Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. Júnl 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 :■ — Loftleiðir eiga eftir að vaxa mikið, félagið á bjarta framtíð — og ég held, að það sé mikill misskilningrur, að stöðnun verði á framgangi fé- lagsins ef það kaupir ekki þotur mjög bráðlega, sagði A. E. Blomquist, Varaformað- ur útibús Loftleiða í Banda- ríkjunum, er hann var hér á ferð fyrir skcmmstu. ★ Blomquist er mjög virtur verkfræðingur vestan hafs. Hann hefur unnið að flugmál- um síðan 1927, var helzti ráð- gjafi við byggingu aðalflug- Á Reykjavíkurflugvelli Engar þotur næstu 10 árin Séra Jón Auðuns dómprófastur; Til meyrlyndis eöa mannddms Á 19. ALDA ferð meðal mann- anna hefir kristindómurinn kom- ið víða við og vakið margvísleg öfl í mönnum af svefni. Hann hefir vakið Kvekara suma til svo einbeittrar baráttu gegn ofbeldi og vopnaburði, að saga þeirra hefir orðið stórbrotin hetjusaga. í öðrum hefir hann vakið vilja til baráttu, jafnvel vopnaðarar árásarbaráttu, sem þeir trúðu sig heyja fyrir Guð. í sál helags Frans af Assisi vakti kristindómurinn eitthvert hið göfugasta kærleikslíf, sem nokk- ur hefir lifað á jörðu. En í sálu trúvillingadómarans spánska, Torquemada, vakti kristindómur inn það skuggalega ofstæki og þá grimmd, sem vér stöndum orðvana andspænis. að háum, torsóttum markmiðum, heldur að mjúku ljóði, sem með sefjandi viðlagi vaggar oss í svefn. Vér túlkum Krist alltof oft þannig, að karlmennskan hverf- ur, kröfur hans gleymast, en mildin ein og mýktin verður eítir. Víst var mildi hans rík. