Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 9. júní 1961 Furtseva hreifst af list Einars Jónssonar JEKATERINA Furtseva, mennta málaráðherra Sovétríkjanna, átti annríkan dag í gaer. Dagurinn hófst með heimsókn í Listasafn — Skógræktarfólk s Framh. af bls. 8 sem hingað komu, hefur einnig haft með höndum fararstjórn landa sinna í ár. Lét hann í ljós ánægju sína yfir hversu plönt- urnar frá 1949 væru vel á veg komnar og sagði hann að skilyrði til skógræktar á þessum stað værU prýðisgóð, mikið skjól, frjó samur jarðvegur og stutt niður á jarðraka. í kirkjunni Eftir fróðlega og skemmtilega göngu um hlíðina var farið niður á sléttlendið Og ekið í kirkju Skógræktarinnar að Haukadal. Kirkjan var reist 1842—43 og endurbyggð af Kristian Kirk árið 1939. Hákon Bjarnason sagði sögu kirkjunnar og hins gamla höfuðbóls í Haukadal, og sagði að Norðmönnum væri að sjálf- sögðu mjög annt um sögu Reyk- holts og þeim væri sá staður efst í huga þegar minnzt væri á íslenzk höfuðból. Haukadalur hlyti aftur á móti að vera íslend- ingum hjartfólgnari vegna minn inganna um höfðingja og braut- ryðjendur á sviði sagnaritunar, sem á einn eða annan hátt hefðu verið tengdir sögu staðarins. Minntist hann í því sambandi •érstaklega á Ara fróða og Hall Þórarinsson sem bjó í Hauka- dal í 60 ár, Og gat Hákon þess að við endurreisn staðarins hefði verið grafið niður á mannsgröf og væru líkur til að það hefðu einmitt verið jarðneskar leifar Halls. Sagði hann að Skógræktin hefði í hyggju að endurreisa stað inn og endurvekja þann hróður, sem yfir honum hafi hvílt. Að kirkjuathöfninni lokinni var farið að Geysi. Gafst frétta- mönnum þá tækifæri til ^ð spjalla við Norðmennina og luku þeir upp einum munni um að íslandsferðin hefði tekizt með ágætum. Elzti þátttakandinn, Simón Nigar, prestur frá Minde við Bergen, sem nú er 81 árs, sagði að hann hefði alla tíð dreymt um að koma til íslands, Og hefði áhugi hans vaknað við lestur norrænna bókmennta og vegna hins sameiginlega upp- runa fslendinga og Norðmanna. Hann er meðlimur. í félagsskap í Noregi sem berst fyrir að halda uppi norskri þjóðerniskennslu, gömlu norsku tungunni og and- legu sambandi milli norrænna þjóða. Væri hugsjónin að baki starfi skógræktarmanna sú hin sama og þess vegna hefði hann gripið tækifærið og farið þessa ferð. Einar . Sæmundssen, skóg- arvörður starfaði með Norðmönn unum fyrstu þrjá dagana í Hauka dal. Kvað hann það hafa verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hve hópurinn hefur verið sam- stilltur, þegar það er haft í huga að þátttakendur eru víðsvegar að úr Noregi. Væri þetta fólk úr öllum stéttum, m. a. væri einn fyrrverandi stórþingsmaður í för- inni. Sagði hann starfið hafa gengið ljómandi vel, hér væru miklir verkmenn á ferðinni og hefðu þeir afkastamestu gróður- sett um 800 plöntur á dag. í ár er ráðgert að gróðursetja 100 þús. plöntur í Haukadal og munu Norðmennirnir sjá um meginhluta þess verks. Norska skógræktarfólkíð fer heim á þriðjudaginn og sama dag kemur hingað flokkur íslendinga frá Noregi, en hann hefur gróð- ursett trjáplöntur á Mæri að und anförnu. möa. Einars Jónssonar og sýndi ekkja listamannsins, frú Anna, ráðherr anum, safnið. Lét Furtseva í ljós sérstaka aðdáun á list Einars Jónssonar. Því næst var Heilsuverndar- stöðin skoðuð undir leiðsögn Jóns Sigurðssonar borgarlæknis og frú Sigrúnar Magnúsdóttur. Síðan var ekið í Klúbbinn þar sem borgarstjóri og bæjarstjórn höfðu hádegisverðarboð