Morgunblaðið - 22.06.1961, Síða 10
10
MORGVTSBLAÐÍÐ
Fimmtudagur 22. júní 1961
Pltrgiuiilbíalíili
atg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalotræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakiff.
RÖDD VERKAMANNS HEYRIST
GEGNUM MOLDVIÐRIÐ
jlfORGUNBLAÐIÐ birti í
1T1 gær mjög athygilsverða
grein eftir verkamann, Björn
frá Mannskaðahóli, umvinnu
deilurnar. Stingur grein sú
mjög í stúf við blekkinga-
moldviðri það, sem komm-
únistar hafa þyrlað upp í
þeim tilgangi að fá verka-
menn til að sætta sig við
lægri laun en þeim eru boðin.
Björn ræðir fyrst umskríls
læti þau, sem skipulagður
hópur kommúnista heldur
uppi á Dagsbrúnarfundum,
hindrar málfrelsi og öskrar
óprenthæf stóryrði. Síðan
segir hann:
„Ekki kannast ég við þá,
er mest hafa sig fram í slík-
um skrílslátum, sem reyk-
víska verkamenn. Ég er bú-
inn að vinna hér í Reykjavík
í 30 ár, lengst af sem verka-
maður og með mörgum verka
mönnum, en sem betur fer
hef ég ekki kynnzt slíkum
skríl meðal verkamanna.“
Auðvitað vita allir, að það
er hvorki vilji né menning-
arstig verkamanna almennt,
sem birtist á æsingafundum
kommúnista. Hitt er svo ann
að mál, að það verður aldrei
talið forystumönnum félags-
ins til sæmdar að skipuleggja
skrílslæti og gefa út í frá
þá mynd af félaginu, sem
sízt er til þess fallin að vekja
samúð eða skilning á þörfum
verkamanna.
Þá sögn verður líka að
segja, eins og hún er, að það
er nánast frekleg móðgun við
verkamenn að ætla að halda
úti verkfalli vikum saman til
að knýja fram lægri laun en
þeir eru boðin. Baráttan fyr-
ir því að 1% renni ekki til
verkamanna heldur til ákveð
ins sjóðs félagsins er rök-
stutt með því, að þannig sé
bezt tryggður hagur þeirra,
sem við erfiðastar aðstæður
búa. Þess vegna eigiaðknýja
það fram, að vinnuveitendur
greiði beint í þennan sjóð.
Nú liggur það fyrir, að
verkamenn geta að sjálfsögðu
gert samþykkt í félagi sínu
um það að greiða þennan
hluta launanna sjálfviljugir í
þennan sjóð og þó haldið eft-
ir 1% greiðslu á eftir- og
næturvinnu. Það, sem stjórn-
endur Dagsbrúnar því í raun
inni segja, þegar þeir hafna
þeirri leið en krefjast þess
að vinnuveitendur greiði í
sjóðinn, er í stuttu máli á
þessa leið: Verkamenn eru
ekki nægilega þroskaðir til
að skilja að þeir þarfnast
slíks sjóðs. Þeir hafa ekki
þá samúð hver með öðrum,
að þeir vilji fórna sem bet-
ur mega sín fyrir hina sem
hjálpar þurfa. Þess vegna
treystum við því ekki að þeir
vilji greiða í sjóðinn og vilj-
um þess vegna neyða vinnu-
veitendur til að greiða hluta
launa þeirra þangað.
Morgunblaðið telur, að
verkamönnum sé lítill greiði
gerður með því að lýsa þeim
á þennan veg.
AUKIN SKRIF-
FINNSKA
F1 N U M það má vissulega
deila, hvort verkamönn-
um sé það hagkvæmara að
leggja 1% í styrktarsjóð en
að fá þessa upphæð greidda
sjálfir. Og þegar við bætist
að þeim býðst þessi viðbótar
greiðsla einnig á eftirvinnu-
og næturvinnukaup, þá fer
auðvitað ekki milli mála að
það tilboð er hagkvæmara en
krafa Dagsbrúnar. Um þetta
1% segir Björn frá Mann-
skaðahóli:
„Okkur verkamönnum þyk
ir nóg um skriffinnsku • og
milliliðastarfsemi í landi okk
ar þó við séum ekki að berj-
ast fyrir því að sérhvert
verkalýðsfélag reki eigin
tryggingarstarfsemi. Verður
þá ekki næsta skrefið að þau
stofni sérstaka sparisjóði og
banka? Er ekki hætt við að
það verði fleiri afætur á þess
um sjóðum öllum heldur en
væri, ef þessi starfsemi félli
inn í almanna tryggingarn-
ar?“
Þarna er réttilega vakin á
því athygli, að heppilegast er
að tryggingarstarfsemi sé
sem einföldust og nóg sé um
skriffinnskuna fyrir í okkar
þjóðfélagi. En kommúnistar
ætla sé auðvitað að hafa
„góða“ skriffinna á launum
hjá styrktarsjóðnum.
