Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 12
12 MOMZTJNM. AÐ1» Föstudagur 9. júni 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðálstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞEIR BERA ÁBYRGÐINA ÍZOMMÚNISTAR og Fram-t sóknarmenn bera ábyrgð ina á því, ef nú verður hleypt á stað nýju kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Útflutningsfram- leiðslan mun ekki geta ris- ið undir 12—14% kauphækk- vm. Jafnvel kommúnistar og Framsóknarmenn hafa lýst því yfir, að hún sé þegar rekin með tapi. Auðsætt er því, að fyrrgreind kauphækk un hlýtur að kalla á nýjar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að atvinnuvegirn- ir stöðvist og hér skapist almenirt atvinnuleysi og hruru Núverandi ríkisstjórn hef- ur gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til þess að vara við því að verðbólg- unni yrði hleypt lausri að nýju. Reynsla vinstri stjórn- ar tímabilsins sýndi, hvílík- ur háski var fólginn í hinu stöðuga kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Kjör larmþega þrengdust með því og aðstaðia framleiðslunnar varð vonlaus. Uppbótakerfið hafði sligað allt athafnalíf þjóðarinnar, þegar núver- andi ríkisstjórn sýndi þann manndóm að afnema það. Engum hugsandi manni kem ur til hugar að mögulegt sé að taka það fyrirkomulag upp að nýju. Það er kommúnistaflokkur inn og Framsóknarflokkur- inn, sem standa nú sameig- inlega að því að hella yfir íslenzkan almenning nýju verðbólguflóði. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið. íslenzkir kjósendur munu á sínum tíma fá tæki- færi til þess að kveða upp dóm sinn um það atferli. Sá dómur hlýtur vissulega að verða mikill áfellisdómur. ÍSLENZKA KRÓNAN Á HÖGGSTOKK- NUM TVIEÐ viðreisnarráðstöfun- um núverandi ríkis- stjórnar var grundvöllur ís- lenzkrar krónu treystur að miklum mun. Gjaldeyrisað- staða þjóðarinnar batnaði, svartamarkaðsbraski með er- lendan gjaldeyri var útrýmt. Sparifé landsmanna jókst um rúmlega 350 milljónir króna á sl. ári, eða meira en nokkru sinni fyrr á einu ári. Þessi þróun var vissulega ánægjuleg. Þrátt fyrir að ýmsu leyti erfitt árferði, verðfall afurða og aflabrest, var íslenzka þjóðin að rétta við eftir verðbólgustefnu vinstristjórnar tímabilsins. En nú hafa Framsóknar- menn og kommúnistar lagt íslenzku krónuna á högg- stokkinn að nýju. Þessir flokkar stjórnarandstöðunn- ar hafa myndað með sér bandalag um það að-rífa nið- ur allt það sem áunnizt hef- ur. Með tilræði SÍS og Moskvumanna er reynt að höggva ný skörð í hinn ís- lenzka gjaldmiðil. íslenzka krónan, sem var að vinna sér traust og álit innan lands og utan á nú að verða ábyrgðarlausu stjórnmála- braski að bráð. ★ Þetta eru vissulega dapur- legar horfur. En því fer víðs fjarri að af þeim beri að draga þær ályktanir að á- byrgum mönnum í þjóðfé- laginu beri að gefast upp fyrir upplausnaröflunum. — Þvert á móti er nú meiri ástæð<a til þess en nokkru sinni fyrr að allir þjóðhollir íslendingar þoki sér saman í órofa fylkingu og snúist gegn hinu háskalega niðurrifs- starfi, sem Framsóknarmenn og kommúnistar hafa svarizt í fóstbræðralag um. Niður- rifsöflunum má ekki takast að eyðileggja traust íslenzkr ar krónu til frambúðar og koma í veg fyrir áframhald- andi uppbyggingu og þróun í þjóðfélaginu. Ef þeim tæk- ist nú að höggva ný skörð í krónuna, verður að treysta grundvöll hennar að nýju. Uppbyggingaröflin í þjóðfé- laginu, framleiðendur og launþegar, forystumenn á öllum sviðum athafnalífsins, verða að taka höndum sam- an um að bjarga grundvelli íslenzks efnahagslífs og eyða áhrifum niðurrifsafl- anna. Það er hið mikla verk efni komandi ára. Þar sinna menn daglegum störfum með stökustu ró MARGIR eru þeirrar skob- unar, að vænta megi nýrra aðgerða Rússa í Berlínar- málinu áður en langt um líður. Atburðirnir í Kúbu, Laos og víðar í veröldinni vekja með mönnum þann ugg, að Krúsjeff sé nú að reyna að velgja Vesturveld- unum undir uggum og verði eitthvert af næstu skrefum hans Berlín. En þegar rætt er við Ber- línarbúa sjálfa er ekki mik- inn ótta á þeim að