fyrir ráð herrann. Flutti Geir Hallgríms- son borgarstjóri frúnni ávarp, en hún þakkaði með stuttri ræðu. Eftir hádegisverðinn var farið austur að Reykjum þar sem Helgi Sigurðsson hitaveitustjóri sýndi frúnni hitaveitumannvirk- in. Þaðan lá leiðin að Reykja- lundi, og sýndi Oddur Ólafsson yfirlæknir Furtsevu vinnuhælið og aðbúð afturbatasjúklinga þar. Þá var farið niður í Gufunes og Áburðarverksmiðjan skoðuð undir leiðsögn Hjálmars Finns- sonar. Var drukkið eftirmiddags- kaffi í Gufunesi. í gærkvöldi klukkan 7.30 hafði herra Ásgeir Ásgeirsson forseti boð inni fyrir Furtsevu og fylgd- arlið hennar að Bessastöðum, og lauk þannig hinum annríka degi ráðherrans. Furtseva sýndi mik- inn áhuga á öllu sem henni var sýnt, en eins og áður segir hreif listasafnið í Hn'+biörgum hana mest. Þoku brá fyrir augun WASHINGTON, 6. júní — (Reuter) — Alan Shepard, banda ríski geimfarinn, sagði í dag á fundi með læknum og vísinda- mönnum. að hann hefði fengið þoku fyrir augu vegna titringsins í geymhylkinu á geimferðinni 5. maí sl- Taldi hann mjög eftir- sóknarvert að reynt yrði að minnka titringinn áður en næsti geimfari færi af stað. Shepard sagði, að búizt hefði verið við nokkrum titringi þegar þrýsting- urinn yrði mestur og hefði hann fundið mest til þessa meðan hraðinn var mestur. Shepard taldi að með ýmsum smávegis lagfæringum væri hægt að kom- ast fyrir þennan vanda. Að öðru leyti kvaðst Shepard ekki hafa fundið til neinna óþæginda og hann hefði alltaf haft fullt vald á öllum tækjum meðan á ferð- inni stóð. Bifreiðir forsetanna Kennedys og Scharfs aka inn í Vínar- borg. — í baksýn er ráðhús borgarinnar. Fundur hinna stóru. Þessir tveir menn, sem sitja þarna saman, halda örlögum alls helmslns í > höndum sínum. Þeir eru andstæðingar, en ræðast þó við í ró og næði. Hér er eins og forsetinn segi: — Þér skuluð athuga það, herra Krúsjeff, að ef þér snertið við Vestur-Berlín, þá er okkur að mæta — og þér skuluð ekki vanmeta okkur. Við erum mjög sterkir. Meðan þeir stjórnmálamenn- irnir ræddu um örlög heims- ins fór Jacqueline forsetafrú í heimsókn í hina frægu Au- ergarten postulínsverksmiðju. Þar var henni gefinn þessi fallegi postulínsvasi með rós- um L Vínar- fundur- Við komu Kennedys til Vínarborgar tók Scharf forseti á , móti honum og sjást þeir hér er þjóðsöngvar landa þeirra f voru leiknir. Milli þeirra sést í andlit Dean Rusks og Gor- bachs, forsætisráðherra Austurríkis. ' inn Um kvöldið skemmtu allir sér hið bezta í veglegri veizlu. i Krúsjeff ruddi úr sér bröndurunum og frú Kennedy skelli- hló. — UM sl. helgi fór fram í Vín arborg fundur forystumanna tveggja mestu stórvelda heims, þeirra Kennedys, for- seta Bandaríkjanna, og Krús jeffs, forsætisráðhena Sovét- ríkjanna. Fundurinn stóð að- eins tvo daga og því var að sjálfsögðu enginn tími til að taka neinar ákvarðanir eða semja endanlega um lausn deilumála. Bæði Kennedy og Krúsjeff hafa síðar lýst því yfir að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og gætt hefur talsverðrar bjartsýni um ár- angurinn af fundinum. — Herma fregnir að farið hafi vel á með þeim tvímenning- unum og æskja þeir báðir að halda slíkum persónulegum viðræðum áfram. Fundur Kennedys og Krús jeffs hefur vakið feikilega athygli um heint allan, enda getur verið. að hann marki tímamót í alþjóðamálum. —« Hér birtast nokkrar svip- myndir af fundinum, sem teknar voru í Vínarborg um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.