Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. Hefur leiöangurinn fundið klukkukopar Indíafarsins? LJÓSMYNDARI vl« norska. stórblaðið Aftenposten, sem) hér var á vegum blaðsins erj Ólafur Noregskonungur heim-1 sótti landið, Einar Ingvaldsen, að nafni sendi Mbl. þessa mynd í gær, en hún er af kór Reykjavíkurlögreglunnar, sem nú er á söngmóti í Osló, en i því taka þátt 2000 lögregiu- þjónar frá Norðurlöndum. Er myndin tekin af Lögreglukórn um við Ráðhúsið í Osló. Um leið og þið birtið þessa mynd, segir Ingvaldsen ljósmyndari, skilið þið kveðju minni til þeirra lögregluþjóna sem sýnt hafa mér margvísiega hjálp og fyrirgreiðslu í starfi, í sam- bandi við konungsheimsókn- ina og í önnur skipti á undan- förnum árum, er ég hefi verið sendur til Reykjavíkur á veg- um Aftenposten. ila, í því augnamiði að bæta kjör launþega og auka afköst. Munu aðilar síðar koma sér saman um reglur um, hvernig unnið verði að því að hrinda þessu í framkvæmd. Loks fylgir samningunum sérstök yfirlýs* ing um, að verkakonur í sam- felldri vinnu skuli fá greitt fast vikukaup og skulu aðilar koma sér saman um reglur um fram- kvæmd þessa atriðis. Samkomulag þetta er háð sam þykki félagsfunda verkakvenna félaganna og framkvæmdanefnd ar Vinnuveitendasambandsins. Kirkjubæjarklaustri, 24. juní. BERGUR LÁRUSSON og aðrir leiðangursmenn í Gullleitarleið- angrinum komu hingað að Klaustri í nótt eftir fimm daga dvöl á Skeiðarársandi. Létu þeir hið bezta yfir förinni, enda höfðu þeii allan tímann ágætt veður, sólskinsblíðu og næstum logn. í morgun hafði ég tal af leiðang- ursstjóranum, Bergi Lárussyni, og fer hér á eftir hið helzta úr því samtali. Sfúlkurnar starfa í Stokk- hólmi ÞORLEIFUR Thorlacius, deildastjóri í Stjórnarráðinu hringdi til- blaðsins í gær vegna fregnar um tvær stúlk- ur, er hefðu farið til Ham- borgar í fylgd með Araba, sem að sögn Dagens Nyheter í Stokkhólmi, var á þriðjudag dæmdur í átta mánaða hegn- ingarvinnu fyrir ávísanaföls- un. Sagði Þorleifur, að utanrík- isráðuneytinu hefði þá fyrir nokkrum mínútum borizt skeyti frá Sendiráði íslands í Stokkhólmi, þar sem segir, að hinar tvær íslenzku stúlkur hafi farið með nefndum manni til Hamborgar 13. maí sl., en komið aftur til Stokkhólms 20. maí. Segir í skeytinu, að Sendi ráðið hafi haft samband við stúlkurnar sem báðar séu starfandi í Stokkhólmi. 30,000 tn. Itaðar Á einum stað á sandleir- unum, um það bil 1,5 km. vestan við utasta (vestasta) útfall Skeiðarár, 600 metra frá sjó, sýndi mælitæki leið- angursins mikið magn af málmi niðri í sandinum. Virt ist það vera á ca. 75 metra löngu svæði. Ekki gefur mæl irinn til kynna hve djúpt þessi málmur er í jörðu. Staður þessi kemur mjög vél heim við sagnir um strandstað skipsins, Indiafarsins Het Waapen van Amsterdam, sem strandaði þarná 19. september 1667. Farmur þess var 43 gull- stengur að dýrleika og það hafði „item klukkukopar fyrir barlest", — segir Vatnsfjarðarannáll. Sjálfsagt hefur allur koparinn grafist strax niður í sandinn þeg- ar skipið liðaðist í sundur, en ekkert verður um það fullyrt á þessu stigi málsins hvört kopar- inn sé það sem leiðangursmenn urðu varir við með mælitækjum sínum. — Úr því fæst ekki skor- ið fyrr en þetta hefur verið rann- sakað nánar. í þessu samtali okkar Bergs Lárussonar rómaði hann mjög hve