Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 13
Sunnu'dagur 28. maí 1961
M O R GU N Q LTtÐl B
13
Þýzka skólaskipiði
ungsefni og fylgdarmenn hans
vel öllum, er þá hittu.
Nú kemur Ólafur hingað sem
konungur Noregs, hinn fyrsti
þeirra, er stígur á íslenzka
grund. Hann kemur hingað sem
æðsti fulltrúi Norðmanna, þeirr-
ar þjóðar sem okkur er skyld-
ust, við höfum haft margháttuð
samskipti við og okkur svipar
meira til en allra annarra, þrátt
fyrir stærðarmun og ólíkar að-
stæður að ýmsu. Staðhættir þar
eru og víða svo líkir og hér, að
viðfangsefnin verða hin sömu.
Við höfum þess vegna margt
að vinna og engu að tapa með
nánari kynnum en verið hafa
um sinn.
Mjóu munaði
Þó að hin fyrri heimsókn Ól-
afs til íslands tækist með af-
brigðum vel, mátti litlu muna,
að stórfellt hneyksli yrði og
kæmi í veg fyrir förina. Mynda-
styttan af Snorra Sturlusyni,
sem nú stendur í Reykholti og
Ólafur konungsefni átti að af-
henda, var send hingað til
lands nokkru áður en hátíðin
skyldi fram fara. Hún var send
með norska skipinu Lyru, sem
þá hafði fastar ferðir milli
Bergen og Reykjavíkur.
Þegar Lyra kom í Reykjavík-
urhöfn með styttuna, stóð hér
Ðagsbrúnarverkfall. Allir höfðu
talið víst, að hvað sem verk
falli liði mundi engin fyrirstaða
verða á því, að gjöf Norðmanna
verr og hvaða efnahagskerfi,
sem er í gildi.
Þau sannindi eru óhögguð og
hljóta héðan í frá, eins og hing-
að til, að skera úr um, hvaða
gagn menn hafa af kauphækk-
unum. Ef menn hafa eitthvað
lært af reynslunni, hljóta þeir
að miða kaupgjaldssamninga nú
við þessa staðreynd. Ef ekki,
þá eru þeir einungis að skapa
sjálfum sér og þjóðfélaginu öllu
nýja örðugleika, sem hljóta að
bitna á því og þeim sjálfum,
hverjir sem með völdin fara.
Er ekki af nógu
að taka?
REYKJAVÍKU RBRÉF
Colda Meir
Allir, sem hittu Golda Meir,
utanríkisráðherra Israels, með-
an hún dvaldi hér, ljúka upp
einum munni um látleysi henn-
ar, greind og góðvild. Má og
nærri geta, að enginn aukvisi
sé valinn í stöðu utanríkisráð-
herra, þar sem ríkið á svo mik-
ið undir afstöðunni út á við,
eins og ísrael. Þrátt fyrir jafn-
rétti kvenna og karla er senni-
legt að enn meiri kröfur séu
gerðar til konu, sem valin er til
slíkrar stöðu en karlmanns.
Víst er, að Golda Meir virtist
ekki vera nein meðalmanneskja.
Gyðingar hefðu heldur ekki
fengið því áorkað í landi sínu,
sem þeir hafa gert, ef þeir hefðu
sætt sig við miðlungsmennsku
og þann hugsunarhátt að krefj-
ast meira af öðrum en sjálfum
se'.
Golda Meir lýsti því átakan-
lega, hvernig Gyðingaland hefði
hrörnað ár frá ári, öld eftir öld,
iþangað til það var að mestu
orðið að eyðimörk, vegna þess
að íbúarnir hirtu ekki um land-
ið, héldu ekki upp á það, elsk-
uðu það ekki. Á meðan hrökt-
ust Gyðingar land úr landi, áttu
bágt með að festa rætur og
eættu víða oísóknum vegna þess
að öðrum geðjaðist ekki að
þeim, elskuðu þá ekki. Þá sneri
þessi þjóð, sem hvergi var elsk-
uð, heim til sins forna föður-
lands, sem ekki var elskað af
Jþáverandi íbúum þess. Þar hafa
þeir á fáum árum unnið stór-
virki, breytt eyðimörk í' aldin-
garð. Þetta hefur gerzt af því,
að þjóðin elskar land sitt og
leggur sig alla fram um að búa
fcér og eftirkomendum sínum
þar heimkynni um allan aldur.
