Morgunblaðið - 22.06.1961, Side 13

Morgunblaðið - 22.06.1961, Side 13
Fimmtudagur 22. jún! 1961 MORGUTSBL ÁÐIÐ 13 Sextugur 1 dag Hallgrímur Jónsson Pósf- og s'imstöðvarstjóri, Búðardal Fæddur er hann að Ljárskóg- um í Laxárdal, 22. júní 1901. Foreldrar hans voru merkishjón jn Jón Guömundsson, bóndi, Guömundssonar, frá Ljárskógum ©g Anna Hallgrímsdóttir, Bjarna sonar frá Laxárdal í Hrútafiröi. Jafnhliða bústörfum í Ljárskóg- um læröi Jón gullsmíði á ísa. firði hjá Bimi Ámasyni á árun- uo 1886—1888, enda hagur mjög- í höndum. Síðar nam hann ljós- myndaiðn hjá Birni Pálssyni og Sigfúsi Eymundsson. Þótti hann góður Ijósmyndari og geymast imargar minningar um merka atburði í ljósmyndum þeim, er hann tók hér í Dölum og víðar. Þá þótti Ljárskógabóndinn refa- skytta góð, enda varð hann lands ikunnnur á því sviði síðar. Þau hjón eignuðust níu börn, en sjö eru nú á lífi. Minnast má þess, að sonur þeirna hjóna var Jón heitinn frá Ljárskógum. Þótti hann skáld gott en kunnari mun hann vera fyrir söngrödd sína, því ha-nn var aðaldriffjöð- ur í hinum landskunna og vin- sæla M. A. kvartett. Hallgrímur gekk í unglinga- skóla að Hjarðarholti í tvo vet- ur. Var það löng leið að ganga ikvölds og morgna milli Ljárskóga og Hjarðarholts, en áhuginn var nógur og því reyndist vegalengd in styttri. Kennari var þá Björn H. Jónsson, sem síðar var skóla- stjóri á ísafirði, en söngkennslu onnaðist Markús Torfason frá Ólafsdal. Var Hallgrímur þar virkur þátttakandi, því söngrödd hafði hann góða enda söngelskur mjög. Fram eftir aldri vann hann að búinu í Ljárskógum ásamt systkinum sínum. Var hann dug- legur til allra verka, dýnavinur mikill, og í hjásetunni fyrir fram an þverá, er morgunsólin birtist og sendi geisla sína yfir Dala- byggð, gæti ég trúað að hans fyrsta vísa hafi orðið til. Á uppviaxtarárum Hallgríms var mikið líf í ungniennafélag- inu Ólafi Pá í Laxárdal. Gekk hann ungur í félagið og starfaði mikið að málefnum þess. Héldu þeir þá oft málfundi af mikilli hörku, en þó alltaf í bezta bróð- erni. Gáfu þeir út bl'aðið Vetrar- brautina, sem kom út öðru hvoru í nokkur ár, en blaðið var allt handskrifað af nokkrum áhuga- sömum félagsmönnum, m. a. Jó- hannesi úr Kötlum, Hallgrími o. fl. Þá var Hallgrímur í stjóm U.M.S.D. þegar ráðist var í það mikla framtak að byggja sund- laug að Laugum í Hvammssveit. Var talið að hún væri með stærstu eða stærsta, yfirbyggða liaug, utan Keykjavíkur á þeim tímum. í einkalífi sínu hefur Hall- grímur verið hamingjusamur. Hann hefur átt því láni að fagna að eignast þá gjöf, sem er gulli betri, en það er góða og göfuga konu. Árið 1934 kvæntist hann Önnu R. Fritzdóttir, stöðvar- stjóra, Bemdsen frá Skagaströnd. — Höfðu þau heimili að Ljár- skógum, en fluttu til Skaga- strandar árið 1939. Á árinu 1942 brugðu þau búi og settust að í Búðardal, en þar tók Hallgrímur við póst- og sim- stjórastarfinu, sem hann hefur gegnt síðan af miklli prýði og dugnaði. Hallgrímur hefur starfað mikið fyrir sveit sína. Hefur hann m. a. um langt skeið verið forsöngvari í Hjarðarholtskirkju, í skóla- nefnd, svo eitthvað sé nefnt. Störf þessi hefur hann unnið af hag- sýni og dugnaði í hvívetna. Þá mun hugur hans standa næst þeim félagsskap, er hann tók tryggð við í bernzku á sínu æsku- skeiði, og batt hann þeim bönd- um, sem ekki verða leyst á með- an íslenzk ungmennahreyfing dafnar og blómgast á voru landi. Ungur mun Hallgrímur hafa gengið í Framsóknarflokkinn, en um síðar varð hann óánægður með stefnu hans og störf. Gekk hann þá í Bændaflokkinn á með- an hann hét og starfaði, enda mikill stuðningsmaður Tryggva heitins Þórhallssonar. Eftir fall Bændaflokksins hefur Hallgrim- ur aldrei látið uppi sínar stjórn- málaskoðanir, en samt hygg ég að hann gangi aldrei „fram af brúninni" í stjórnmálum. Hallgrímur er hagyrðingur góður. Hefur hann gefið út ljóða bókina, Undir Dalanna sól, sem kom út árið 1958. Þá