Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 13
Laugar'dagur 10. júni 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Stóri jarðborinn er sameign ríkis og bæjar. Efling hitaveatunnar Alls borað 11 km eftir heitu vatni Áætlun um boranir á vegum bæjarins Eðvarð harmaði „smæð" SÍS! Dagsbrunarfundur samþykkti samkomulagið ALMENNUR fundur Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í gær staðfesti samkomulag það, sem samningauefnd félagsins hafði gert í fyrrinótt við Vinnu málasamband samvinnufélag- anna. Fundurintn, sem haldinn var í Gamla Bíói, var nokkuð fjölsóttur, en afar tilþrifalítill og daufur. Formaður félagsins, Eðvarð Gigurðsson, gerði grein fyrir sam komulaginu. Er skýrt frá megin- atriðum þess annars staðar í blað inu, svo að óþarft er að rekja það hér. Var það athyglisverðast við ræðu Eðvarðs, að hann átti vart nógu sterk orð til þess að lýsa harmi sínum yfir því, hve SÍS væri lítill aðili í atvinnulíf- inu í Beykjavík! Þá gaf Eðvarð í skyn, að kommúnistar í bæjar- — Menn detta Framh. af bls. 3. — Nei. — Víst, kallar einhver. — Við mundum víst bursta þá. Við erum úrvalslið. Þorfinnur óvirtur Við göngum að litlu tjörn- inni við suðurendann. Þar trónar hettumávur á höfði Þorfinns Karlsefnis, og pikk- ar spekingslega í hjálm vík- ingsins með nefinu. Þorfinnur er greinilega vinsæll áningar staður fugla, því víkingurinn er hvítur af driti niður á axlir. Kyrrðin er nú skyndilega rofin af málmglymjandi þrumuraust, sem berst yfir kyrrðina fró Miðbaéjarskólan um. Útifundurinn er hafinn. stjórn Kópavogs hefðu í hyggju að feta í fótspor SÍS og semja Karlakór Keflavíkur SUNNUDAGINN 27. maí var mér boðið til Keflavíkur til að hlusta á „Karlakór Keflavíkur" syngja undir stjórn Herberts Hriberschecks. Hann hefur verið stjórnandi kórsins undanfarin ár og nú er svo komið að kórinn er kominn í fremstu röð íslenzkra karlakóra hvað þjálfun snertir og góða meðferð á verkefnum. í stuttu máli sagt: Söngurinn var með miklum ágætum, fágaður og með miklum menningarbrag. Kór inn hefur einnig notið raddþjálf- unar hjá Vincenzo Demetz, en hitt er ekki minna um vert, að stjórnandinn er hámenntaður tón listarmaður. Kórinn söng átta íslenzk lög og níu erlend, og öll jafnvel. Einsöngvarar vóru Böðvar Páls- son, Guðjón Hjörleifsson og Sverrir Olsen, og leystu þeir all- ir hlutverk sín vel af hendi, en þó bar Sverrir af, en hann naut sín sérstaklega vel, og hefur ágæta rödd. Píanóleik annaðist Ragnheiður Skúladóttir ágæt- lega. — Vissulega eru margir ágætir raddmenn í kórnum, en þó, eins og gerist, misjafnir. En það sem hér ræður úrslitum er fyrst og fremst markvís þjálfun og gott úthald og vilji til að ná meiri fullkomnun hjá kórmeðlim unum. Hygg ég að hér megi róma áhuga, sem óvíða annars- staðar á sér stað. Þökk fyrir góða skemmtun. Haldið áfram á sömu braut. P. í. Furtseva Framh. af bls. 11. „Mundi yður líka verr þó ég minntist á Pasternak?“ „Nei, spyrjið ef þér vilj- ið?“ „Dönsk blöð segja að þér hafið orðið fjarskalega reið- ar, þegar þér voruð spurðar um Pasternak í Kaupmanna- höfn.“ „Já, ég kreppti hnefana eða eitthvað svoleiðis, það var allt og sumt. Ungur piltur fór að tala um Dr. Zivagó, en ég gaf honum þannig skýringar, að ég held ekki hann muni spyrja aftur um þá bók. Ég var mjög hissa að rekast á Dr. Zivagó í bókasafninu í Hafnarfirði innan um bækur eftir Gorki, Dostojevski, Tol- stoj og Chekov. Dr. Zivagó er mjög slæm bók og heldur illa skrifuð, hafið þér lesið hana?“ „Já, og ég hef líka lesið mörg ljóð eftir Pasternak í þýðingum. Hann er mjög gott skáld.