Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júni 1961 1 Skyndibrúðkaup Renée Shann: — Mér finnst líka sjálfri, að þetta hljóti að vera einhver mis- skilningur, svaraði Júlía. — Því miður er það víst ekki, sagði John. Og í hernum dugar ekki annað en hlýðnast skipun- um. Allar konurnar eru önnum kafnar að ferðbúa sig. — Ég get nú verið fljót að því, svaraði Júlía dapurlega. Hún sneri sér að Robin. — Hvað finnst þér ég ætti að gera elsk- an? Brúðarkjóllinn minn er í sérstakri tösku, svo að það er fljótleg. að ná honum upp. Eða á ég að vera eins og ég stend? Robin flýtti sér að svara: — Nei, við skulum hafa þetta eins og við vorum búin að á- kveða, bæði hjónavígsluna og boðið á eftir... .það verður ekki svo fjölmennt, hvort sem er. Ég sagði gestunum, að ég væri viss um, að við breyttum engu frá því sem ákveðið var. Nan leit á úrið sitt. — Ef Júlía ætlar að hafa fata- skipti er bezt að bíða ekki með það. Tíminn líður fljótt. Þau fóru síðan í lyftunni og upp í herbergið, sem 'Nan hafði leigt. Júlía tók upp kjólinn sinn. Hann var úr fínum kniplingum og hún ætlaði að nota slæðuna, sem bæði móðir hennar og amma höfðu notað. Nan hristi kjólinn úr brotunum og dáðist að hon- um. — Það er heppni, að hann skuli vera úr kniplingum því að þá þarf ekki að strauja hann. Hún hristi höfuðið. — Það er verst að þurfa að flýta þessu svona mikið og þá getið þið ekki einu sinni farið í brúðkaupsferð. Júlía var að fara úr kjólnum sínum. Henni fannst þetta vægt til orða tekið. Sjálfri fannst henni það vera örlagadómur. — Er langt til kirkjunnar? spurði hún. — Nei, svo sem hálf míla. Og John ætlar að verða svaramaður- inn þinn. Hún leit á Júlíu. — Það er leiðinlegt að þú skulir ekki geta haft neitt af þínu fólki við- statt. — Fólkið mitt hefði víst gjarna viljað koma, svaraði Júlía bros- andi. — En svo finnst mér nú vinir Robins vera mínir vinir. Þú ert svo góð við mig. — Það er ekki neitt. Ég hafði ætlað mér að gera svo miklu meira fyrir þig. Júlía þvoði sér og snyrti á sér andlitið. í þessu heita loftslagi þurfti hún ekki mikla málningu. Hún stóð og horfði á sjálfa sig í speglinum, þegar hún var loks- ins tilbúin og reyndi, þó ekki væri nema snöggvast að gleyma ástandinu eins og það var. Allt gekk eins og þau höfðu áætlað. Hjónavígslan mundi fara fram, og boðið, og svo var að hafa fata- skipti aftur og fara út í bílinn, sem flytti þau í brúðkaupsferð- ina þeirra. Hjartað sló örar og hugmyndaflug hennar tók sprett. Þau voru saman í gistihúsinu, sem Robin hafði talað um í bréf- unnum sínum. Úr herberginu var útsýni yfir lygnt vatn Nílarfljóts ins. Og allt kring um þau var eyðimörkin. Nú var nótt og gull- inn máninn skein á purpuralit- um himninum. En svo heyrði hún röddina í Nan: — Þú ert eitthvað utan við þig! — Já, ég er langt í burtu. Ég er í brúðkaupsferðinni minni. — Mér datt það í hug. Nan lagði höndina blíðlega á arm Júlíu, og alvara stundarinnar fékk þær til að ímynda sér, að þær hefðu þekkzt lengi, í stað þess að þær voru að hittast í fyrsta sinn á ævinni. — Þetta verður ekki nema frestur, Júlía mín. — Ég veit. En það er nógu leið- inlegt samt, finnst þér ekki? — Jú hræðilega. Jæja, við verðum víst að fara að koma okkur af stað. Klukkan er rétt að verða tólf. Þær gengu svo saman niður stigann. Robin var þegar farinn til kirkjunnar með svaramanni sínum. Nan hafði látið eina vin- konu sína bíða eftir þeim og nú fóru þær út í bílinn, ásamt John. Júlía horfði á John Wentworth við hlið sér og sagði feimnislega — Ég var að segja konunni þinni, hvað ég er hrifin af þess- um vingjarnlegu móttökum hjá ykkur. — Vertu ekki með þessa vit- leysu. Við höfum ekkert gert. — Víst hafið þið það. Og ég er ykkur afskaplega þakklát. Bíllinn ók nú gegn um þétt- skipaðar göturnar, og