Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.1961, Blaðsíða 8
ð MORCVTSniAÐIÐ Sunnudagur 28. maí 1961 >f VESTUR f Seven Sisters Falls i Manitobafylki á heima aldraður Eyfirðingur, Árni Sigurðsson. Hann er alþekktur meðal íslend inga vestra fyrir málveik sín og forgöngu í leiklistarmálum. Fyrir nokkru hitti ég hann i því skyni að skrifa eftir honum nokkur minningabrot, ef menn kynnu að hafa gaman af að heyra frá þess um vestur-íslenzka listamanni. ^ DRAUPNIR Ég fæddist á Hálsi í Svarfað- ardal 12. nóv. 1884, segir Árni. Faðir minn var Sigurður Sigurðs- gon. Hann var kallaður Sigurður Draupnis. Séra Matthías orti fal lega eftir hann, þegar hann dó. Hann var kenndur við Draupni, skipið sem hann var lengst með. í>að var gert út frá Akureyri, fyrst lengi á hákarl, en svo á fisk. Það var ein lengsta skipstjórnar tíð, og því var hann kenndur við skipið. Þetta var gamalt skip, hafði verið keypt notað fra Nor- egi. Pabbi tók eftir því i tveim ur túrum, að stýrið var orðið lé- Meðal Klettafjalla, málverk eftir Arna Sigurðsson. E»egar Fjalia-Eyvindur ienti í jórnbrauiorslysi Rætt við Vestur-Islending!nn Arna Sigurðsson legt, »g vildi hann setja nýtt, en fékk því ekki ffamgengt. Þó sagði hann skipinu lausu, taldi það ekki sjófært og vildi ekki bera ábyrgð ina, ef illa færi. Þá tóku við skip inu þrír bræður. Var einn skip- Stjóri. í fyrsta túr fórst skipið og rak það upp á Vestfjörðum. Þeir sáu á skipinu að reknir höfðu verið viðarbútar með stýrinu, •þar sem 'það kom upp úr skutn- am. Töldu menn, að stýrið myndi hafa brotnað og skipið síðan rek ið stjórnlaust. ÞEGAR ARNARNES FAUK Móðir mín var Ásta Antons- dóttir frá Arnarnesi, dóttir Ant- ons Sigurðssonar, sem þar bjó, al kunnur stórbóndi og sjósóknari. Þau skildu foreldrar mínir, og eftir það var ég nokkuð mörg ár í Arnarnesi. Þá var Jón sonur Antons tekinn við jörðinni. Hann var faðir Kristínar listmálara. Manstu að segja frá þeim ár- um? — Ja, mér verður lengst minn isstætt, þegar Arnarnes fauk. Þeir voru myndarlegir menn synir hans Jóns. Jón, sá elzti drukkn- aði ungur. Anton var smiður, Árni verzlunarmaður, en Sveinn var búhneigður og hafði tekið við af Jóni, þegar fauk. Þeir höfðu nýlega byggt stórt og mikið fjárhús. Þakið var úr torfi og var hlaðið á gjóti til að halda því niðri, þangað til það greri. Þennan morgun, þegar íór að hvessa, fór Sveinn með vinnu mennina til þess að setja meira grjót á þakið. Meðan þeir voru við það, versnaði veðrið svo, að þakið tók af í heilu lagi með fjóra menn, sem á því voru. Þak- ið fór niður á túnið, en engan mannanna sakaði. Við stóðum í framhúsinu krakkarnir og sáum, hvað gerðist við fjárhúsin. Þeir hlupu svo heim að bænum. Upp að bæjardyrunum voru þrjár eða fjórar þykkar plankatröppur. Sveinn hljóp á undan mönnunum fyrir húshornið og að hurðinni og greip í snerilinn, en þá hrökk hann í sundur, svo að Sveinn féll fram á hlaðið. Hann kom niður á grúfu, en 1 sama bili svipti storm urinn tröppunum á loft og fleygði þeim fram á hlaðið. Þær komu niður á bakið á Sveini og stór- meiddu hann. Hann var svo bor inn inn nær meðvitundarlaus. Eini læknirinn, sem þá var leit andi til átti heima yfir á Kljá- strönd austan fjarðarins. Þá varð ég vitni að einhverri mestu hetju dáð, sem ég þekki. Árni bróðir Jóns í Holti átti stóran róðrar- bát, fjögurra eða sex manna far. Þessi bátur var mannaður og var Árni Sigurðsson. Árni við stýrið. Þeir réru svo yf ir fjörðinn í sjóðbullandi suð- vestan rokinu og aftur til baka á móti veðrinu með lækninn. Hann hafði síðar a orði, að aldrei hefði hann orðið hræddari um líf sitt. Þeir komust þó heilu og höldnu ijneð lækninn, en Sveinn var svo illa brotinn og lemstraður, að ekki reyndist unnt að bjarga honum, og lézt hann nokkru síðar. f þessu sama roki fauk stór smiðja, sem stóð úti á hlaðinu. 