Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júní 1961 I. JRtagnttMaMfr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Fratnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FIMMTA VERKFALLSVIKAN TjEGAR kommúnistar hófu * hin pólitísku verkföll sín með aðstoð skuldákónga SÍS sögðu þeir launþegum að þetta verkfall mundi aðeins verða stutt. Þeir höfðu ekki aðeins tryggt sér aðstoð Framsóknarflokksins til þess að hrinda verkföllunum af stað heldur einnig til þess að kljúfa samtök vinnuveitenda/ Þar með töldu kommúnistar það öruggt að skyndiáhlaup þeirra á íslenzkt efnahags- Mf myndi ná tilgangi sínum á örskömmum tíma. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Fimmta verkfalls- vika Dagsbrúnar er nú að hefjast. Reykvískir verka- menn og heimili þeirra hafa orðið fyrir stórkostlegu tjóni. Hin pólitísku verkföll og glæfraspil kommúnista hefur þegar leitt yfir þau marg- visleg vandræði. Hin komm- úniska forysta Dagsbrúnar hefur hafnað hverju mála- miðlimartilboðinu á fætur öðru. Á sama tíma og for- ystumenn verkalýðsins í Hafnarfirði ná samkomulagi við vinnuveitendur og hefja vinnu að nýju halda komm- únistar í Dagsbrún æsinga- fund og hvetja til áfram- haldandi vinnutaps reyk- vískra verkamanna, sem þeg- ar eru hart leiknir vegna ofstækisfullrar framkomu kommúnistaleiðtoganna. Leiðtogar Dagsbrúnar láta nokkur hundruð manna fund hafna tillögu um það, að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla í félaginu um þá málamiðl- imartillögu, sem hafnfirzkur verkalýður samþykkti svo að segja einróma. í verkamanna félaginu Dagsbrún eru á fjórða þúsund meðlimir. Á fjölmennustu fundum í félag inu eru hins vegar aðeins um 4—500 manns. Aðeins ör- lítið brot félagsmanna hefur því tekið ákvörðun um það að halda verkfallinu áfram, enda þótt vitað sé að völ sé á lausn deilunnar, sem verka lýðsfélög í nágrenninu hafa þegar samþykkt. Kommúnistar bera þannig einir. ábyrgðina á því að verkfall Dagsbrúnar heldur áfram. Enginn veit í dag hve nær því kann að ljúka. En eitt er víst: það heldur á- fram að valda reykvískum verkalýð stórfelldu tjóni og skapa framleiðslunni og at- vinnulífinu margvíslegt óhag ræði. En kommúnista varðar ekkert um það. Þeir hafa hafið pólitískt verkfall, ekki til þess að koma fram raun- verulegum kjarabótum til handa verkalýðnum, heldur til hins að valda upplausn og glundroða í þjóðfélaginu. Fyr ir þetta atferli sitt munu kommúnistar og bandamenn þeirra í SÍS og Framsókn- arflokknum verða dregnir til ábyrgðar á sínum tíma. ÓSIGUR KOMM- ÚNISTA í HLÍF ¥ HAFNARFIRÐI lauk verk falli verkamannafélagsins Hlífar í fyrradag. Þá tóku verkamenn til starfa og at- vinnulífið á staðnum tók að færast í eðlilegt horf að nýju. Kommúnistar höfðu gert allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir að samkomulag næðist milli hafnfirzkra verkamanna og vinnuveit- enda. En þeim mistókst mold vörpustarfið. Hannibal fékk hrapallegt hryggbrot á Hlíf- arfundi. Gaspur hans átti þar engan hljómgrunn. Verka- menn sáu að þeir áttu völ á hagkvæmri lausn vinnudeil- unnar og þeir voru þess al- ráðnir að láta ekki leiðtoga kommúnista