Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIb Fimmtudagur 8. júní 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 3.00 emtakið. MILLILANDAFLUGINU BJARGAÐ pLESTIR íslendingar eru® áreiðanlega samþykkir þeirri ráðstöfun ríkisstjórn- arinnar að setja bráða- birgðalög til þess að koma í veg fyrir eyðileggingu milli- landaflugsins og fjárhagslegt niðurrif og uppgjöf íslenzku flugfélaganna. Hin ungu ís- lenzku flugfélög, Loftleiðir og Flugfélag íslands, hafa á undanförnum árum, allt frá lokum síðustu heimsstyrjald- ar unnið merkilegt braut- ryðjendastarf. Forystumenn þeirra og fjöldi ungra flug- manna hafa unnið af óvenju legum ötulleik og framsýni að því að rjúfa einangrun íslands í samgöngumálum og hagnýta tæknina í þágu viðskipta og samgangna. Sumarið er aðalannatími flugfélaganna. Þá sækja flestir erlendir ferðamenn ísland heim og þá þurfa flestir íslendingar einnig á flugfarkosti að halda. Loft- leiðir, sem annast farþega- flutninga milli Ameríku og Evrópu, hafa þá einnig lang- samlega mest að gera. — Stöðvun flugferðanna um hásumarið hefði því valdið íslenzku flugfélögunum ó- bætanlegu tjóni, og ef til vill riðið fjárhag þeirra að fullu. Það hefð>i vissulega sýnt mikla skammsýni af hálfu íslendinga að horfa upp á það aðgerðalausir að slíkt henti. Sem betur fer kom ríkisstjómin í veg fyr- ir það með setningu fyrr- greindra bráðabirgðalaga, sem allur almeningur fagn- ar og telur sjálfsögð og eðli- leg. Það sýnir svo ofstopa og frekju kommúnista að þeir skuli kalla þessa nauðsyn- legu löggjöf „ofbeldislög“ og fara um þau hinum verstu orðum. Aðeins örfáir þeirra manna, sem nú eru í verk- falli, starfa hjá flugfélögun- um. Ráðstöfun ríkisstjómar- innar til þess að koma í veg fyrir fjárhagslegt hrun þeirra er því verkfallinu svo að segja óviðkomandi. En það hefur enn einu sinni sannazt að fyrirkomm- únistum vakir ekki að bæta kjör neinna, heldur að valda sem mestu tjóni og truflun í þjóðfélaginu. A AÐ SLEPPA ÓARGADÝRINU LAUSU? liTNSTRI stjórnin sleppti * verðbólgunni lausbeizl- aðri eins og óargadýri á ís- lenzkan almenning. Gífur- legar skatta- og tollahækk- anir og sífellt kapphlaup milli kaupgjalds og verð- lags sköpuðu í tíð hennar dýrtíð og upplausn, sem lamaði allt efnahagslíf lands manna. Vinstri stjórnin varð að lokum sjálf undir verð- bólguskriðunni. Hún sagði af sér og gafst upp eftir 2% árs valdaskeið. Það kom í hlut núverandi stjórnarflokka að snúa við á þessari ógæfubraut, hefjast handa um viðreisn og sköp- un jafnvægis í íslenzkum efnahagsmálum. — Þegar kommúnistum og Framsókn armönnum þótti sýnt að stjórninni væri að takast hið vandasama viðreisnarstarf, biðu þeir ekki lengur boð- anna. Póitísk verkföll eru hafin undir forystu þeirra. Hver einasti launþegi veit, að takmark þessara verk- falla er ekki raunverulegar kjarabætur fólksins, heldur að koma í veg fyrir að við- reisnarstefnan nái takmarki sínu. Alþjóð skilur að nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags hefur í för með sér nýja verðbólguskriðu. ★ En vill þjóðin að óarga- dýri verðbólgunnar sé sleppt lausu á hana að nýju? Er ekki reynsla undanfarinna ára nægilega beizk? Telja launþegar sér hag í nýrri skerðingu íslenzkrar krónu? Nei, mikill meiri hluti ís- lenzku þjóðarinar vill þetta áreiðanlega ekki. En Fram- sóknarflokkurinn og komm- únistar hafa svarizt í fóst- bræðralag um að skapa nýja