Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 17
v Föstudagur 9. júní 1961 MORCVHTtl 4 fílÐ 17 l Sextugur á morgun: Þorvarður Þorvarð- son aðalgjaldkeri Þorvarður Þorvarðsson, aðalfé- ihirðir Seðlabanka íslands, á sex- tugsafmæli í dag. Hann er fædd- ur 9. júní 1901, sonmr Þorvarðs Þorvarðssonar, prófasts í Vík í Mýrdal og konu hans Andreu Elísabetar Þorvarðsdóttur. Þorvarður stundaði nám í Verzlunarskóla Islands og lauk prófi þaðan. Að því lokiru stund- aði hann verzlunarstörf um hríð og starfaði meðal annars við Verzlun Sigurjóns Péturssonar og Verzlun O. Ellingsen. Hinn 6. júní 1923 gerðist Þor- varður starfsmaður Landsbanka íslands, þá tæplega 22 ára að aldri. Hann starfaði fyrstu árin í nokkrum deildum bankans og vann sér, með öryggi og sam- viskusemi, vaxandi traust, þannig að honum voru falin vandasöm og mikilvæg störf fyrir bankann, bæði við afgteiðslustörf, bók- Ifærslustörf, deildarstjórn og loks við gjaldkerastörf. Verk eftir ísL höf- und á tónlistar- hátíð í Vín ÐAGANA 11. til 20. þ. m. verður í Vínarborg haldin tónlistarhá- tíð Alþjóðasambands nútíma- tónlistar (International Society for Contemporary Music) ásamt aðalfundi þessa sambands, en samtökin hafa það markmið að kynna allranýjustu tónlist hvað anæfa úr heiminum. 1 þetta sinn á ísland nýtt verk á hljómleikaskránni, þ. e. „Þrjú sönglög" með píanóundir- leik eftir Fjölni Stefánsson, en tvisvar áður hafa íslenzk tón- verk verið flutt á þessum há- tíðum, þ. e. Trompetsónata eftir Karl Runólfsson í Salzburg 1952 og Fiðlusónata eftir Leif Þórarinsson í Stokkhólmi 1955. Tónkáldafélag íslands er deild úr alþjóðasambandinu, og mun Jón Nordal fara með at- kvæði félagsins á komandi aðal fundi sambandsins í Vínarborg. Um sama leyti er í Finnlandi haldinn fimmti aðalfundur „Al- þjóðaráðs tónskálda“, sem stofn að var á Þingvöllum 17. júní 1954. Þetta ráð er einasta al- þjóðasamband tónskálda ein- göngu, sem til er í heiminum, en á aðalfundi samtakanna í Helsinki mun stofnandi þeirra, Jón Leifs, fara rraeð atkvæði Tónskáldafélags íslands. S j ómannada gurinn í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI —- Sjómanna- dagurinn var hátíðlega haldinn í Stykkishólmi í gær. Veður var prýðilegt, logn og sólskin. Hófst með guð^þjónustu en síðar um daginn voru hátíðahöld á haf- skipabryggjunni og keppt í ýms- lum íþróttagreinúm. Um daginn var kaffisala á vegum Kvenfé- lagsins en um kvöldið var ekemmtun i bíóhúsinu. Þórir Ingvarsson fulltrúi hélt ræðu en ekemmtikraftar úr Reykjavík Hjálmar Gíslason, Sigurður Ól- lafsson og fleiri önnuðust Bkemmtatriði. Allur ágóði rann itil Björgunarskútu Breiðafjarð- ar. Áður hafði safnazt í Björg- lunarskútusj óðinn með hinni ár- legu fjársöfnun Hólmara í apríl yfir 30 þúsundir þar af gaf Mar- Igrét Skúladóttir frá Fagurey 5 iþúsund krónur minningargjöf um látna syni sína Skúla og Sig- urð og Valgerður Kristjánsdóttir og börn 10 þúsund til minningar _ Um Magnús Jónsson. - Fréttaritari. Árið 1942 tók hann við embætti aðalféhirðis Landsbankans og gegndi því þar til hann varð að- alféhirðir Seðlabankans árið 1957. Því embætti hefir hann gegnt síðan með sama öryggi og kost- gæfni, sem einkent hefir allan starfsferil hans sem bankamanns í 38 ár. Þorvarður Þorvarðsson er í fremstu röð þeirra starfsmanna Landsbankans af hinum