Morgunblaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 20
20 M O RG V I\ B L AO IB Laugardagur 3. júní 1961 Mary Howard: .. — - Lygahúsiö - > 15 (Skdldsaga) hana eftir hjá fólki eins og Fauré og Karólínu! Hann sagði, hörkulega: — Ég get ekki Jx>lað að þú sért innan um þetta fólk... .kunningjafólk Karólínu. Þetta er ruslaralýður. En eins og er, get ég ekkert við því gert... .ég verð að fara burt. Allt í einu heyrði hún í eyrum sér orð Karólínu: „Hann lollir hvergi um kyrrt. Hann getur ekki þolað að vera neinsstaðar bundinn“. — Hún flýtti sér að segja: — Hvenaer? — Kannske strax á morgun. Ég veit það ekki svo fyrir víst. —• Hversvegma veiztu það ekki? — Ég get ekki sagt Þér það. svaraði hann. — Og hvenær kemurðu aftur? ■— Það veit ég ekki. — Áttu kannske við, að þú komir aldrei aftur. Hann seildist yfir borðið og greip hönd hennar. — Ekkert getur hindrað mig í að koma aft- ur eiins fljótt og ég get. Meira get ég ekki sagt þér núna. Þú verður að trúa og treysta mér. Hann horfði á hana líta undan og laut fram með ákafa. — Þú skalt trúa því, sem þér finnst sjálfri en ekki því. sem aðrir segja þér. Fyrir fólk eins og Karólínu og Fauré er ástin ekki annað en leikfang, og því halda þau, að allir aðrir séu eins. Og Karólína sagði þér, að ég vaeri eins, og það er hún vís til að endurtaka. En trúðu henni bara ekki. Stephanie svaraði engu, því að hún var óróleg yfir þessari brott- för hans svona strax eftir það, sem fram hafði farið milli þeirra. — Sjáðu til, elskan, sagði hann blíðlega. — Þegar ég var í New York, hitti ég Marion Jerome. Hún er hæggerð og góð kona og allt hennar líf snýst um Charles Jerome. Karólína spillti því hjónabandi, án þess að depla aug unum. Þannig er hún. Og nú, þegar hún er búin að ánetja Jer- ome, veit hún ekki, hvort hún kærir sig nokkurn skapaðan hlut um hann. Orðin voru komin yfir varir hennar áður en hún vissi af: — Það er vegna þess að hún er ástfangin af þér! Er það ekki? — Jú, kannske.... ef þá hægt er að kalla það sem hún hefur að bjóða, ást, svaraði Bill kulda- lega. Stephanie var ringluð og úr- vinda, og öll fyrri vellíðan á bak og burt. Hún leit á úrið sitt og stóð upp. — Það er orðið áliðið, sagði hún. — Ég verð að fara. — Þú ert enn ekki farin að svara mér. — Ég veit ekki, hvað ég á að segja. Ég veit ekkert hverjum ég get trúað, eða hverjum treyst framar. Það er eins og ég eigi heima í einhverju lygahúsi, og veit ekki, hvert ég get snúið mér. Hann gekk að henni vafði hana örmum og þrýsti höfði henn ar að öxl sinni. — Vertu ekki hrædd, sagði hann blíðlega. Þetta er raunverulegt. Þú veizt það er ekki svo? Fauré ók heimleiðis úr spila- bankanum um klukkan ellefu, dapur og í illu skapi. Hann fór að hugleiða, hvað hann mundi eiginlega gera af sér, ef ekki væri spilamennskan. Mála? Nú Qrðið málaði harm ekki nema hann vantaði peninga. Vera á höttunum uppi í húsinu og sitja um tækifæri til að fá að sjá Karólínu? Horfa á hana bál- skotna í Bill Powell, sem var helmingi yngri en hún? í tutt- ugu ár hafði hann elskað hana og afsakað alla galla hennar, en nú var það búið að vera. Hann leit á sjálfan sig með augum Stephanie. Hann sá þetta árang- urslausa líf sitt, sem hingað til hafði allt snúizt um eigingjarna duttlungadrós, og snögglega fékk hann óbeit á sjálfum sér. Hann ók inn á brautina kom bílnum fyrir, en snarstanzaði, hann sá Ijós í vinnustofuglugg- anurn. Enginn hafði lykil að hús- inu nema Sally. Hún hafði þó