Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐ IÐ Laugardagur 10. júní 1,061 KOMMÚNISTAR eru bersýni lega slegnir miklum ótta við teiknimynd Mbl. af óargadýri verðbólgunnar. Hannibal gerði hana að aðalumræðuefni á útifiundinum í fyrradag og í gær birtir Þjóðviljinn hana falsaða! Kommúnistablaðið lætur sig hafa það, að klippa þann hluta myndarinnar frá, sem sýnir leiðtoga Framsókn- ar og kommúnista vera að hleypa verðbólguófreskjunni lausbeizlaðri á almenning’! En svo auðveldlega mun þeim ekki takast að firra sig á- byrgðinni á því ef nýju dýr- í tíðar- og verðbólguflóði verð- ur nú hellt yfir þjóðina. Myndin að ofan sýnir, hvern ig kommúnistar reyndu að falsa hana í gær. Til hægri er sá hluti hennar, sem Þjóð- viljinn birti tvídálka, en til vinstri er sá hluti hennar, sem þeir klipptu frá. Gönguferð á Hengil FARFUGLAR ráðgera gönguferð á Hengil á morgun. Verður lagt af stað frá Búnaðarfélagshúsinu við Tjörnina kl. 9 árd. og ekið að Kolviðarhóli, en gengið það- an um Sleggjubeinsdal og Innstadal á Hengil. Bíll veltur og stór- skemmist SELFOSSI, 9. júní. — I gær- kvöldi valt leigubifreiðin X-815 vestan við Kamba. Bifreiðastjór- inn, Árni Valdimarsson, blindað- ist af sól, ók á stein og bíllinn valt. Hann mun vera mjög mikið skemmdur. Árni skarst eitthvað og var fluttur í sjúkrahúsið á Selfossi, en tveir farþegar, sem með honum voru, sluppu ómeidd- ir. — P. J. Olíufélagið afgreiðir ekki benzín Í>AR sem SÍS hefur nú gert sérsamning við Dagsbrún hef- ur sú spurning vaknað hjá mörgum, hvort Olíufélagið h.f. (Esso) mundi ekki hefja benzínsölu. Svo er þó ekki, þar eð Olíufélagið h.f. er aðili að Vinnuveitendasambandi ís lands, sem hefur ekki samið enn við Dagsbrún, eins og ' kunnugt er. Flugvél hertekin Enn fundarhlé í Genf Caracas, Venezúela, 9. júni. — (Reuter) —■ LÖGREGLAN í hollenzku nýlendunni Curacao í Vest- ur-Indíum handtók í dag sjö pólitíska fanga frá Venezú- ela, sem hertóku í fyrrinótt flugvél eftir hörð átök við fangaverði sína. Jón Engilberts sýnir í Hafnar- firði JÓN Engilberts opnar kl. 5 í dag sýningu í Iðnskólanum í Hafnar- firði. Sýnir hann þar 20 myndir, sem ekki hafa verið sýndar áður opinberlega. — Sigurgeir Guð- mundsson skólastjóri opnar sýn- inguna. Vinnumála sambandið samþykkti STJÓRN Vinnumálasambands samvinnufélaganna kom sam- an til fundar í gær til þess að fjalla um samkomulag samn- inganefndar sambandsins við samninganefnd Ðagsbrúnar. Stjórnin staðfesti samkomu- lagið. Síldarhugur í Grímseyingum Grímsey, 9. júní FYRSTA síldveiðiskipið kom til Grímseyjar í dag, finnskt skip, sem heitir Eila. Hingað kom það kl. 9 í morgun og „gerði pappír- ana klára“. Mikill hugur er í Grímseying- um að ná fyrstu síldinni, sem veiðist að þessu sinni fyrir Norð- urlandi, til Grímseyjar, enda ligg ur eyin vel við, á miðju veiði- svæðinu. Næg atvinna hefur verið hér að undanförnu við undirbúning síldarmóttöku og hafnarfram- kvæmdir. Hafizt hefur verið hánda um að lengja hafnargarð- inn um 10—12 metra. Vitaskipið Mánatindur hefur komið hingað 2 ferðir með möl og sand, einnig með löftpressu, kranabíl