Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 14. júní 1961 MORGVNBLAÐIÐ 19 — S/S getur ekki Framh. af bls. 1 ur aðeins Vz% af veltu þess. Á aðalfundi SÍS í fyrra báru stjórnendur þess sig mjög aumlega vegna þessarar lélegu af- komu, og lét forstjóri SÍS þá í ljós sérstaka óánægju vegna hins litla tekjuaf- gangs og benti á, að eðli- legt væri, að fyrirtækið skila5i meiri tekjuafgangi vegna hinnar miklu veltu. Þá spáði hann því, að við- reisnarráðstafanir ríkis- stjórnarinnar mundu hafa slæm áhrif á afkomu SÍS. Þetta hefur auðvitað reynzt rangt og er m.a. sér staklega tekið fram í skýrslunni, að hagstæður rekstur Iðnaðardeildar og Skipadeildar sé gengis- breytingunni að þakka. En eigi að síð-ar kemur það einkennilega fyrir sjónir, að SÍS skuli fallast á svo gífurlegar kauphækkanir nú, þar sem afkoma þess er því næst hin sama og árið áður, þegar stjórnend ur fyrirtækisins börðu sér sem mest vegna lélegrar afkomu. Tilgangurinn með kauphækkunum er þannig auðsær. Nu verða þeir náttúrlega að reyna að bera sig betur vegna kaup hækkunarsamninganna, sem gefið hefur verið í skyn, að Sambandið ætl aði sjálft að standa und- ir. Nú er því reynt að gera sem minnst úr hinum gíf urlegu erfiðleikum fyrir tækisins. Þó segir t. d. i skýrslunni, þar sem fjall að er um framkvæmdir á vegum Sambandsins: „Tilfinnanlegur. rekst- ursfjárskortur undanfarin ár hefur gert það að verk- um, að Sambandið hefur orðið að takmarka fram kvæmdir og fjárfestingu. Á sl. ári þrengist enn um rekstursfé. Það áraði því ekki vel að leggja í stór- ar framkvæmdir, enda var svo ekki gert“. Eftir þessa yfirlýsingu og aðrar í sömu átt, sem í skýrslunni er að finna, er því ekki nema von, þótt mönnum komi það nokk- uð á óvart, að SÍS-herr- unum skuli nú finnast „ára vel“ til þess að kalla yfir fyrirtækið stóraukin útgjöld vegna kauphækk- ana, og renni grun í, að eitthvað annað en gott ár- ferði valdi fúsleika SÍS til þess að hækka kaupið svo mjög. Fóru aftur til veiða AKUREYRI, 13. júní. — Fær- eysku kútterarnir þrír héldu úr höfn í dag. Afli þeirra og veið- arfæri voru metin og settu skip- stjórar tryggingu fyrir því að sektin yrði greidd. Fóru kútter- arnir til veiða. Goldi Heír þdkkar méttöknrnnr UTANRÍKISRÁÐHERRA fsraels, frú Golda Meir, hefur sent for- seta íslands þakkarskeyti fyrir alúðlegar móttökur á íslandi. í skeyti sínu til forseta íslands fórust utanríkisráðherra ísraels orð á þessa leið: „Ég vil hér með færa yður og forsetafrúnni alúðlegustu þakkir mínar fyrir yðar einstæðu gest- risni. Mér þótti það sérstakur heiður, að kynnast yður, og það var mér sönn ánægja að komast að raun um, hversu mikinn áhuga þér sýnduð landi mínu og hve mikið þér vissuð um það að fornu og nýju. Framh af bls. 1 Ég mun aldrei gleyma heim- ist meðfram gluggunum og, sókn minni til íslands, né heldur munaði aðeins hárbreidd aðj kynnum mínum af þjóðinni, sem hann lenti í stélvængnum. Þar 1 laudið byggir, þjóð með hetju- með varð allt aftur rólegt og lund. hin hollenzka flugvél gat hald ið ferð sinni áfram til Prest- wick á þremur hreyflum. Flugmaðurinn sagði eftir __________________ lendinguna: — Það sem ég| óttaðist mest var að það ■m-'t i. , ■* kynni að kvikna í vængnum.j iJrSllt a MOSkVU Ég var hræddur við þetta af' því að ég hafði séð áður en óhappið gerðist, að olía hafði runnið út á vænginn. Við athugun á vélinni í Allir á síld DALVÍK, 13. júní — Togskipið, Björgvin kom hingað í dag með | 50 tonn eftir 6 daga útivist. Var þetta síðasta veiðiförin með botn vörpu að sinni, því nú býst bát- urinn til síldveiða. Hinir bátarn- ir hér, fimm talsins, fara aiiir á síld, tveir fyrstu í nótt. — Prestwick