væntanlega ekki asnazt til að fara að koma núna? Hann gekk upp þrepin, dálítið óstyrkur opnaði dymar og fann Sally sitjandi á legubekknum. Hún þaut jafnskjótt á fætur og faðmaði hann að sér. — Hvað í ósköpunum ertu að vilja hingað? spurði Fauré. — En að bíða eftir þér. Ég hélt, að þú ætlaðir aldrei að koma. — Og hvað segirðu mömmu þinni í þetta sinn? — Auðvitað, að ég fari til Stephanie. Hversvegna spyrðu? Hann fékk sér konjak í glas. — Ekki neitt annað en það, að við Stevie rákumst á hana mömmu þír>a í dag og hún spurði Stevie um þig. Stevie brást þér nú ekki, en.... Hann leit á hana. — . . þú veizt. Sally, að fyrr eða seinna kemst mamma þín að öllu saman, og því, að þú ert ekki hjá Stephanie. Og þá veitist henni ekki erfitt að komast að því, hvar þú heldur þig. Ég held þú ættir alveg að hætta að koma hingað. Sally náfölnaði og hræðslan skein út úr stóru augunum. — Viltu þá ékki sjá mig oftar? — Það voru ekki mín orð. En ég vil bara ekki lenda í neinum óþægindum fyrir það. Þú ert indælis krakki, Sally, og mér þykir ósköp vænt um þig, en þú hlýtur að sjá, að þetta getur ekki gengið svona lengur. Sally lokaði augunum, rétt eins og hún vildi fela sig fyrir þessum augljósa sannleika. Hún vissi mætavel, að Fauré elskaði hana ekki en hinsvegar yrði það hennar bani, ef hann hryndi henni frá sér nú. En ef hún hins vegar sýndi honum, að hún væri engu síður veraldarvön en hinar, myndi hann kannske breyta af- stöðu sinni til hennar. Hún gekk til hans og lagði höndina á arm hans. — Hlustaðu nú á, elsku Claude. Þú veizt um stóra kvöldboðið hjá Karólínu annað kvöld. Þetta, sem þú sagð- ist ætla í sjálfur. — Og hvað um það? — Jú, ég ætla að segja mömmu, að ég sé að fara þangað, og verði nóttina hjá Stevie. Hún verður auðvitað vond, en ég veit hún trúir mér samt. Hún sá vel glettnisvipinn í augum Faurés og hélt áfram kæruleysislega: — Við skulum fara upp í fjallakofann, Claude. Það þarf enginn að vita um það. Þú getur stungið af úr samkvæm inu og svo getum við komið aft- ur daginn eftir. Og þegar ég svo trúlofast einhverjum skikkanleg- um leiðindapésa, á ég að minnsta kosti eina skemmtilega endur- minningu. — Langar þig mikið í endur- minningar? — Já, Claude, og ég veit, að ég drep mig ef þú gerir þetta ekki. Claude lét löngun stúlkunnar alls ekki ganga fram af sér. Ef öðruvísi hefði staðið á, hefði hann bara kysst hana og svo ýtt henni af stað heim til sín. En í kvöld, þegar allt var svo leiðin- legt og einskisvert, var þetta til- boð óneitanlega freistandi. Hann dró hana að sér, kyssti titrandi varirnar hálfhrærður, en um leið var honum skemmt. Hann leit niður á hana og sagði: — Kannske maður slái til. — Áttu við að þú ætlir að 'koma? sagði hún, hissa og sigri- hrósandi, en um leið snögglega hrædd. Klukkan var hálfsjö næsta dag, er Stephanie ók skjöktbíln- um upp að húsinu. Allt húsið hafði verið á öðrum endanum allan daginn vegna samkvæmis- ins, og hún hafði verið í sendi- ferðum, milli þess að hún sá um hitt og þetta heima fyrir, og nú var hún alveg komin að niður- lotum. Hún rétti Bertram körfuna. — Nel, frændi yðar er ekki við, hann fékk frí til þess að vera við jarðarförina yðar! *V.y»SLl Ilctllcl ltfht ina og gekk yfir að borðinu. cx VK>1 dUL ÁWIUV, VV/Ilct — Já, mademoiselle. - ■ Nei, það var ekki neitt. Eru blómin komin upp? — Frú Jessie Woodall vill fá að tala við þig Markús — Frú?! — Eg er Jessie Woodall, for- maður Goody-goo sælgætisgerð- arinnar, herra