Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. júní 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 11 I „Dr. Zivago er slæm bók“ sagði Furtseva ■ samtaii við Morgunblaðið í gær FURTSEVA, menntamálaráð- herra Sovétríkjanna, ræddi við blaðamajin frá Morgun- blaðinu í gær. Viðstödd sam- talið voru Svetlana, dóttir frúarinnar, og túlkur hennar. Frúin er mjög þægileg í við- kynningu, brosir oft og hefur augsýnilega létta lund, eins og sumir aðrir forystumenn Sovétríkjanna, en hún er líka fljót að breyta brosi í alvöru- svip, ef mikilvæg pólitísk vandamál ber á góma og minnir að því leyti mjög á Krúsjeff og Mikojan. Frúin sagðist hafa nógan tíma Og kvaðst vera fús að greiða úr öllum spurningum, sem fram væru bornar. Samtalið við Furtsevu fer hér á eftir: „Hvernig hefur yður líkað hér á íslandi?“ „Ágætlega. Ég er mjög glöð yfir því að hafa komið til lands yðar.“ „Er fsland öðruvísi en þér hélduð?“ „Það er allt öðruvísi og miklu betra land en ég hélt. Ég hef heyrt og lesið margt um land og þjóð. Ég er yfir mig hrifin af þeirri kurteisi, sem ég hef mætt hér og lít á viðtökurnar sem vináttubragð við Sovétríkin. Ég mun sjá svo um að Sovétþjóðirnar frétti af þessum glæsilegu móttökum og þeirri kurteisi, sem mér hefur verið sýnd, m. a. í blöðum“. „Og frúin hefur ekkert út á veðrið að setja?“ „Nei, ekki lengur. Mér finnst veðrið ágætt. Ég átti aðeins dálítið erfitt með að þola loftslagsbreytinguna fyrst í stað, en nú er ég kom- in yfir „byrjunarörðugleik- ana“. Eða áttuð þér kannski ekki við það? Þér vitið að við höfum að vísu mjög ólík stjórnmálakerfi, og þið eruð ánægðir með ykkar pólitík, við með okkar. En það kemur ekki í veg fyrir að við getum verið vinir. Ég er sérstaklega hrifin af fólkinu á íslandi, það leggur hart að sér og er hugrakkt. Ég heimsótti Reykjalund í gær og þar sá ég fólk, sem hefur ekki enn náð fullum bata, en gengur að störfum sínum eins og ekkert sé. Það hreif mig.“ „Ég hitti Mikojan á Kefla- víkurflugvelli.“ „Jæja, hafið þér hitt hann.“ „Já, hann var mjög skemmti legur.“ „Já, Anastas er skemmtileg- ur og hefur gaman af gríni. Honum þykir gaman að dansa. Hann dansaði nú í vikunni í indónesiska sendiráðinu, þar var haldin veizla í tilefni af sextugsafmæli Súkarnos Indo- nesíuforseta. Anastas dansar Armeniudans, sem heitir „Lezginka". Og hann er góð- ur dansari, það get ég fullyrt, já, mjög góður dansari." „Hafið þér nokkurn tíma dansað við hann?“ „Njet, njet. Ég kann ekki að dansa lezginka, en það er mjög skemmtilegur dans. Maður þarf að geta dansað á einni tá ef vel á að fara“. „En dansar Krúsjeff mik- ið?“ „Honum þykir ekki eins gaman að dansa og Anastas. Én hann hefur mjög gaman af gríni. Og kann alla rúss- neska málshætti til hlítar. Nikita er mjög skemmtilegur maður. Hafið þér kannski hitt hann líka?“ „Já, ég sá hann á blaða- mannafundinum í París. Þá var hann eins Og þrumuský.“ Frúin brosti Og kreppti hnefana og hafði gaman af. Hún vissi augsýnilega hvernig Krúsjeff leit út á blaðamanna- fundinum, en virtist ekki ánægð með að ég skyldi ekki hafa séð hann í öðrum ham og sagði: „En þér verðið að sjá hann aftur. Komið til Moskvu á kvikmyndahátíðina í júlímán- uði. Þar verða fulltrúar frá 50 löndum. Þetta verður mjög merkileg kvikmyndahátíð, ég skal lofa yður því.“ „Ég hef heyrt að þér hafið látið gera mynd um Stalins- tímabilið, þar sem Stalin er ekki sýndur í fallegu ljósi, heldur þvert á móti.