Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVM11AÐIÐ Fostudagur 9. júní 1961 Á þessari mynd eru nokkrir af norska skógræktarfólkinu. Elzti þátttakandinn, Simon Nigar, 81 árs, er á miðri myndinni. Hópurinn hefur staldrað við hjá trjánum sem gróðursett voru af Norðmönnum árið 1949. Erling Messelt, farastjóri Norðmann- anna, er á miðri myndinni, en Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, lengst. !:' vinstri. (Ljósm. Mbl.: Markús) í gönguferð um skóglendið Þegar þessari hátíðlegu at- höfn var lokið var ferðinni um skóglendið haldið áfram. Var dokað við ó mörgum stöðum, trjá gróðurinn athugaður Og sagði skógræktarstjóri sögu svæðisins sem gengið var um. Erling Mess- elt, sá sem var fyrirliði fyrstu norsku skógræktarmannanna, Framhald á bls 14. Meö norsku skdgræktar- fdlki í HaukadaJ FLOKKUR norskra skóg- ræktarmanna hefur dvalið hér á landi að undanförnu og gróðursett trjáplöntur á vegum Skógræktar ríkisins. Hafa Norðmennimir deilt sér niður á þrjá staði og hefur stærsti hópurinn ver- ið staðsettur í Haukadal í Biskupstungum. Skógrækt ríkisins bauð fréttamönnum og ýmsum fleiri gestum í kynnisför í Haukadal í vik- unni og gafst mönnum þá tækifæri til að sjá ávöxtinn af umfangsmikilli starfsemi, sem Skógræktin hefur rekið þar austur frá um árabil. Veður var hið ákjósanlegasta austanfjalls, skúraleiðingar í nið- ursveitum Árnessýslu en heiður himinn og norðan andvari, þegar nær dró hálendinu. Haldið var beinustu leið að Geysi með stuttri viðkomu við Kerið í Grímsnesi. Hinir norsku skógræktarmenn, ásamt Hákoni Bjarnasyni skóg ræktarstjóra, tóku á móti gestum á hlaðinu á Geysi og eftir að hafa þegið þar ágætar veitingar, var ekið upp að skóglendinu. f>að var árið 1938, sem dansk- ur íslandsvinur, Kristian Kirk, verkfræðingur, keypti höfuðból- ið Haukadal, lét friða landið með mjög vandaðri girðingu, lagði allverulega fjárhæð til að hefta sandfok af brúnunum austur af Haukadal og gaf síðan Skógrækt ríkisins landið til sinna afnota árið 1939. Skógræktin hélt áfram framkvæmdum en í mjög litlum mæli fyrst í stað. Fyrsta gróðursetning erlendra trjátegunda var gerð árið 1944, þegar plantað var nokkrum þús- undum af skógarfuru frá Noregi. Fimm árum síðar kom hingað fyrsti hópur norskra skógræktar manna undir stjórn Erling Mess- elt. f hópnum voru 30 þátttak- endur frá Tromsfylki og unnu þeir við umsvifamestu gróður- setningu, sem þá hafði verið gerð í Haukadal. Komu Norð- mennirnir með rauðgreni norð- an úr Troms, heldur litlar plönt- ur. Auk þess gróðursettu þeir siktagreni, sem alið hafði verið upp í íslenzkum gróðrarstöðvum. Samtals settu þeir niður 13.400 plöntur á 5 dögum. Næstu ár á eftir var gróðursett nokkurt magn plantna, nokkur þúsund árlega. Vegleysur tor- velduðu starfið til muna og þess vegna varði skógræktin nokkrum hluta af fé því sem hún hafði til umráða til þess að gera vega- kerfi, þannig að hægt væri að fara um meginhluta skóglendis- ins. í hlíðum Haukadals var fyrir lágvaxið birkikjarr og kom það að góðum notum, þar sem það veitir ungviðinu mikið skjól. Var birkið grisjað og trjáplönturnar síðan gróðursettar í reitina. Hafa trén dafnað vel og er rauðgrenið frá 1949 nú orðið 2ja—3ja metra hátt. Minnisvarði um Thorgeir Anderssen-Rysst Þegar gengið er inn um hliðið á girðingu skógræktarinnar blas- ir við birkigróður. Má hann telj- ast sérstæður að því leyti að honum var sáð þar í nýræktar- flag. Skammt fyrir Ofan Laugaá, fyrir neðan Svartagilshvamm, hefur Skógrækt ríkisins látið reisa Thorgeir Anderssen-Rysst, fyrrverandi sendiherra Noregs á íslandi, minnisvarða. Var stað- næmzt þar á leiðinni upp í hlíð- ina. Ávarpaði Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri viðstadda, og lauk miklu lofsorði á Thorgeir Anderssen-Rysst fyrir frábæran dugnað hans við að efna til nánari samvinnu frændþjóðanna í Noregi og á íslandi. Eitt atriðið í framkvæmd hinna mörgu hug- sjóna Andersens Ryssts, var stuðningur hans við skógræktar- málin. Gat skógræktarstjóri Ungfrú Rannveig Anderssen-Rysst við minnisvarðann sem Skógrækt ríkisins hefur látið setja upp í Haukadal til minn- ingar um föður hennar, Torgeir Anderssen-Rysst, sendilierra. þess að Anderssen-Rysst hefði tal ið skipti á skógræktarfólki eina hagkvæmustu leiðina til að skapa nánari kynni milli þjóð- anna. Hefði það verið mest fyrir hans tilstuðlan að skiptum á skóg ræktarfólki hefði verið komið á milli Noregs og íslands. íslend- ingarnir, sem þannig hefðu farið til Noregs á s.l. 7 árum, væru nú orðnir um 300 talsins. Sagði Hákon Bjarnason að skóg- ræktarstarfinu í landinu væri þetta ómetanlegur styrkur, þar sem fólkið gæti lært margt af Norðmönnunum og tæki svo virk an þátt í störfum íslenzkra skóg- ræktarmanna að Noregsdvöl lok- inni. Sagði hann íslenzka skóg- ræktarmenn vilja heiðra minn- ingu Thorgeir Anderss'en-Rysst með því að reisa honum þennan minnisvarða í þakklætisskyni fyrir störf hans, til eflingar ís- lenzkum skógræktarmálum. Bað hann síðan dóttur sendiherrans, ungfrú Rannveigu Anderssen Rysst um að afhjúpa minnis- merkið. Gekk ungfrú Rannveig fram úr hópnum Og rifjaði upp fagrar endurminningar frá dvöl sinni hér á landi, ást föður síns á íslandi og þá menningarlegu þýðingu sem skipti á skógræktar- fólki hefði fyrir báðar þjóðirnar, Flutti hún mál sitt á aðdáunar- verðan hátt, Og var ræða hennar öll flutt blaðalaust, full af inni- leik og litbrigðum seto einungis færustu ræðumönnum er unnt að túlka. Dró hún síðan klæðið af minnismerkinu, en á það er letr- að: „Til minningar um Thorgeir Anderssen-Rysst, sendiherra Norðmann á íslandi, 1945— 1958. Neðar í steininn var svo höggvið. Den som dyrker skog og í et frö ser en skog som báde var og er skal i ánd og sannhet ikke dö. G. R. A. Lagði Rannveig Anderssen Rysst hófsóleyj arvönd að minnis- varðanum og því næst gekk Sandberg sendiráðsritari fram og lagði að honum blómvönd frá starfsfólki sendiráðsins. Á milli ávarpanna var sunginn norsk- ur sálmur ög í lok athafnarinnar, norski þjóðsöngurinn og ísland ögrum skorið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.