Morgunblaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. júní 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Grumman-vélin er lent á ílugmóö urskipinu heilu og höldnu. RÚSSNESKI kafbátaflot- inn er nú einn helzti ógn- valdur lýðræðisríkjanna. NATO-ríkin efla viðvörun arkerfi sitt gegn þessu hættulega vopni eftir mætti. Floti könnunarflug- véla með stöðvar á landi hefur verið margfaldaður á síðustu árum og hinum „fljótandi“ varnarstöðvum á höfunum hefur verið f jölgað til muna. Tækninni við kafbátaleit fleygir fram, hundruð flugvéla og skipa halda vörð nótt sem nýtan dag til þess að vara við hættunni, ef kommún- istar gera skyndiárás. Flugmóðurskipin gegna mikilvægu hlutverki í vörn- um á höfunum. Þegar ís- lenzkir blaðamenn voru á ferð vestur í Bandaríkjunum ekki alls fyrir löngu, áttu þeir þess kost að dvelja sólarhring á einni slíkri fljótandi varn- arstöð, flugmóðurskipinu Lake Champlain, þar sem það var að æfingum um 350 míl- ur undan vesturströnd Banda- ríkjanna, út af flotahöfninni Norfolk. Það var lagt upp árla mörg- uns frá Norfolk í tveimur flugvélum, tveggja hreyfla Grummanvélum, sem sæti hafa fyrir 8—9 farþega. Þess- ar flugvélar eru sérlega byggðar fyrir móðurskipin, viðbragðsfljótar óg þurfa stuttar flugbrautir. Flugvél- arnar, sem við vorum í, önn- uðust einungis samgöngur milli skips og lands, en á Lake Champlain eru yfir 20 slíkar vélar, sem búnar eru nýjustu og fullkomnustu rat- sjám til kafbátaleitar — en það er aðeins hluti af flugflota skipsins. ★ Eftir tveggja stunda ferð var flugið lækkað og þarna niðri sáum við nú flugmóður- skipið. Sjórinn var ekki mjög úfinn, en samt var það hálf- óhuggulegt að eiga að lenda á þessari litlu ræmu, þarna úti á reginhafi. Ferðalangarnir virtust líka hálfórólegir, en samt eftirvæntingarfullir, því það er ekki á hverjum degi að landkrabbar fá tækifæri til þess að reyna þvílíkt. Flugvélin fór í stóran sveig, lækkaði ört flugið. Við nálg- uðumst sjávarflötinn óðfluga, en það var erfitt að átta sig á fjarlægðinni til skipsins, því í þessari flugvél sneru far- þegasætin öfugt við það, sem tíðkast í venjulegum farþega- vélum. Aðeins var hert á hreyflun- um, ætluðu þeir að hætta við lendingu? Nei, skyndilega var dregið af þeim, við „féll- um“ eins Og steinn — og viss- um ekki fyrr en við hlömm- uðum okkur harkarlega nið- ur á þilfar skipsins. Það var eins og við hefðum rekizt á mjúkan og dálítið erftirgef- anlegan vegg. Flugvélin stanzaði ',,á punktinum", en farþegarnir höfðu tilhneyg- ingu til þess að halda áfram. Við þrýstumst niður í sætin, náðum varla andanum, dá- lítið áþægilegt — en svo var allt um garð gengið. Við höfð- um lent heilu og höldnu. ★ Það var býsna fróðlegt að litast um í þessari úthafsborg. f rauninni er þetta eins og borg, því um borð eru liðlega 2,600 manns — og stærð skips ins er þvílík, að jafnvel þeir, sem verið hafa um borð í eitt ár villast iðurlega neðanþilja ef þeir gæta þess ekki að fara alltaf sömu leiðina til og frá vinnu. Þarna eru stórar verzl- anir þar, sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, skóvinnustofur og rakarastof- ur, rjómaísbúðir og skartgripa sölur — allt nema áfengis- verzlun. Okkur var sögð saga af aðmíráll, sem einhverju sinni hafði verið á skipinu. Hann villtist neðanþilja, gekk fram og aftur eftir ótal ranghölum í klukkutíma þar til hann komst til íbúðar sinnar aftur. Eftirá sagðist hann ekki hafa getað fengið af sér að spyrja til vegar, hann hefði jú átt að þekkja sitt eigið skip. ★ Það, sem þó var skemmti- legast, var að fylgjast með flugvélunum, þegar þær komu og fóru. Lake Champlain var í kafbátaleit. Þetta var sam- eiginleg æfing flugmóðurskips ins og tveggja tundurspilla. Bandarískur kafbátur var ein hvers