Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. júní 1961 f ■ Mary Howard: 111 '■■■■■— — - lygahúsiö - ^ ■■■ > 18 ^" (Skáldsaga) ...* sagði ekki neitt. — Hún er skotin í þessum unga manni þínum, er það ekki? Ég veit það reyndar, því að hún sagði mér það sjálf. Allt í einu fékk hún málið: — Aldrei sagðirðu mér það. Fauré glotti. Það væri skárra ef ég færi til þess. Ég sem var sjálfur skotinn í þér. ■— Hversvegna reynistu mér þá svona vel núna? Hann teygði sig fram til að kveikja í vindlingi við lampann og skuggi færðist yfir andlitið. — Það gegnir allt öðru máli nú orð- ið. Þú veizt það, Stevie. Nú óska ég þess eins, að þú megir verða hamingjusöm. Hvað gæti ég svo sem boðið þér? Rómantískt ástar ævintýri? Hjónaband? Hjóna- band með mér?f En ég get bara gefið þér hamingjuna, skal ég játa, þó að þér finnist það kannske skrítið. Hann setti upp skakkt bros. Og vináttu get ég gefið þér. En segðu mér nú: Hef ur Karólína verið að ljúga þig fulla um Bill Powell? Rödd Stephanie var gremju- leg. — Ég er líklega allt of gamal dags. Ég hefði líklega átt að vera eins og Karólína og taka hverju, sem bauðst. Fauré horfði á föla, tárum- vætta andlitið og var gripinn með aumkun og ást. — Áttu við það, sagði hann seinlega, — að hann hafi ekki viljað giftast þér? — Já, svaraði hún hörkulega. — Allt frá fyrstu byrjun varð ég þess vör að það var eitthvað í veginum, sem ég gat ekki skilið. Það var rétt eins og hann væri alltaf að segja mér að elska sig í dag, því að enginn vissi hvort — Ég verð því miður að tilkynna yður, að bekkurinn á að sitja eftir eina klukkustund! nokkur morgundagur yrði. — Hann getur hafa haft sér- staka ástæðu til þess arna. Stephanie kreppti hnefana. — Já, ég fann ástæðuna í kvöld, og hún heitir Karólína. Ég sá þau tilsýndar í garðinum og hún var með handleggina um háls- inn á honum. Fauré skellihló. — Var það nú allt og sumt? Ef þú elskar mann á annað borð, þá gefurðu hann ekki eftir fyrir svona smáræði. Hversvegna fórstu ekki beint til þeirra og gerðir upp við hana á staðnum? Nei, Stevie, ef þú hef ur séð Karólínu þarna ofan af garðbrúninni, þá hefur hún líka séð þig. Hlustaðu nú á, ég ætla að segja þér nokkuð. Hann settist á bríkina á stóln- um hennar. — Þetta sama gerði hún einusinni við hann pabba þinn. Hún faðmaði hann að sér, þegar hún vissi, að mamma þín sá til þeirra. En þau þekktu bara Karólínu og treystu hvort öðru. Pabbi þinn leit aldrei á aðra konu en mömmu þína. — Hann gifti sig nú samt aft- ur. — Já, stúlkunni, sem hafði hjúkrað honum í veikindunum. Gamla hugmyndin, sem Karó- lína hafði gefið henni og var á þá leið, að faðir hennar héfði ekk ert viljað hafa af dóttur sinni að segja vegna nýju konunnar, hvarf nú eins og dögg fyrir sólu. — Þetta vissi ég ekkert um, sagði Stephanie. — Ég var að reyna að vera vinur Karólínu og vinna henni vel og reyna þannig að borga fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig. — Hún hefur ekkert gert fyrir þig! hreytti Fauré út úr sér. Ég hefði átt að segja þér það fyrir löngu, en ég sá bara ekki, að það hefði neinn tilgang. Maðurinn hennar, Raymond Courtney, var stríðsfangi ásamt föður þínum og þeir urðu miklir vinir. Áður en Courtney dó, breytti hann erfða skránni sinni þannig, að séð var fyrir uppeldi þínu og menntun. Karólína hefur ekki kostað upp á þig grænum eyri. — Hefur hún engu kostað til mín? —Engu, eins og ég sagði. — Ég ætti víst að gleðjast, en sannleikurinn er sá, að mér hef- ur aldrei fundizt ég meira ein- mana. Hvað á ég að gera,Claude? Hann ýfði á henni hárið. — Borða, sofa og svo á morgun ferðu og hittir Powell. Hún varð innilega glöð. — Claude