mun hann eiga í fórum sínum mikið safn frumsamdra ljóða, sem ekki hafa birtzt á prenti. í bókasafni hans eru einungis góðar og verðmikiar bækur, valdiar af smekkvísi, enda haganlega og vel frá þeim geng- ið. Börn þeirra hjóna, Hallgríms og frú Önnu eru: Regína Anna, Anna Ragnheiður, Yngvi, Gylfi, Ingibjörg Anna og Hrafnhildur Anna. Eru þau öll búsett í Búð- ardal. — Austurvegur Framhald af bls 9. umstæðum miða við það að veg- urinn liggi frá Vindheimum til Þorlákshafnar, þaðan að Óseyrar brú og frá brúnni til Eyrarbakka. Við það myndi beinleiðin lengj- ast um of. í þess stað verður að leggja hliðarálmu af beina veg- inum milli Vindheima og Óseyr- arbrúar, þar sem vegalengdir segja til um að bezt fer sam- an, sem stytztur vegur frá Þor- lákshöfn bæði austur og vestur (,,suður“ til Reykjavíkur). Þann- ig verður bezt fyrir séð sam- göngum við framtíðarhöfnina í Þorlákshöfn. Hið sarna gildir um Eyrarbakka (og Stokkseyri), þangað verður hliðamálma af beina veginum frá Óseyrarbrú að Selfossi, þar sem bezt hentar til þess að fá sem stytzta akleið frá Eyrarbakka, jöfnum höndum bæði upp að Selfossi og vestur til Þorlákshafnar. III. Ráðist þessi vegamál á þarnn hátt er ég hefi nú reynt að lýsa, eða því sem næst, verða tvær leiðir um láglendið milli Vind- heima og Selfoss, fer vel á því, og ekkert óhóf er hér í ætlunum. Hér er stónt í efni og hér verð- ur að líta stórt á hlutina, svo er um rnargt er varðar framtíð byggðanma iá Suðurlandsundir- lendinu, og samband þeirra við hafnarborgirnar báðar, Reykja- vík — höfuðstað landsins — og Þorlákshöfn, útgerðarhöfnina og aðdráttahöfm mestu búnaðar- byggðar landsins. Beggja megin Þorlákshafnar, vestan frá Selvogi og austur að ósum Ölfusár, er miklar auðnir sanda og sandorpinna hrauna. Alls munu þetta vera yfir 100 ferkm. lands, samfellt láglendi þannig í sveit sett, þegar Óseyr- arbrú er orðin að veruleiíka, og Þorlákshöfn kastar af sér álög- um brims og boða, að vart getur annað betra á landi voru. Þetta flæmi getur allt orðið að grónu nytjalandi, á næstu áratugum, ef skilningur og stórhugur kem- ur til réttilega. Hér er mikið byggðarefni, og hvergi á landinu er meiri ástæða til þess að Sandgræðsla fslands taki stórt á, á næstunmi, þegar frá er talið þeir staðir þar sem beimn voði steðjar að. Austur og vestur frá Þorláks- höfn á að rísa blómleg byggð, og um hana mun liggja einn fjöl- farnasti vegur landsins. Þar eiga ákrar að hylja völl — kartöflu- akrar og byggakrar. — Á þess- um slóðum eru sennilaga betri skilyrði til þess heldur en á nokkrum öðrum stað á landinu. — Já hér er stórt í efni og hér verður að líta stórt á. Upphafið er vegurinn, heppilega liagður og með mikla framtið í huga. Hér má ekki endurtaka sig það sem skeði við lagningu Krísuvíkur- vegarins, er hann, sökum þess að of smátt var á litið, var óheppilega lagður við Kleifar- vatn og rammskakkt við Hlíðar- vatn og sunnan í Selvogsheiði. Það þolir enga bið að athuga venkfræðilega vegarstæði og væntanlega vegagerð í sambandi við Óseyrarbrú, meðal annars með það fyrir augum að breyta þegar á næsta þingi lögunum um Austurveg frá 1946, svo að það þurfi ekki að korna fyrir á næstu árum að farið verði að fást við hina — að óbreyttum lögum — fyrirhuguðu vegagerð á EfrafjalH fyrir ofan Hjalla í Ölfusi. Jaðri, 3. apríl 1961. Ford diesel bátavélin er útbúin sérstaklega sem sjóvél af Motorfabrikken B H K í Kaupmannahöfn, og er seld í þúsunda-tali um allan heim. FORD diesel er örugg FORD diesel er ódýr FORD diesel er sparneytin. KRAFTUR - ÚRYGGI - ENDING FORD diesel bátavélar hafa nó verið settar í nokkra FORD diesel bátavélin fæst í tveim stærðum: 4 cyl. 55 hestöfl 6 cyl. 86 hestöfl. báta og á vaxandi vinsældum að fagna. \ Tæknilega þjónustu, viðhald viðgerðir og varahlutasölu annast BJÖRN & HALLDÓR HF., Vélaverkstæði Síðumúla 9 — Sími 36030.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.