eldra stofni, sem staðið hafa, sem burð- arásar, undir starfsemi bankans gegn um allar efnahagslegar og skipulagslegar byltingar undan- farinna áratuga. Hann hefir safn- að miklum sjóði reynslu og þekk Nýtt bókasafnshús SIGLUFIRÐI 7. júní. — I sumar verður byrjað að byggja nýtt hús yfir Bókasafn Siglufjarðar. Þetta verður 350 fermetra bygging og er ætluciin, að hún verði tengd væntanlegu ráðhúsi Siglufjarð- ar. Lestrarfélag Siglufjarðar var stofnað 1911, en Bókasafnið 8 ár- um síðar. Tók það við eigum Lestrarfélagsins og hefur kaup- staðurinn rekið safnið síðan. í því eru nú um 13.000 bindi þar af 8.870 frumsamdar bækur á íslenzku. Á síðasta ári voru lán- uð út 11.700 bindi. Bækur Guð- mundur G. Hagalín voru mest lesnar. — Stefán. Sýslunefndarfundur Snæfellsness- og Hnappadalssýslu ingar við störf sín, vaxið með þeim og öðlast þann þroska, sem ekki fæst slíkur í skólum. Þess vegna hefir honum verið falin til varðveizlu einn mikilvægasti sjóður þjóðfélagsins. Og honum er vel borgið í hans höndum. Þorvarður er kvæntur ágætri konu, Guðrúnu Guðmundsdtóttur, sem hefir búið honum fyrir- myndar heimili. Þau hjón eiga tvö hin mannvænlegustu börn, Þórð, rafvélavirkja og Guðrúnu. Þorvarður er nú í sumarleyfi í Skotlandi, ásamt konu sinni, og munu þau dveljast í dag á heimili dóttur sinnar Guðrúnar og manns hennar, Hermanns Pálssonar, lektors við Edinborgarháskóla. Á sextugsafmæli Þorvarðs Þorvarðssonar er ekki ástæða til að rekja frekar starfsferil hans, því að hann er enn á bezta aldri og á vonandi enn eftir að vinna langt og giftudrjúgt starf fyrir þá mikilvægu stofnun, sem hann hefir helgað ævistarf sitt. Ég vil aðeins nota þetta tæki- færi til að þakka honum langt og ágætt samstarf og óska hon- um og fjölskyldu hans allra heilla og blessunar. E. H. AÐALFUNDUR sýslunefndar Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu var haldinn síða^t í apríl í Stykkishólmi, og stóð hann fulla þrjá daga. 53 mál voru afgreidd á fund- inum, og verður hér minnzt á nokkur hin helztu þeirra. Amtsbókasafnið. Smíði Amtsbókasafnsins er nú langt komið. Er það veglegt hús uppi á Höfða. Hefur nú verið lögð í það rúm milljón króna. Fangahús í Ólafsvík og Grafarncsi Vegna erinda frá hreppsnefnd- um Ólafsvíkur og Eyrarsveitar leggur sýslufundurinn þunga á- herzlu á, að komið verði sem allra fyrst upp fangahúsi í Ólafs- vík, að ráðinn verði fastur toll- og löggæzlumaður í Ólafsvík og komið verði upp fangageymslu í Grafarnesi. Læknamál. Skorað er á landbúnaðarráð- herra að skipa dýralækni í sýsl- una þegar og hægt er. Þá er skor- að á landlækni að hlutast til um að hægt verði að ráða sérstakan sjúkrahúslækni í Stykkishólmi auk héraðslæknisins. Vegamád. Lagt er til, að í ár verði tekin 6% af landverði og 3% af húsa- verði í sýsluvegasjóð. Upphæðin skiptist þannig: Miklaholtshreppur — 20.000.00 Staðarsveit .... — 15.000.00 Breiðuvíkurhr. .. — 14.000.00 Neshr. utan Ennis — 21.000.00 Ólafsvíkurhreppur — 21.000.00 Fróðárhreppur .. — 9.000.00 Eyrarsveit — 23.000.00 Stykkishólmshr. . — 25.000.00 Skógarstrandarhr. — 18.000.00 Helgafellssveit .. — 15.000.00 Helgafellsvegur . — 1.500.00 Kr. 217.500.00 Kolbeinsstaðahr. Eyjarhreppur ... kr. 20.000.00 — 15.000.00 Raforkuvirkjun við Hraunsfjarðarvatn Ýmsar ályktanir voru gerðar í raforkumálum, þeirra á meðal