarinnar og þar með livers einstaklings, þótt hann sé bú- settur annarsstaðar. Viðreisnin traust Eins og kunnugt er biðu fs* lendingar mikið tjón á siðasta ári af verðfalli á lýsi og mjöli og aflabresti, einkum hjá togurun- um. Við þetta bætist svo afla- bresturinn á vetrarvertíðinni. Má tclja fUrðulegt, að hið nýja efna- hagskerfi íslendinga skyldi geta staðið af sér slík stóráíföll. Og ekkert ber því betur vitni, hve viðreisnin var reist á traustum grunni, en sú staðreynd, að þrátt fyrir þessi miklu áfölX skyldi hún standast. Ekki þarf mörgum orð- um að eyða að því, hvernig um- horfs hefði verið í íslenzku þjóð- lífi, ef hinar nýju efnahagsráð- stafanir hefðu ekki verið gerðar. Þá hefðu þús. og tugum þús- unda verið bætt á hverja fjöl- skyldu í landinu i nýjum skött- um til að greiða uppbætur og standa undir töpum atvinnuveg- anna. Viðreisnarstjórnin fér ekkert duit með það, þegar hún gerði efnahagsráðstafanirnar, að þær miundu um skeið þrengja nokkuð að efnahag manna, enda miðuðu þær beinlínis að bví að rétta við fjárhag þjóðarheildar- innar. Niðurstaðan varð sú, að viðreisnin var sízt þungbærari en boðað hafði verið, þrátt fyrir hin miklu óhöpp. Þess vegna er nú al mennt vðurkennt, að vel hafi verið haldið á málum og áróður stjórnarandstæðinga hafi ekki haft við nein rök að styðjast. Frestar kjarabótum Að sjálfsögðu hafa hin óvænto óhöpp orðið til þess að nokkur dráttur hefur orðið á því, að menn gætu öðlazt þær kjara- bætur, sem heilbrigt efnahagslíf færir. Eins og áður greinir hefur tjónið á vetrarvertíðinni numið nálægt tug þúsunda á liverja fjölskyldu. Ilcfðu það vissulega ekki verið litlar kjarabætur, ef hagur þjóðarinnar hefði batnað um þá upphæð, sem þannig hef- íir glatazt. En þrátt fyrir þetta á að vera hægt að tryggja nokkrar kjarabætur, ef þær leiðir eru farnar, sem Morgunblaðið hefur margbent á, þ. e.a.s. stofnun sam starfsnefnda vinnuveitenda og launþega, meira ákvæðisfyrir- komulag, vikulaunagrciðslur o. fL Hitt er ljóst mál, að þessi stór- áföll fresta því að hægt verði að bæta kjör verulega á þessu ári. Ástæðulaiust er samt að vera svartsýnn ú framtíðarhorfur. Ár- ferði hefur áður verið misjafnt hér á Iandi, og úr því að við- reisnin stóðst þessi áföll þá er Ijóst að kjörin geta batnað ört í meðalárferði, ef áfram er búið við heilbrigða efnahagsmála- steL.u.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.