“ „Hann er miklu betra Ijóð- skáld en prósaskáld, Dr. Ziva gó er slæm bók. En hann orti góð ættjarðarkvæði í stríðinu. Dr. Zivagó er slsem bók og margt í henni móðgandi fyrir Sovétþjóðirnar. í Vesturlönd- um var sagt að bókin væri skrifuð gegn kommúnisman- um, en það er ekki rétt. Hún er árás á fólkið í Sovétríkj- unum og þess vegna tók það henni ekki vel, heldur gagn- rýndi hana af öllum mætti. En Pasternak var ekki refsað, hann bjó í „villu.“ „Hittuð þér hann nokkurn tíma?“ „Nei, upp á síðkastið fór hann aldrei út fyrir garðinn sinn. Hann sá ekkert af heim inum og skilningur hans náði ekki út fyrir nánasta um- hveirfi. Dr. Zivagó er bók gám als, veiks manns, sem er óá- nægður með allt og alla.“ „Pasternak er mikið skáld.“ „Hann er betra ljóðskáld en skáldsagnahöfundur. En hvað sögðuð þér, komuð þér til Leningrad?“ „Já“. „Á skipi?“ „Já, ég var messagutt og vaskaði upp diska fyrir yfir- mennina." ,,Nú, svo þér eruð ekki kapitalisti?" „Það er sagt að tengdason- ur Krúsjeffs hafi lesið Dr. Zivagó eftir að Pasternak hafði neitað að taka á móti Nóbelsverðlaunum, og sagt Krúsjeff frá því að bókin væri ekki eins slæm og allir héldu, er það rétt?“ „Nei, þetta er þjóðsaga. Annars er þetta mál allt afar leiðinlegt, og í okkar augum harla lítilfjörlégt. En lofið þeim að lesa bókina sem vilja, og mér er alveg sama þó hún sé í Hafnarfjarðarbóka safni.“ „Hefur hún verið gefin út í bókarformi í Sovétríkjun- um?“ „Nei, það er enginn áhugi á henni þar.“ „Þér segið auðvitað rúss- nesku stjórninni frá för yðar til íslands?“ „Já, það geri ég.“ ,,Og þá fær Klrúsjeff að heyra margt skemmtilegt um þetta litla land?“ „Já, ætli það ekki. Og ég ætla líka að segja honum frá því, að ég hafi verið í NATO- bækistöðinni í Keflavíkurflug velli.“ „Ætli Mikojan sé ekki bú- inn að segja honum frá henni?“ „Jú, líklega það. Það er ekki svo að skilja að við höf- um ekki vitað af Keflavíkur- flugvelli.“ M. við Dagsbrún á svipuðum grund- velli. Eftir ræðu Eðvarðs tóku til máls Jón Vigfússon. Steindór Jónsson, Björn Sigurbjörnsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Lagði Guðmundur sérstaka á- herzlu á, að samningarnir við SÍS hefðu fyrst og fremst verið gerðir til þess að kljúfa vinnu- veitendur, og var ekki annað á honum að heyra en, að SÍS- menn hefðu reynzt mjög sam- vinnuliprir í því sambandi. Loks var samkomulagið borið undir atkvæði og samþykkt af þorra þeirra, sem tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni, en fjölmargir greiddu ekki atkvæði. Næg atvinna á Dalvík Dalvík, 9. júní HÉR er unnið daglega í frysti- húsi KEA og verður framvegis meðan hráefni skortir ekki. All- góður reytingur er bæði hjá stærri Og minni bátum. Trillur hafa fengið allt að 1500 kíló hér innfjarðar af góðum fiski. Tveir þilfarsbátar sækja á Siglufjarð- armið og hafa fengið góðan afla nú síðustu daga af vænum fiski. Beinamjölsverksmiðjan hefur starfað hér hvern dag síðan á áramótum Og hefur nú þegar unn ið um 300 tonn af beinamjöli. Fram að þessu hefur verið venju fremur góð atvinna hér. — SPJ. Opið brét til verkfalls- stjórnar VEGNA endurtekinna blaða- skrifa um, að Sindri h.f. og jafn- vel ég persónulega, hafi haft í frammi ólöglegar aðgerðir, með því að láta menn vinna í yfir- standandi vinnustöðvun, þykir mér rétt að taka fram, að hér mun vera deilt um þá fjóra menn, sem vinna við vélar þær, sem við höfum til að pressa og klippa brotajárn. Tveir þeirra eru ungir skólapiltar, synir mín- ir. Það mun varla vera álitamál, að þeir hafi rétt til að vinna hvaða þá vinnu sem þarf að fram kvæma, hvort sem um verkfall er að ræða eða ekki. Hinir mennirnir tveir, eru bún ir að vinna hjá okkur í lengri tíma. Þeir eru ekki meðlimir í Dagsbrún, Og vinna ekki það sem kallast venjuleg verkamanna- vinna, þar sem þeir vinna við vélar þær sem að ofan getur ög fá kauptaxta eftir