Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1961, Blaðsíða 23
/ Föstudagur 9. júní 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 23 ; / NA /5 hnútor SV50hnútar ¥ Snjó/coma f 06/ \7 S/cúrir K Þrumur w.%. Kutíash'/ Hitaski/ H Hmi L Lttgi — Bæjarstjórn Framh. af bls. 1 aSspurðir, að ekki væri ástæða til að hann sæti lengur, er þeir hófu sérstakar viðræður við fulltrúa Vinnumálasambands samvinnu- íélaganna. Borgarstjóri ræddi síðan, af gefnu tilefni, almennt um við- reisnina og hvernig verið væri oneð henni að reyna að feta í fót- spor þeirra þjóða, sem bjóða fólk inu upp á bezt lífskjör. Við hefð- ium orðið að breyta um stefnu, þar sem lífskjörin hefðu ekki þatnað hér í mörg ár. t Borgarstjóri sagði að það væri eðlilegt að halda þeirri tilhögun sem ríkt hefði, að samtök laun- fþega og vinnuveitenda semdu um kaup og kjör, enn ekki að bærinn færi að gera sérsamn- inga, enda ætti bærinn að gæta [hagsmuna allra stétta en ekki að draga taum einstakra hagsmuvia hópa. Borgarstjóri benti á, að kaup- hækkanir myndu hafa mikil áhrif á rekstur bæjarins. T.d. myndi 10% hækkun á kaupi þýða 12,8 millj. kr. útgjöld hjá bæjarsjóði á ári. Útsvör yrðu þá að hækka vegna slíkrar kaup- hækkunar úr 214,4 millj. kr. í 227.2 millj. kr. önnur útgjöld en [kaup væru um 196 millj. kr. Qera mætti ráð fyrir hækkun á þeim eingöngu, vegna kauphækk ana, um a. m. k. 3% og mundi það hafa í för með sér tæplega 6 millj. kr. útgjaldaaukningu. Væru útsvörin þá komin upp í 233.2 millj. kr. En það svaraði til 8,8% hækkun útsvaranna. I Ennfremur benti borgarstjóri á, að Bæjarútgerðin hefði greitt 50 millj. kr. í laun á árinu 1960 og hefði tapað 14 millj. Allir hlytu að sjá hversu miklu verri útkoman hefði orðið, ef vinnulaunin hefðu verið t. d. 10% hærri. Vissulega væri þó mjög æskilegt, ef hægt væri að hækka kaup, ekki sízt þeirra lægstlaunuðu, en sem betur færi væri það þó ekki að jafnaði eins lágt og ýmsir vildu láta í veðri vaka. Þannig hefðu meðal árslaun verkamanna hjá bæn- um verið nær 70 en 65 þús. sl. ér að eftirvinnu meðtalinni. Að lokum lagði borgarstjóri fram áðurnefnda frávísunartil- lögu við tillögu frá G. V. um að gengið yrði til sérsamninga. ' ' Krlstján Thorlacíus (F) tók næstur til máls og sagðist Styðja tillögu Guðmundar Vig- fússonar, en ef hún yrði felld vildi hann láta greiða atkvæði um tillögu, þar sem sagði, að bærinn beitti áhrifum sínum til þess, að vinnudeilan leystist. ^f Adda Bára Sigfúsdóttlr, sem fiæst talaði, kvað bæinn þurfa Síðasta listmuna- uppboðið SIGURÐUR Benediktsson held- ur sitt síðasta listmunauppboð á vorinu í Sjálfstæðishúsinu í dag og verða þar boðin' upp 36 málverk og vatnslitamyndir Og 15 aðrir munir. Málverkin eru eftir 16 fs- lenzka listamenn, þar á meðal að beita áhrifum sínum til að stuðla að bættum kjörum verka lýðsins. Guðmundur Vigfússon sagði það ekki vera neina sérstaka samstöðu með verkalýðssamtök- unum, þótt bæjarfélagið gengi lengra en vinnuveitendur I átt- ina til samkomulags. Það bæri að gera. Þá talaði hann enn um það, hvers vegna fulltrúi bæj- arins hefði ekki verið þátttak- andi I fundum Dagsbrúnar og Hlífar með Vinnumálasambandi samvinnufélagana. Eftir að hann hefði aðspurður lýst því yfir, að hann hefði ekki heimild til að gera nein tilboð, hefðu for- vígismenn verkalýðsfélaganna tilkynnt honum, að hann hefði ekkert að gera á þessum fund- um. Ef atvinnurekendur gætu ekki greitt það kaup, sem verkalýðurinn þyrfi, ættu þeir bara að leggja atvinnurekstur sinn á hilluna og afhenda hann þjóðfélaginu. Þá sakaði ræðu- maður ríkisstjórnina um að hafa „ráðizt á krónuna“. Alveg væri fráleitt, að verkföllunum væri ætlað að steypa stjórninni. Útgjaldaaukningu af kauphækk unum gæti bærinn bara mætt með sparnaði. Allangt mál talaði GV um hlut Framsóknar í verkalýðsmál- um upp á síðkastið. Nú hefðu „þeir merkilegu hlutir gerzt“, að flokkur þeirra styddi verkalýð- inn. Væri „þetta mikil framför", því hann hefði oft