•Dugnaður, samhugur, vinnu-
eemi, þrautsegja og kröfuharka
við sjálfan sig ræður úrslitum.
Þýzka skólaskipið
Því miður áttu einungis fáir
|>ess kost að kynnast Golda
Meir. Margar þúsundir skoðuðu
aftur á móti þýzka skólaskipið
nCorch Forck“ á meðan það lái í
Laugard. 27. maí
Reykjavíkurhöfn. Er og harla
sjaldgæft, ef ekki einstakt, að
svo stórt seglskip leggist við
hafnargarð hér á landi. Skipið
sjálft var með afbrigðum vand-
að og allur frágangur þess prýði
legur. Öll umgengni var með
ágætum og skipshöfn bauð af
sér góðan þokka. Ýmsir spurðu,
af hverju Þjóðverjar kostuðu
svo miklu til að halda uppi
kennslu í þeirri tegund sjó-
mennsku, sem nú má segja að
úrelt sé orðin. Þar um ræður
vafalaust mestu, að einmitt á
seglskipi kemur bezt í ljós, hvað
í hverjum einum býr. Áræði og
æfingu þarf til að klifra möstr-
in og hagræða seglum á hafi úti.
Þar reynir á hugdirfð og hik-
leysi, samhug og snarræði.
Þó að ólíku sé saman að
jafna, hefur þýzka þjóðin, með
svipuðum hætti og Gyðingar
byggja nú upp sín fornu heim-
kynni, hafið sig úr niðurlægingu
nazistatímabilsins og eyðilegg-
ingu ósigursins, er fylgdi í kjöl-
far þess. Báðar þessar þjóðir
hafa með ólíkum hætti gengið í
gegnum eldraun, staðizt hana
og lært af fyrri ógæfu. Vandinn
er sá að standa sig án þess að
þurfa fyrst að fara í gegnum
hreinsunareld, enda viðbúið að
allir mundu ekki þola hann.
r *
Olafur konungur
Ólafur Noregskonungur heim-
sækir ísland nk. miðvikudag og
dvelst hér nokkra daga. Heim-
sókn hans er öllum Islendingum
gleðiefni. Skilnaður Norðmanna
og Svía varð okkur eindregin
hvöt í eigin sjálfstæðisbaráttu.
Rosknum mönnum stendur enn
í fersku minni myndin af Há-
koni, er hann kom til Noregs til
að taka þar við konungdómi og
hélt í fanginu á Ólafi syni sín-
um, þá barnungum. Sú mynd
var tákn um sigur Norðmanna
í þeirra sjálfstæðisbaráttu. —
Löngu síðar, eða 1947, heimsótti
Ólafur, þá ríkisarfi, ísland,
þegar Norðmenn komu hingað
til að heiðra minningu Snorra
Sturlusonar. Um þá heimsókn
eiga margir enn góðar minning-
ar, enda geðjaðist Ólafur kon-
fengist flutt í land. Þegar til
kom, lögðu forystumenn verk-
fallsins hinsvegar blátt bann við
því. Lyru var einnig hótað af-
arkostum, ef hún tæki sér ferð
með styttuna til Akraness, þar
sem ekkert verkfall var.
Varð þess vegna úr, að stytt-
an fór aftur með skipinu til
Noregs, en tíminn til hátíða-
haldannaa styttist óðum. Ríkis-
stjórnin tók því það ráð að
senda Ægi, sem þá var stærsta
varðskip Islendinga, til Bergen
eftir styttunni og höfðu forystu
menn verkfallsins þá ekki á
móti því að styttuna mætti setja
á land á Akranesi, svo að firrt
væri vandræðum. Ef til þessa
ráðs hefði ekki verið gripið,
mundi hátíðin hafa farið út um
þúfur, orðið hefði að aflýsa
komu hinna tignu gesta og alls-
herjarleiðindi og skömm íslend-
inga hefði hlotizt af.