Járnbrautarslys við Stuttgart STUTTGART, 13. júní (NTB). — Mikið járnbrautarslys varð í bænum Stuttgart í Suður Þýzkalandi í dag. Tvær út- hverfa-Iestir rákust saman á fullri ferð. Vitað er með vissu að 21 maður hefur látið lífið en búizt er við að tala látinna fari upp í 40. Sjónarvottar segja að ástandið á slysstaðn- um hafi verið hræðilegt, járn brautarlestirnar tvær hafi leg ið saman og margir vagnar í einni köst. Slysstaðurinn er rétt á bakka fljótsins Neckar. Kærar þakkir. Golda Meir“. Reykjavík, 13. júní 1961. skákmótinu burðargrindur úr stáli bráðn- að. LOKAÚRSL.IT á skákmótinu Moskvu urðu þessi: Prestwick flugvelli kom í ljósj 1—2) Smyslov og Vasjukov að hreyfillinn hafði dottið með 7%, 3) Friðrik Ólaffeson 7, vegna þess að í hitanum höfðu j 4) Aronin 6%, 5—6) Bisquier og Portisch með 6 vinninga, 7—9) Bronstein, Göfeld og Pachman með 5V2, 10—11) Rab ar og Tolush með 3V2, 12) Baku lin með 2 vinninga. í síðustu umferð vann Frið rik Ólafsson Rabar, en tókst þó ekki að komast í annað sæti þar sem Vasjukovvann Bron- — Handritin — Hafnarfjörður Framh. af bls. 2 þeim grundvelli, að bæjarsjóður og bæjarfyrirtæki hefðu engan veginn fjárhagslega möguleika eða aðstöðu til að gera slíka sér- samninga. Frávísunartillagan var síðan Bamþykkt með átta atkv. gegn einu, eins og áður segir. Framh. af bls. 1 Ómögulegt að segja um um úrslitin Af þessu má ráða að ómögu- legt er orðið að segja hvernig þetta fer. Það munar nú svo mjóu að vel má vera að and- stæðingar afhendingarinnar geti þegar allt kemur til alls náð 60 undirskriftum. En það getur einnig mistekizt þeim þannig að aðeins vanti einn upp á. Eru 58 komnir? Berlingatíðindi segja í kvöld, að líklegt sé að þrír þingmenn Vinstri flokksins til viðbótar undirriti áskorunina. Þegar þeir hafa sett nafn sitt undir hafa 58 undirritað —• vantar aðeins tvo. Þá beinast augu manna að tveimur þingmönnum Ihalds- flokksins, þeim Thestrup og Hanne Budtz. Undir afstöðu þeirra tveggja og festu er nú allt komið. Þau hafa fram að þessu vísað á bug ákafri ásókn í að fá nöfn þeirra unidr skjalið, en á morgun, miðvikudag, verður lögð mik il áherzla að vinna þau til fylgis' við áskorunina. Fram á miðnætti Nokkuð hefur verið deilt um það hér, hvenær undirskrifta- fresturinn myndi renna út. — Fresturinn er sem kunnugt er þrír virkir dagar. Nú héldu sumir því fram að hann rynni út fyrir hádegi á miðvikudag, vegna þess að þingið afgreiddi lögin árdegis á laugardag, en forsætisráðuneytið danska hefur nú lýst þvi yfir að fresturinn eigi að vera þrír heilir dagar og því lýkur honum ekki fyrr en á miðnætti. Dagurinn í dag (miðvikudag- ur) getur því ráðið úrslituni um afhendingu handritanna. Ef 60 undirrita áskorunarskjalið er hætt við því að þrjú ár muni líða þar til nýjar kosningar hafa farið fram og þingið samþykkir lögin að nýju. Ýmsir andstæðingar handrita- afhendingarinnar hafa þó tekið fram að mögulegt verði fyrir flokkana að komast að öðru samkomulagi fyrr. Inflúenzo ú Filippseyium MANILA á Fillippseyjium, 13. júní. (Reuter). — 24 manns hafa látizt í inflúenzusótt sem komið hefur upp á eynni Cebu á Fillipps eyjum. Af þeim eru 20 börn. Heilbrigðisyfirvöld Filippseyja segja þó að veikin sé heldur væg, en búast við að hún muni breið- ast mjög út um Filippseyjar út þennan mánuð. Lögregluvakt LÖGREGLAN stóð vakt vRJ Kassagerðina í nótt. Þar voru tveir bílar hlaðnir varningi, sem Kassagerðin flutti innan úr Kleppsholti, frá útibúi verksmiðj unnar þar. Verkfallsverðir stöðv uðu bílana og var þá kallað á lög reglu. Mun vörður hafður þarna um bílana þar til skorið verður úf um það hver réttur beggja aðila er, sagði lögreglan í gær Fáir