í Reykjavík halda sér áfram í pólitísku verkfalli. Síðan þetta gerðist í Hafn- arfirði hafa komipúnistar haldið uppi stöðugum rógi og illyrðum um Hermann Guðmundsson, formann Hlíf ar og hafnfirzka verkamenn. Hefur þeim verið borin á brýn skortur á drengskap og hvers konar níðingsháttur. Þessar nafngiftir veljakomm únistar hafnfirzkum verka- mönnum og leiðtoga þeirra vegna þess, að þeir vildu ekki halda áfram verkfalli, eftir að þeir höfðu náð hag- stæðum samningum, sem full nægðu kröfum þeirra. Hér í Reykjavík heldur verkfallið áfram. Kommún- istar ríghalda í þá fráleitu kröfu sína að fá 1% af laun- um verkamanna til þess að geta myndað milljónasjóði, sem síðan yrðu notaðir til að greiða herkostnað komm- únista við árásir á hendur athafnalífinu og hinu ís- lenzka þjóðfélagi. Hermann Guðmundsson og hafnfirzkir verkamenn völdu allt annan kost. Þar greiða vinnuveit- endur 1% af dagvinnukaupi í sjúkrasjóð Hlífar en stjórn hans verSur skipuð þremur mönnum, einum frá verka- mönnum, einum frá vinnu- veitendum og einum hlut- lausum manni frá Hæsta- rétti. Með þessu fyrirkomu- agyMsm. Gieymdu fangarnir í LONDON er hafin bar- átta fyrir réttindum gleymdra fanga. Barátt- unni er beint gegn ríkis- stjórnum og íbúum þeirra landa, þar sem menn geta hafnað í fangelsi fyrir það Mindszenty kardináli eitt að láta í ljós skoðanir sínar — ef þessar skoðan- ir falla ekki stjórncndun- um í geð. Þetta á sér stað í mörgum löndum, jafnvel löndum, sem eru aðilar að mann- réttindayfirlýsingu SÞ. En þar er meðal annars tekið fram að allir skuli hafa hugsana-, samvizku- og trúfrelsi. Hundruð þúsunda manna, ef til vi'll milljónir, eru inni- lokaðar í fangelsum eða fanga búðum víða um heim fyrir þá sök að halda fast við téttinn til að tala og hugsa sjálfstætt. Flestir þessara manna eru í kommúnistarí'kjunum. En það er ekki fjöldinn, sem skiptir máli. Utan kommúnistaríkj- anna eru einnig mörg sorgleg dæmi um fanga, sem ekki fá að njóta þe&s réttlætis sem maðurinn á kröfu til. lagi á stjórn sjóðsins eru hagsmunir hafnfirzkra verka manna fyllilega tryggðir, og það er auðvitað aðalatriði málsins. En afstaða kommúnistaleið toganna í Reykjavík er allt önnur. Þá varðar ekkert um það, hvort hagsmunir Dags- brúnarmanna eru raunveru- lega tryggðir eð<a ekki. Þeim er það aðalatriði að tryggja pólitísk yfirráð sín og að- stöðu til þess að geta mis- notað þau. Þetta er ástæða þess að 5. verkfallsvikan er nú að hefjast hjá Dagsbrúnarmönn- um. Þetta er ástæða þess að reykvískur verkalýður held- ur áfram að bíða stórkost- legt tjón og óhagræði af pólitísku glæfraspili komm- únista. TAKMARKIÐ Ungir lögfræðingar í Lond- on hafa sett markið háitt í þessari baráttu sinni. Þeir vilja: Vinna að lausn þessara fanga, eða að minnsta kosti sjá um að mál þeirra hljóti löglega afgreiðslu. Viima að útvíkkun griðarréttarins og útvega pólitískum flóttamönn um atvinnu. Koma á fót alþjóðasamtök- um, sem tryggja skoðana og málfrelsi. Þetta eru háleit takmörk. Nú fær þessi réttlætiskenmd að beita sér gegn þeirri hættu legu þróun, að mannréttind- in eru sniðgengin á sífellt fleiri stöðuim í heiminum, hvort það