Saga, sem ekki má
endurtaka sig
Upp úr banni forystumanna
verkfallsins 1947 hafðist það
eitt, að ríkissjóður varð fyrir
verulegum kostnaði við að
senda Ægi til Noregs. Svipað
má segja um árangur þess verk
falls í heild. Verkamenn fengu
þá að vísu nokkrar kjarabætur
á pappírnum. En að sögn Ein-
ars Olgeirssonar má einmitt
rekja til afleiðinga þess verk-
falls þann ófarnað, að þrátt fyr-
ir pappírskjarabætur þá og í
öllum síðari verkföllum — og
þau eru ekki orðin fá — þá
hefur kjörum almennings síðan
farið hrakandi.
Raunar má um það deila,
hvort reikningar Einars í þessu
séu að öllu leyti réttir. Hitt er
víst, að hinar raunverulegu
kjarabætur svara engan veginn
til allra þeirra margföldu kaup-
hækkana, sem síðan hafa orðið.
Skýringin á því er sú, að ekki
tjáir að eyða meiru en aflað er.
Fram hjá þeirri staðreynd verð-
ur með engu móti komizt, hvort
sem mönnum líkar betur eða
En sumir fullyrða, að af nógu
sé að taka. Áður sögSu hinir
sömu menn, að vandinn væri sá
einn að taka milliliðagróðann
Það átti að vera höfuðbjarg-
ræði V-stjórnarinnar. Menn
muna enn, hvernig þá tókst til.
Eitt fyrsta verk hennar var að
svipta launþega vísitöluhækk
un, sem var bein afleiðing kaup
hækkunarinnar eftir verkfallið
mikla 1955. Þar með voru kjara
bæturnar, sem með því áttu að
fást endanlega úr sögunni. Milli-
liðagróðinn reyndist léttvægur,
þegar til skiptanna kom, og
ekki hafa álagningarreglur ver-
ið hækkaðar frá því, sem þær
voru í tíð V-stjórnarinnar. Þar
er þess vegna nú af engu að
taka.
Sömu aðilar og mestar blekk-
ingar höfðu í frammi áður en
þeir fengu völdin 1956 segja nú,
að allt sé hægt að leysa með
því að lækka skatta og tolla,
veita meiri lán og lækka vexti.
Ef ráðum þeirra væri fylgt,
mundi af þvi hefjast ný, óstöðv-
andi verðbólga, sem gerði krón-
una á skömmum tíma minni og
minni að verðmæti, leiddi til
hækkandi skatta en ekki lækk-
andi, setti allt atvinnulif úr
skorðum og rýrði kjör hvers
einasta manns í landinu, ann-
arra en tillitslausra verðbólgu-
braskara.
Fyrirsjáanlegt
gjaldeyrisleysi
Af lækkun tolla og skatta
mundi eins og nú stendur óhjá-
kvæmilega leiða annað tveggja,
samdrátt verklegra framkvæmda
eða tekjuhalla ríkissjóðs. —
Ef saman færi tekjuhalli ríkis-
sjóðs, aukin útlán og vaxta-
lækkun til viðbótar almennum
kauphækkunum, er óhjákvæmi-
leg afleiðing þess, að allir gjald
eyrisvarasjóðir og lánsmögu-
leikar þrytu innan stundar.
Engin höft eða frelsisskerðing
mundu megna að koma í veg
fyrir það. Er þó hvort tveggja
ærið óhugnanlegt í sjálfu sér,
jafnvel þótt einhvers árangurs
væri að vænta, sem ekki er,
allra sízt til langframa.
Jafnvægisleysi, höft, gjaldeyr-
isskortur og verðbólga eru höf-
uðorsakir þess, að lífskjörin
hafa ekki batnað meira en
raun ber vitni, staðið í stað eða
hrakað, allt frá 1947, hvernig
sem menn meta þá þróun. Þeir
menn, sem stuðla að því að sama
atburðarás hefjist á ný, taka
þess vegna á sig ábyrgð á nýju
kyrrstöðu- og vandræðatíma-
bili í stað þess að stuðla að
því, að hér geti þróazt heil-
brigt efnahagslíf með svipuðum
hætti og hjá nágrannaþjóðum
okkar.
Er vaxtalækkun
möguleg?