Og alls konar tæki. — Fréttaritari. Flugstjóri vélarinnar var neyddur til að breyta um stefnu og lenda á hollenzku eyjunni Curacao, sem er um 80 km undan strönd Vene- zúela. SKOTHRÍÐ Þegar vélin var lent tókst flugstjóranum að ná hríðskota- byssu af einum fanganna og var þá skipzt á skotum. Þrir menn særðust, þeirra á meðal flug- stjórinn, sem hlaut höfuðsár, og aðstoðarflugmaðurinn, sem er hættulega særður. Hollenzka lögreglan þusti að vélinni og handtók fimm fang- anna. Hinir tveir náðust á flótta til fjalla. Verið var að flytja fangana, sem allir eru fyrrverandi for- ingjar í hernum, milli fangelsa í Venezúela. Þeir höfðu allir verið handteknir í april 1960 eftir misheppnaða byltingartil- raun gegn stjórninni í Venezú- ela, en foringi byltingarinnar var Casto Leon hershöfðingi, sem nú er í haldi í San Carlos- kastala i flotastöðinni Puerto Cabello í Venezúela. Fyrirhugað var að senda hershöfðingjann með í þessari ferð, en því breytt á síðustu stundu. Ríkisstjórnin í Venezúela hef- ur farið þess á leit við sendi- herra Hollands í Caracas að hann sjái um að föngunum verði ekki sleppt meðan verið er að ganga frá lögfræðilegum atrið- um í sambandi við framsal þeirra til Venezúela. Genf, 9. júní — (Reuter) Averell Harriman, sérstak- ur sendiherra Bandaríkja- stjórnar, afhenti í dag And- rei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, orð- sendingu þar sem farið er fram á samvinnu ríkjanna um að koma á vopnahléi í Laos. ENN ENGINN FUNDUR Orðsendingin er samhljóða þeirri sem afhent var í Moskvu í gær, en þá var Gromyko ný- farinn aftur til Genfar, þar sem hann er aðalfulltrúi Sovétríkj- anna á 14 ríkja ráðstefnunni um Laos. Vonazt hafði verið eftir því að Gromyko kæmi með ný fyr- irmæli frá Krúsjeff, forsætis- ráðherra, sem gætu leitt til þess að vopnahlé kæmist á, en fulltrúar Vesturveldanna hafa neitað að sitja fundi ráðstefn- unnar vegna síendurtekinna vopnahlésbrota vinstrisinna í Laos. Þegar Gromyko kom til Genf- ar í gær kvaðst hann vongóður um árangur, en enginn fundur hefur enn verið haldinn. VOPNAHLÉ SBROT Ráðstefnan hófst um miðjan maí eftir að þriggja ríkja eftir- litsnefnd staðfesti að deiluaðil- ar í Laos héldu nýgerða vopna- hléssamninga. Tilgangur ráð- stefnunnar er að skapa grund- völl fyrir hlutlaust og sjálf- stætt Laos. Bandaríkin og önnur vestræn ríki kröfðust þess að vopnahlé- ið yrði virkt áður en ráðstefn- an hæfist. Þegar fréttir tóku að berast um ítrekuð brot vinstri- sinna, neituðu fulltrúar Breta, Frakka og Bandaríkjamanna að sitja áfram fundi fyrr en komið væri í veg fyrir frekari brót. Eftir að Harriman hafði af- hent Gromyko orðsendinguna, ræddust þeir við um stund. — Sagði Harriman að þeim við- Gullfaxi lenti hindrunarlaust GULLFAXI, Viscountflugvél Fliugfélags íslands, lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 23 í gærkvöldi. Allmargt farþega var með vélinni. Nokkur hópur verkfalls- varða var saman kominn úti á flugvelli, en hafði sig ekki í frammi til þess að hindra starfsmenn Flugfélagsins við störf þeirra. Einnig var all- f jölmennt