góð farartæki hinir amerísku skriðbílar eru. — Þeir fara allar sandbleytur og fljóta á vatni og beltin spyrna þeim áfram eftir vatnsfletinum. Þegar ieiðangur- in fór austur voru vötnin í miklum vexti vegna hlaupsins í Súlu, var breiðasti állinn 16 km, en samt gekk ferðin eins og í sögu. Eru þarna fundin framtíðar far artæki yfir óbrúanleg vötn ís- lenzkra byggða og óbyggða. — G. Br. sa UM það leyti sem Mbl. var full- búið til prentunar um nónbil í gær, barst því skeyti frá frétta- ritara sínum á Siglufirði. Hafði hann þá haft samband við skrif- stofu sildarútvegsnfendar þar í bænum, og fengið upplýsingar um heildarsöltun Norðurlands- síldar eins og hún var á miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Voru þá uppsaltaðar tunnur orðnar 30, 000, þar af í hinum fornfræga síldarbæ 22,2000 tunn ur. Á föstudaginn nam söltunin 7617 tunnum. Gífurlegur straumur verka- fólks er til Siglufjarðar undan- farna daga og hefur stundum orð ið að senda fimm stóra rútubíla að auki til að geta annað þessum fólksflutningum. Bræla á miðunum AÐFARANÓTT laugardagsins hafði verið bræla á síldarmiðun- um og afli lítill. Kunnugt var um 40 skip er höfðu verið alls með um 7600 tunnur eftir nótt- ina.Mikii áta var á svæðinu milli Kolbeinseyjar og Grímseyjar. Verkakonur semja um óháðan sjúkrasjóð Lágmai kstaxti 83% af karlakaupi Á ÞRIÐJA tímanum í fyrri-1 fundi í dag til þess að ræða nótt undirrituðu samninga- nefndir verkakvennafélag- anna Framsóknar í Reykja- vík og Framtíðarinnar í Hafn arfirði annars vegar og Vinnu veitendasambands íslands og Vinnuveitendafélags Hafnar- fjarðar hins vegar nýja kjara samninga milli þessara aðila. Eru samningarnir samhljóða í öllum grundvallaratriðum, en meðal ákvæða er ákvæði um 1% framlag af dagvinnu- kaupi frá vinnuveitendum í sjúkrasjóði félaganna. Verða stjórnir þeirra skipaðar 3 mönnum, einum frá hvorum aðila og oddamanni tilnefnd- um af sáttasemjara ríkisins. Verkakvennafélögin halda samningana. VERKAKVENNAFÉLAGID Framsókn heldur í dag fund til þess að f jalla um samkomu lagiff viff vinnuveitendur. Verður fundurinn haldinn í Alþýffuhúsinu v/ Hverfisgötu og hefst kl. 2. Verkakonur í. Reykjavík eru hvattar til þess að mæta á fundinum. VERKAKVENNAFÉLAGEÐ Framtiðin í Hafnarfirði held- ur fund í dag til þess að ræffa samkomulagiff viff Vinnuveit- endur Hafnarfjarðar. Fundur- inn verður haldinn í Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði og hefst kl. 4. Verkakonur í Hafnar firði eru hvattar til aff mæta á iundinum. Aðalatriði samninganna eru þau, að hæsti taxti verka- kvennavinnu hækkar um 11%, en lægri taxtar meira og hafi samningum ekki verið sagt upp 1. júní 1962 hækkar kaup þá um 4%. Lágmarkstaxti verka- kvennakaups verður 83% af karlakaupi. Eftirvinna greiðist á- fram með 50% álagi á dagvinnu og næturvinna áfram með 100% álagi. Orlofsfé verður 6% af öllu kaupi. Þá hækkar kaup í ákvæðisvinnu við fiskþvott og síldarsöltun um 15%, og eins og áður getur, greiða vinnuveitend ur 1% af greiddu dagvinnu- kaupi í sjúkrasjóði félaganna, en stjómir þeirra verða skip- aðar á hlutlausan hátt. Þá lýsa aðilar sig sammála um að vinna að því sameigin- lega að koma á ákvæðisvinnu og „premíu“-vinnu, þar sem því verður við komið að dómi að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.