Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 3
/ Simnu’dagur 28. mal 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 3 tMl Ef verkfall skellur á: Vörubirgöir þrjúta umlerð stöðvast smám saman bátaflotinn leggst við festar E I N S og frá er skýrt í frétt blaðsins á forsíðu, getur verkfall, ef á skell- ur í nótt, haft mjög alvar- legar afleiðingar í för með sér. Blaðið hefur aflað sér upplýsinga ýmissa aðila um ástand það, er ríkja mun, ef þessi alvarlegi at- burður skeður. Enn er þó óvíst um ýms atriði, sem eru á viðræðustigi. Mjólkursamsalan mun fyrst um sinn halda óbreyttri starfsemi. Mjólk mun fást flutt óhindrað, vinna í mjólk urstöðvum mun ekki verða stöðvuð. Hefur verið veitt heimild verkfallsboðenda til þessa. Gegn þessum heimild- um hefur verið fallizt á að vinnustöðvun geti komið til með aðeins tveggja daga fyr- irvara. Nú þegar er einnig samið um að sorphreinsun geti haldið áfram óhindrað fyrst um sinn, þótt verkfall komi til. Matvörur í 2—3 vikur Matvöruskortur mun ekki verða fyrstu 2—3 vikurnar, eða svo lengi sem birgðir endast í matvöruverzlunum. Allir flutningar frá heild- verzlunum, birgðaskemmum, frystigeymslum og verk- smiðjum stöðvast um leið og verkfall skellur á. Undan- farið hafa kaupmenn reynt að birgja sig upp eftir beztu getu af nauðsynjavarn- ingi, en birgðir smásöluverzl- ana fara að sjálfsögðu eftir Hugsanlegt verkfall mun tefja framkvæmdir hitaveitunnar. Myndin sýnir nýja hitaveituskurði í Hlíðununi. geymsluskilyrðum og fjár- hagsgetu til að taka mikið í einu. Nýlenduvöruverzlanir munu yfirleitt hafa birgðir til einnar til tveggja vikna og stærri verzlanir nokkru leng- ur. —i Kjötverzlanir hafa nú orðið yifirleitt allstórar frystigeymsl ur fyrir nýmeti, en birgðir þeirra munu þó þrjóta á fáum vikum. Undanfarið hefur ver- ið óvenjumikil svínaslátrun, því framleiðendur hafa óttazit afleiðingar verkfallsins. Vél- stjórar í frystihúsum munu ekki fara í verkfall fyrst um sinn og eru samningar þar um. Færi hins vegar svo að til verkfalls þeirra kæmi, liggja gífurleg verðmæti undir skemmdum. Fiskverzlanir hafa í undan förnum verkföllum fengið undanþágu með benzín og ís, Framh. á bls. 23. Sr. Jón Auðuns, dömprófastur: Tæknin og mannssálin LANDKONNUÐUR, sem um Amazónbyggðir fór, segir þessa sögu: Frumstæður þjóðflokkur, sem þar bjó, hafði þann sið að taka sig upp frá þeim stað, sem hann hafði dvalið á um skeið og arðrænt, og flytjast langa leið til annars staðar. Leiðin varð þeim torsótt og löng. Ekki aðeins vegna fararbálma og lé- legra, frumstæðra tækja, heldur fremur vegna þess, að þeir námu öðru hvoru staðár og héldu alllengi kyrru fyrir. I>eir trúðu því, að sálin hefði dregizt aftur úr og þeir yrðu að bíða þess, að hún næði þeim aftur. Barniaskapur, — segja menn og hrista höifuðið. Já, en bafnið get- ur oft kennt hinum fullorðnu, og í þjóðtrú og þjóðsiðum felast tíð- um mikilvæg lífssannindi. Frumstæða fólkið í Amazón- dalnum getur kennit oss. í hinum ■ háþroskaða vísindaheimi vorum hetfir sálin dregizt aftur úr. Vís- indatframfarirnar hafa farið lang ar leiðir fram úr siðgæðinu og sálarþroskanum, og þessvegna eru hinar risavöxnu framfarir í höndum vonum eins og eggjám í óvita hendi. Vér fáum ekki barninu í hendur hárbeittan hníf fyrr en vér teljum það hafa feng- ið þroska til að fara með hníf- inn. Brezka Visindafélagið byrjar ársfund sinn ævinlega með guðs þjónustu. Fyrir nokkrum árum drógu blöðin klerkinn, sem pre- dikaði við fundarsetninguna, sundur