Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. júnl 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 11 Á HERFLUGVOLLUM á víð og dreif um Bandarík- in standa þúsundir véla tilbúnar til flugtaks. Þær eru hlaðnar öllum þeim aflmestu vopnum, sem Bandaríkjamenn eiga, og áhafnirnar hafa vakta- skipti við flugvélarnar. Þetta eru sprengjuþotur, orrustuþotur, liðsflutninga vélar, birgðaflutningavél- ar, tilhúnar að svara sam- stundis hugsanlegri árás á Bandaríkin eða handa- lagsríki þeirra. Þetta er kjarninn úr flugflota Vest urveldanna, einn megin- þáttur varnanna gegn of- beldisstefnu hins komm- úniska herveldis. Þarna er Boeing eldsneytisflutningaþota að dæla eldsneyti í B-52 risaþotu yfir Bandaríkjunum. Ein slík „fylling“ eykur flugþol B-52 um liðlega 2,300 milur, en risaþotan getur annars flogið rúmlega 9,000 milur, án eldsneytisgjafar í lofti. 244 tonna Risaþoturnar B-52 my; drjúgan hluta þessa mikla herafla. Þegar flogið er yfir herflugvelli í Bandaríkjunum sjást þær víða í röðum við brautarendana og í jarðhýsum í um 50 metra fjarlægð sitja áhafnirnar, alltaf reiðubúnar. Þar er staðið á verði dag og nótt og allar þessar varðstöðv ar eru í beinu sambandi við miðstöð viðvörunar- og varn- arkerfis N-Ameríku í Colo- rado Springs. Risaþoturnar við brautar- endana eru með fulla eldneyt isgeyma. Þær eru hlaðnar kjarnorkusprengjum og undir vængjunum eru sjálfstýrandi flugskeyti, eitt hvoru megin. Allir vona, að „kallið“ komi aldrei, en enginn vill eiga líf sitt og limi undir duttlungum ofbeldissinnaðrar einræðis- stjórnar austur í Moskvu — og þess vegna standa menn vörð. ---------------vajt Ef „kallið" kæmi yrðu allar þessar þotur komnar á loft inn an stundarfjórðungs. Áhafn- irnar hafa innsigluð fyrir- mæli um hvert á að fara og hvar á að kasta sprengjunum. — Hluti þessa stóra flota sprengjuþota er ávallt á lofti, nótt sem dag, allan ársins hring. Þær skiptast á um varð stöðuna í loftinu svo að ekki verði hægt að eyða öllum her aflanum á jörðu niðri með skyndiárás. Slíkur er viðbúnaðurinn. En þetta er aðeins einn þáttur varnarráðstafana vesturveld- anna. Þoturnar B-52 eru í fá- um orðum sagt, geysileg bákn. Fullhlaðnar vega þær A lofti all- an sólar- hringinn um 244 tonn, fljúga með 650 mílna hraða á klst., geta farið yfir 9000 mílur í einum áfanga — í allt að 60000 feta hæð. Þotan er 52 metra löng, væng hafið 57 metrar og stélið er rúmlega 13 metra hátt. Hún hefur átta hreyfla, sem hver um sig gefa 10000 punda þrýsting. ------------«* Segja má, að B-52 geti farið í árásarferð hvert á 'land sem er, því eldneytisflutningavél- ar fylgja henni áleiðis og koma síðan til móts við hana á heimleið. Það er B-52 sem flaug umhverfis hnöttinn fyrir nokkru á 45 klst. án lendingar og þessi þota flaug líka án viðkomu frá Buenos Aires til New York á rúmlega 21 klst. B-52 er geysivel vopnuð. Hún hefur ekki aðeins Kjarn orkusprengjur, heldur og margs kyns varnarvopn til þess að beita gegn óvinaflug vélum. Fyrir nokkru var enn einu vopninu bætt á risaþot- una. Þetta eru flugskeytin, sem hanga undir vængjunum. Hound Dog heita þau, fara hraðar en hljóðið og liafa mörg hundruð mílna ílugþol. Hound Dog skeytið er ekki ætlað til varnar gegn ílugvél um, heldur yrði því skotið í mark yfir land óvinarins. Það er með kjarnorkuhleðslu. Ef til styrjaldar kæmi mundi Hound Dog skeytun- um skotið frá þotunum í þann mund er hún kæmi að varnar múr óvinalandsins. Það yki líkurnar fyrir því, að eitthvað af vopnum þotunnar hæfði mark, því vitanlega hafa kommúnistaríkin komið sér upp öflugum vörnum og ó- hætt er að reikna með að þeir gætu skotið niður álitlegan hluta