Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 1
20 siður
wtblábib
48. árgangur
125. tbl. — Fimmtudagur 8. júní 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Alvarlegt vopna-
hlésbrot í Laos
14 ríkja ráðstefnurmi í Genf enn frestað
Genf og Vientiane í Laos,
7. júní. — (Reuter)
f D A G bárust þær f réttir
Irá Laos, að herlið vinstri-
manna og flokkar Fathet
Lao-uppreisnarmanna hefðu
með ákafri árás hrakið lið
hægri-stjórnarinnar í Vienti-
ane úr aðalstöðvum sínum
nálægt víginu Fadong við
suðurjaðar „Krukkusléttunn-
ar" svonefndu, sem er á
valdi stjórnarandstæðinga og
talin mjög mikilvæg hernað-
arlega. Hörfaði stjórnarher-
inn eftir mikil og mannskæð
átök, sem lýst er sem einum
harðasta bardaga, er um get
ur siðan borgarastyrjöldin í
L.aos hófst.
Það mun hafa verið vegna
pessara frétta, að aflýst var
boðuðum fundi á 14 ríkja
Laos-ráðstefnunni í Genf í
dag. Hefur ekki verið boð-
aður nýr fundur, og munu
fulltrúar nú væntanlega ráð
færa sig við ríkisstjórnir sín-
ar vegna þessa nýja vopna-
hlésbrots í Laos.
— • —
Helztu ráðgjafar bandaríska ut
anríkisráðuneytisins í málefnum
Suð-austur-Asíu voru í dag kall-
aðir á fund í ráðuneytinu til þess
að ræða ástandið í Laos og horf-
urnar á ráðstefnunni í Genf. —
Dean Rusk, utanríkisráðherra, lét
svo um mælt í dag, að rikisstjórn
in liti siðustu atburði í Laos og
alit ástandið þar mjög alvarleg-
ii m augum.
• „Svivirðilegt brot"
Bandaríska sendinefndin á ráð
stefnunni gaf út yfirlýsingu af
þessu tilefni, þar sem segir, að
hún telji hlé á fundum nauðsyn-
legt, svo að hún geti ráðfært sig
við Washingtonstjórnina vegna
fréttanna um hina „alvarlegu
bardaga og svívirðilegt brot á
vopnahléssamkomulaginu í La-
os". Þá er minnt á það í yfir-
Jýsingu nefndarinnar, að Banda-
ríkin hafi gengið til ráðstefn-
Framhald á bls. 19.
Jackie í Grikklandi
AÞENU, 7. júní. (Reuter) —
Jacqueline Kennedy, forsetafrú
Bandaríkjanna, kom hingað
með flugvél í dag. Mun hún
dveljast vikutíma í Grikklandi
og hvíla sig eftir annasama
daga að undanförnu, er hún
fylgdi manni sínum á för hans
til Evrópu.
Japans-
sfjórn lét
undan
Tókíó, 7. júní (Reuter)
rikisstjórnin
S4
i
JAPANSKA
Bretar svara loks
motmælum Oana
vegna landhelgisbrotsins við Færeyjar
á dögunum
S
Hótaði
Krúsjeff ?
Washington, 7. júní.
(NTB-Reuter).
ÞAB VAR upplýst hér opin-
berlega í kvöld, að sl. sunnu-
dag bafi Kennedy forseta ver-
ið afhentar í Vínarborg tvær
yfirlýsingar frá sovétstjórn-
innl — önnur um Berlínar-
málið og hin varðandi sam-
komulagsumleitanirnar um
bann við kjarnavopnatillög-
um. — Salinger, blaðaftilltrúi
forsetans, neitaði að segja
nokkuð um innihald þessara
yfirlýsinga.
_•__
Pjrrr f dag höfðu borizt frétt
ir fra Bonn, a» blaðið „West-
deutsche Allgemeine Zeitung"
í Essen teldi sig hafa góðar
heimildir fyrir því, að Krús-
jeff hefði tjáð Kennedy í Vín
arborg, að Sovétríkin væru
staðráðin í þvi að gera sér-
friðarsamninga við Austur-
Þýzkaland þegar á þessu ári.
LONDON, 7. júní (NTB/Reuter)
— Brezka ríkisstjórnin hefir nú
loks svarað mótmælaorðsendingu
dönsku stjórnarinnar vegna þess
atburðar á dögunum, er brezkur
togari, sem framið hafði land-
hetgisbrot við Færeyjar, slapp
frá danska varðskipinu Niels
Ebbesen, fyrir tilverknað tveggja
brezkra herskipa, en þau komu
á vettvang eftir að varðskipið
hafði skotið á togarann, er hann
reyndi að komast undan á flótta.
•
Það var Joseph Godber, vara-
utanríkisráðherra, sem afhen^i
danska sendiherranum, Steensen-
Leth, svar brezku stjórnarinnar.
Málið óljóst, segja Bretar
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins neitaði í dag að
segja nokkuð um efni svarsins.
r
Ibúar Bretlands-
eyja 52,7 inilljónir
London, 7. júní (Reuter)
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
um fólksfjölda á Bretlandseyj-
um, sem út hafa verið gefnar, hef
ir íbúum fjölgað um 2Ví> milljón
síðan árið 1951. — Samkvæmt
þessum tölum eru nú íbúar Eng-
lands, Skotlands, Wales og Norð-
ur-írlands samtals 52.675.094 —
eða 2.449,870 fleiri en skráðir
voru 1951.
Mest hefir fjölgunin orðið í
Englandi og Wales, og eru það
nú þéttbýlustu svæði Evrópu, að
Hollandi einu undanskildu.