dýrtíðar- og verðbólguöldu. Þessum flokkum nægir ekki að hafa leitt hrun yfir þjóð sína meðan þeir sjálfir fóru með völd. Þeir vilja um- fram allt koma í veg fyrir að aðrir leggi grundvöll að viðreisn og áframhaldandi uppbyggingu og framförum í þjóðfélaginu. Slík er skamm- Hin forna og fagra borg, Heidelberg, á bakka Neckar-fljótsins. — Yfir borgina gnæfir hinn fornfrægi kastali Ffalzgreifanna. . , • Heidefberg-háskóli 575 ára —og slúdentar gerðu sér eftir- minnilega glaðan dag... STÚDENTARNIR við hinn fornfræga há- skóla í Heidelberg í Þýzkalandi eru gleðinnar menn, margir hverjir, eins og stúdentar hafa yf- irleitt orð fyrir að vera, — gera sér stundum veru legan dagamun og hafa þá oft í heiðri gamlar erfðavenjur, sem tíðkazt hafa um áratugi og aldir. En þótt margt geti orðið, til hátíðabrigða meðal' stúdenta og tilefnið til ærlegs gleðskapar þurfi' ekki ævinlega að veral mikið, munu Heidelberg- stúdentar vafalaust lengi minnast síðustu daga maí-, mánaðar 1961, því að þá' var alveg óvenjumikið umi dýrðir í háskólanum og' raunar bænum öllum. í friði og njóta frelsis síns og sjálfstæðis. Hins sama óskar hún einnig öðrum þjóðum. Aldrei hefur sú staðreynd orðið ljósari en einmitt nú að mannkynið allt lifir í einum heimi. Það er hægt að tala um baráttu milli austurs og vesturs. En fjarlægðirnar eru horfnar kom' hingað til Islands í milli austurs og vesturs og sýni og ábyrgðarleysi stjórn- arandstöðunnar á íslandi í dag. HEIMSÓKN FURTSEVU 'C'URTSEVA, menntamála- * ráðherra Sovétríkjanna, fyrradag og mun dveljast hér um vikutíma í boði Gylfa Þ. Gíslasonar, mennta málaráðherra íslands. íslend ingar bjóða þennan gest sinn velkominn um leið og þeir láta þá ósk og von í ljós að hún muni fá sem bezt tæki- færi til þess að kynnast landi þeirra. Aukin kynni milli þjóða eru frumskil- yrði bættrar sambúðar þeirra og friðar og öryggis í heiminum. Hin örfámenna íslenzka þjóð á enga ósk heitari en þá að mega lifa norðurs og suðurs. Öll ein- angrun hefpr verið rofin. Þjóðir heimsins búa í raun og veru allar saman á ör- litlum bletti. Þess vegna verða þær að geta komið sér saman um lausn ágrein- ingsmála sinna og búið sam- an í friði og eindrægni. íslendingar hafa átt mikil og margvísleg viðskipti við Sovétríkin. Það er ósk okk- ar að þau haldist og að góð sambúð megi ríkja milli landanna. — ★ — Þarna gafst sjaldgæft tilefni1 til að gera sér rækilega daga- mun — slíkt tækifæri, sem' ,ekki gefst aftur fyrr en eftir 25 ár. Þessi elzti háskóli j |Þýzkalands átti sem sé 575 lára afmæli, og var haldið] rækilega upp á það — ekki að eins af stúdentum, heldur og öllum bæjarbúum, sem eru istoltir af hinni frægu mennta- stofnun. — ★ — Hin gamla borg á bökkum hins fagra Neckar-fljóts klæddist hátíðabúningi. Heid-i elberg-kastalinn, þar sem há- skólinn yar fyrst til húsa, en hann er byggður inn í fjalls- | hlíðina, sem rís upp frá bæn- jum, var upplýstur fagurlega með flóðljósum og flugeldum og stúdentar fóru í skrúð- göngu um hinar þröngu mið laldagötur, haldandi blysum 'hátt á loft Og syngjandi; Isöngva sína. Og svo var dans- að og drukkið — og nóttinni vikið burt úr sólarhringn- um . . . — ★ — Það er Ruprecht (Rupert) kjörfursti af Pfalz (1352— 1410), sem talinn er stofnandi háskólans (1386). Var skólinn' til að byrja með í fjórum deild' lUin, en klerkar og munkar Frh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.