Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður 3% nú + 3^o eftir ár + 3% eftir tvö ár Langt verkfall gæti komið í veg fyrtr að nokkrar rounveru- legur kjurubætur fengjust MORGUNBLAÐINU er kunnugt um, að á samn- ingafundum með verkamannafélögunum Dags- brún og Hlíf undanfarnar vikur hefur fulltrú- um verkamanna verið það ljóst, að vinnuveit- endur mundu tilbúnir til að veita launahækk- anir, sem næmu 3% strax, öðrum 3% eftir ár og hinum þriðju að tveim árum liðnum. Þannig mundu laun hækka um rúm 9% innan tveggja ára og væri þá um raunverulegar kjarabætur að ræða. Vinnuveitendur munu telja að unnt sé að standa undir 3% raunverulegri kauphækk- un árlega, ef vinnufriður er tryggður, enda eru 2—3% kjarabætur taldar eðlilegar í þeim lönd- um, þar sem traustur efnahagur ríkir. Jafn- framt munu deiluaðilar sammála um að taka upp ákvæðisfyrirkomulag og sérstök verðlaun fyrir aukin afköst. Á fundunum hefur einnig verið rætt um að koma á samstarfsnefndum launþega og vinnuveitenda og hafa frekari sam vinnu um það en gert hefur verið hingað til að fylgjast með fjárhagsgetu fyrirtækja, rekstr- arhorfum o. s. frv. Það liggur þannig fyrir að hægt er að fá veru- legar og raunhæfar kjarabætur án verkfalls. Á hinn bóginn er líklegt að langvinnt verkfall mundi enda án nokkurra raunverulegra kjara- bóta- r Fregnir þær sem Þjóðviljinn hefur birt um það, að vinnuveitendur vildu ekkert koma til móts við verkamenn eru þannig rangar. Það er samningsgrundvöllur fyrir kjarabótum án verkfalla og verða kommúnistar að gera það upp við sig, hvort þeir vilja fara þá leið eða efna til verkfalla án kjarabóta. Undanfarið hefur verið afgreitt mikið sement úr Sementssölunni, þar eð menn hafa vilj- að birgja sig upp af sementi af ótta við verkfall. Þessa mynd tók ljósm. Mbl., Ól. K. M., við höfnina í fyrradag. Athafnalíf strax lamað ef verkfall skellur á Ekki matvöruskorfur fyrst um sinn í N Ó T T munu átta félög hefja vinnustöðvun á mið- nætti, ef ekki hafa tekizt Neituðu tilmæíum sáttasemjara r* ■ Oskaði nokkurra daga fresfs MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að á fundi sátta- semjara með aðilum að vinnudeilunum í fyrra- kvöld hafi sáttasemjari rík isins, Torfi Hjartarson, óskað eftir því að verk- falli væri frestað til 3. júní, svo honum gæfist kostur að íhuga málið frekar, en því var fyrst vísað til hans fyrir nokkr- um dögum. Þessari ósk hans neituð>u fulltrúar verkamanna. Eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu, er grundvöllur fyrir lausn vinnudeilunnar á þann hátt sem báðir aðilar ættu að geta sætt sig sæmilega við. Þess vegna hlýtur það að vekja hina mestu furðu, að tilmælum sátta- semjara um nokkurra daga frestun skyldi hafn- að, þar sem vitað er að vinnudeilan verður illleys- anleg, ef verkfall skellur yfir. Vonandi kemur þessi neitun þó ekki í veg fyrir lausn deilunnar. sammngar Þau eru: Dagsbrún í Hafnarfirði, fyrir þann tíma. V er kamannaf élagið Reykjavík, Hlíf í Félag verksmiðju- og skrifstofufólks á Akureyri, Verkakvennafélagið Von, Húsa- vík, Verkamannafélag Húsavík ur, Verkakvennafélagið Eining á Akureyri, Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar, Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri og Bílstjórafélag Akureyrar. í þess um félögum eru 6870 félagsmenn Verkfall boða 21 félag með rúml. 12000 manns. Um næstu helgi hafa svo ýms iðnaðarfélög boðað vinnustöðv- un: 3. júní Félag bifvélavirkja, Félag járniðnaðarmanna, Félag blikksmiða, Sveinafélag skipa- smiða og Félag íslenzkra raf- virkja, en þau telja 1060 félags- menn. 4. júní bætist Sveinafélag járniðnaðarmanna á _ Akureyri við og 5. júní Múrarafélag Rvík ur, Málarafélag Reykjavíkur, Sveinafélag pípulagningarmanna og Trésmíðafélag Reykjavíkur, sem öll telja liðlega þúsund með limi. Þrjú félög hafa sagt upp samningum en ekki boðað vinnu stöðvun, Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík, Vörubíl stjórafélagið Þróttur og Iðja, fél. verksmiðjufólks í Reykjavík, með samtals 3440 félagsmenn. Samtals hafa því 21 stéttarfélag sagt upp samningum eða boðað vinnustöðvun með um 12400 félagsmenn. Almehn þjónusta. Verkfallið mun ef til kemur hafa mjög afdrifarík áhrif á allt athafnalíf, svo og þjónustu við almenning í landinu. Ekki er gert ráð fyrir að fyrst um sinn stöðvist mjólkurflutningur til bæjarins né mjólkurvinnsla, svo og munu matvöruverzlanir, bæði kjötverzlanir og nýlendu- vöruverzlanir hafa birgðir til 2—3 vikna, því allir birgðaflutn ingar frá heildsölufyrirtækjum og geymsluhúsum stöðvast, þeg ar er verkfallið hefst. Samgöng ur á landi með bifreiðum geta haldið áfram meðan brennslu- olíubirgðir endast í geymum út um land. Frá aðalstöðvum olíu- félaganna verður ekkert afgreitt eftir að verkfall hefst. í Reykja vík munu leigubifreiðir stöðvast svo til strax en strætisvagnar Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.