“ „Tólfta júní næstkomandi kemur flugvél frá Moskvu með þessa kvikmynd hingað til Reykjavíkur. Þá getið þér séð hana og dæmt sjálfur. Þér hafið lesið í vestrænum blöð- um, að Stalin sé borin illa sag- an í þessari kvikmynd, en dæmið sjálfur. Kvikmyndinni hefur verið mjög vel tekið. Hún verður einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Moskvu." „Hvenær gerist þessi mynd? í stríðinu?“ „Já, í stríðinu og einnig eft- ir það.“ „Og um hvað fjallar hún?“ „Hún fjallar um styrjöld- ina og þó fyrst og fremst um ástina.“ „Ástina, já, er hún mikið praktiseruð í Sovétríkjun- um?“ „Ætli það sé ekki svipað og annars staðar. Ástin 'er alls staðar söm við sig, eins Og þér vitið.“ „Tíðkast kirkjubrúðkauþ í Rússlandi?" „Já, þeir sem vilja láta gifta sig í kirkju, geta það mjög auðveldlega, ég hélt þér viss- uð það. En þér hafið auðvitað aldrei komið til Rússlands.“ „Jú, ég hef verið í Lenin- grad í viku.“ „Hvenær var það?“ „1947“. „Það hefur mikið breytzt síðan og þér ættuð að koma aftur og vera lengur. Fyrir þremur mánuðum var ég í Len ingrad og skoðaði „Giftinga- höllina.“ Það er gömul höll, sem stendur á Nevubökkum. Nú kemur þangað ungt fólk að láta gifta sig, konur í hvít- um brúðarkjólum, það er mjög skemmtilegt.“ „Er írúin alin upp í krist- inni trú?“ „Nei, mjög snemma losnaði ég við öll kristileg áhrif.“ „Hvar eruð þér fæddar?“ „f nágrenni Moskvu“. „En segið mér eitt, fyrst við vorum að tala um trúarbrögð- in, getur kommúnismi og trú á framhaldslíf farið saman að yðar dómi?“ „Nei, trú á líf eftir dauðann getur alls ekki farið saman við hugsjónir kommúnismans. Maður verður annað hvort að velja trúna, og þá kristna trú í þessu tilfelli, eða hugsjónir kommúnismans. Og líf eftir dauðann er í algerri andstöðu við kenningar kommúnism- ans. Þar getur ekki orðið nein málamiðlun". „Eg hef mjög sterkan grun um að líf sé eftir dauðann. Ekki vildi ég skipta á þeim grun og kommúnismanum". „Við skulum veðja að þér eigið eftir að skipta um skoð- un. Vísindunum fleygir fram, eins og þér vitið, og nú er lagt kapp á að kynnast öðrum stjörnum og geimnum. Upp- götvanir vísindanna munu verða banamein trúarinnar. Þegar Gagarin kom úr geim ferð sinni, var móttaka í Kreml. Meðal gesta var höfuð- patriark rússnesku kirkjunn- ar. Hann óskaði Gagarin til hamingju eins og aðrir. Eg stóð skammt frá þeirn og heyrði að patriarkinn sagði við Gagarin: „Guð hjálpaði þér“.“ „Og hvað hugsuðuð þér þá, frú Fursteva?“ „Eg hugsaði með mér, að þessir menn hefðu sína trú og yrðu að fá að halda henni, þó hún ætti við lítil rök að styðj- ast. Engin ástæða að reyna að sannfæra þá um að þeir hafi ekki rétt fyrir sér“. „Við minntumst á æsku yð- ar áðan. Áttuð þér skemmti- lega æsku?“ „Eg er alin upp eins og milljónir annarra Sovétborg- ara, það er allt og sumt“. „Hvað haldið þér að hafi stuðlað einna helzt að því að þér komust á „toppinn", eða í áhrifastöðu?“ „„Toppinn" er ekki rétta orðið. Annárs vil ég leggja áherzlu á, að eftir byltinguna sköpuðust ný tækifæri í landi okkar. Eg hef alla tíð starfað í æskulýðssamtökum og á veg- um kommúnistaflokksins. I styrjöldinni voru karlmennirn ir sendir til vígstöðvanna og þá varð kvenfólkið að taka að sér æ fjölþættari störf en áð- ur, einnig innan flokksins. Þá vann ég í Moskvu“. „Þér voruð ekki borgarstjóri í Moskvu, var það?“ „Nei, ég var aðalritari kommúnistaflokksins í borg- inni“. „Og þá hafið þér oft hitt Stalin?“ „Eg hitti hann eins og aðrir, en þó ekki oft“. „Sagt er, það hafi orðið mikl ar breytingar í Rússlandi frá því Stalin féll frá“. „Já, það er rétt, það hafa orðið góðar breytingar. Þar hefur verið komið á meira lýðræði og nú eru 40% af með limum æðsta ráðsins fólk, s«m hefur unnið í verksmiðj- unum“. „Það er margt skrifað um ykkur Sovétleiðtogana í blöð- um á Vesturlöndum". „Já, margt rangt“. „Lesið þér þessar greinar?" „Nei, yfirleitt ekki“. „Þér lesið þá t. d. ekki það sem er skrifað um yður í Time eða Newsweek?