þú ert öðruvísi í kvöld en þú hefur verið. Mér finnst eins og ég sé að hitta þig sjálfan í fyrsta sinn í kvöld. Hversvegna ertu alltaf að leika þreyttan kvennabósa? Þú málar vel og það veiztu sjálfur. Hversvegna ger- irðu það ekki í stað þess að vera að drekka og leika skrípaleik seint og snemma? — Þú ert alltaf hreinskilin, Stevie litla! sagði hann hlæjandi. En aidgu hans voru alvörugefin, er hann horfði í eldinn, og svar- aði: — Liklega er það vegna þess, að þannig vildi Karólína hafa mig, til að byrja með. Flest kvenfólk er þannig. Þú ert fyrsta manneskjan sem hefur lesið mig niður í kjölinn. Og svo varð þetta að vana.... Hann stóð upp. — Vel á minnzt, ég þakka þér fyrir að stöðva hana Sally. Það hefði verið ó- fyrirgefanlegt, ef.. — En hversvegna varstu þá að því? — Hversvegna er maður að öðru eins og þessu? Maður verð- ur alltaf hreykinn af að láta kon ur dýrka sig eins og hetju. Ein- hvern daginn fer Sally að dýrka einhvern góðan og alvanalegan pilt. Hann fór að hita kaffi og taka til brauð. Stephanie gat ekki mik ið borðað, en þegar hann sendi hana í rúmið, heita og afþreytta, sofnaði hún samstundis. Þegar hún vaknaði aftur var veðrið gengið niður. Þetta var dá samlegur morgunn. Gegn um op- inn gluggann streymdi fjallaloft- ið, hreint og hressandi. Hún hellti vatni í skálina og þvoði sér. Síðan fór hún í hvíta kjólinn og gekk inn í setustofuna. Fauré, sem hafði setið uppi alla nóttina, kom nú með kaffibakka en stanzaði í dyrunum. Stephanie var að setja upp síða, svarta hár ið, og það var glampi í augum hennar, sem sagði honum, að ný von hefði vaknað hjá henni. Hún leit við og sá, að hann var að horfa á hana, og hann svaraði strax spurningunni, sem hún átti ósagða. — Við förum af stað strax þegar við erum búin að drekka kaffið. Stephanie fékk sér kaffi og borðaðí eitthvað af brauði. — Ég vildi, að ég gæti flogið, sagði hún. — Nú, beint niður í dalinn og í faðminn á honum? svaraði Fauré brosandi. — Gott og vel, við skulum koma okkur af stað. Hann fleygði til hennar þykkri peysu, til þess að skýla henni fyrir morgunkuldanum. Hún fór í hana utan yfir þunna kjólinn tók síðan regnkápuna sína og gekk á eftir honum út að bílnum. Um leið og hún steig inn í hann, kyssti hún hann á kinnina. — Þakka þér fyrir, Claude, sagði hún. Heimferðin tók ekki nema helming móts við það, sem þau höfðu verið að komast upp eftir, og klukkan var ekki nema tíu, þegar þau stönzuðu við vinnu- stofuna. Ricardo heilsaði þeim gegn um gluggann með íbyggnu brosi. Fauré hló. — Láttu eins og þú sjáir hann ekki, Stevie. Það er ekki nema einn maður, sem þú þarft að gera grein fyrir ferð- um þínum og nú skaltu fara og leita hann uppi. Stephanie hljóp áleiðis til olífu lundarins. Þegar hún sá tjaldstæð ið, var eins og hún stimaði upp. Þar sem tjaldið hafði staðið, sást ekkert nema hælaförin í mold- inni og snyrtilegur ruslahaugur. Bill var farinn. Hún fann Francine í eldhúsinu, — Er hr. Powell farinn? — Já, mademoiselle. Hann fór eldsnemma í morgun. En hann skildi eftir bréf til þín hjá Cart- er. Stephanie hljóp upp stigann og r L ú á — Eg er sammála yður Markús » . . Það hefði aldrei átt að koma Goody-goo spjöldunum fyrir á svona stöðum. En ég er hrædd um að úr því við höfum eytt öll um peningunum, getum við ekki hætt við það. — Eg skil það . . . — Það er ekki langt heim til mín . . . Hvers vegna komið þér ekki með mér og ég skal útbúa kvöldverð handa yður? — Það væri prýðilegt frú Woodall! fann Carter í herbergi Karólínu. Hún leit á Stephanie og gamal- lega andlitið var áhyggjufullt og með sektarsvip. — Ég hef ekki bréfið þitt lengur! Hún tók það. Hann