er á Kúbu, í Suðor Afríku, Ungverjalandi, Kóngó — eða Sovétríkjunum, þar sem nýlega hefur aftur verið upp tekin dauðarefsing fyrir sum pólitísk „afbpot“. BENENSON Aðalhvatamaður samtak- anna í London er Peter Ben- enson lögfræðimgur, en skrif Peter Benenson stofa samtakanna er í Mitre Court Building í Temple. Ben enson hefur haft náin kynni af því óréttlæti. sem hann nú berst gegn. Fyrir heimsstyrj öldima vann hann við alþjóða hjá 1 parstofnun, aðallega við að bjarga börnum ofsóttra for eldra í Þýzkalandi. Eftir stríð hefur hann verið verjandi í nokkrum pólitískum málum t.d. á Kýpur og mætt sem á- heymarfulltrúi alþjóða laga- nefndar við málaferli á Spáni Kúbu, Ungverjalandi og Port úgal. Benson segir að barátta-n verði ekki háð gegn neinum sérstökum flokki að hreyfing-u né neinu ákveðnu landi. Hún verður óháð stjómmálum og trúarbrögðum og snýst ein- göngu um réttlæti eða órétt- læti gaginvart manninum. Hann telur nafnið „pólitískir fangar'* ekki eiga við um þá menn, sem hér er um að ræða að bj-arga. Na-fnið sé ekki nógu víðtækt. Hann vill nota orðið ,,sa-mvizkufangar“, því hér geti ei-nnig verið um að ræða menn, sem fangelsaðir hafa verið vegna trúarskoðana. Talið er að þúsundir Buddha -munka séu fangiar í Kína og Tíbet einmitt aí þessu-m sök- um. Orðið samvizkufangi skýr ir Benson á þessa leið: Sérhver sá maður sem er líkamlega (með fangelsun eða á annan hátt) hindraður í að tjá (með orðum eða merkj um) hverja þá skoðun, sem hann er sannrfærður um að sé rétt og sem ekki hvetur eða leiðir tii valdbeitingar. Útilokaðir eru þeir, sem hafa átt í samningum við er- lenda ríkisstjórn um að steypa sinni eigin stjórn af stóli. MINDSZENTY og BERAN Er 1-itið á Mi-ndszenty k-ardí nála í Ungverjalandi sem sam vizkufanga? Eigi-n'lega ekki, þar sem hann er ekki í f-angelsi held- ur sem flóttaimaður í banda- rísk-a sendiráðinu í Budapest. Fyrir byltinguna 1956 var hann samvizkufangi, segir Benenson. En Beran erki-bisk up í Prag hefur setið í fang- elsi frá- því 1948. H-ann er sann/a-rlega samvizbufangi, ef hann er þá en-n á lífi. En þrá látur orðróm-ur hefur gengið um það að hann væri látinn. Næsta haust gefa þessi rétt indasamtöik út bók, sem heitir „Ofsóknir 1961“. Þar er ra-kin saga ní-u samvizkufanga, sem eiga sér mjög ólík-a sögu, en þó margt sameiginlegt. Þessir f-angar eru: Antonio Amat, sem reyndi að stofna lýðræðisflokk á Spá-ni og setið hefur í fangelsi án dóms frá því 1958. Maurice Audin, ungur stærð fræðikennari við háskólann í Algeirsborg, sem fallhlifaher menn handtóku fyrir þrem ár um og enginn veit hvað orðið hefur um. Patrick Duncan, son.ur fyrr verandi landsstjóra í Suður Afríku. Hann hefur þrisvar setið í fa-ngelsi vegna baxáttu Beran erkiblskup gegn kynþáttastefnu rfkls- stjórnarinn-ar. Hann hefur ver ið sviptu-r málfrelsi í fimm ár og fer nú huldu höfði. Hu Feng, þekktur kinversk- ur rithöfundur, sem si-tur í fan-gelsi í heimalandi sínu vegna þess að hann vildi ekki vinna með ríkisstjórn komm únista. Olga Ivinskja, vin-kona rúss neeka rithöfundarins Boris Pasternaks, sem hlaut fangels Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.