lið lögreglumanna á staðnum. tJA /5 hnutar S V 50 hnútor ¥ Snjókcma »Oiiwmk V Stvrir K Þrumur WS KutíaakH Hilaskil HiHm* L&Lmai GRUNNAR lægðir suður og landi. Hiti var mestur í Síðu- suðvestur af íslandi, en hæð múla, 12 stig um hádegi í gær. fyrir norðan. Veður er nú Kaldast var 6 stig í Skoruvík mjög stillt og fagurt norðan- og á Dalatunga. Á meginland lands og austan, en skúraleið inu var heitast í Stokkhólmi, ingar og austankaldi á Suður 23 stiga hiti. ræðum loknum að hann teldi Gromyko hafa fullan áhuga á því að koma á vopnahléi og halda Laos-ráðstefnunni áfram. VILJA VIÐRÆÐUR Prinsarnir og hálfbræðurnir Souvanna Phouma, sem komm- únistaríkin telja réttan forsætis- ráðherra Laos, og Souphanou- vong, leiðtogi Pathet Lao- kommúnista, eru komnir til Genf frá Moskvu. Haft var eft- ir þeim í dag að þeir óskuðu eftir að eiga fund með Boun Oum prins, forsætisráðherra hægristjórnarinnar í Laos. — Vilja þeir að fundurinn verði haldinn á hlutlausu landsvæði. Souvanna sagði í dag að hann kysi að fundurinn yrði í Genf. Boun Oum er staddur í Nice í Frakklandi og kýs að fundur- inn verði haldinn þar. En hálf- bræðurnir telja Frakkland ekki hlutlaust land og eru því al- gjörlega mótfallnir. íslenzkui stóll' iæi gullveið- luun BLAÐIÐ hefur frétt, að ís- I lenzkur stóll, sem sendur var á hina alþjóðlegu list- og hand iðnaðarsýningu í Miinchen, hafi hlotið gullverðlaun. Sýning þessi er haldin ár- lega í Miinchen, og þykir hinn mesti heiður að fá viðurkenn- ingu þar, enda er þangað send ur fjöldi gripa hvaðanæva að úr heiminum. Stóll þessi, sem var á sýningunni „Húsgögn 1961“ nú um páskana, er teikn aður af Gunnari H. Guð- mundssyni, húsgagnaarkítekt, og unninn af Friðriki Þor- steinssyni, húsgagnasmíða- ■meistara og Ásgrími P. Lúð- víkssyni, húsgagnabólstrara. Þetta er lágur stóll úr reyktri eik með þöndu leðri í sæti og baki. Leðrið er íslenzkt og ólitað. — SÍS semur Framh. af bls. 1 • Þar sem það á við, að dómi Dagsbrúnar og vinnuveit- enda, er ákvæðisvinna heimil eftir nánara samkomulagi aðila. • Hækki vísitala framfærslu kostnaðar um 5% á tímabilinu frá gildistöku samningsins til 1. júní 1962 eða um 7% á tíma- bihnu frá gildistöku samnings- ins til 1. júní 1963, er Dags- brún heimilt að segja upp kaup gjaldsákvæðum samningsins með eins mánaðar fyrirvara. • Verði breyting á lögfestu gengi krónunnar, skal aðilum heimilt að segja samningnum upp með eins mánaðar fyrir- vara. • Samningnum fylgir svo sérstök yfirlýsing Dagsbrúnar og Vinnumálasambandsins, þar sem þessir aðilar lýsa þeim vilja sínum, að verkamenn í sam- felldri vinnu —■ annarri en vinnu í' fiskvinnslustöðvum og vinnu við afgreiðslu skipa (að undanskilinni pakkhúsvinnu og vinnu á flutningatækjum) —. skuli fá greitt fast vikukaup, frá óg með 1. dtsember 1961, og skulu fyrir þann tíma fundnar reglur um framkvæmd þessa atriðis. Fjarðarheiði opnuð í GÆR var Fjarðarheiði opnuð til yfirferðar öllum bifreiðum. —■ Skv. upplýsingum Vegamála- skrifstofunnar í gær er góð færð, á vegum í nágrenni Reykjavíkur;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.