þotanna sem sendar yrðu til að svara árásinni. Áhöfn þotunnar „gefur Hound Dog strikið“ áður en því er skotið. Radio og trufl unarstöðvar óvinanna geta ekku ruglað flugskeytið í ríminu. Það fer eftir gefnum „fyrirmælum" og ekkert get- ur stöðvað Hound Dog annað en flugskeyti óvinarins. Þann ig getur ein og sama risaþotan gert samtímis árásir á þrjá eða fleiri staði, sem eru þús- undir mílna hver frá öðrum. --------------«5) Það hefur töluvert verið rætt í Bandaríkjunum að und anförnu, hvort ráðlegt væri að minnka flota 52-þotanna — hvort gildi þeirra hefði í raun inni minnkað vegna tilkomu flugskeytanna. Svar herfræð- inganna er: Nei. „B-52 mun verða í fullu gildi í mörg ár enn. Síðan munu flugskeytin taka við og mikilvægi risa- þotanna smáminnka“, segja þeir. Risaþoturnar með kjarn- orkusprengjurnar og sjálf- stýrðu flugskeytin eru því enn eitt öflugasta varnarvopn lýð ræðisríkjanna. Eina trygging in gegn vopnaðri árás hinna kommúnisku einræðisríkja er að viðhalda herstyrk það öfl ugum, að kommúnistar hugsi sig tvisvar um áður en þeir reiða til höggs. h. j. h. > KVIKMYNDIR * pessi mynd er tekin úr „eIdsneytisþotunni“, niður á B-52 meðau verið er að dæla eldsneytinu milli þotanna. BÆJARBÍÓ: NÆTURLÍF Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú á 7. viku sýnt kvikmyndina ,Næturlíf“ (Europa dinotte) Eru í mynd þessari sýnd fjölmörg skemmtiatriði frá flestum þekkt- ustu skemmtistöðum í helstu borgum Evrópu, svo sem Róm, París, London, Berlín, Madrid, Vínarborg o. fl. Eru skemmti- atriði myndarinnar því geysifjöl- breytt og þar korna fram margir frægustu listamenn heimsins í þeim skemmtigreinum, sem glæsi legustu veitingastaðir, nætur- klúbbar og Varietear Evrópu hafa upp á að bjóða. Hér yrði of langt mál að geta hvers einstaks atriðis sem fyrir augum ber í þessari rausnarlegu mynd, eða að telja upp alla þá listamenn sem þar koma fram. En meðal hinna helztu má nefna hina heims frægu negrasöngvara The Platt- ers, hina fögru spænsku dansmey Carmen Sevilla, sem heillar alla með skapmiklum dansi sínum, hina bráðskemmtilegu Rastelli- trúða, ftalska dægurlagasöngvar- ann Domenico Modugno, og einn snjallasta töframann heimsins Channing Pollock, rússneskan dansflokk, sirkus-listamenn, margt listafólk frá skemmtistöð- um Parísar o. fl. — Allt eru þetta dýrir skemmtikraftar, sem fæst okkar munu eiga kost á að sjá nema á hinu hvíta tjaldi. Það hefur verið sagt um þessa mynd að hún sé dýrasta, íburðarmesta og skemmtilegasta skemmtimynd sem framleidd hefur verið. Hygg ég að það sé ekki orðum aukið. Myndin er tekin í litum og hefur leikstjórinn Alessandro Blasetti látið svo um mælt að tilgangur myndarinnar sé aðeins sá að skemmta. Það hefur tvímæla- laust tekist afburðavel. Harður elt-\ ingaleikur AKUREYRI, 12. júní. — Laust fyrir miðnætti sl. sunnudags- kvöld varð lögreglan á Akur- eyri vör bifreiðar, sem ók um bæinn og virtist eitthvað at- hugavert við akstur hennar. Lögreglubíll var þegar send- ur á eftir henni og náði um- ræddri bifreið á Ytri-Brekk- unni og gaf hljóðmerki með sírenunni um að bifreiðin skyldi nema staðar. Bifreiðastjórinn sinnti því engu en jók hraðann og hófst nú allmikill eltingarleikur um brekkurnar. Við bifreiðaverk- stæðið Þórshamar komst lög- reglubifreiðin fram fyrir hina bifreiðina og stöðvaði bifreiða stjórinn þá. Þarna var um að ræða aðkomufólksbifreið og var bifreiðastjórinn einn í ’ henni. Hann var allmikið ölv- aður og tók lögreglan hann í sína vörzlu. í dag kom hann fyrir rétt og var sviptur öku- ' réttindum, en rannsókn má'ls- ins er þó ekki enn að fullu lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.