verið „óbil- gjarn" og „harðvítugur" andstæð ingur. f rauninni væru þó verka- lýðurinn og samvinnuhreyfingin „tveir kvistir á sama meiði“. Það væri engin goðgá, þótt Tíminn gerði kröfu um, að gerðar yrðu ráðstafanir til að létta af sam- vinnumönnum byrðunum, svo að þeir þyrftu ekki sjálfir að bera kauphækkanir uppi, t d. með því 7 eftir Kjarval, 3 eftir Jón Stef- ánsson og gömul Heklumynd eftir Ásgrím Jónsson. Meðal Kjarvalsmyndanna er stór mynd af mótvíinu Draumalandið, mál- uð 1943 og mjög sérkennileg mynd frá Austfjörðum. Stærsta myndin af Jóns Stefánssonar myndunum heitir Vor við Anda- kílsó og er mjög falleg, og önnur af myndum hans er af Grútar- brælustöð í Reykjavík. að lækka vexti og ráða með því bót á lánsfjárskortinum ásamt öðrum viðhlítandi aðgerðum. Geir Hallgrímsson, borgarstj., tók því næst aftur til máls. Hann kvað það einkonnilega speki, að ætla að koma í veg íyrir láns- fjárskort með því að lækka vexti. Augljóst mál væri, að lækkun vaxta yrði til þess að draga mjög úr því að fólk legði fé í banka tií ávöxtunar. Og þar með yrði minna fé til lánveitinga. En í slíkum staðhæfingum lýsti hag- speki þeirra Alþýðubandalags- manna sér vel. Þá minnti borg- arstjóri á það, að vinstri stjórnin hefði gengið vel fram í því að rýra kaupmátt verkakaupsins. Hún hefði hækkað toila, lagt á yfirfærslugjald, dregið úr launa uppbótum o. fl. Engum væri til gagns, að kaupið hækkaði, ef verðlag hækkaði í kjölfarið. Eng- inn gæti neitað þeirri staðreynd, að t.d. landbúnaðarafurðir mundu hækka í verði, jafnskjótt og kaup hækkaði að ráði. Það væri skoðun meirihluta bæjar- stjórnar, að stjórnarvöld væru ekki heppilegasti aðilinn til þess að reka atvinnufyrirtækin. — Reynslan hefði sýnt, að hjá þeim vildi oft gæta hinnar svoköll- uðu pólitísku fjárfestingar, sem ekki hefði reynzt farsæl. Þess í stað ættu stjórnendur bæjarfé- lagsins að hafa hagsmuni allra bæjarbúa fyrir augum. Ef þjóð- arbúið bæri ekki hækkuð laun, væri hækkun öllum til skaða — og mest þeim, sem lægst hefðu launin. Óskar Hallgrímsson minnti á að vinstri stjórnin hefði tvívegis skert kjör launþega mjög alvar- lega. Þegar þeir hefðu hækkað kaupið um 5% og bundið það þar, mætti segja að þeir hefðu gefið með annarri hendinni, það sem þeir tóku með hinni. Þó að hann teldi afstöðu bæjarstjórn- armeirihlutans ekki fullkomlega rétta að því er samninga við verkalýðsfélögin áhrærði, væri hann þó mjög á móti tillögu GV. Sérsamningar væru ekki lausn- in, heldur þyrfti að ná heildar- samningum. Að því bæri bænum að stuðla. Flutti hann síðan til- lögu, sem lagði áherzlu á slíkt. Að síðustu mælti Geir Hall- grímsson, borgarstjóri örfá orð og sagðist, vegna tillagna KT og ÓH, vilja gera lítilsháttar breyt- ingu á niðurlagi tillögu þeirra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Við atkvæðagreiðslu að lokum var frávisunartillaga Sjálfstæð- ismanna samþykkt, gegn atkvæð um minnihlutamanna. — Sýslunefndar- fundur Framh. af bls. 17. jarðhitasvæði Lýsuhóis var samþ. að leggja fram 10 þús. kr. á þessu ári til hitarannsókna í sýslunni. Niðúrstöðutölur áætlunar um tekjur og gjöld sýslusjóðsins eru 566.111.88. Helztu útgjaldaliðir eru: Til atvinnumála kr. 150.937.95, til menntamála kr. 117.200.00 og til heilbrigðismála kr. 79.000.00. — Handritin Framh. af bls. 2 stjórnarskrárinnar fyrir eignar- námi, því hér er ekki um al- menningsheill að tefla. Hæsti- réttur verður að kveða úrskurð í málinu áður en lengra er geng- ið. í öðru lagi: Vísindin. Með af- hendingu handritanna er loku skotið fyrir áframhaldandi starfi við Árnasafn. f þriðja lagi þjóð- legt viðhorf: handritin hafa ein- ungis þjóðlegt gildi fyrir okk- ur. Þeir róttæku, sem eitt sinn seldu Vestur-Indíur, afhenda nú þjóðardýrgripi okkar. Erik Eriksen, þingm. Vinstri- flokksins gagnrýndi málsmeðferð stjórnarinnar og sagði að afhend ingin færi fram í illu andrúms- lofti. Efnislega er ég sammála menntamálaráðherranum, sagði Eriksen. Eg meinti það