laxar HÚSAVÍK, 13. júní. — Stanga- veiði hófst í Laxá á laugardag- inn, 10 dögum síðar en venja er til. Laxármýrarlandi voru leyfð- ar þrjár stangir fyrsta daginn Og fengust 4 laxar, allir um 10 pund. Á sunnudag voru laxarnir 5, sá þyngsti 15 pund. — íþrótfir Framh. af bls. 18. þá báða. Miðjutríóið norðlenzka sýndi góð tilþrif móti KR. Það var fyrsti leikur leikmannanna á þessu sumri. Strax í næsta leik á Melavellinum voru þeir styrk- ari. Það verður fróðlegt að sjá þá í kvöld. Þeir eru að vísu lítt reyndir leikmenn. En tilþrif hafa þeir sýnt góð. Það er ekki um, úrval manna að ræða í fram- herjastöður. Kannski svarar til- raunin með Akureyringana þeim | vanda á jákvæðan hát í kvöld? stein einnig í síðustu umferð. — Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 10. öra fólksfjölgun sífellt alvar- legra vandamál. Sú kenning, að fjölgun íbúanna hafi örv- andi áhrif á framleiðslu og viðskipti kann að hafa nokk- urt gildi í auðugum ~Löndum, en hún verður ekki heimfærð upp á vanþróuðu löndin. Mér virðist það vera hrein ósk- hyggja. órökstudd fjarstæða, að mögulegt verði að rækta öll lönd jafnrækilega og t. d. Danmörku, og þess vegna eigi jörðin að geta alið og brauð- fætt helmingi fleira fólk en hana byggir nú, sagði Eugene Black. * * * Eftir ræðu Blacks í ráðinu urðu nokkrar umræður, og andmæltu nokkrir fulltrúar skoðunum hans í þessu máli. T. d. kvaðst fulltrúi Argen- tínu vilja mótmæla hugmynd- um eins og þeim, sem komið hefðu fram í ræðu Blacks — þær stríddu gegn trú manna og siðferðishugmyndum í Argentínu. Auk þess kvaðst hann vilja benda á það, að hér væri um að ræða vanda- mál, sem alls ekki væri innan verkahrings AlþjóSabankans að fjalla um. Fulltrúi Sovétríkjanna and- mælti Black einnig, en á nokk uð öðrum forsendum. Hélt hann því fram, að fólksfjölg- un gæti aðeins skapað vanda- mál í löndum, þar sem auð- valdsskipulag ríkti. Slíkt kæmi ekki til í löndum sósíal- ismans. * * * En hvað sem slíkum mót- bárum líður, mun þó flest- um ljóst, að það væri mikils virði, ef unnt reyndist að tak- marka verulega fólksfjölgun- ina í þeim löndum, þar sem þéttbýli er mest og lífskjörin verst. Mínar beztu þakkir til allra ér glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 4. júní. Sérstaklega vil ég þakka börnum mínum um og tengdabörnum fyrir hina rausnarlegu gjöf er þau færðu mér. Guð blessi ykkur öli, og Iauni ykkur hlýjuna og ánægju- lega stund. Árni Guðmundsson, Teigi. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem færðu mér gjafir eða á annan hátt sýndu mér vin.á,ttu og virðingu á sjöt- ugsafmæli mínu. Guðmundur Vilhjálmsson Elsku litli drengurinn minn BJARGMUNDUR HERMANN STEFÁNSSON Flugvallavegi 6 lézt á Barnadeild Landspítalans 12. þ.m. Stefanía Sigurjónsdóttir Bróðir okkar AXEL ANDRÉSSON íþróttakennari varð brá,ðkvaddur aðfaranótt þriðjudagsins 13. þ.m. — Jarðarförin verður ákveðin síðar. Baldur Andrésson, Guðrún Korneirup-Hansen Magnús Andrésson Húsfrú RÓSA JÓNASDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Ingólfsstræti 3, Reykjavík 2. júní. — Jarðarför fór fram frá Fossvogskirkju 9. júní. Þökkum auðsýnda samúð. Eiginmaður og sonur Sigurjón Jónsson, Gestur Sigurjónsson Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu, við andlát og jarð- arför móður minnar, SIGRlÐAR JÓNASDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna. Signar Vaidimarsson Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin.áttu við andlát og jarðarför HELGU OLIVERSDÓTTUR sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 31. maí s.l. Oliver Kristjánsson, Kristófer Oliversson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.