Við efnahagsráðstafanirnar
í fyrra voru fjölskyldubætur
svo stórauknar, að það sem
ef til vill fengist greitt úr
styrktarsjóði eins og þeim,
sem nú er rætt um, er auð-
vitað aðeins örlítið brot af
því, sem verkamenn fávegna
fjölskyldubóta í almanna-
tryggingum. Um fjölskyldu-
bæturnar er hins vegar mjög
hljótt í Þjóðviljanum, svo að
menn gætu helzt haldið að
kommúnistar vildu afnema
þær, borið saman við þá
geysi-áherzlu, sem þeir leggja
á hinn svonefnda styrktar-
sjóð.
Heíllavænleg
þróun í Kongó
- En Krús]eff gebjast ekki að sliku
og býst til að hindra, að SÞ geti
* stuðlað að svipaðri þróun
annars staðar
FÁIR hefðu sennilega gerzt
til að spá því fyrir nokkrum
mánuðum, að hið unga Kongó
ríki — sem þekktast hefir
orðið vegna upplausnar þeirr
ar og óróa, er þar hefir ríkt
— gæti haldið upp á eins árs
afmæli sjálfstæðis síns, hinn
30. júní nk. „í ró og næði“
— að mestu laust undan oki
hinna blóðugu innanlands-
óeirða. Eigi að síður horfir
nú svo, að Kongóbúar geti
gengið til hátíðar fyrrgreind-
an dag með þá þægilegu
vissu, að hið versta sé nú
afstaðið og að upp af rústum
muni rísa sambandsríki und-
ir leiðsögn stjórnmálamanna,
ÓHÆF OFSTÆK-
ISSKRIF
IVOMMÚNISTAR eru aug-
sjáanlega mjög skelkaðir
yfir því að halda nú úti verk
falli til að knýja fram lægri
laun en boðin eru. Brýzt ótti
þeirra út í skefjalausu of-
stæki. Þannig er í gær per-
sónulega ráð-izt að formanni
Vinnuveitendasambands ís-
lands og raunar fleiri mönn-
um og sagt m. a.:
„Þeir krefjast þess að fá
að níðast á öldruðum, sjúk-
um og slösuðum verkamönn-
um.“
Slíkt glórulaust ofstæki
dæmir sig auðvitað sjálft og
er sízt til þess fallið að bæta
hag verkamanna. Vinnuveit-
endasambandið hefur auðvit-
að nákvæmlega sömu skyld-
ur við félaga sína og verka-
lýðesamtökin við sína með-
limi. Því ber að reyna að
tryggja hag atvinnuveganna
og það er auðvitað alls ekki
þess hlutverk að styrkja sjóði
verkalýðsfélaganna, frekar
en að það er hlutverk verka-
lýðsfélaganna að greiða fjár-
muni til Vinnuveitendasam-
bandsins.
En ofstækisskrifin eiga aug
sýnilega að< þjóna því hlut-
verki að girða fyrir það sam-
starf milli launþega og vinnu
veitenda, sem nauðsynlegt er
til að raunhæfar kjarabætur
fáist. Það mega kommúnist-
ar ekki heyra nefnt, því að
þá væri verkfallastefna
þeirra dæmd úr leik.
sem loks hafa viðurkennt, að
þeir verða að vinna saman
— að hin ýmsu fylki landsins
verða að starfa saman, enda
þótt þau vilji hafa nokkra
sjálfsstjórn.
— ★ —
Það hefir tekið sinn tíma að
viðurkenna þessar staðreyndir
— og þó hefir það orðið skjót-
ar en margir hefðu þorað að
vona fyrir nokkrum mánuðum.
Það kostaði mörg mannslíf og
ótaldar milljónir 'franka. En
eins og fyrr segir verður nú
ekki annað séð en „unglingur-
inn“ Kongó • sé að komast af
versta gelgjuskeiðinu. Það mun
a.m.k. valda vonbrigðum, ef
annað verður uppi á teningnum
á þjóðhátíðardaginn eftir rúma
viku.
Rétt og rangt —
hvað er hvað?
