Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 1
24 siður og Lesbók '. 48. árgangur 139. tbl. — Sunnudagur 25. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skjaliö ekki dreg- ið til baka SVO sem kunnugt er hefur Ludvig Storr, aðalræðismað- ur Dana á íslandi, og stjórn- ir félaganna Det Danske Sel- skab og Foreningen Danne- brog beint þeim tilmælum til danska þingmannsins, Poul Möller, að hann dragi til baka undirskriftaskjalið í hand- ritamálinu. Síðastliðinn föstudag barst þess um aðilum svarbréf þing-manns- ins, en þar kemst hann svo að orði: — Um leið og ég þakka yður eímskeyti, sem þér senduð mér 15. þ. m. vil ég vekja athygli á því, að ógjörningur er að draga til baka undirskriftaskjalið. Ég vil gjarnan geta þess, að ástæðan til þess er grundvölluð. á hinum einstaklega óviðeigandi hætti, sem einkennt hefur meðferð máls ins af hendi menntamálaráð- herra Dana, gagnvart hinni dönskn þjóð, dönskum vísindum Og þjóðþinginu danska. Við berum mikla virðingu og höfum dýpsta skilning á óskum íslenzku þjóðarinnar, en erum þeirra skoðurtar, að ráða heri þessu máli til lykta á viðeig- andi hátt. Hraðamet X-15 ffew York, 24. júm — Banda riska eldflaugaþotan X—15 bætti enn í gær hraðamet sitt. Náði þotan 5904 km. hraða á klukkustund og fór í 32 km. hæð. Haldið verður áfram til raunum með þotu þessa en fyr irhugað er að hún geti náð 6,500 km. hraða og komizt i L 80 km. hæð. viljum fá að vinna segja verkamenn Dagsbrúnar, sem fréttamaður blaðsins hitti á ferð um bæinn U M ekkert er nú rætt eins mikið og verkfallið og hver sé hugsanleg lausn á því öngþveiti, sem það er nú komið í. Fréttamaður blaðs- in» lagði því land undir fót og fór og hitti 15 Dagsbrún- Castro sviptir 1200 menn von um frelsi og kubönsku þjóðina nauðsynlegum landbúnaðartœkjum Washington, 2Jf. júní. FYRIRÆTLANIR um skipti á bandarískum dráttarvélum og nær tólf hundruð föng- um, sem teknir voru í upp- reisninni á Kúbu í apríl sl. hafa að því er virðist farið gersamlega út um þúfur. Fidel Castro einræðisherra á Kúbu haínaði í gær tilboði banda risku fjáröflunarnefndarinnar um að afhenda firrum hundruð dráttarvélax fyrir fangana og í gærkveldi tilkynnti nefndin, sem undir forsæti frú Eleanor Roose velt.að fyrirætlanir þessar væru nú að engu gerðar. Hefði Castro með hinu hrokafulla svari sínu við tilboði nefndarinnar í gaer gert að engu vonir tólf hundruð manna um frelsi og vonir kúb- önsku þjóðarinnar um góð land búnaðartæki, sem hún væri í mik illi þörf fyrir. Castro sagði m.a. í svari sínu í gær, að tilboð nefndarinnar væri „hlægilegt“ — kúbanska þjóðin gæti ekki gert sig ánægða með tilboð sem svaraði aðeins til lítils hluta þess skaða sem hún hefði orðið fyrir í „innrásinni" á Kúbu. arverkamenn og Ieitaði álits þeirra á málinu. Allir áttu þessir menn það sameigin- legt að þeir vildu að verk- fallið leystist án tafar. — Flestir vildu leysa það á sama hátt og gert var í Hafnarfirði, en aðrir bentu á nokkur frávik, sem kannski væru fær. Flestum virtist sem nú væri ekki lengur um kjaradeilu að ræða. Það væri búið að ganga að þeim kröfum, sem viðunandi væru fyrir verkamenn, aðeins formsatriði á sjúkra- og styrktarsjóðnum sem bæri á milli og væri þetta því orð- in pólitísk deila, en ekki kjaradeila. Enn aðrir bentu á að ekki væri séð hvað verkamenn ynnu við þetta verkfall. Líkur bentu til að verðlag mundi hækka í hlut- fallið við kauphækkunina og því væri ekkert unnið með þessu nema síður væri, þar sem þetta mundi hrinda af stað nýrri verðbólgu. Við spjölíum fyrat Brynjólf Vilhjálmsson, sem er verkamað- ur hjá Reykjavíkurbæ. Hann vildi semja hiklaust upp á svipuð kjör og um v&r samið í Hafn- arfirði. Þá taldi hann, að komm únistamir í Dagsbrún yrðu sjálf sagt fylgispakir sinum yfirboður um. Hins vegar taldi hann að líkur myndu fyrir því að með aillsherjaratkvæðagreiðslu, sem fram færi leynilega, rriyndi til- laga um sörnu kjör og samið var upp á Hafnarfirði, verða sam- þykkt. Það er svo almenn óánægja meðal verkamanna út af verkfall inu og hjá ýmsum orðið svo þröngt í búi. Það er lítil hjálp í 400 krónum á viku úr verkfalls- sjóði fyrir mann með konu og þrjú börn. Einhleypir menn fá 150 kr. Halldór Blöndal starfsmaður ÍPourquai Pas? Pourquoi Pas?-slysið er nú aftur á allra vörum. Ljósm. Mbl. 1. K. M. tók þessa mynd af Kristjáni Þórólfssyni í Hölluvör á Straumfirði á föstudag, en Kristján bjargaði eina Frakkanum sem komst af einmitt þarna í vörinni fyrir tæpum 25 árum. — Sjá „í fáum orðum sagt“ á bls. 8. og 9.“ — í ísbirninum tók mjög í sama streng og Runólfur. Hann taldi vart verandi í Dangsbrún fyrir þá menn, sem ekki væru fylgi- spakir stjór ninni og þá kommún- istum. Kvað hann hart að frjáls- huga verkamenn gætu ekki stofnað sitt eigið verkamannafé- lag og lofa kommúnistum að sitja með Dagsbrún. Frh. á bls. 2 Lek lög við hugsan- lega Búrfellsvirkjun f SUMAR hefur verið borflokk ur frá Raforkumálaskrifstofunni við Búrfell, til að rannsaka jarð veginn vegna hugsanlegrar Þjós árvirkjunar. Eru bormennirnir komnir með bora sína gegnum fjögur hraunlög á staðnum, en á milli þeirra hafa verið lek lög. Þetta er ekki sem hagkvæmast, en verkfræðingar ráða samt við slíka galla. Það er bara spurning um kostnað“, sagði Jakob Gísla- son raforkumálastjóri, er blaðið leitaði hjá honum frétta af þessu. Ekki hefur enn verið tekin á- kvörðun um hvört verður ofan á gufuvirkjun í Hveragerði eða vatnsvirkjun sem næsta stórvirkj un, en haldið er áfram undirbún- ingsvinnu bæði að gufurafstöð og eins rannsóknum við Hvítá og við Þjórsá hjá Búrfelli, svo að það ætti ekki að tefja neitt að ákvörðun er ekki tekin strax, að því er Jakob Gíslason saeði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.