Morgunblaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. júní 1961 Noregskonungur horfði yfir Þingvelli baðaða sölskini Frá lokadegi heímsóknar Noregs- konungs til íslands J>AÐ rættist vel úr veðrlnu í Þingvallaför Ólafs Noregskon- ungs í gærmorgun. Sólarlaust var á Þingvöllu.m er konungur og forseti ásamt fylgdarliði komu austur il Þingvalla um klukkan 9,30 í gærmorgun. Ferðin austur gekk greiðlega, enda höfðu vega- gerðaxmenn séð fyrir því, að alla leiðina var vegurinn sem hefluð fjöl, með fingerðum ofaníburði. Nppi í Mosfelisdal í bækistöð vegagerðarmanna, var flaggað með norskum og islenzkum fán- um. Hinum tröllauknu vegagerð- arbílum hafði verið lagt hlið við hlið og það fór ekki hjá því að þjóðhöfðingjarnir tækju eftir þessum viðbúnaði vegagerðar- mannanna til heiðurs Noregskon- ungi. Fánar blökktu á ýmsum bæj- um í Mosfellssveitinni og fáni var við hún hjá skáldinu á Gljúfrasteini. Þegar kom upp úr hinum grösuga Mosfellsdal, mátti sjé a3 enn er vorgróðurinn furðu lega skammt á veg kominn á heið um uppi. í gilinu ofan við Star- dal eru enn miklar fannir. Konungur og forseti, en forseta frúin var ekki með í förinni, léttu ekki fyrr en komið var nið- ur í Almannagjá, og staðnæmzt var við Lögberg. Fáni var við hún á stóru flaggstönginni frá 1044, á Lögbergi, bg þar tóku á móti þjóðhöfðingjunum Emil Jónsson ráðherra, formaður Þing yallanefndar og þjóðgarðsvörður Noregskonungur, forseti íslands og fylgdarmenn á Lögbergi. séra Eiríkur J. Eiríksson. Konung ur var frakkalaus en kalsa veður var strekkingur af norðri og enn ekkj sól annarsstaðar en inn í Bolabás og í hlíðum Ármanns- fells. Ólafur konungur var í dökk um fötum. Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður sagði konungi sögu Þingvalla á Lögbergi. Tókst hon- um á mjög lifandi og skemmti- Gtorq R. ‘Trt^rik d wð(« Qrtavo^ D1 Xblii&a =|= Trt&rtU V öatwkonunqu> Louisa Kdrl af H«»í -KiSítJ fomsiupVUhjálmur Stmtsvu* HíWtein jandtf rbufíj-uíuckiÞtu’j 'kí5tr& J, Ctary TVlokkrir tolztu. 5tojimr ^ ab kouun^satt Noregs C (jeorqJS. VilhjdlmurlS. Trans hirto#’ af 5oxe -Cobur^ Cítw'tj eeitf-að'• MlqúWu konunqwsttormnai ^bClU, moniM ^iktoriu Cáwird M kait T VikUru=F Jretodi'onniní, l ■Viktoru AUriálðuisa Albcrt I Karl HS.Johatt jtna <(a(N>l(«nv L. Oskar 1. Sviakonun^ur Svíakonun^ur KristjáttlX .=pXouióc banakoflurojur I <1* Hcwc*K055el Karl X? ö=£misa V^oli./ Joscfít drohnimj Naf I Cuq 'enc BcaulurnÁts =j=Ja/g/ttu 4 Itucltttnberg 5viakonunyur, odutr Btrnadotte hfrjhdfðín^i 1 Jatvar5ur"VH Alexaiulra Br«takotiun^u» IHaud =f= Hákon^D Oskar H.^p5offid af XassAU Sviokonun^uf J J Tnátik Vffl. 'Danukonunju. lilSA. , T ^ Olafur V. Noreqykonungur Bag'nhtldur f fyrrakvöld sátu tveir bæj arfógetar, þeir Sigurgeir Jóns son í Kópavogi og Björn Svein björnsson í Hafnarfirði og röbbuðu saman um komu Ól- afs Noregskonungs til íslands. Barst talið að ætt konungs og 3ti^ebor0 =j= Karl JH-arttia _ Kertoíji VeityeiUuv*. bródir Jus-tavi Y Kronprm<D«bí)a Noreqs I vtr nií^uriylti, SlMvmi ScUfu ,U*triM)t Astrííur Haraldut kronpruu tóku þeir að rekja ættir hans, TJtkoman varð sú er hér sést á myndinni, sem við fengum að láni hjá þeim. Þar má sjá að Ólafur konungur á m.a. ættir sínar