skrifaði aðeins til að kveðja þig. Og nú er hún þotin af stað til að hitta hann. Stephanie lét fallast á rúmið. — Ég sagði henni af bréfinu, flýtti Carter sér að segja. — Ég vildi láta hana vita, að hann hefði farið án þess að senda henni neitt kveðjuorð. En hún reif það þá af mér, opnaði það og hló. Sagði, að þetta væri lokakveðja til þín, og bætti því við, að hún sjálf ætlaði að hitta hann í ein- hverjum litlum bæ í Ítalíu. Svo fleygði hún einhverju dóti í tösku og fór. Gaf mér engar upp lýsingar, hvorki heimilisfang né annað. Hún leit á vonbrigðasvipinn á Stephanie, og sagði með hörku- legri meðaumkun: — Jæja, þú skalt nú ekki taka þér þetta svo sérlega nærri. Þessi hr. Poweli getur ekki verið sérlega eftir. sóknarverður, úr því að hann lét hana vefja sér svona um finguna eins og þegar þau voru í London. — Hann sagði mér að þau hefðu aðeins einu sinn sézt í London, sagði Stephanie vesæld- arlega. —Einu sinni getur verið nóg, ef hún hefur haft alvarlega auga stað á honuih. Ég veit ekki ann- að en það, að klukkan var orðin tvö þegar þau komu heim og að það var kominn morgunverðar- tími þegar hún hringdi á mig aft ur. Þá hlýtur hann að hafa verið alveg nýfarinn. Gleymdu honuni sem allra fyrst. Hann er ekki SHUtvarpiö Fimmtudagur 8. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:03 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir), 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar ^ 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,A frívaktinni44, sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kyvningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Sellósónata nr. 3 I g-moll eftir Bach (Pablo Casals leikur á selló og -Paul Baum- gartner á píanó). 20:20 Erlend rödd: — Leikritaskáldið Arthur Miller talar um Banda- ríkjastjórn og menntamenn — (Halldór Þorsteinsson bókavörð ur). 20:40 Létt klassísk tónlist: Píanóleikar inn Leonard Pennario leikur með Hollywood Bowl hljómsveit inni; Carmen Dragon stjórnar. 21:05 Lög og söngvar frá Norðurlönd um: Dagskrá að tilhlutan Rithöf undasambands íslands. 21:40 Astarsöngvar frá ýmsum lönd- um; Arne Dörumsgaard útsetti. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: ..Þríhyrndi hattur- inn" eftir Antonio de Alarcó, í þýðingu Sonju Diego; I. (Ey- vindur Erlendsson). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 1 í e-moll eftir Aram Katsjatúrían (Sinfóníuhljómsv. útvarpsins í Moskvu leikur; — Alevander Gauk stjórnar). 23:15 Dagskrárlok. Föstudagur 9. júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:03 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar •• 12:25 Fréttir og tilk.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. —- 15:03 Tónleikar. — 16:00 Fréttlr og til kynningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfp, 19:30 Fréttir. 20:00 Kórsöngur: Æskulýðskór útvarpt ins 1 Leipzig syngur; Hans Sand ig stjórnar. 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Oaðmundsson). 20:45 Tónleikar: „Stenka Rasin**, sin fóniskt ljóð op. 13 eftir Glazunov (La Suisse Romande hljómsveit in leikur; Ernest Ansermet stj.). 21:00 Upplestur: Ljóð eftir Sigurð Sig urðsson frá Arnarholti (Baldur Pálmason). 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynng sónötur Mozarts; XII. Ketill Ing ólfsson leikur sónötu í F-dúr (K332). 21:30 Útvai^ssagan: „Vítahringur'* eft ir Sigurd Hoel; IX. (Arnheiðujy Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur* inn“ eftir Antonio de Alarcón; II. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 í léttum tón: íslenzk dægurlög. | 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.