150—160 hesta heygalta þurrkaði hann svo, að ekki sást eftir eitt einasta strá. Skammt frá bænum stóð vindmylla, sem afi hafði reist, ein sú fyrsta þar um slóð ir. Hann malaði allt korn fyrir bændur í Arnarneshreppi og víð- ar. Ég man einu sinni, þegar afi tók mig þar inn og myllan var í gangi. Það þótti mér meiri hávað inn. Mylluna tók rokið í heilu lagi. bara kippti henni upp af standinum. Úr henni fannst aldrei neitt nema tannhjólin, og höfðu þau rekist nær á kaf í jörð. — Já, Arnarnes fauk í öll um skilnigi í þessu veðri. Jón gat ekki unað þar eftir þetta. ÞAR BRANN MÍN SKÓLAGANGA Frá Arnarnesi fór ég svo að Skriðulandi til Jóns Baldvins- sonar og þaðan til Akureyrar til föður míns, þegar ég þurfti að fara að ganga í barnaskóla. Þegar honum var lokið, langaði mig að fara á Möðruvallaskólann. Ég var langyngstur allra nemenda, þegar ég var þar, en annan vetar inn brann skólinn og þar brann mín skólaganga. Manstu ekki eitthvað að segja frá skólalífinu? Það gerðist svo sem ekkert sér stakt. Þar var mér samtíða Adam Þorgrímsson frá Nesi. Hann var efstur í sínum bekk, mikill náms maður. Sá neðsti var lítill og veimiltítulegur. Hann kölluðum við alltaf Evu. Ég hjálpaði Evu stundum við danska stíla, ekki meiri bógur en ég þó var. Hvað um kennarana? — Mér líkaði vel við Hjaltalín, þó að hann væri þungur á brún ina. Það var svo mikil hressing, þegar hann lagði höndina á koll- inn á manni. Ég dáðist sérstak- lega að Stefáni kennara. Hann var strangur kennari, svipmikill og sýndi sjaldan blíðuhót. En hann var framúrskarandi ræðu maður og framsögn hans sérstok. Þriðji kennarinn var Halldór Briem. Honum var stundum gert lífið grátt. Herbergið, þar aem við sváfum, var langur salur, og vissu dyrnar fram áð stigaupp- göngunni — bara iítill pallur fram að stiganum. Nú áttu allir að vera sofnaðir á ákveðnurn tíma. Við vissum, að Halld ir varð að fara þennan stiga til þess að komast upp til sín. Á stigapallin um komum við nú fyrir fötu hálf fullri af vatni og höfðum spotta úr höldunni og inn um skráar- gatið. Var svo um búið, að fatan steyptist yfir þann, sem upp stig ann kom, ef spottanum var sleppt. Við vorum allir háttaðir, en sátum framan á rúmunum, en einn var á verði við skráargatið. Það hefði mátt heyra flugu anda, svo hljóðlátir vorum við þetta kvöld. Þegar svo heyrðist til Halldórs og hann var nærri kom inn upp úr stiganum, fékk hann fötuna yfir sig, og hún valt niður allan stigann með miklum skruðn ingum. Halldór fór aftur niður, en kom svo skömmu seinna upp til okkar og leit inn en þá voru auðvitað allir í fastasvefni. Urðu engin eftirmál af þessu? Nei, ekki varð ég var við það. Þó held ég hann hafi eitthvað tal að um þetta við Stefán. Mér hálffannst það í næsta tíma á eft ir. Svo var því slegið íöstu að ein hver vinnukonan hefði gleymt fötunni þarna. SMÍÐANÁM OG VESTUR- FÖR Þegar ekki varð meira úr skólagöngunni, vildi faðir minn, að ég lærði smíðar, og það varð úr, að ég réðist til þeirra Sig- tryggs Jónssonar og Jónasar Gunnarssonar. Smíðanáminu lauk ég svo með sveinsbréfi. Mér féll vel við smíðarnar, en þó var annað, sem snemma varð mitt hugðarefni. Það fór svo, að ég varð