Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLJÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 1961 BÍLASALAIM Volkswagen ’61 nýr. Volkswagen ’56 til ’60 Opel Caravan ’60 Opel Iíekord ’58 Fiat 1100 ’60 Fiat Multipla ’59, engin útb. Willis Station ’53 Willis jeppi ’46 óvenju góður. Vörubílar af öllum árgerð- um. 21 SALAN Skipholti 21. — Sími 12915. Til sýnis í porti biiamarkaðsins Volkswagen sendiferðabíll í góðu standi með hliðar- gluggum. Volkswagen sendiferðabílar. Volkswagen 1955 góður bíll. rllLA^ALAN j 15-014 TJ Willys jeppi 1955 mjög góður. Consul 1955. Opel Caravan 1957. Vauxhall 1946 góð kjör. Ingólfsstræti 11. Símar 1-50-14 og 2-31-36. Aðalstræti 16. — Sími 1-91-81. 21 SALAN Trjáplöntur Blómplöntur Gróðrarsfdðin við IVfiklatorg Símar: 22-8-22 og 19775 Ifolz — Her framdrif (matavar) á tré- smíðavélar 8 hrað. 220 og 280 volt. IMaglbífurían Betex — verkfærið, sem sparar tíma og fyrirhöfn við út- drá,tt nagla úr mótatimbri. Naglhreinsun mótatimb- urs er nú leikur einn með notkun BETEX naglbíts. Itolz — Her Handvélasagir frá ha. 1,1—3,5. Ennfremur oftast nær til léttir handfræsarar og handheflar. Skúlason & Jónssan s.f. Síðumúla 23 — Sími 36500. Magnús Magnússon Minningctrorð Fæddur 12. sept. 1869 Dáinn 18. maí 1961 MAGNÚB Magnússon var fædd- ur í Oddakoti í Austur-Landeyj- um 12. sept. 1869. Hann andaðist í Sjúkradeild Elliheimilis Grund ar 18. þ. m. eftir nokkurra mán- aða legu. í dag verður hann jarð sunginn að Voðmúlastöðum. Magnús ólsit upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, fyrst í Oddakoti í sárri fátækt og síðan á Kirkjulandi og batn- aði þá hagur þeirra. Um tvítugs- aldur fór hann að stunda sjó- róðra í Vestmannaeyjum og hélt því áfram um 50 ára skeið. Utan vertíðar hélt hann þó stöðugu sambandi við Dandeyjarnar og dvaldi þar á ýmsum bæjum enda var hann vel liðtækur til allra bústarfa. Sjómaður þótti hann góður og glöggur bæði á veður og sjó. Áttræður flutti hann svo alfarið frá Vestmannaeyjum í Dandeyjarnar og dvaldi þar, lengst í Norðurhjáleigu og hjá Valdimar bónda á Álfhólum, unz hann fór á Elliheimiiið í Hvera- gerði. Magnús Magnússon var í mörgu sérstæður persónuleiki. Trúmennsku hans og glaðlyndi var viðbrugðið og aldrei heyrð- ist hann hallmæla nokkrum manni. Hann eignaðist því marga trygga vini á langri ævi. Magnús var víðlesinn og stál- minnugur á menn og málefni og gat glögglega skýrt frá löngu A T H U G I Ð að borið saman '5 útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — liðnum athurðum. Minni sínu hélt hann óskertu til hins síð- asta. Hann var maður trúhneigð- ur, enda mikið lesinn í þeim efnum. Öllum, sem kynntuat honum, er hann minnisstæður vegna mannkosta hans og trygglyndis. Allir vinir hans kveðja hann því með söknuði og í þakklátri endurminningu og óska honum eilífrar blesaunar Guðs. S+I. t ÞEGAR aldraðir menn falla í valinn, er eigi á'stæða til harms, heldur ber að gleðjast, er þeim hlotnast kærkomin hvíld eftir langan ævidag. En margs er að minhast, langri lífsbrauit er lok- ið og