Morgunblaðið - 27.05.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.05.1961, Qupperneq 6
6 MORGVN BLAÐ1Ð Laugardajpur 27. maí 1961 NOKKRUM erfiðleikum er það bundið að kveða á um hver telst aflakóngur á síðustu vetrarver- tíð, þar sem aflabrögð hafa í vetur verið með nokkuð nýstár- legum hætti hér víð Suðvestur- landið. Mikill hluti aflans hefir verið síld, sem er nýtt fyrirbrigði Tvö konung- leg brúð- kaup í GÆR fóru fram tvær konung- legar hjónavígslur — önnur í Stokkhólmi, hin í Amman í Jórdaníu — og var mikið um hér um slóðir í jafn ríkum mæli og nú var. Aflahæsti síldveiði- skipstjórinn verður þó að lík- um að teljast aflakóngur ver- tíðarinnar, hann hefir borið mest verðmæti á land á meðan á ver- tíð hefir staðið, þótt síldarver- tíðin hafi verið mun lengri. * * * Guðmundur Þórðarson undir skipstjórn Haraldar Ágústssonar hefir borið mest aflamagn á land. Hann stundaði veiðar frá því 5. okt. til 9. maí og er aflaverð- mætf skipsins 5 millj. 233 þús- und krónur. Hásetahlutur nam 219.500 kr. yfir þetta tímabil. Aflamagnið var 44.600 tunnur af síld og 66 tonn af fiski. Næstur Guðmundi er Víðir II. úr Garði með 42.600 tunnur síld- ar og 370 tonn af línufiski. Afla- verðmæti Víðis er 5 millj. 920 þús. kr. og hásetahlutur 195.000 krónur. Skipstjóri á Víði II. er Eggert Gíslason. Þriðji afláhæsti báturinn er Höfrungur II. frá Akranesi með 4,7 millj. í aflaverðmæti Og 160 þús. króna hlut, undir skipstjórn Garðars Finnssonar. Allir hafa þessir bátar stund- að veiðar svipaðan tíma eða frá okt. til maí, um 7 mánuði með talsverðum frátöfum. Blaðið hefir ekki getað fengið úr því skorið hver vertíðarbát- anna, þ.e. þeirra sem aðeins stunduðu línu- Og þorskaneta- veiðar, hefir borið að landi mest aflaverðmæti og þá um leið bezt flokkað að dómi ferskfiskmats- ins, en geta má þess að því er kunnugt um að Héðinn frá Húsa- vík var með afla er nam 2.580 milljón krónum og af því 60% í 1. flokk þar af var línuaflinn 640 þús. króna virði. Háseta- hlutur var þar 67,246 krónur en 12 manna skipshöfn var á Héðni. Aðaltundur fulltrúaráðs Sjálfstœðismanna í Árn. FÖSTUDAGINN 12. maí síðast- liðinn var haldinn aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Árnessýslu. Var hann haldinn í Iðnaðarmannahúsinu á Selfossi. Formaður fulltrúaráðsins, Helgi Jónsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og lagði fram reikninga þess. Starfsemin á ár- inu hafði verið með svipuðum hætti og fyrr eða beinzt að hin- um ýmsu flokksmálefnum hér í sýslunni. Umræður urðu nokkr- ar um skýrsluna_ reikningana og félagsmál flokksins í Suðurlands- kjördæmi yfirleitt. Til máls tóku Sigmundur Sig- urðsson, frú Sigurjörg Lárus- dóttir Sigurður Óli Ólason, Þor- steinn Sigurðsson, Einar Sigur- jónsson, Gunnar Sigurðsson, Ein ar Gestsson, Jón Ólafsson og Helgi Jónsson. Þá voru kjörnir fulltrúar á 14. landsfund Sjálf- stæðisflokksins. 1 stjórn fulltrúaráðsins fyrir næsta starfsár voru kosnir: Helgi Jónsson fulltrúi, formaður og meðstjórnendur; Sigmundur Sig- urðsson, Syðra-Langholti_ Ein- ar Pálsson, bankastjóri, Selfossi, Bragi Ólafsson, héraðslæknir, Eyrarbakka, Ólafur Steinsson, garðyrkjubóndi, Hveragerði. og Gunnar Sigurðsson, bóndi, Selja- tungu. í varastjórn voru kjörnir: Grímur Ögmundsson, Þorsteinn Sigurðsson, Einar Sigurjónsson, Grímur Jósafatsson, Einar Gests. son og Jón Ólafsson. Endurskoð- endur voru kjörnir Vigfús Ein- arsson, Seljatungu. og Jón Páls- son, Selfossi. Síðan voru rædd ýmis mál, en að því loknu sleit formaður fundinum með stuttu ávarpi Hraun og hús við sjó. — í dag er næst síðasti dagur vatns- litasýningar Sveins Björnssonar í Iðnskólanum i Hafnarfirði. Til frekari glöggvunar fyrir ókunnuga, er skólinn í bóka- safnsbyggingunni við Mjósund. — Sveinn sýnir að þessu sinni 40 vatnslitamyndir, sem málaðar eru á síðustu tveimur árum. Um 300 manns hafa skoðað sýninguna og 10 myndir selzt. — Er sýningin opin frá kl. 2 til 10 síðd. dýrðir á báðum