staðar á þessu svæði og hlutverk skipsins og flugvéla var að finna hann — og „granda“. Yfir 30 flugvélar af Lake Champlain tóku þátt í leitinni. Helmingurinn var jafnan á lofti í senn, en hver flugvél var þó ekki lengur en tvær stundir í hverri könn- unarferð. Flugvélar voru því að lenda og fara á loft allan sólarhringinn. Auk tveggja hreyfla Grumman- vélanna hefur flugmóðurskipið 14 eins hreyf ils könnunarvélar og fjöl- margar þyrlur — Og það voru einmitt þessar þyrlur sem slæddu Shepard og geimfarið hans upp á dögunum. Tvær til þrjár þyrlur eru jafnan á lofti við skipið til þess að annast björgun, ef illa tekst til í lendingu eða flugtaki. Það kemur þó sárasjaldan fyrir, enda þótt veður gerist oft válynd. Hvassviðri og stormar hafa engin áhrif á starfsemi könnunarflugsins. Það er ekki nema í aftökum, að ófært verður að lenda á flugmóðurskipinu. * Aðferðirnar við lendingu á skipi og flugvelli í landi eru æði ólíkar. Aðflugið er hér mjög stutt. Flugvélarnar taka vinstri beygju að flugmóður- skipinu Og beygjunni lýkur á þilfari skipsins. Þetta er gert til þess að flýta fyrir umferð- inni og flugvélarnar þurfa því sjaldnast að bíða nema 2—3 mínútur eftir lendingarleyfi úr því að þær eru komnar yf- ir skipið. Oft á tíðum virðast þær varla hafa lokið beygjunni, þegar þær hlamma sér niður á flugmóðurskipið. Þá snar- hallast þær það mikið er þær koma að skipinu, að það er engu líkara en vinstri væng- urinn lendi á þilfarsbrúninni. — Yfirleitt koma flugvélarn- ar inn yfir þilfarið í um tveggja metra hæð og svo hlamma þær sér niður. Neð- an á stélinu er mikið hak og krækist það í stálvír, sem ligg ur yfir þvert þilfarið. Gefur hann örlítið eftir, en ekki meira en svo, að flugvélin stöðvast á tveimur lengdum sínum. ★ Vírinn er losaður úr hak- inu og flugmennirnir aka vél- um sínum fram eftir þilfar- inu, yfir á hinn endann. Um leið „brjóta" þeir vængina, sem leggjast saman — alveg eins og maður taki saman höndum yfir höfði sér. Allt j gengur þetta mjög fljótt og fjölmennur hópur sjóliða hlekkjar flugvélarnar niður á þilfarið jafnskjótt og þær nema staðar á hinum endan- um. Annar hópur byrjar að fylla eldsneytisgeymana og flugmennirnir klöngrast út til þess að sækja ný fyrirmæli eða taka sér hvíld. Þá er flug- vélin komin á loft eftir nokkr- ar mínútur með nýrri áhöfn. ★ Næturlendingarnar voru þó enn athyglisverðari. Það liggur í augum uppi, að oft getur verið erfitt að lenda í svartamyrkri á þessum litla fleti, stundum í vondu veðri Og sjógangi, þegar skipið velt- ur, hnígur niður í öldudalina og hefst síðan upp — tvo, þrjá metra eða meira. Þá eru flug- mennirnir ekki öfundsverðir. Þeir verða að sæta lagi og hlamma sér iður á þilfarið um leið og það er í „hápunkti". Við enda flugbrautarinnar, á palli neðan við þilfarsbrún- ina, stendur maður, sem stjórnar lendingunni. Þegar flugvélin nálgast segir þessi maður flugmanninum til með ljósmerkjum — og hann get- ur snúið vélinni frá þegar nokkrir tugir metra eru milli flugvélar og skips. Þegar illa viðrar verða flugmennirnir oft að gera margar tilraunir þar til þeir loks koma að skipinu í réttu andartaki — og þá gengur allt vel. Veðrið var ágætt, þegar við ferðafélagarpir stóðum í brúnni síðla kvölds og horfð- um á flugvélarnar lenda í kola myrkri. Engin ljós eru logandi ofanþilja, að undanteknum rauðum týrum meðfram þil- farsbrúnni. Það er verra fyr- ir flugmennina, sem koma út úr myrkrinu, að lenda á upp- lýstu þilfari og þess vegna verða vinnuflokkarnir á þil- farinu að vinna í myrkri alla tíð. Aðflugið er annað að næturlagi, miklu líkara því, Framhald á bls. 23. t í rúmsjó Flugmóðurskipið Lake Champlain — hluti af flugflota skipsins er á þilfarinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.