góðra manna og gegnra er ætíð ljúft að minnast. Eg get ekki látið hjá líða að skrifa nokkur kveðjuorð til vin- ar míns, Magnúsar Magnússonar, en hann haifði ég þekkt í um það bil hálfa öld er hann lézt, og fannst mér ég vera af því ríkari að hafa kynnzt honum og mega telja hann í hópi vina minna, svo miklum mannkostum sem hann var búinn. Magnús var fæddur að Odda- koti í Austur-Landeyjum 12. sept. 1869, og var því nær 92 ára, er hann iézit. Hann ólst upp í stór um systkinahóp við kröpp kjör, eins og margir á þeim tímum. Er hann var um tvítugsaldur tók hann að stunda sjóróðra I Vestmannaeyjum á vetrum og hélt því áfram, þar til hann var um sjötugt, eða alls um það bil 50 vertíðir. Kunni hann frá mörgu að segja frá þeim tíma, er hann stundaði sjósókn. Marg- ar eru hættumar á hafinu og oft skarnmt milli lífs og dauða, en í frásögnum Magnúsar kom glöggt fram hve sterka trú hann hafði á forsjón guðs, að hjarta hans var alltaf óttalaust ,þótt hættur virtust steðja að. Á sumrum vann Magnús við landbúnað á ýmsum bæjum i Landeyjum og átti jafnan sjálf- ur nokkurn bústoifn. Fór alla staðar af honum hið bezta orð sökum trúmennsku hans og dugnaðar og var bann bvarvetna efitirsóttur til verka. Magnús varð vel efnaður maður á þeirra tíma mælikvarða. Efna sinna afl aði hann með því að vinna hörð- um höndum og lifa nægjiusömu lífi. Þar var ekkert af öðrum haft. Magnús eignaðist fjölda vina á sinni löngu ævi og hélt við þá tryggð til dauðadags. Síðast fór hann níræður flugleiðis til Vest- mannaeyja til að heimisækja vinl sína þar, og hafði hann af þeirrii för mikla ánægju, hitti marga að máli og rifjaði upp gömul kynni, Síðustu ár ævinnar, er Magn- ús var orðinn fiarinn að líkam- legum kröftum o.g heijsan tekiix að bila, dvaldist hann að EXli- heimilinu í Hveragerði og nú síð ast á sjúkradeild Elliheimilisins Gr-undar í Reykjavík og þar and aðist hann. Magnús var m-aður vel greind. ur og fróður og a-far minnugur og hélt hann til síðustu stund- ar fullum andl-egum kröftum. Var alltaf ánægjujegt að hitta han-n að máli, því h-ann var allt- af glaður og ræðinn og fylgdist vel með öllu. í dag verður Magnús til graf- ar borinn að Voðm-úlasitöðum i Aust-ur-Landeyjum, þar sem hann sjálfiur hafði kosið sér leg- stað. — Vertu sæll, kæri vin-ur. Blessuð sé minning þín. G. I, Framh. af bls. 13 en lukkazt hefði með eigin orð- um. Þetta tek ég sem merki þess, að ég, Júlíus Koppur, sé ekki jafn bölvaður og Thor skáld staðhæfir. f fyrri kaflanum segir frá ’íu-ndinum' í Kaupmannahöfn fyr ir átta árum, þar sem rætt var um íslenzku handritin. Ekki mun höfundur sjálfur hafa tek- ið til máls, aftur á móti lýsir hann mímikk ræðu-manna afar nák-væmlega ,eins og aithuguilum h'lustanda sæmir að gera. Meðal ræðumanna var Hj-elmslev pró- fessor, „sem .... talaði .... yifir samkomunni í einn og hálfan klukkutíma um hin norrærru handrit" (leturbr. Th. V.) Einn- ig talaði Bröndum Nielsen pró- fess-or „og sagði að það væri misskilningur að fslendingar gætu lesið handritin". Loks stendur upp próf. Jón Helgason