Trail! — Þér komið mér að óvörum frú Woodall . . . Eg hélt alltaf að þér væruð karlmaður! — Eg kom til að ræða við yji- ur um greinarnar, sem þér skrif- uðuð um auglýsingaherferðina okkar! * — Er nokkuð ógert sem þér getur dottið í hug, áður en ég fer upp að klæða mig? — Nei, ekkert. — Gott og vel. Ég ætla þá að koma bílnum fyrir. Hún ók honum inn í skúrinn og fór síðan upp í herbergi sitt. Það hafði verið kæfandi hiti all- an daginn, og nú var eldrauð sólin að síga gegnum skýin, sem stigu upp af haffletinum. Stephanie opnaði gluggann og hallaði sér út, til þess að njóta svalandi golunnar, en það var engin gola og loftið kyrrt Oig þungt. Karólína hafði boðið eitthvaS þrjátíu manns í veizluna. Það átti að verða standandi borðhald og síðan átti að dansa úti á pall- inum ofan við garðinn. Svona boð voru annars algeng hjá Karólínu, en einhvernveginn var hún alveg sérstaklega spennt fyrir þessu boði. Það er öðruvísi en vant er núna, vegna Bills, hugsaði Ste- phanie. Nú vill hún að ailt sé sem allra fullkomnast, til þess að geta sýnt honum, hve rík- mannlega hún lifir. Hún fann til reiði við tilhugsunina. Auðvitað var Karólína ástfangin af hon- um, og gerði sér lítt far um að leyna því. Bill hafði ekki neitað því, að svo væri. Stephanie sneri sér snöggt frá glugganum aftur og var gripin kvíða. Hversvegna þurfti hann að fara í þetta dularfulla ferða- lag, og hversvegna gat hann ekki verið hreinskilinn við hana? Hann hafði ekki einu sinni beðið hana að bíða eftir sér. Hann hafði gefið í skyn, að kannske kæmi hann aldrei aftur. Kannske hafði honum snúizt húgur, og kannske var þetta allt satt, sem Karólína sagði um hann. Hún hafði ekki þekkt hann nema svo stutt, og ástríðan sem nú gagntók þau bæði, hafði bloss að svo skyndilega upp í gær- kvöldi, áður en hún lagði af stað heim frá honum, og það hafði verið einhver örvænting í ástar- atlotum hans, rétt eins og hann hefði verið að reyna að sannfæra sjálfan sig um raunveruleik tii- finninga sinna. í Hún hugsaði í örvæntingtl sinni: Kannske hefur hann gleymt hvað Karólína var falleg„ þangað til hann sá hana aftur. Kannske var ég bara til upp- fyllingar? i < Þá var barið á dyrnar og Cart- er stakk höfðinu inn. — Það er kominn tími til að klæða sig, ungfrú Stevie. Ég er búin að taka í baðið. , .— Þakka þér fyrir Carter. ' Stephanie harkaði af sér og fór inn í baðherbergið. Þegar hún hafði lokið baðinu. fór hún í einfaldan hvítan kjól og burst- aði svarta hárið í hnút uppi á höfðinu. Þegar því var lokið fór hún inn til Karólínu. Karólína sat við snyrtiborðið sitt og var að festa á sig demanta sína. ÍHlltvarpiö Laugardagur 3. júnf 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónl. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt* ir). — 16:00 Fréttir og tilkynningar. Framh. laugardagslaganna. 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung« linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Þættir úr ballettsvít- unni „Gayaneh" eftir Aram Katsjatúrían (Hljómsveitin Phil harmonia í Lundúnum leikur; höfundurinn stjórnar). 20:15 Leikrit: „Sólskinsdagur** eftir Serafin og Jaquin Quintero. Þýð andi: Hulda Valtýsdóttir. — Leilg stjóri: Gísli Halldórsson. 20:40 „Sveinar kátir, syngið!“ Guð« mundur Jónsson kynnir nokkra ágæta söngvara af yngri kyn« slóðinni. 21:20 Upplestur; „Karlrústin", smá- saga eftir Líneyju Jóhannesdótt ur (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.