Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUN 91 AÐIÐ Fimmtudagur 8. júní 1961 Furtseva boðar störtíðindi á fiokksþinginu í Kreml í haust F R Ú Jekaterina Furtseva, menntamálaráðherra Sovét- ríkjanna, átti fund við ís- lenzka fréttamenn um há- degið í gær í rússneska sendiráðinu við Túngötu. — Viðstaddir voru starfsmenn sendiráðsins, tveir rússneskir blaðamenn og dóttir frúar- innar, sem leggur stund á blaðamennsku við háskól- ann í Moskvu. f upphafi fundarins sagði rúss- neski sendiherrann nokkur orð, en því næst las frúin ávarp sem síðan var lesið á íslenzku af rússneska túlkinum. Kvaðst hún vera komin til íslands í boði Gylfa Þ. Gíslasonar menntamála- ráðherra í því skyni að kynnast lífi íslenzku þjóðarinnar og menningar- Og vísindastofnunum í landinu. Sagði hún að persónu- leg kynni stjórnmálamarma stuðl uðu mjög að bættri sambúð þjóða. Minntist hún í því sam- bandi á íslenzkar sendinefndir Og einstaklinga, sem farið hefðu til Sóvétríkjanna. í>á vék hún Og að verzlunarsamböndum land- anna, kvað þau hafa þróazt á jákvæðan hátt, og að samningn- um um samvinnu í menningar- málum, tækni og vísindum sem var undirritaður hér 25. apríl sl. • Kveðja til „ættjarðarvina“ Síðan vék frúin að alþjóðamál- um Og sagði, að þjóðir Sóvétríkj- anna væru eindregnir andstæð- ingar nýrrar styrjaldar. Kvað hún fund þeirra Krúsjeffs og Kennedys á dögunum hafa verið nauðsynlegan, og gæti hann orð- ið heppilegt upphaf viðleitni við að leysa úr alþjóðlegum deilu- málum. „Úrslit þessara tveggja daga viðræðna í Vínarborg hafa hvarvetna vakið mönnum nýja bjartsýni", sagði hún. Að lokum kvaðst hún vera þeirrar sköðun- ar að blöð, tímarit, útvarp, sjón- varp og önnur upplýsingatæki gætu haft og ættu að hafa mikil áhrif í þá átt að skapa skilning milli gagnstæðra skoðana og draga úr viðsjám á alþjóðavett- vangi. í ávarpi sínu vék Furtseva hvergi beint að pólitískum vanda málum líðandi stundar, en hag- aði orðum sínum stundum þann- ig að ekki varð um villzt hvað henni bjó í brjósti. Hún sagði t. d.: „Og ég vil ekki dylja yður þess, herrar mínir, að ráðstjórn- arþjóðirnar kunna að meta þá ættjarðarvini, þá frábæru syni íslenzku þjóðarinnar, sem berjast einart og djarflega, stundum við erfið skilyrði, til varnar sjálf- stæði lands síns“. • Einar og Kristinn helztu höfundar Að ávarpi frúarinnar loknu var fréttamönnum gefinn kostur á að leggja fyrir hana spurningar. Fyrst var hún spurð um megin- þróunina í rússneskum skólum, hvort enn væri lögð höfuðáherzla á tækni og vísindi í menntakerf- inu. Furtseva kvað stjórnarvöld- in leitast við að halda jafnvægi milli húmanískra fræða og vís- inda í skólum, og væri málanám nú snar þáttur í skólakerfinu. Hún gat þess að nú stunduðu 4 milljónir manna nám við æðri menntastofnanir Sovétríkjanna. Hún var spurð um áhrif vest- rænna bókmennta í Sovétríkj- unum, og sagði að vestrænar bæk ur ættu mikilli hylli að fagna þar. T. d. hefðu bækur eftir danska höfunda selzt í rúmlega 21 milljón eintaka. Allir helztu höfundar á Vesturlöndum hefðu • Einn tvöfaldur hringur f GÆR ræddi bréfritari, er nefndi sig „Einn á hjólum“ hér í dálkunum um batnandi umferðarmenningu í Reykja- vík, en kom jafnframt . inn á það hve mikið beri á því að