að rekja til Jósef- ínu drottningar Napoleons, til Desirée, konu Bernadottes hershöfðingja, sem varð Karl 14. Jóhann í Svíþjóð og til Georgs II Englandskonungs, en i þeirri grein ættarinnar er m.a. Viktoría Englandsdrottn ing. Annars skýrir myndin sig sjálf. legan hátt að segja konungi þá sögu alla, fram á þennan dag. — Hlýddi konungur með mikilli at- hygli á frásögnina. Veður fór batnandi, og er stall ari konungs bauð konungi að fara í frakka, afþakkaði hann það. Var síðan gengið frá Lögbergi og suður í hið gamla konungshús, þar sem rjúkandi kaffi stóð á borðum er komið var. Margs hafði konungur spurt er gengið var af Lögbergi. Nokkru eftir brauzt sólin fram úr skýjaþykkninu. Er haldið var af stað áleiðis til Reykjavíkur, og bílalestin kom upp úr Almanna- gjá, var staðnæmzt þar og fóru þjóðhöfðingjarnir fram að út- sýnisskífunni, en Ásgeir Ásgeirs- on forseti benti konungi á fjalla- hringinn. Nú skein sólin yfir Þingvöll. Var útsýnið fagurt svo sem vænta mátti. Þar voru nær- stödd amerísk hjón. ferðafólk og var maðurinn önnum kafinn við að taka myndir af konu sinni, sem lagði sig alla fram um það, að maður hennar gæti tekið þann ig mynd, að hún sæist á henni með þjóðhöfðingjum Noregs og íslands á Þingvöllum. — Það væri ekki dónalegt að geta tekið slíka mynd upp úr pússi sínu er vestur kæmi. Að lítilli stundu liðinni ræstu lögreglumennirnir bifhjólin, sem fylgdu bifreið þjóðhöfðingjánna, og bílalestin rann af stað. — Brátt var hún komin á 70 km. hraða, og að baki lá Þingvöllur, sem var eiginlega síðasti staður- inn sem Ólafur heimsótti í hinni opinberu heimsókn sinnL Hádegisverður í Sjálfstæðishúsinu. Kl. 1 í gær bauð ríkisstjórn Ís- lands Ólafi konungi til hádegis- verðar í Sjálfstæðishúsinu. For- setahjónin sátu hádegisverðarboð ið og alls voru gestir um 60. Ól- afur Thors forsætisráðherra bauð Ólaf konung velkominn, og konungur þakkaði með stuttri ræðu. í Sjálfstæðishúsinu var reglu- leg hádegisverðarskreyting, létt og falleg. Á borðum bar mest á krystalsskálum á háum fæti með margvíslegum ávöxtum og silfur- bakki skreyttur ávöxtum á há- borðinu. Víðsvegar á borðum voru einnig 5 arma silfurstjakar með hvítum kertum og lítið eitt af blómum. Milli súlnanna í saln um héngu fallegar blómakörfur með rauðum blómum og á svið- inu rauðar og hvítar draperingar, grænar plöntur til hliðar og hár blómavasi með rósum á flygll Skreytingar allar í konungsveizl unum þessa þrjá daga hafa verið ákaflega ólíbar, en látlausar og hver annarri fallegri. í gær voru fyrst á borð bornir laxatoppar. fylltir með ísl. rækjum, kræklingi og kjörsvepp um, þá steiktir kjúklingar með jarðsveppasósu. í ábæti voru fyrst ýmisk. ostar og síðan ávext- irnir, sem áður er minnzt á Með þessum réttum var drukkið kampavín og með kaffinu koníak og liqueur. Margt manna stóð fyrir utan Sjálfstæðishúsið er konungur og aðrir gestir óku þaðan um þrjú leytið og var konungi fagnað með lófaklappi. er hann kom út. Málverk eftir Kjarval. Kl. 4—5,30 í gær var móttaka fyrir norska boðsgesti í norska sendiráðinu. Voru gestir allir leiddir fyrir konung, sem heils. aði þeim með handabandi. Stjórn Normanslaget færði konungi að Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.