Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 5
lr Sunnudagur 25. júní 1961 MORCVWBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNI= Þó að flestir Bahdaríkja- mem líti á Hvíta Húsið með lotningarblandinni virðingu, er það í augum eins af hinum yngri þegnum ríkisins stórt dúkkuhús og leikvöllur. Þessi þegn er Caroline, dóttir Kennedy, forseta. Hún þýtur um gangana á þríhjólinu sírru, pillar málninguna af veggjun- um eða hleypur fram og; aftur með kvellhettubyssuna sína. Þó að þjónustufólkið í Hvíta- húsinu viti ekki, hvort hún hefur rannsakað hin 107 herb. síns nýja heimilis ennþá, er það fullvisst um að henni get ur skotið upp hvar sem er. Fyrir nokkru spurði frétta- maður einn starfsmann Hvíta- hússins, hvar ungfrúin væri og fékk það svar, að sézt hefði til hennar fyrir skömmu und- ir borðinu í fundarherbergi ráðherranna. Þessi starfsmað- Pabbi fær koss. Mamma les fyrir Caroline. ur gengdi þá í svipinn, skemmtilegu en ábyrgðar- miklu starfi, er nefnist „Caro- Iine-gæzla“. Það gengur næst hinu alvarlega hlutverki að gæta forsetans sjálfs. Samband Caroline og föður hennar er mjög innilegt. Það fyrsta, sem hún gerir á morgn ana, þegar hún vaknar er að hlaupa til herbergis hans, stinga höfðinu inn um gættina og hrópa „Halló, pabbi“. Stundum þegar forsetinn er að vinna við skrifborð sitt, lítur hann út um gluggann og sér Caroline, þar sem hún er að leik á suður-lóðinni. Ef hann hefur enga enga áríð- andi gesti, gengur hann út í rósagarðinn og klappar sam- an lófunum. Þetta er leyni- merki þeirra feðginanna og Caroline kemur alltaf hlaup- andi. Hún gerir sér ekki grein fyrir því, að faðir hennar gegnir mestu valdastöðu í landinu. „Pabbi“. sagði hún eitt sinn við hann er hann var að greiða sér, áður en hann átti að koma fram opinber- lega. „Þú ætlar þó ekki að fara að halda eina ræðuna enn“. Caroline þykir mjög vænt um Iitla bróður sinn og er alltaf einhversstaðar nálæg, þegar verið er að baða hann og klæða. „Hann grætur mjög mikið“, er einn hátturinn, sem Caroline lýsir bróður sínum á. Nánust eru þó tengsl Caroline við móður sína. Þegar faðir hennar var að heiman, var móðir hennar alltaf með hana, og hafði hana þá oft í körf- unni á hjólinu sínu, þegar hún fór eitthvað hjólandi. Móðir hennar Ies einnig fyrir hana, dútlar við föt hennar og fer með henni í útreiðartúra á Glen Ora í Virginíu, en þar dvelur forsetinn oft ásamt fjölskyldu sinni um helgar. Að hafa gætur á Caroline er oft erfitt fyrir foreldra hennar og ensku barnfóstr- una Maud Shaw, hún er alltaf að ,,týnast“. Fyrir skömmu komst Caro- line að því hvílíkt undraverk símkerfið í Hvíta-húsinu er. Það eina, sem dóttir forsetans þarf að gera, er að biðja síma- stúlkuna um samband við ein- hvern og eftir örstutta stund er sá hinn sami kominn í sím ann. Sérstaka ánæ’gju hefur hún af því að tala við' afa sinn á Palm Beach. Caroline er í ballett skóla í Washington og hefur hún mjög mikla ánægju af sínum •vikulegu ferðum þangað. Eins og hverju öðru 3ja ára barni þykir henni mjög gam- an, ef lesið er fyrir hana. Ef foreldrar hennar vanrækja það, skipar hún: — Lestu fyr- ir mig. Caroline á mörg eftirlætis- dýr og þrjú þeirra, kanaríu- fugl og tvo hamstra hefur hún í leikherbergi sínu. En á suð- urflötinni vappa þrettán end- ur, hræða líftóruna úr gull- fiskunum og eta túlipanana. Á Glen Ora á hún svo tvo má hesta og gaf Johnson varafor- seti annan þeirra. Frá Hvíta-húsinu hefur nú verið bannað að gefa Caroline fleiri dýr. Forsetahjónin hafa