sú, að hafin verði virkjun við Hraunsfjarðarvatn. Hafnar- og vitamál. Skorað er á viðkomandi yfir- völd að hefja athuganir á hafn- arframkvæmdum í Ólafsvík, þar eð útgerðaraðstaða þar sé ófull- nægjandi. Þá er skorað á yfirvöld að koma stálþili í Landshöfninni í Rifi og mynduð þar bátakví. Þá er farið fram á stóraukin framlög til hafnarframkvæmda í verstöðvunum á Snæfellsnesi. Samþykkt var að veita 10 þús. kr. úr sýslusjóði aS ósk Eliníusar Jónssonar til Sjómannadagsráðs Ólafsvíkur, til þess að reisa minn ismerki um breiðfirzka sjómenn. Jarðhitamál. Skv. beiðni oddvita Staðarsveit ar um fjárhagsaðstoð til að stand ast kostnað við rannsóknir á Frh. á bls. 23. — Heilsubrunnar Framhald af bls. 13. fláka, úr hinni miklu hæð að sjá. Það er ekki lengi flogið yfir Kattegat, og fyrr en varir svífum við lágt inn yfir vog skorna ströndina við Gauta- borg — og lendum á Torslanda flugvelli. Völlurinn liggur í skjóllegri hvos, og þegar við lendum, er engu líkara en flugvélin renni sér af aflíð- andi brún hæðardragsins nið ur á völlinn. Okkur er til- kynnt að viðdvöl verði í hæsta lagi þrjátíu mínútur — og samkvæmt einhverjum regl um megum við því ekki yfir gefa flugvélina. Okkur þykir súrt í broti að þurfa að hírast inni í hálftíma, og þegar við sjáum, að setja á eldsneyti á geyma vélarinnar, hefjast um ræður um það hvort leyfilegt muni að láta farþega dveljast innanborðs á meðan. En áður en við höfum komizt að endan legri niðurstöðu, er tilkynnt, að við skulum ganga á land. Flugstöðvarbyggingin þarna er ekki stór og nokkuð þröngt í vöitingasalnum, en sæmilega vistlegur er hann þó. Við skoð um okkur þar um, og sumir fá sér einhverja hressingu. Aðr ir vilja heldur dveljast utan dyra, enda er veður gott — þótt Svíarnir segi nú reyndar, að það sé bara kalt. Stanzinn verður þrír stundarfjórðung- ar — og er nú stefnt til Hafn ar. Það er ekki lengi farið, aðeins tæpar 50 mínútur. Á Kastrup-velli er aðeins stanz- að hálftíma, og nóg eldsneyti á geymunum, svo að nú er ekki um það að ræða að kom ast neitt út. Látum við það gott heita, enda aðeins eftir um IV2 klst. flug til Hamborg ar. • HÖFN — HAMBORG „Hér heilsast fánar fram- andi þjóða“, segir Tómas í upphafi ljóðs síns um Reykja víkurhöfn. Þetta kemur mér í hug, er ég lít yfir Kastrup- „höfn“ — þótt flugvélar skarti raunár ekki fánum. En hér er mergð flugvéla, sem bera ein kennismerki, er benda til þjóðernisins. Og eitt af fyrstu merkjunum, sem ég rek aug un í, er ósköp kunnuglegt á að líta: „Icelandair". Heimurinn er hreint ekki stór, þegar allt kemur til alls. — Þennan hálf tíma, sem við stönzum á Kast rup, eru flugvélar stöðugt að koma og fara — bæði venju- legar „skrúfuvélar“ og svo þotur, sem eru hinir verstu óhljóðabelgir, eins og kunn- ugt er. Mig furðar hreint ekk- ert á því þótt íbúarnir næst Kastrup bölvi gauraganginum hátt og í hljóði og heimti slík an ófögnuð út í hafsauga. Enn er „blásið til brottferð- ar“ — og brátt er komið yfir þýzkt land. Vingjarnlegt land — grænt land, tún, akrar ög trjálundir. Þarna þeytir eim- lest hvítum gufumekki í loft upp, en skýin litast dumb- rauð af geislum kvöldsólarinn ar. Hún er víst að setjast hér, blessunin, þótt klukkan sé ekki nema nokkuð að ganga sjö, eftir sumartímanum okk- ar heima. Hið efra gerast ský in þungbúin og dimm. Hann er