hjá þeim við málningu, og ég hafði snemma mikla unun af að rissa og teikna það, sem fyrir augun bar. Málaðirðu myndir á Akureyri? — Nei, en ég gerði talsvert af svartkrítarmyndum. Sennilega eru þær allar glataðar. Ég fékk tilsögn í teikniskóla á Akureyri part úr vetri hjá Jóni Guðmunds- syni, og er það öll sú skólaganga í teikningu, sem ég hef hlotið um ævina. Síðan hef ég lært af sjálf um mér og annarra verkum. Eft ir að dvöl minni á verkstæðinu. lauk, fór ég svo til Kaupmanna- hafnar og var þar í tvö ár hjá Jóni bróður mínum, sem þar var byggingarmeistari og í góðu áliti þar. ■— Lágu til þess nokkur sérstök atvik, að þú fórst til Vestur- heims? -— Nei, engin sérstök. Ég kvænt ist á Akureyri 1907 Hallfriði Stefánsdóttur. Hún var fóstur- dóttir Friðriks Krist j ánssonar. Nú voru margir vinir og gamiir leikbræður Friðriks komnir vest ur, og þeir hvöttu hann til að koma. Það varð úr að Friðrik fór vestur og við síðan á eftir Hall- fríður og ég og þrír synir Friðriks Jakob, Eðvald og Karl. Þegar hingað kom, var mikill uppgang ur á löndum. Þeir höfðu í smið um margar og stórar byggingar. Ég hafði alltaf nóg að gera, og það gekk allt ljómandi vel. Síðar sneri ég mér mest að málningu. ^ UM LEIKLISTARSTARF- SEMI — Segðu mér eitthvað af leiklistarstarfi þínu. — Ja, ég hafði nú komið á svið á Akureyri. M.a. lék ég þar einu sinni innbrotsþjóf í Sherloek Holmes. Guðlaugur Guðmunds- son sýslumaður lék Sherloek. Eft ir að hingað kom gekk ég svo í klúbbinn Helga magra, en það var félagsskapur Eyfirðinga í Winnipeg. Þar voru margir góðir leikarar og höfðu sett upp ýmsa smáleiki, áður en ég kom. Ég skal nefna Ólaf Thorgeirsson, sem gaf út almanakið, Friðrik Sveinsson málara, bróður rithöfundarins Nonna, og Hannes Blöndal, sem var kunnur leikari hér. Þegar Fjalla-Eyvindur kom á prenti, varð ég hrifinn af honum, og þeir féllust strax á að taka hann til sýninga. Það varð svo úr, að við reyndum að fá frú Guðrúnu Ind- riðadóttur til þess að fara með hlutverk Höllu. Hún féllst á að koma, og það var okkar mikla happ. Bæði var hún mikilhæf leik kcna og auk þess vissi hún, nvern ig með leikinn hafði verið farið í Reykjavík. Hvernig féll þér að vinna með Guðrúnu? — Ágætlega. Okkur kom mjög vel saman. Hún var mjög sam vinnuþýð og ákaflega góð leík- kona. , Stjórnaðir þú þessari sýningu? — Já, með Guðrúnu og Iék Kára. Ólafur Thorgeirsson lék hreppstjórann, Ólafur Eggertsson Arnes og Friðrik Sveinsson sýsiu manninn. Þetta var veturinn 1912—13 sem við sýndum Fjalla-Eyvind. Það var mikill snjóa- og frosta vetur. Við sýndum leikinn fyrst eitthvað vikutíma í Winnipeg og fórum svo um ýmsar íslend- ingabyggðir. Það var um miðjan veturinn að við höfðum lokið að sýna í Norður-Dakóta og ætluð um að sýna á tveimur stöðum í Argylebyggð í Manitoba. Við höfðum sýnt í Baldur í Argyla og vorum á leiðinni til Glenboro. Milli þeirra bæja lá gömul járn- brautarlína, sem kölluð var Grand Trunk, en miðja vega er svolítil stöð, sem heitir Somerset. Það var einn farþegaklefi í lest- inni. Næst eimreiðinni var vöru flutningavagn, þá farþegavagn og aftast lítill vagn fyrir járnbrautar mennina. í farþegaklefanum þetta kvöld var aðeins leikflokk urinn ásamt tveimur hérlendum mönnum. Allir voru þreyttir eftir kvöldsýninguna, og margir munu hafa dottað. Ég man, að Guðrún Framh. á bls. 17. Sveinn Skorri Höskuldsson hefur sl. vetur dvalið vestur í Winnipeg. Hefur hann ritað þessa grein fyrir Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.