“ „Nei, ég les það ekki“. „Svo við förum út í aðra sálma, hvaða vandamál teljið þér hættulegast eins og nú standa sakir?“ „Berlínarmálið. En vart er hægt að tala um það án þess að setja það í samband við afvopnunarmálin. Þau eru mik ilvægust nú sem stendur. Ef afvopnunarmálin verða leyst með samningum milli stórveld anna, hverfur Berlinarmálið úr sögunni af sjálfu sér“. „Afvopnunarmálin, eruð þér bjartsýnar á lausn þeirra?" „Þau eru erfið viðureignar. En það er stefna okkar að leysa þau smátt og smátt. Við höfum bent á ýmsar leiðir, t.d. að NATO og Varsjárbanda lagið geri með sér griðasátt- mála, bannað verði að fram- leiða kjarnorkusprengjur, her minnkaður. Það höfum við gert e.itt ríkja“. „Og eruð þér yfir höfuð bjartsýnar á lausn heimsvanda mála?“ „Já, ég er það heldur. Eg trúi á að stefna okkar fái þok- að einhverju áleiðis. Við erum alltaf reiðubúin að draga úr spennunni í heiminum. En lausn vandamálanna er ekki aðeins komin undir okkur, það verðið þér að skilja". „Hvað vilduð þér segja um sambandið milli Kína og Rúss lands, fer það ekki dagversn- andi?“ „Nei, síður en svo. Það er mjög gott samband milli Kína og Sovétríkjanna. Það er eng- inn fótur fyrir því, sem sagt er á Vesturlöndum að vinátt- an dofni. Þvert á móti. Milli þessara tveggja kommúnista- landa ríkir djúp vinátta. Þér skuluð ekki leggja trúnað á þær sögur, sem hafa gengið á Vesturlöndum um þverrandi vináttu“. „En einhver munur er nú á framkvæmd kommúnismans í þessum tveimur löndum?“ „Já, það má segja. En samt enginn grundvallarmunur eða hugsjónamunur. Munurinn er aðeins fólginn í mismunandi aðstæðum í hvoru landi um sig. Það má raunar segja að þetta sé spurning um hvernig hentugast sé að framkvæma kommúnismann. Aðstæður eru allt aðrar í Kína en Sovét ríkjunum, og þess vegna hef- ur þeim þótt hentugra að fara sínar eigin leiðir. En grund- vallarsjónarmiðið er það sama“. „Og þér álítið að Mao Tse Tung og Krúsjeff séu beztu vinir?“ „Já.“ „Haldið þér að kommún- ismi sigri, á vesturlönd- um, t. d. hér á íslandi?“ „Það veit ég ekki. Hví skyldi ég vera að skipta mér af því. Maður á að gæta sín á óskhyggjunni. Þeir sem tala um versnandi sambúð Kína og Sovétríkjanna hafa látið hana blekkja sig.“ ,,En er það þá óskhyggja yðar að kommúnismi komist hér á?“ „Ég vil ekkert tala um ykk ar innanríkismál. Þið verðið sjálfir að ráða fram úr þeim.“ „Teljið þér, að kommúnism inn og kapitalsminn eigi eftir að renna saman einhvern tíma í fjarlægri framtíð?“ „Nei, það tel ég ekki. Kapi- talismi og kómmúnismi eru svo ólík kerfi, að þau geta aldrei runnið saman. Þar er engin málamiðlun til. Aftur á móti getum við búið í frið- samlegri sambúð lengi enn, án þess að til árekstra komi. Kommúnismi og kapital- ismi geta þróazt samhliða um langt skeið, en um samruna verður aldrei að ræða.“ „Við minntumst á Berlínar málið áðan, munduð þér ekki vilja leyfa Morgunblaðinu að skýra heiminum frá því, hvað Rússar hyggjast gera í því máli?“ „Nei, því miður. En þér haf ið sennilega tekið eftir, að á fundi Krúsjeffs og Kennedys var farið varlega í sakirnar. Það tekur langan tíma og mikla yfirvegun að finna lausn á þessu vandamáli. Við skulum bíða.“ Framh. á bls. 13. Jekaterina. Furtseva (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) : \ \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.