utanbæjarmenn aki án tillits til allra umferðarreglna. í gær þegar ég ók inn á Miklubrautarhringinn, fór ég að hugsa um það hvernig eig- inlega væri hægt að ætlast til þess að ókunnugir tækju verið gefnir út í Sovétríkjunum. fsland væri meðal þeirra landa sem vel væru þekkt í bókmennta heiminum, því bækur margra ís- lenzkra höfunda hefðu verið þýddar á rússnesku og gefnar út. Meðal þeirra nefndi hún þrjár bækur Halldórs Laxness (Sjálf- stætt fólk, Atómstöðin og ís- landsklukkan), eina bók eftir Þórberg Þórðarson, ljóð eftir Stephan G. Stephansson, Einar Benediktsson Og Jóhannes úr Kötlum, og bækur eftir Einar Oleigrsson og Kristin E. Andrésson. • Undraðist áhugann á Olgu Hún var spurð um greiðslur til erlendra höfunda með tilliti til þess að Sovétríkin eiga ekki að- ild að Bernar-samþykktinni. Kvað hún engar greiðslur koma fyrir bækur sem þýddar væru á rússnesku, nema sérstakir samn- hann rétt. Á þessu hring- torgi á að vera tvöföld um ferð, og flýtir það mjög fyr- ir umferðinni á gatnamótun- um. Þarna gilda fastar regl- ur, t. d. að bíll má aka fram hjá einum gatnamótum á ytri hring, en þó aldrei fram- hjá einni af götunum, sem að hringnum liggja, Miklu- brautinni. Annars á hann að halda sig á innri hringnum. Þetta er nú gott og blessað — ef allir sem hringinn aka eru alveg vissir um þessa og aðrar reglur, sem þarna gilda. ingar væru gerðir í hverju ein- stöku tilviki, enda fengju rúss- neskir höfundar ekki heldur greitt fyrir sínar bækur þegar þær væru þýddar erlendis. Var hún þá spurð um peningana sem Pasternak átti erlendis og mála- ferlin vegna meintra gjaldeyris- svika Olgu Ivenskaju, en svaraði því einu, að rússnesk lög væru mjög hörð við þá sem hefðu fé af ríkinu. Hún sagði að í Sovét- ríkjunum væru ekki lengur nein- ir pólitískir fangar, og lét í ljós undrun yfir áhuga manna á ör- lögum fyrrnefndrar konu. • „Sprengjan" og íslendingar Furtseva var spurð, hvort rétt væri að Sovétríkin mundu varpa kjarnorkusprengju á ísland, ef til styrjaldar kæmi, eins og vin- ir Sovétríkjanna á íslandi létu liggja að. Hún kvað það vera undir íslendingum sjálfum kom- ið. Ef þeir tækju ekki þátt í stríðinu kæmi ekki til slíks, en ef rússneskt landsvæði yrði fyr- ir árásum frá íslandi, mundu þær verða endurgoldnar. Þetta ætti við um öli ríki heims. 0 Vinir smáþjóðanna Furtseva kvaðst ekki hafa haft tíma til að mynda sér skoðun um Keflavíkurflugvöll, þegar hún var spurð hvernig henni hefði þótt að lenda á bandarískri her- stöð, en hún sagðist skilja að flugvöllurinn skapaði ýmis vandamál. Hún kvað fslendinga ekki hafa neina ástæðu til að vera í varnarstöðu gagnvart Sovétríkjunum, því Rússar virtu sjálfstæði landsins og þekktu baráttuna sem það hefði kostað. Sá tími væri nú liðinn, þegar smáþjóðunum stóð ógn af stór- veldunum. Nú væru stórveldin vinir smáþjóðanna, enda yrðu þau að kappkosta að varðveita • Engin merking En á torginu er ekkert merki, sem sýnir að þarna eigi að vera tvöföld umferð, hvað þá til að sýna aðrar af reglum þeim sem gilda. Ég verð að viðurkenna, að það virðist erfitt að koma fyrir einföldum merkingum, sem skiljast þarna. Bólur fara undir snjó á vetrum og strik mást af, auk þess sem merk- ingakerfið, sem hér gildir, ger ir ekki ráð fyrir