Morgunblaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 3. júní 1961 Vinningar í 1. flokki DAS hafa flestir verið afhentir. Meðal vinninga var hin glæsilega Taunus-fólksbifreið. Hana hlaut Gylfi Árnason, Víðivöllum við Sundlaugaveg, og er myndin af honum, þegar hann leggur af stað eftir afhendingu á sín- um eigin bíl. Bjarni Bjarnason kennari — minning ÞANN 30. maí sl. fór fram i Foss vogskapellu útför Bjarna Bjarna sonar, kennara. Mig furðaði á því, að enginn af nánustu vinum hans skyldi minnast haiis á prehti þann dag, því að orðinn er það mikill siður, að minnast látinna þannig. Hér var þó eftlr áfbragðs manri að mæla. Vini átti Bjarni marga, og eftir 28 ára samstarí tel ég mig í þeirra hópi, þó að til hans nánustu vina geti ég ekki talizt. Bjarni Bjarnason var fædeur 24. jan. árið 1900 á Hóli í Meðal- landi í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar bjuggu foreldrar hans, Vil- borg Bjarnadóttir og Bjarni Markússon. Börn áttu þau mjóg mörg og mun Bjarni háfa verið- meðal þeirra yngri. Faðirinn, Bjarni Markússon, dó iöngu fyr- ir aldur fram og var þá Bjarni Bjarnason enn í bernsku. Hann ólst upp hjá móður sinni og sfennilega við fremur kröpp kjör, varð a. m. k. snemma að fara að vinna fyrir sér, og um langa menntabraut gat ekki orðið að ræða, þó að gáfur, námshæfni og löngun stæðu til þess. En þannig gerðust íslendingasögur légrii ve!. Úr þessu rættist þó að nokkru fyrir Bjarna Bjarnasyni, þar sem honum tókst að afla sér kennara- menntunar í Kennaraskóla ís- lands og ljúka þaðan prófi vorið 1922. Ekki skal ég um það segja, hvort þessu hefur ráðið þá þeg- ar löngun til að verða kennari eða því hefur einkum ráðið, að annarra kosta var ekki völ til að afla sér menntunar. Hitt er víst: Hann varð kennari og við það VINNUVÉLASÝNING Mý vökvaknuin skurðgrafa með viðbyggðu öflugu ámoksturstæki loftpressa gaffallyfta jarðýtuutbunaður flagjafnari, vinda N-k. sunnudag göngumzt vér fyrir sýningu á vinnuvélum, sem tengdar eru Massey-Ferguson dráttarvélum. Sýningin fer fram á Skeiðvellinum við Elliðaár og hefst kl. 3 síðdegis. Sýnd verða eftirtalin tæki. TÆKIIM VERÐA ÖLL SYIMD í IMOTKUIM Komið og kynnizt af eigin raun hinum f jölbreyttu vinnumöguleikum Massey-Ferguson dráttarvél- inna og hjálpartækíanna. eignaðist íslenzk barnakennara- sétt einn sinn fjölhæfasta mann, hvað starfinu viðvíkur. Hann varð fyrst kennari í Vestmanna- eyjum, en árið 1930 varð hann kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík og síðan til dauða- dags, 25. maí 1961. Bjarni Bjarnason kvæntist eft- irlifandi konu sinni, Elísabetu Helgadóttur, hannyrðakennara, 1926. Börn þeirra eru þrjú: Helgi prentari í Reykjavík, Ásta, prests frú á Hvanneyri og Sverrir, sem er við háskólanám. Bjarni Bjarnason var afburða fjölhæfur kennari, en auglýsinga maöur um starf sitt var hann ekki. Auk skólagöngu sinnar hafði hann aflað sér mikillar framhaldsmenntunar, að því er starfið varðaði, bæði hér heima og erlendis. Eftir að í Austur- bæjarskólann kom, féll það I hans hlut að kenna einkum yngstu aldursflokkunum og — með nokkrum undantekningum, — einkum þeim börnum, sem verst voru á vegi stödd. Hann náði þar oft aðdáunarverðum ár angri og var þó ekki látið hátt um það. Margt er rangsnúið i heimi hér og þakkirnar ekki ævinlega í réttu hlutfalli við það, sem gert er. Þannig er um starf kennarans. Það er ekki þakkar- vert, þó að kennarar sýni háan tölulegan árangur af starfi sínu hjá nemendum með miklar náms gáfur, en til þeirra kennara eru þakkirnar einkum goldnar. Það vill einnig æði oft gleymast, að starf smábarnakennarans er vandasamast allra kennslustarfa og útheimtir miklu meiri hug- kvæmni en nokkur sambærileg störf. Að Bjarna Bjarnasyni látn um eigum við á bak að sjá ein- um þeirra, sem bezt var þeim vanda vaxinn. Ekki er ég viss um, að hver sá, sem hitti Bjarna Bjarnason fyrsta sinni, hafi strax getað átt- að sig á, hver sá maður var. Til þess þurfti nokkur persónuleg kynni. Glaðværð hans, léttlyndi og prúðmennska lá samt í aug- um uppi, en gáfur hans ekki. Hann var bráðnæmur, afar minn ugur og að flestu leyti skarpgáf- aður. Skapandi voru þó gáfur hans ekki. Smekkur hans á skáld- skap var ekki eins þröskaður og mátt hefði vænta af manni sem las jafnmikið og hann. Aftur á móti, þar sem einhvern fróðleik var að finna, þar var heimur hans. Það er ýkjulaust, að ég hef naumast nokkurn mann þekkt, sem var slíkur fræðasjór hinna margvíslegustu efna. Eg held, að í þjóðmálum hafi Bjarni Bjarnason fylgt Sjálfstæð isflokknum. Hvorki tek ég þetta fram honum til virðingar né á- mælis, en á stjórnmálaskoðanir hans minnist ég þó ekki að ár stæðulausu. Einmitt í sambandi við þjóðmál fannst mér koma fram hjá Bjarna Bjarnasyni ein- kenni, sem lýsti honum vel og sýndi, hve þegnskapur og þjóð- hollusta áttu í honum rík ítök og hvernig hann dæmdi aðra út frá sjálfum sér. í öll þau ár, sem ég þekkti hann, sat aldrei sú ríkisstjórn að völdum, að hann ekki mælti einhverjum gerðum hennar bót jafnvel, þó að hanti væri stefnunni ósamiþykkur í höí uðatriðum. Hann var með öllu ófáanlegur til að trúa því, a® mennirnir væru ekki að reyn* Framh. á bis. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.