fólk gægð- ist forvitnislega inn um. glugg- ana til þeirra. í öllum löndum vekur brúður á leið til hjóna- vígslunnar eftirtekt, en í þessu landi og á þessum tímum alveg óvenjumikla eftirtekt. Allir vissu, hvernig ástatt var í land- inu. Hún gat ekki orðið brúður nema fáar klukkustundir, ef hún var að giftast hermanni. Bíllinn stanzaði við kirkjuna og John hjálpaði Júlíu út, og um leið heyrðist í orgelinu inni í kirkj- unni. Júlía sá ógreinilega mikinn fjölda andlita, er hún gekk inn kirkjugólfið við hliðina á John. Og svo sá hún Robin, háan og glæsilegan í hitabeltisbúningi er hann sneri sér við og leit á hana. Augu þeirra mættust er hún nálg aðist hann. Hún settist við hlið hans og fann hönd hans grípa hennar hönd. Síðan hófst athöfnin. Hún heyrið prestinn hafa yfir hinn hátíðlega hjónavígsluformála. Og þegar þau svöruðu prestinum, var rödd Robins skær og greini- leg og hennar rödd skjálftalaus. Og svo söng söfnuðurinn brúð- kaupssálminn, og hjarta Júlíu var svo uppfyllt af sælutilfinn- ingu, að jafnvel meðvitundin um hinn bráða skilnað þeirra gat ekki spillt henni. Og svo var athöfninni loksins lokið. Allskonar fólk hópaðist kring um þau og óskuðu þeim til hamingju. Svo voru þau skrásett í bækur kirkjunnar og brúð- kaupsmarsinn glumdi um alla kirkjuna er hún gekk við arm Robins út í sólskinið. Bílstjórinn hélt opinni hurð- inni fyrir þau. Þau settust hlið við hlið og héldust í hendur, og voru nú aft- ur ein um stundarkorn, á leið- inni til gistihússins. Robin hafði kysst hana í skrúðhúsnu, og þrýst henni fast að sér, eins og hann vildi aldrei sleppa henni. Og hún þráði þetta sama nú. En gluggarnir á bílnum voru stórir og mannfjöldinn glápandi fyrir utan. Þau voru tveir einstakling- ar í mannhafi sem virtist ætla að færa þau í kaf, og þau gátu því ekki verið ein, hversu mjög sem þau þráðu það. — Ég vildi bara, að ég hefði sleppt þessu boði, tautaði Robin. — Æ, elskan mín, þegar við höf- i^m ekki meiri tíma en þetta, hversvegna þurfum við þá að eyða honum með öðru fólki? Hún brosti og þrýsti hönd hans fastar. — Kannske er það nú samt réttast. Við vorum búin að ákveða þetta, og vinir þínir — sem eru líka mínir vinir — vilja óska okkur til hamingju. Robin sneri sér að henni. — Það er svo margt, sem mig lang- aði til að segja þér. Og svo höf- um við engan tíma til þess. — Ég veit það, elskari mín. Ég get varla til þess hugsað. — En þetta er nú bara frestur. — Þetta sagði Nan líka við mig, þegar ég var að hafa fa-ta- skipti. — Mig langar að segja þér, hvað þú ert falleg. Ég er feginn, að þú skyldir nú nota brúðar- kjólinn þinn, þrátt fyrir allt. Ég er viss um, að engin brúður hef- ur nokkurntíma verið eins falleg og þú ert núna. — Ó, Robin . . . Þau horfðu hvort á annað án þess að geta haft augun af and- liti hvors annars. Það var rétt eins og þau vildu leggja mynd- ina á minnið, til að geyma hana um alla eilífð. Júlía hugsaði með sér: Þegar ég er komin heim aft- ur, get ég alltaf munað, hvernig hann lítur út. Augnatillitið hans og röddina, þegar hann sagði . . . — Ó, ég elska þig svo heitt, Júlía, sagði hann. — Og ég elska þig. Mig langaði allt í einu svo mikið að segja þér það, meðan við vorum í kirkj- unni. Hvað heldurðu, að fólkið Næsta dag fer Markús og hegg ur nokkrar birkihrísliur Seinna í verkismiðjunni: — Ég kom með birkið Jessie. Það er hér fyrir uban. — Ágætt .... Allí er tilbúið Seint næsta dag: — Sælgæti^stengumar verða tilbúnar strax og húðin þornar .... Við getum bragðað þær þegar þær eru orðnar þurrar. — Ég vona það bezta! hefði hugsað, hefði það komið með svarinu mínu? — O, það hefði auðvitað hrærzt . . . — Já, en þetta hefði nú samt verið óviðeigandi. ailltvarpiö Sunnudagur 25. júní 9:30 Létt morgunmúsík. — 9:00 Frétt ir. — 9:10 Morguntónleikar: — (10:10 Veðurfregnir). a) Konsert í emoll fyrir knéfiðlu og strengjasveit eftir Vivaldl (Pierre Fournier og Kammer hljómsveitin í Stuttgart leika; Karl Míinchinger stj.). b) Fimm píanósónötur eftir Scarlatti (Emil Gilels leikur). c) Beniamino Gigli syngur ar- íur frá 17. og 18. öld. 10:30 Prestvígsla í Dómkirkjunni: Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, vígir Pórarinn í>órar insson cand. theol. til Vatns- endaprestakalls í Suður-Þingeyj arprófastsdæmi. Séra Páll Þor- leifsson prófastur á SkinnastaS lýsir vígslu; séra Öskar J. t*or láksson þjónar fyrir altari. —• Vígsluvottar auk þeirra: Séra Sveinn Víkingur og séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsa vík. Hinn nývígði prestur prédik ar. Organisti: Dr. Páll ísólfsson. 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: a) Fagottkonsert 1 B-dúr (K191) eftir Mozart (Leo Carmak og i Pro Musica hljómsveitin í Vínarborg leika; Leopold Emmer stjórnar). b) Drengjakór Vínarborgar syng ur; Kuhbancher stj.). c) „Jónsmessunæturdraumur** eftir Mendelssohn (Fílharm- oníuhljómsveit Berlínar leik ur; Rita Streich, Diana Eu- strati og RIAS-kammerkórinn syngja með; Ferenc Fricsay ^stjórnar). 15:30 Sunnudagslögin. — (16:30 Veður fregnir). 17:00 Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit uð í Þórshöfn). 17:30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Hugrún flytur þátt barnanna um daginn og vegirín og ræð- ir við 8 ára dreng. b) Oskar Halldórsson les kvæðið „Fjallafálu" eftir Pétur Bein- teinsson. c) Svala Hannesdóttir les ævln- týrið .Jónsmessunæturdraum*. 18:30 Miðaftantónleikar: Tékkneskar hljómsveitir leika vinsæl hljómsveitarlög. 19:00 Tilk. — 19:20 Veðurfr. — t 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar f útvarpssal: Pavet Serebrajakov frá Leningrad leik ur á píanó: a) ,,Vögguljóð“ eftir Nadeshdu Simonjönu. b) ,,Grímnaglettur“ eftir SergeJ Prokofjeff. e) „Saknaðarljóð* eftir SergeJ Prokofjeff. d) „Rómansa" op. 5 eftir Pjotr Tjaikovsky. e) Etýða op. 8 nr. 12 eftir Alex ander Skrjabín. 20:20 Erindi: Lögfræðingar og bók- menntir — ásamt lestri úr ljóða bók Einars Ásmundssonar hæsta réttalögmanns (Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor). 21:00 Kvöldtónleikar: a) Erich Kunz syngur óperuarf ur eftir Lortzing. b) Balletttónlist úr óperunnl „Faust" eftir Gounod (Fíl- harmoníuhljómsveitin í Múa- chen; Fritz Lehmann stj.). 21:35 Fuglar himinsins; fyrsta erindlj Björn Guðbrandsson læknir tal ar um örninn. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 26. júní 08:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ing ólfur Astmarsson. — 8:05 Tónleik ar — 8:30 Fréttir 8:35 Tónleikar 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. «■* 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar.-— 16:00 Fréttir og til kynningar. — 16:05 Tónleikar. —* 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum, 8:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Thorolf Smith fréttamaður). 20:20 Einsöngur: Sigurður Skagfield syngur. 20:35 Krabbameinsfélag íslands 10 áraj Níels Dungal prófessor og Bjarnl Bjarnason tala. 21:00 Nútímatónlist: Sinfónískir dansar xym mjóm- sveit eftir Hindemith (Fílharm oníuhljómsveit Berlínar leikur; höf. stjórnar). 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur" eft Sigud Hoel; XIV. (Arnheiður Sig urðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfr. j 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson). | 22:25 Kammertónleikar: Strenfejasextett nr. 1 í B-dúr op. 18 eftir Brahms (Isaac Setrn og Alexander Schneider leika á fiðlu, Milton Katims og Thom as á víólu, og Pablo Casals og Madeline Foley á selló). 22 iAO naookri rlnk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.