regnlegur. • BOÐIÐ UPP — f MAT Það slítur dropa úr lofti, þegar við stígum út úr flug- vélinni á Hamborgar-flug- velli, og við erum ekki nema rétt sloppnir gegnum tollskoð- unina, þegar hann tekur að hella úr sér regninu að marki. — Þarna á flugvellinum taka á móti okkur þýzkur fulltrúi Loftleiða — Húhner minnir mig haníí heiti — og þýzkur læknir frá heilsulindabænum Bad Nauheim í Hessen, dr. Hans-Dieter Hentschel. Ung- legur maður og hvikur í hreyf ingum og býður af sér góðan þokka — enda áttum við eftir að reyna hann sem dreng hinn bezta og ágætan Og skemmti legan ferðafélaga — hann ger ist sem sé leiðsögumaður okk ar og farastjóri af hálfu þýzkra, frá Hamborg til Ham borgar aftur. — Fyrrnefndur Loftleiðamaður er vel á sig kominn líkamlega og glaðleg ur í bragði, svo sem eigi er ótítt um þykkvaxna menn. Matarlegur maður, mætti kannski segja — og hann er reyndar einmitt þarna kominn til þess að bjóða okkur ferða löngunum til kvöldverðar fyr ir hönd flugfélagsins. Við byrjum á því að i'ara með farangur okkar á járn- brautarstöðiria, því að síðar í kvöld leggjum við af stað suður á bóginn með næturlest. Þegar við höfum komið tösk um okkar í örugga geymslu, ökum við í dynjandi rigning unni „niðwr að höfn“, en þar snæðum við í veitingahúsi því, er „Bavaria Blick“ nefn ist — og á þetta „Blick“ sjálf sagt að vísa til þess, hve gott útsýni er þarna yfir nokkurn hluta hinnar miklu hafnar Hamborgar og svæðisins 1 kring. Hin vistlega veitingastofa er nefnilega upp á þakhæð há- hýsis eins rétt við hafnar- bakkann — og vissulega er glæsilegt að líta yfir alla ljósa dýrðina, jafnvel þótt hann rigni eins og nú. • HALDIÐ TIL HEILSULINDANNA. Eftir góðan mat og góðan bjór snúum við aftur til braut arstöðvarinnar, því að nú líð ur að brottfarartíma. Á stöð- inni lítum við inn til gjaldeyr 1 isvíxlarans og spyrjum m.a., hvort hann sé ekki til með að skipta fyrir okkur íslenzkum krónum. Jú, hann er fús til þess — og gefur 7 mörk og 60 pfennig fyrir hverjar 100 kr. O-jæja, þá er nú betra að gera kaupin við Landsbankann, áð ur en lagt er að heiman — Við þökkum upplýsingarnar og förum að huga að lestinni. Ég hugsa með mér, að það sé líklega bezt að nota tímann til þess að skrifa á fyrsta kort ið heim, meðan við bíðum. Og það stenzt á endum, að ég rétt get lokið því og „fleygt“ því í Loftleiðamanninn matar- lega, með beiðni um að koma því í póst fyrir mig, áður en ég þarf að stökkva upp í lest ina. Hún rennur af stað með þyngslalegum sogum og hvæsi, eins og illa haldinn asthmasjúklingur. Fram und- an er 8 klst. ferð til heima- bæjar þýzka fararstjórans Okk ar, dr. Hentschels, — en Bad Nauheim er í tölu mestu og fullkomnustu heilsulindabæja í Þýzkalandi. Hann er sá fvrsti af tíu slíkum, sem standa á ferðaáætlun okkar. En hugsum ekki um það núna. Það tilheyrir morgun- deginum, og nú mun mál að halla sér á eyrað eftir langa og þreytandi ferð. Maður verð ur víst að reyna að sofa eitt- hvað, þrátt fyrir skröltið í skrambans lestinni......... Haukur Eiríksson. Þessi grein er aðeins eins konar inngangur. — í næstu grein verður væntanlega sagt nokkuð frá Bad Nauheim. sem ég tel fyrir ýmsar sakir einna merkasta staðinn, sem við heim sóttum, — og rætt verður al- mennt um tilefni og tilgang fararinnar. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.