áhyggjur af því, að þau geta ekki bannað allt það veður, sem gert er út af henni í blöð- um o-g annarsstaðar. Jacque- line Kennedy er staðráðin í því að börn hennar skuli fá sama uppeldi og böm almennt. Hún hefur fyrirskipað leyni- lögreglumönnunum, sem gæta Caroline, að halda sig alltaf í hæfilegri fjarlægð og skipta sér ekki áf bamslegum uppá- tækjum hennar. Einnig hefur hún bannað að myndir væru teknar af telpunni í tíma og ó- tíma, og fyrir innan girðingu suðurflatarinnar, þar sem Caroline leikur sér oftast hef- ur verið komið fyrir skerm- um, sem skýla henni fyrir aug um forvitinna áhorfenda. Forsetahjónin telja, að lífið í Hvíta-húsinu hafi ekki enn náð að spilla dóttur þeirra, • en þau kvíða þeim degi er hún fer að þekkja myndir af sér í blöðum og tímaritum, sem eru dreifð út um allt húsið og það muni hafa slæm áhrif á hana. Fyrir skömmu, er forsetinn var í baði, kom Caroline þjót- andi inn til hans og veifaði tímariti með mynd af honum á forsíðunni. Um leið og hún benti á myndina, hrópaði hún „Pabbi" og kastaði tímaritinu ofan í baðkerið. .jjp*'V''! Li'tla bróður kitlar í tærnar. Rennda gandar létt sem loftsins andar. Lindir standa þétt til livorrar handar vel er fylgt og förin glæst tU strandar Svalt er á kveldi, gveipa fejdinn, tvannl, vé að fótum þínum, byrgðu svo að barmi mínum blessaðan kollinn, þar við eldinn. (Úr ljóðinu „Hrefna" eftir Sigurð Sig nrðsson). i Þann 26. maí vóru gefin sam an í hjónaband í Bandaríkjunum ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir og Mr. Lyle Francis O’Rourke. — Heimili þeirra er 301 East Sixty- sixth Street, N.Y. í gær voru gefin saman í hjóna band af sr. Þorsteini Björnssyni Alma Magnúsdóttir, Laugavegi 162 og Jón V. Ottason, Baldurs- götu 36, Rvík. Sjötíu ára er á morgun (26. júní) Eggert Th. Grímsson, Heið argerði 76. Eggert er fæddur Reykvíkingur og hefur starfað hjá Reykjavíkurbæ síðan 1928. Söfnin Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: Útlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Utibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið da^lega frá kl. 1:30—4 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug- ardaga og sunudaga. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið dag’ega frá kL 2—4 e.h. nema mánudaga. TÍVOLÍ OPNAÐ KL. 2. — KL. 4 á leiksviðinu Baidur, Gimmi og Konni skemmta. Skemmtitæki: Bílabraut, Speglasalur, Parisarhjól, Rakettubraut, Skotbakkar, Bátar, Bátarólur, Barnahringekjur, Auto- matar. Veitingar: Kaffi og vöfflur, heitar pyisur, mjólk, sælgæti, o. fl. TÍVOLÍ BÍÓ Grín- og Teiknimyndir sýndar allan daginn frá kl. 2. TÍVOLÍ SYSTUR Akrobatik á sviði á undan sýningu Í TÍVOLÍ BÍÓ TÍVOLÍ BÍÓ Júrniðnaðarmenn Dráttarbrautina h.f. Neskaupstað vantar nokkra járniðnaðarmenn um lengri eða skemmri tíma. DKÁTI ARBR ACUN H. F. Neskaupstað. Húseignin Laugavegur 75 er til sölu, öll eða helmingur. Tilboð óskast. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Tilboðin sendist til Erlendar Jónssonar, Laugavegi 75 fyrir næstu helgi. Hlíðardalsskóli Sumargistihús — Hressingarheimili Nuddlækningar, Finsen ljós finnsk baðstofa, ýmisskonar böð, Nuddlækningar annast J. M. Langelyth Forstöðukona frú Ingibjörg Jónsdóttir Matráðskona frk. K. Nilsen fyrrv. matráðskona á Skodsborgarheilsuhæli Forstjóri Júlíus Guðmundsson. Staðurinn er ákjósanlegur til hvíldar og hressingar í sumarleyfinu fyrir einstaklinga og félagshópa. Pöntunum veitt viðtaka í síma 13899.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.