finna. Þeir eru farnir að líta á sí- felldar deilur um tilverurétt þeirra sem daglegt brauð; setja sitt traust á Vesturveld in og sinna daglegum störf- um með ró. Þeir gera áætl- anir um íbúðir og húsbúnað — ferðalög og annað frí- stundagaman. En spyrji for- vitnir ferðalangar álits íbú- anna á vandamálinu hlæja þeir og yppa öxlum með þeirri athugasemd, að þeir treysti Vesturveldunum til að gera allt sem unnt er til að vemda líf og hagsmuni þeirra. Berlínarbúar voru nokkuð ókyrrir meðan forsetaskiptin fóru fram í Bandaríkjunum, meðan þeir vóru ekki alveg öruggir um hverja afstöðu SKOLLALEIKUR / LAOS 4 ráðstefnunni í Genf hef- ^ ur ekkert gerzt. Full- trúar hinna 14 ríkja, sem að ráðtítefnunni standa, hafa haldið áfram að tala og tala um Laosmálin. En þeir hafa ekki komizt að neinni niður- stöðu og ekkert samkomulag hefur náðst. í Laqs hafa kommúnistar hins vegar haldið áfram að skjóta og treysta aðstöðu sína. Er auð sætt orðið að þeir hafa eng- an áhuga fyrir neinum sátt- um og friðarsamningum í Laos. Enda þótt sumir af leiðtogum kommúnista hafi lýst yfir miklum áhuga fyr- ir hlutlausu Laos sem stjórn að væri af fulltrúum allra stjórnmáiaflokka í landinu, er þó vitað, að það sem kommúnistar stefna að, eru alger og einhliða yfirráð þeirra sjálfra. Þess vegna hafa þeir látið uppreisnar- heri sína halda baráttunni áfram meðan umræðurnar hafa staðið sem hæst í Genf um friðarsamninga og hlut- leysi. Er þetta enn eitt dæmi um það, hvað kommúnistar meina með hlutleysisskrafi sínu. Berlínarbúar eru glaðværir og áhyggjulausir Kennedy tæki til málsins. En þegar er Kennedy hafði fullvissað þá um, að Bandaríkin hyggðust varð- veita frelsi Berlínar — sneru þeir sér aftur að daglegum störfum með sömu ró og dugnaði. Ferðamenn leggja töluvert leið sína til Vestur-Berlínar. Á síðasta ári komu þangað hátt á fimmta hundrað þús- und ferðamanna, þar af flest ir frá Vestur-Þýzkalandi sjálfu. Ibúar Austur-Þýzka- lands, Póllands og Tékkó- slóvakíu koma þar oft og tíð- um — bæði af forvitni og til bess að gera innkaup — og margir fara ekki aftur. — Þess eru einnig dæmi, að menn séu sendir frá sam- yrkjubúunum til kaupa á vestur-þýzkum vélum og varahlutum. Berlínarborg blómstrar, framleiðslan eykst og hagur íbúanna fer sífellt batnandi. Atvinnueysi þekkist vart — þvert á móti bregður þar stundum við skorti á vinnu- afli. Flest merki um sprengju- árásir eru horfin úr borg- inni. Heita má að rústir kirkju Vilhjálms keisara séu þær einu sem eftir standa eins og minnismerki um þær rústir sem hin glæsilega Ber- línarborg er risin úr. í görðum, sem áður voru eyddir blasa nú við há og falleg tré. Prúðbúið fólk gengur þar um með börn sín í sólskininu og á bekkjum situr gamla fólið og rifjar upp liðna atburði jafnt hörm ungar og hamingjudaga. 91 milljón dollara Á HI N U svonefnrda „Flótta- mannaári“, sem stofnað var til af Flóttamannahjálp Sam- einuðu þjóðanna og stóð yfir allt síðasta ár og raunar einn- ig hluta af yfirstandandi ári, safnaðist fé, er jafngildir sam tals 91 milljón dollara, segir í fréttabréfi frá SÞ. Af fyrr- greindri upphæð söfnuðust 11.130.020 dollarar á tímabil- inu milli 30. september 1960 og 28. febrúar 1961. — ★ — Það voru 97 lönd og land- svæði, sem tóku þátt í söfn- uninni, en hún stóð opinber- lega yfir frá júní 1959 til júní 1960. Hins vegar héldu mörg lönd söfnuninni áfram fram á þetta ár, og nokkur þeirra hafa meira að segja ekki lok- ið henni enn að fullu. — Af löndunum 97 lögðu 67 fram fé, en 30 lögðu fram hjálp sina með sérstökum frímerkjum. — ★ — Með því fé, sem Flótta- mannahjálp SÞ hlaut á „Flóttamannaárinu“, getur hún nú framkvæmt hina víð- tæku áætlun sína um að tæma flóttamannabúðirnar í Evrópu. — í Austurríki og á Italíu verður öllum búðum flóttamanna lokað fyrir júlí- byrjun 1962, en í Þýzkalandi verður þeim lokað í ársbyrj- un 1963. — í Austurríki voru 25 flóttamannabúðir tæmdar á síðasta ári (aðeins fimm ár- ið þar á undan). f Þýzkalandi voru fimm slíkar búðir tæmd- ar á sl. ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.