Hins vegar sagði Ritzau-frétta-
stofan danska seint í kvöld, að
brezka stjórnin harmi atburðinn
í svari sínu, og dragi ekki í efa
rétt danskra stjórnarvalda til að
verja fiskveiðilandhelgina við
Færeyjar. Hins vegar séu ýmis
atriði málsins óljós, og treysti
stjórnin sér því ekki til, að svo
stöddu, að taka ákveðna afstöðu
á grundvelli þeirra upplýsinga,
sem fyrir liggi. — Enn fremur
kveðst brezka stjórnin í svari
sínu — að sögn Ritzau — eiga
viðræður um málið við eigendur
umrædds togara, „Red Crusad-
er" í Aberdeen, og ekki hafa að-
stöðu til að bera fram neina til-
lögu til lausnar fyrr en þeim
viðræðum sé lokið.
ÞRÁTT fyrir háalvarlegar í
samræður þeirra Kennedys
Bandaríkjaforseta og Krús-
jeffs, forsætisráðherra Sovét-
rikjanna, i Vinarborg á dög-
uiiuni, gáfu þeir sér þó tíma
til þess að slá hvor annars frú
nokkra gullhamra i fundahlé-
um. — Hér er mynd af
„Jackie" Kennedy og Krús-
jeff — og verður ekki annað
séð en vel fari á með. þeim.
— f blaði nokkru, sem birti
þessa mynd, var textinn með
henni svohljóðandi: Algerar
andstæður — hin fagra og
grannvaxna frú Kennedy, og
hinn litli, sivali Krúsjeff
?.
Olafurkonungur
kominn heim
Stafangri, 7. júmí (Reuter)
ÓLAFTJR konungur kom í morg
un til Stafangurs á skipi sinu
„Norge", eftir opinbera heim-
sókn sina á íslandL Var fjöldi
fólks saman kominn við höfnina
til þess að fagna konungi, er
hann steig á land.
Ólafur konungur hélt siðan á
fram til Oslóar með herflugvél.
neyddist í dag til þess að»
f resta af greiðslu f rumvarps I
sins, sem miðar að því aðl
koma í veg fyrir pólitískar ó-'
eirðir og uppþot — en frum-l
varp þetta leiddi einmitt tilt
mikilla og alvarlegra óeirðaf
í gær. sem einnig haf a haldið 7
áfram í dag, þótt þær hafi)
ekki verið eins heiftúðugar og
áður.
Það mun hafa ráðið úrslit-
um um það, að stjórnin ákvað
að leggja frumvarpið til hliðar
í bili, að nokkrir foringjar úr
flokki hennar, Ðemókrata-
flokknum, lýstu því yfir, að
þeir myndu segja af sér, ef
stjórnin héldi frumvarpinu til
streitu óbrcy ttu.
Belgum bolað úr
foringjastöðum
í Katangalier
Leopoldville, 7. júní
(Reuter)
SEAN Mackeown, hinn írski yf-
irhershöfðingi Sameinuðu þjóð-
anna í Kongó, skýrði frá- því i
dag, að foringjar úr liði SÞ
myndu brátt leysa af hólmi þá
Belgíumenn og aðra Evrópu-
menn, sem haft hafa á hendi her-
stjórn í landvarnaliði Katanga-
fylkis.Kvað hershöfðinginn þetta
vera fyrsta skrefið í ráðgerðri
endurskipulagningu Kongóhers
— og í samræmi við samþykkt
öryggisráðs SÞ frá 21. febrúar
sl., þar sem svo var lagt fyrir,
að allir erlendir liðsforingjar og
ráðgjafar Kongóhersins skyldu
fara úr landi.
Norskur höfuðsmaður úr liði
SÞ, Björn Egge, mun hafa um-
sjón með framkvæmd þeirra
breytinga á herstjórninni í Kat-
anga, sem nú á að gera. Hélt
hann flugleiðis til Elisabethville
í dag. — Talið er, að 300—350
evrópskir liðsforingjar, aðallega
Belgíumenn, þjóni nú í Katanga-
hernum.
Flateyjarbók afhent 17. júní?
Talið, að beiðni um að fresta staðfestingu Handritalaganna
nái ekki fram að ganga
Kaupmannahöfn, 7. júní
Einkask. frá Páli Jónssyni
Almennt er nú talið, að
hinn 17. júní muni Jörgen-
sen menntamálaráðherra af-
henda íslendingum Flateyj-
arbók sem eins konar tákn
og staðfestingu á handrita-
„gjöfinni". Flateyjarbók er í
Konungsbókhlöðu, og snertir
tregða stjórnar Árnasafns að
afhenda handritin hana því
ekki.
Hafnar eru tilraunir til að fá
60 þjóðþingsmenn til þess að
skrifa undir tilmæli um, að frest
að verði konunglegri staðfestingu
laganna um afhendingu íslenzku
handritanna, þar til frumvarpið
hafi verið staðfest öðru sinni eft-
ir nýjar. þjóðþingskosningar.
Slíka beiðni þarf, lögum sam-
kvæmt, að afhenda í síðasta lagi
þrem virkum dögum eftir sam-
þykkt viðkomandi
þriðju umræðu.
laga vIS
Talið er ólíklegt, að nægilega
margir — 60 eins og fyrr segir
— fáist til að skrifa undir þessa
frestunarbeiðni. Almennt er gert
ráð fyrir, að báðir stjórnarflokk-
iirnir standi óskiptir með frum-
varpinu ,svo og Sósíalíski þjóð-
arflokkurinn og a. m. k. tveir
vinstrimenn og tveir íhaldsmenn
(Kraft og Thestwip) — en 30
íhaldsmenn, 13 vinstri og 6 6-
háðir kunni að undirrita beiðn-
ina um frestun.