En er ekki vaxtalækkun mögu
leg? Þurfa bankarnir að græða
yfir hundrað milljónir króna á
hverju ári? Auðvitað er það
komið undir efnahagskerfinu í
heild og ástand þess, hversu
háa vexti er hyggilegt að hafa
hverju sinni. Ef jafnvægí hef-
ur náðst, svo að ekki sé hætta
ofþenslu, er að sjálfsögðu
unnt að hafa lægri vexti en
ella. Vaxtahæð hlýtur þess
vegna meðal annars að fara
eftir þvi, hverjar horfur eru á
vinnufriði í landinu.
Stjórnarandstæðingum hér
hefur orðið mjög tíðrætt um
ráðstafanir Kennedys Banda-
ríkjforseta. í ræðu sinni síðast-
liðinn fimmtudag sagði ! hann
berum orðum, að hann teldi
óhætt að lækka vexti af
því, að þar í landi væri at-
vinnuleysi, ónotað vinnuafi og
öruggt jafnvægi í verðlagi. Þess
vegna væri ekki hætta á verð-
bólgu. Hér á landi horfir allt
öðru visi við, þar sem ekkert
atvinnuleysi er og yfirvofandi
hætta á, að verðlag fari úr
skorðum og stórhækki, ef fyllstu
varúðar er ekki gætt. Og skop-
legt er að sjá tilvitnanir Tím-
ans í morgun, laugardag, í
danskt blað um, að ekki megi
beita vöxtum til áhrifa á efna-
hagslífið, þegar hann er mán-
uðum saman búinn að prédika,
að það skuli gert hér og vitnar
um það til Kennedys, á þann
veg að rangfæra ráðstafanir
hans.
En hins er einnig að gæta,
að eitt okkar' mesta mein er
fjármagnsskortur. — Fjármagn
bankanna, — allra annarra en
Verzlunarbankans og Iðnaðar-
bankans, sem báðir hafa hverf-
andi þýðingu í þessu sambandi,
— er allt eign þjóðarheildar-
innar. Því er ráðstafað af um-
boðsmönnum hennar til rekst-
urs atvinnuvega og margs kon-
ar uppbyggingar. Ef „gróði“
bankanna minnkar, minnka að
sama skapi möguleikar þeirra
til útlána. í öllu þessu verður
að rata hinn rétta meðalveg, en
það fjármagn almennings, sem
bankarnir fara með fyrir hans
hönd, er ekki síður til atvinnu-
tryggingar en t.d. fé Atvinnu-
leysistryggingarsjóðs, sem ekki
hefur heyrzt að kommúnistar
vilji skerða.
Sparif járei gendur
Hvorki hér né annars staðar
er til neitt töfralyf, er fyrir-
hafnarlaust leysi vandann. Sá
er munurinn á núverandi vald-
höfum og V-stjórninni, að þeir
segja þjóðinni satt til um þetta,
þar sem frumkvöðlar V-stjórn-
arinnar blekktu hana, sumir
væntanlega af vanþekingu og
skorti á raunsæi, aðrir að því,
er ætla verður, af ásettu ráði.
Útlánsvexti er raunar einnig
hægt að lækka, ef samsvarandi
lækkun er gerð á vöxtum til
sparifjáreigenda. Engin eign er
dreifðari meðal fleiri lands-
manna en sparifé. Lækkun á
sparifjárvöxtum mundi þess
vegna bitna beinlínis á öllum
almenningi og draga úr sparn-
aðarviðleitni. Er þá einnig á
það að líta, að engir hafa orðið
harðar úti vegna verðbólgunnar
undanfarna áratugi, en spari-
fjáreigendur. Hingað til hefur
ekki þótt hyggilegt að vega oft
í sama knérunn.
I sama stað kemur, hvort
vaxtalækkun bitnar beint á
sparifjáreigendum eða bönkun-
um. Þar er um að ræða fé,
sem í raun og veru er í almenn
ingseigu og varið er til rekst-
urs atvinnuveganna og upp-
byggingar öllum til heilla.
Kjarabætur verÖa
að fást
Með því, sem að framan var
sagt, er sízt dregið úr því, að
almenningur þurfi á kjarabót-
um að halda. Þvert á móti skal
fullyrt, að hann hafi þeirra
brýna þörf. En ráðið til þeirra
er ekki að svíkja sjálfan sig
og gera ráðstafanir, sem hindra
kjarabætur, heldur fara þá leið,
Framh. á bls. 23