sem ég sagði er ég tók við forsætisráð- herraembætti, þ. é. að ég óskaði eftir að hindritin yrðu afhent. ísland á það skilið að við af- hendum handritin, þau eiga heima á fslandi. Danmörk tap- ar ekki virðingu við þetta held- ur þvert á móti, þetta verður til að auka hróður Dana. Þetta er ekki vísindalegt mál heldur þjóð legt. Danskir vísindamenn geta ekki borið fram mótmæli á veg- um þjóðarinnar. Hanne Budtz, þingm. íhalds- flokksins sagði að ríkisstjórnin sýndi mikinn hroka er hún lagði málið ekki fyrst fyrir háskólann og utanríkismálanefnd. í fyrstu var ég á móti afhendingu, sagði Budtz, en greiði nú atkvæði með afhendingu. Það gerum við nú fjórir þingmenn íhaldsflokksins. Að sjálfsögðu eiga sögulegar minjar íslendinga heima á ís- landi. Ole Björn Kraft þingmaður íhaldsflokksins kvaðst aldrei hafa efazt um hvað gera skyldi. Eg hef í mörg ár verið sannfærð ur um að handritin ættu að fara til íslands af þjóðernis og þjóð- legum ástæðum. Tími sá, er við lifum á, ætlast til slíkra sam- skipta þjóðanna. Eg vona að um ræðurnar hér verði ekki til þess að draga úr ánægju íslendinga. íslendingar verða að vita það að andstaðan í Danmörku á ekki rót sína að rekja til óvildar til íslands. Arne Berthilsen prófessor, þing maður óháðra, sagði að það stríddi gegn grundvallarlögum lýðræðisins að þvinga málið fram án þess að heyra álit hæsta réttar. Eddukvæðin minnast á orðstír, sem aldrei deyr, en orð* stír handritamálsins verður ill- ur. Skáld hafa lifað á Eddu. Nú getum við með smá breytingum tekið okkur í munn orð Gunnars og sagt, aldrei fyrr varst þú okk ur svo fögur. Berthilsen kvaðst efast um að danska þjóðin stæði á bak við lög ríkisstjórnarinnar um afhendingu handritanna. Chr. Christensen, þingmaður Vinstriflokksins, sagði það vera óheppilegt að ræða um fógeta- úrskurði I sambandi við þetta mál. En innstu tilfiningar okkar segja okkur að menningarminj- ar íslendinga eigi heima á fs- landi, sagði Christensen. Eg skil ekki að nokkur skuli deila um heimild þjóðþingsins til að út- kljá þetta mál. Jörgen Jörgensen, menntamála ráðherra þakkaði þingmönnum stuðning við frumvarpið og sagði: Með gjöfinni réttum við íslenzku þjóðinni höndina og hún mun tengja okkur saman um alla framtíð. Það er talað um fljótfærni í sambandi við af- greiðslu málsins. En höfum við ekki verið að ræða handritamál- ið í fimmtán ár? Að lokinni ræðu menntamála- ráðherra urðu stuttar umræður, en að þeim loknum var mál- inu vísað til þriðju umræðu með samhljóða atkvæðum. — „Gullfoss" Framh. af bls. 3. verkamanna við að flytja far angurinn. Kom það sér eink- um illa fyrir einn þeirra, sem hafði mótorhjól með- ferðis. En þeir, sem þessi þáttur verkfallsins bitnaði þó fyrst og fremst á, eru skipverjar. Þeir eru meðlim- ir um 7 stéttafélaga, sem ekki eru í verkfalli: Afstaða Dagsbrúnar verður til þess, að frí þeirra verða mun skemmri meðan „Gullfoss“ hefur hér viðstöðu í þetta sinn. Af öryggisástæðum, sem í samningum er gert ráð fyrir, verða mun fleiri skipsmenn að vera á vakt í skipinu, meðan það er úti á legunni, en þegar það er bundið við bryggju. Innilegt þakklæti mitt færi ég öllum þeim sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu 3. júní síðastliðinn, með skeytum, blómum og gjöfum. Sérstaklega þakka ég börn- um mínum, tengdasonum og barnabörnum fyrir hina dásamlegu, ógleymanlegu ferð að Gullfossi, Skálholti og Þingvöllum þennan dag. Guð blessi ykkur öll. Oddur Valentínusson. Konan mín, MARGRÉT GUÐNADÓTTIR andaðist í Landsspítalanum 8. júní 1961. Benedikt Sveinsson, Laugateigi 44. Útför litlu dóttur okkar GUÐBORGAR LEU sem lézt af slysförum 6. júní fer fram að Kálfholti laugardaginn 10. júní kl. 11 f. h. Guðbjörg Tyrfingsdóttir, Leó Johannsen, Ljónsstöðum. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGRÍÐAR BJARNASEN Vestmannaeyjum, er andaðist 22. maí 1961. Axel Bjarnasen, Linda, Sigurður Finnsson og b örn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.