stöðum, mjög að vonum. — * — Það var eins og kunnugt er Birgitta, næstelzta dóttir Gustafs heitins Adolfs prins og Sibyllu prinsessu, sem í gær giftist Jó- hanni Georg prins af Hohenzoll- ern í Stokkhólmi. Vígslan var borgaraleg, tók aðeins tvær mín- útur, — en ungu hjónanna bíð- ur önnur vígsla, í Sigmaringen í Þýzkalandi, og verður hún öllu „viðameiri" — enda upp á ka- þólskan máta. Nokkur andstaða virtist í fyrstu í Jórdaníu gegn því, að Hussein konungur gengi að eiga óbreytta, enska stúlku, en ekki var annað að sjá í gær, er hjóna- vígslan fór fram, en allir væru hæstánægðir. Mikill fagnaðarlæti voru um gervalla borgina, svo að lögreglan átti fullt í fangi að halda nokkurn veginn röð og reglu. Og Amman-búar virtust staðráðnir í því að syngja Og dansa fram á rauða nótt. * Slæm latína Nú ræða Bandaríkjamenn um að senda mannað geimfar til tunglsins fyrir 1970. Vafa- laust hafa Rússar eitbhvað svipað í hyggju og sjálfsagt ætla þeir ekki að verða eftir- bátar Bandaríkjamanna frek- ar en áður á þessu sviði. — Oft hefur þess verið getið í erlendum blöðum, að kven- fólk þætti betur fallið til geim ferða en karlmenn. Samt sem áður hefur ekkert kvenfólk verið®þjálfað til slíkra ferða, a. m. k. ekkj svo vitað sé. Einn af forystumönnum bandarískra geimvísinda var spurður að því, ekki alls fyr ir löngu, hvort ekki væri í ráði að leyfa kvenfólkinu að spreyta sig. Hann hló og svaraði: Ef einhver vill losna við konuna sína, þá getur hann auðvitað reynt að fá far fyrir hana í einhverju af fyrstu geimskip unum. Við vonum hins vegar — og gerum altt til þess að öll okkar geimskip lendi aft- ur heilu og höldnu svo að mér finnst varla svara kostnaði að senda blessað kvenfólkið út í geiminn. Svarið vakti að vonum mikla kátínu meðal karl- manna, en sennilega hefur kvenréttindakonum ekki þóbt þetta góð latína •^JIellugangstétt Húsfrú í Austurbænum skrifar: „Ég bý ofarlega við Lauga- veg. Undanfarin ár hafa gang- stéttarhellur verið lagðar hér alilt í kring, en við, sem bú- um við götuna á milli Vita- torgs og Mjólkurstöðvarinnar, höfum enn malarbornar gang- stéttar. í bleytu veldur þetta oft óþrifum, sérlega eftir að járngrindverkið var sett með- fram göffmni og maður getur ekki gengið yzt á akbrautinni. Ég vona, að röðin komi bráð- lega að okkur og hér komi líka hellugangstétt". • Er rækjan ^ekki_víðar? f gær var birt hér í blaðinu skýrsla um heildarverðmæti sjávarafurða á síðasta ári og nákvæmur samanburður gerð- ur við framileiðslu ársins þar áður. Þetta var greinargóð og fróðleg skýrsla, en það, sem menn ráku einkum augun í, er hið geysimiikla verðfall, sem orðið hefur á fiskimjöli og lýsi. En það var líka at- hyglisvert hve rækju- og humarframleiðsla hefur auk- izt mikið og vonandi vex hún enn meira á þessu ári. Rækjan og humar þykja herramannsmatur um víða veröld og verðið á erlendum mörkuðum er æði hátt. Rækjuveiðarnar eru eingöngu stundaðar á Vestfjörðum, en hafa menn í öðrum landsfjórð ungum leitað rækjunnar á lík- legum stöðum? Vestra hefur þessi veiði veitt miklum fjölda kvenna og unglinga góða atvinnu og sjálfsagt mundi sams konar vinna vera vel þegin í öðrum byggðar- lögum. • Spurt um gæði Sjálfsagt væri hægt áð nýta betur margt fleira, sem hægt væri að veiða við strendur landsins. Fyrip nokkru var gerð tilraun með útflutning á kúfiski, krækl. ingi og öðru slíku. Verðið, sem þá fékkst, mun hafa ver- ið allsæmilegt og ekki er loku fyrir það skotið að finna mætti góða markaði fyrip þann varning. AHar slíkar til- raunir mundu verða til hjálp- ar og breikka þann grundvöll, sem við byggjum á í sjávar. útveginum. Auk þess krefst útflutningur smáfisksins mik. illar vinnu, sem húsmæður og unglingar gætu leyst af hendi. Þegar á mankaðinn er komið er yfirleitt spurt meira um gæðin en verðið og það er ekki nauðsynlegt að útflutn. ingsvarningurinn sé mikilt fyrirferðar til þess að gott verð fáist fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.