því, en ekki samkvæmt neinum Dagsbrúnar- taxta. Umræddir menn og við, forráðamenn Sindra h.f., teljum Okkur í fullum lagalegum rétti, þeir að vinna, Og við að láta þá vinna. Ég hefi ekki i huga að fara fram með lögleysur eða ofbeldi, hvorki gegn félagasamtökum eða einstaklingum, eins og við mun- um ekki þöla ofbeldi af neinum. Ef hér kynni að leika einhver vafi á, um rétt ökkar til að láta Ofangreinda menn vinna, þá er það skýlaus krafa mín, að Sindri h.f. verði lögformlega kærður fyrir meint brot, og það verði látinn ganga dómur í málinu fyr- ir félagsdómi, eða gerðardómi, til að hraða málinu. Þeim dómi munum við að sjálfsögðu hlíta, hvort sem um fangelsi eða sektir yrði að ræða. Við bjóðum enn- fremur að leggja til hliðar ein- hverja þá peningaupphæð, sekt- arfé, sem verkfallsstjórnin, sem löglegur kærandi, kynni að krefj ast. í þessa átt hefur verið boðið áður, mönnum þeim, sem hafa talið sig verkfallsverði, að vísu munnlega. En þar sem ég vil ekki viður- næsta ano iiggur nu iynr Á FUNDI bæjarstjórnar í Suðurlandsbraut. í Reykja- fyrradag, þar sem Geir víh er sert ráð fyrir nýjum „ . holum við Hatun, Laugarnes- Hallgrimsson borgarstjori veg og £ Bústaðahverfi. Þá greindi frá hinni nýju er reiknað með að bora eina ' áætlun um lagningu hita- 15(K) m holu á Suður-Reykj- , .... . .. _ , . um og aðra jafndjúpa a Norð veitu í oll hverfi Reykja- ur-Reykjum í Mosfellssveit. víkur á næstu éVz ári, gaf hann einnig athyglisvert k KostnaSur 20 milljónir yfirlit yfir starfrækslu boranir er áætlaður um 20 gufuborsins stóra þá u. milljónir króna, en alls er þ. b. 14 mánuði, sem hann áætlað að kostnaður við bor- hefur verið notaður til anir’ vegna hinnar fyrirhug- nelur veriö notaöur til uðu stækkunar á hitaveit- borana á vegum bæjarins. unni, svo að hún nái til allra bæjarhverfa, verði nálægt 30 ★ Dýpsta jarðhitaholan milljónum. Á þessum tíma hafa ver- Enda þótt áætlun hafi að- ið boraðar 11 holur; tíu í eins verið gerð til eins árs, Reykjavík og 1 á Reykjum í eru að sjálfsögðu áformaðar Mosfellssveit. — Samanlögð frekari boranir í bæjarins dýpt þeirra er 2.200 m og þágu. Tilhögun þeirra mun mun það vera dýpsta hola, hins vegar að miklu leyti < sem boruð hefur verið eftir fara eftir árangri borana á jarðhita. þessu ári og hinu næsta, og Við frjálst rennsli koma úr er sundurliðuð áætlun um holunum öllum um 75 lítrar áframhaldandi boranir af á sekúndu og er vatnið frá þeim ástæðum enn ekki 120 til 136°C heitt. Mest tímabær. vatn fæst með 132 °C hita. Er varmaafl þessa rennslis tæp- ★ Byrjað á ný í ágúst lega 50% af afli Reykjaveit- Gufuborinn var stöðvað- unnar. ur í janúar sl., með það fyr- ir augum að yfirfara hann og ★ 10 km borun áformuð endurbæta, en slíkt er talið í framhaldi af þessum hyggilegt að gera með reglu- borunum, hefur verið gerð legum millibilum,- Munu bor- sundurliðuð áætlun um anir væntanlega geta hafizt áframhaldandi boranir fyrir að nýju í júlí nk. Er þá gert höfuðstaðinn. Gerir hún ráð ráð fyrir, að boruð verði ein fyrir að boraðir verði um 10 eða tvær holur enn í Hvera- km og mun taka um ár að gerði, ef aðstæður leyfa, en ljúka því verki. að því loknu geti borinn kom í áætluninni er gert ráð ið til Reykjavíkur. Gæti það fyrir að dýpka um 500 m orðið um 1. ágúst, ef ekkert eina 750 m djúpa holu við sérstakt kemur fyrir. kenna annað, en að íslenzka lýð- veldið sé, þrátt fyrir allt og allt, réttarríki, þá mun ég halda mig við mínar fyrri ákvarðanir í máii þessu, það er, að gjöra rétt — þola ekki órétt. Að vísu er þetta wv gamall „frasi", líklega úr hand- ritunum, löngu gleymdur þessu hálfþróaða lýðræðis- og réttar- ríki. SINDRI H.F. £. Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.