þessum af- Furtseva og túlkur hennar á blaðamannafundinum í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) valdajafnvægið í heiminum. SvO var aftur farið að spyrja um skólamál og upplýsti frúin fréttamennina um það, að æðri menntun í Sovétríkjunum hefði verið endurskipulögð fyrir tveim árum með það fyrir augum að tengja námið verklegum fram- kvæmdum. Margir legðu út í líf- ið að skólagöngu lokinni án þess að vita hvað þeir vildu eða gætu gert. Nú væri ungu fólki skylt að vinna tvö ár á búgörðum, í verksmiðjum eða á öðrum stöð- um að skólagöngu lokinni, en eftir það væri því heimilt að velja sér lífsstarf. Kvað hún tveggja ára reynslu af þessu mjög góða. Furtseva sagði að í rússneskum háskólum væri stúdentum skylt að sækja fyrirlestra, en þó væru undantekningar sums staðar, og væri stúdentum þar frjálst að sækja tíma. Sennilega mundi þróunin liggja í þá átt, saigði hún. • Mjög athyglisverð tíðindi Þegar talið barst að fyrirhug* uðu flokksþingi kommúnista- flokksins á næsta hausti, lifnaði mikið yfir Furtsevu, og hafði hún þó alls ekki verið daufleg á blaðamannafundinum. Hún lýsti hinum nýja fundarsal, sem verið er að byggja í Kreml. Hann rúm ar um 6000 manns í sæti, og þar verður hægt að þýða jafnharðan af 25 tungumálum. Þingið í haust verður það stærsta sem haldið hefur verið. Munu sækja það kringum 5000 fulltrúar. Hún kvaðst ekki hafa heimild til að segja frá stefnuskrá þingsins að svO komnu máli, en það yrði mjög athyglisvert og mundi koma mörgum á óvart. „Það mun gleðja vini okkar, en sennilega ekki óvinina", sagði hún glettn- islega. Þingið mun leggja fram yfirlýsingu þar sem gerð verður grein fyrir markmiðum kommún ismans í dag og næstu ár. • „Gagnrýni er styrkleika- merki“ Þegar Furtseva var spurð um ástandið innan kommúnista- flokksins rússneska nú, sagði hún að alger eining ríkti í flokkn um, þar væru engin brot eða sérstefnur, síðan klíkan sem reyndi að kljúfa flokkinn 1957 var kveðin niður. Hún kvað gagn rýni leyfða í blöðum Sovétríkj- Frarnh. á bls. 8 brigðilegu umferðarreglum. • Afbrigðilegar reglur g-eta rufflað Nú ók ég í gær áfram eftir Hringbrautinni og kom að hringtorginu á gatnamótum Suðurgötu. Hvernig hefði ég nú átt að vita, ef ég hefði verið ókunnugur, að á þeim hring ætti að vera einföld umferð? Það er hvergi merkt. Semsagt á einu hringtorgi í bænum er tvöföld umferð, án þess að það sé nokkurs staðar gefið til kynna með merkingu. Hvernig eiga utan bæjarmenn, útlendingar og aðrir sem ekki eru þrælkunn- ugir umferðinni í Reykjavík. urbæ að vita um þetta? Og ef þeir hafa einhvem grun um að tvöföld umferð sé til á hringtorgum í bænum, er þetta þá ekki einmitt líklegt til að rugla þá þegar þeir koma að öllum hinum torg- unum? Nú er sektum beitt, ef bíl- stjórar fara ekki nákvæm- Jega eftir fyrirmælum um« ferðarskilta á gatnamótum. En mega þá ekki bílstjórar treysta því að þar sem skilti ekki segja fyrir um annað, þar giiildi almennair reglur? Mér sýnist að þessar annar* svo ágætu reglur á Mikla* torginu komi ekki að notum, og vil jafnvel ganga svo langt að segja að þær geti valdið árekstrum, meðan torg ið er ekki þannig merkt að ókunnugir viti hvaða reglur gilda þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.