Og saman í háði fyrir það, að hann hafði skorað á vísinda- mennina að hafast ekki frekar að í tíu ár um stórfelldar uppfinn- ingar, því að siðgæðið hefði dreg- izt aftur úr og höfuðnauðsyn væri að etfla það, áður en lengra yrði haldið. Sjálfsagt hefðu tíu ár hrokkið skammt til þess, en óþarft var að ausa klerkinn háði fyrir að minna á þessa hluti. Uppfinningar hafa allar vakið ÖU afgreiðsla viS höfnina mun stöðvast ef til verkfalls kemurfÞessníiyndsýni^Iiðmikl^iStaalínJanLjósm^l^Mr fögnuð. Þær hefðu allar getað orðið til blessunar, ef sálin hefði ekki dregizt aítur úr á þeirri flughröðu ferð. Óvíst er að nokk urt aírek vísindanna hafi vakið meiri fögnuð en atfrek Wright- bræðranna, þegar þeim tókst að hefja flugvél sína á loft í Pyren- eafjöllunum. Þegar sá djarfi dnaumur hafði rætzt, skrifaði annar bræðranna þetta: ,,Ég gæti enga ánægju haft af að fcafa fundið upp tflugvélina, ef ég væri ekki sannfærður um, að flugvél- in verður til þess að afstýra styrjöldum"! Ef sálin hefði ekki dregizt aftur úr og siðgæðisþrosk inn haldizt í hendur við vísinda- atfrekin, hefði ekkert annað en blessun hlotizt af flugvélum. Þær hafa orðið til stórkostlegs menningarauka, en þær hatfa ekki orðið til þess að afstýra styrjöldum, eins og annar bróð- irinn, sem fyrstur flaug, vænti. Þær hafa gert styrjaldir ægilegri en nokkru sinni fyrr. , ------------- 4 A atómöld stöndum vér and- spænis því tfremur en fyrr, hvað það kann að kosta, að vér hölf- um ©kki hirt um sálina, gefið sáralítinn gaum siðgæðisþrosk- anum ,en bundið von, nærfellt alla, við það, að framfarir vís- inda yrðu sem stórstígasitac. Kapphlaup Rússa og Bandaríkja- manna um geimtflug er nú á allra vörum. Beiðni Bandaríkjaforseta um svimandi fjárframlög til þess að geta flogið til tunglsins innan fárrn ára fyllir heimsblöðin og hugi manna um allan heim. Til hvers yrði fcægt að nota slikt vís indaafrek, ef svo fer fram, sem farið hefir, og ebki um það hirt þótt sálin dragist atftur úr og lít- ið sem ekkert í alvoru um það skeytt, að þroska manninn jafn- hliða því, sem honum eru fengin völdugri tæki í hendur, — tæki sem geta leitt til stórfelldra menningarframfara en einnig tii ægilegri eyðingar en vér höfum hugrek'ki til að horfast í augu við? En höfum vér tíma til að setj- ast niður og bíða, eins og frum- stæða fólkið í Amazónbyggðum, bíða eftir því að sálin komi og sláist í för með oss? Framfarirn- ar verða ekki stöðvaðar. Ég held, að engum komi það í hug. En fyrir hinu geta hugsandi menn ekki lokað augum, að þeim mun voldugri sem tækin verða, þeim. mun me' a knýjandi, brennandi, verður nauðsyn þess, að siðgæð- isþrc; i aukist þeirra ínanna, seni með tækin fara. Það var ó- að fela börnum* heyflutn- J, meðan heyið var reitt heim á hestum. En það þarf meira en 'börn til að tfara með vélarnar, sem nú eru notaðar við landbún- að. Vér höÆum rekið oss átakan- lega á það. Eg myndí ekki minnasit á þetta í þætti, sem á að vera kirkju- legur, kristilegur, ef ég væri ekki sannfærður um, að kristin- dómurinn ber í sér möguleika þess að geta verið máttugasta lyftistöng mannkynsins til þeirr- ar sálræktar, mannræktar, sem hér er brennandi nauðsyn að sinna. Hvað í kristindóminum? Kenning hans um Guð og mann og eilífa ábyrgð mannsins. Kenn- ing Krists um það, að svo sé mannssálin dýrmæt, að ebkentf gjald verði gefið fyrir hana, — og svo dýrmæt sjálfum Guði, að þjóðir himnanna gráti, þegar hún er vanrækt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.