og heldur ræðu. En nú nær há- marki hin sefjandi hrifning höf- undarins yfir eigin frásagnar- snilld, og gleymist honum með öllu að lá-ta þ-ess getið, hvað prófessorinn sagði, eyðir hins vegar nák-væmlega 32 línum í að útlista það, hvernig hann sagði þetta, sem engin-n hér upp á íslandi veit, hvað var. Ég hef tekið á allri minni litlu s-karp- skyggni til að leita í grein herra Vil-hjálmssonar að þvi, sem ræða próf. Jó-ns Helgasonar fjallaði um nákvæmlega, en tel mig ekki hafa komizt niður á hreint með það. Á hinn bóginn segir höf- undur, að Alsi-ng Andersen, fyrr verandi ráðherra og fulltrúi Dana hjá Sameinuðu þjóðunum, hafi t-alað á eftir Jóni og sagt um handritin ,að „sér virtist hinsvegar að þ-etta væru íslenzk- ar bækur um íslenzkar persónur, skrifaðar á ísl-andi a-f íslending- um fyrir íslenzka lesen-dur“. Ég ætla þess vegna, þar til annað reynist sannara, að ganga að því sem gefnu, að þ-essi orð hafi ver- ið undirtekt undir ræðu 'Jóns og það h-a-fi verið þetta, sem hann sannaði hinum dönsku mótherj- um ,,með gjöreyðandi háði og skotheldum rökum“ (þó að þeirri skekkju frádreginni, að á handritunum segi eingöngu frá íslenzkum persónum). Nú er mér það íullkomlega hulin ráð- gáta, hvernig Thor hyggst með þessu sanna eitthvað, sem ég ekki vissi, því eins o-g h-ann vafalaust man frá lestri ,,níð- vísna“ minna í Alþýðubl-aðinu, þá er þeitta allt og mun meira sagt í þeim, og með orðum Jóns -Hlelgasonar sjálfs; íslenzku ’handri-tin eru néfnilega ekki að- eins, að dómi hans, allt þetta, sem Andersen segir á fundinum, heldur og sjálf uppspretta ís- lenzkrar tu-ngu og hin sístreym- andi vötn henn-ar. Herra skáld- jöfurinn er því hvorki að veita mér né nokkrum öðrum fslend- ingi upplýsingar um afstöðu Jóns Helgasonar tiil „þjóðernis“ handritanna með þessu yfir- borðslega og smeðjulega stagli sínu úm hann, Það er einmitit vegna þess að prófessorinn hef« ur lýst því yfir, að handri-tin séu „uppsprettulindir og niðandi vötn“ íslenzkrar tungu, að nei- kvæð þögn hans á lokastigi hándritamálsins er -mér, og ýms- um fleirum, lítt skiljanleg. Hvers vegna beitir ekki prófessorinn nú öllu sínu átoriteti og öllum sín. um röksemdum í þágu barátt- unnar fyrir þvi, að handritin verði geymd hér á landi, en ekki í hinu gamla vistabúri Kristj- án-s 4. ? Thor Vilhjálmsson og aðrir slíkir pótintátar telja það eitt- hv-ert guðlast ,að ég skuli láta I ljós furðu mína á afstöðu Jóns Helgasonar í handritamálinu um þessar m-undir með hjálp „stuðl- -a-nna þriskipitu greinar". Hefur próf. Jón Helgason verið sérlega spar á kaldar kveðjur af slíku tæi? Og mu-n hann ekki standa jafn réttur éftir sem áður, engu síður en þeir menn, sem hann um langt skeið hef-ur verið að ljóða í áttina til? Annars hygg ég, að það kæml sér vel fyrir herra Vilhj-álmsson að temj-a sér að hu-gsa þó ekkl væri nema ofurlítið skýrar, áður en hann broitnar aftur yfir sig á götu af einskærri sjálfsdásöm. un. Fyrr mun -erfitt að eiga viS hann umræður í blöðum. Hannes Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.