Það var svo að segja sam-
dóma álit allra, sem á sínum
tima skrifuðu blaðagreinar um
hið fyrirlitlega morð Patrice
Lumumha, fyrsta forsætisráð-
herra Kongó, að það níðings-
verk myndi enn auka viðsjár
og glundroða í ríkinu. En allur
gangur mála síðan hefir af-
sannað þessa skoðun — hvarf
hins reikula og æsingagjarna
Lumumba af hinu pólitíska sviði
virðist hafa haft jákvæð áhrif
á þróunina í Kongó. Arftaki
Lumumba, Antoine Gisenga, for
sætisráðherra í Orientalfylki,
hefir ekki fetað í fótspor hans
að neinu verulegu leyti — hvort
sem þar um ræður getuleysi,
eða það, að Gizenga hafi hreint
ekki fýst að gerast annar Lum-
umba. Um það skal ekki dæmt.
Þá virðist augljósf, að hand-
taka Moise Tsjombes, forsætis-
ráðherra Katanga-fylkis, hafi
emnig stuðlað að því, að æ
meiri ró hefur komizt á í Kongó
að undanförnu. Auðvitað getur
það varla talizt til fyrirmyndar
að kveða andstæðing í kútinn
með því að handtaka hann með
ofbeldi og setja undir lás og
slá. En þetta virðist þó vera
dæmi um það, að ekki liggur
ævinlega ljóst fyrir, hvað er
rétt og heillavænlegt fyrir fram
tíðarþróunina, og hvað ekki.
-Ar Aðstoð Sameinuðu þjóðanna
Hér hefir verið bent á tvö
atvik — bæði heldur skuggaleg
— sem ætla má, að stuðlað hafi
að bættu innanlandsástandi í
Kongó. — Það er þó varla þetta,
sem úrslitum hefir ráðið, held-
ur fyrst og fremst hið mikla og
víðtæka starf, sem unnið hefir
verið í Kongó á vegum Sam-
einuðu þjóðanna. Enda ' þótt
samtökin hafi verið sökuð um
mörg mistök í aðgerðum sínum
í Kongó, og sú gagnrýni kunni
að vera á rökum reist að ein-
hverju leyti, þá getur varla ver-
,ið mikill ágreiningur um það,
Krúsjeff — lítið hrifinn af
starfi SÞ í Kongó
að Kongó væri sennilega enn f
hinni sömu úlfakreppu bræðra-
víga og sundrungar og fyrr, ef
aðgerðir Sameinuðu þjóðanna á
mörgum sviðum hefðu ekki
komið til.
Og SÞ halda áfram aðstoff
sinni. Liðssveitir samtakanna
hafa stöðugt auga með her hinna
ýmsu fylkja í Kongó, og marg-
vísleg fjárhagsaðstoð og tækni-
hjálp á vegum SÞ er í fullum
gangi — og verður haldið á-
fram.
k Skugginn austræni
Yfir þessari heillavænlegu
þróun hvílir skuggi, sem varpað
er úr austurátt. Ef Krúsjeff,
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
tækist að" koma fram kröfum
sínum um breytingar á stjórn
Sameinuðu þjóðanna væri senni
lega búið með slíkar björgunar-
aðgerðir samtakanna, sem nú
virðast vera að leiða Kongó á
rétta braut. — Vínarfundur
þeirra Kennedys og Krúsjeffs og
eftirmálar hans hafa leitt í ljós,
svo að ekki verður um villzt,
að Krúsjeff heldur fast við fyrri
kröfur sínar, að Dag Hammar-
skjöld verið vikið úr starfi fram
kvæmdastjóra SÞ og í staðinn
verði komið á þrístjórn — þ. e.,
að þrír menn, einn frá vestur-
veldunum, einn frá kommúnista
ríkjunum og einn fulltrúi hlut-
lausra ríkja, færi með fram-
kvæmdastjórn samtakanna. Hver
þessara fulltrúa um sig skal hafa
neitunarvald, samkvæmt hinum
rússnesku tillögum. Þarf enginn
að fara í grafgötur um það, að
ef slík þrístjórn hefði verið kom
in á, þegar vandræðin í Kongó
hófust, hefði ekkert orðið úr að-
gerðúm SÞ þar. Þá hefði rúss-
neski fulltrúinn vissulega beitt
neitunarvaldi sínu, það er deg-
inum ljósara.
Ef svo fer, sem nú virðist
horfa í Kongó, að endir verði á
togstreitunni innanlands og rík-
ið komist á örugga þróunar-
braut, eru það vissulega hin
sterkustu rök gegn þristjórnar-
brölti Krúsjeffs — en slíkt skipu
lag virðist hann nú vilja inn-
leiða sem víðast á alþjóðavett-
vangi. Það væri þó sjálfsagt
barnalegt að ætia, að sovézki
einræðjsherrann gefi þessar hug
myndir sínar upp á bátinn, þótt
hann „missi af strætisvagnin-
um“ í Kongó. Er ekkl ólíklegt,
að honum sé það nú einmitt
efst í huga, að koma í veg fyr-
ir, að Sameinuðu þjóðirnar geti
víðar hrifsað frá honum líklega
bráð.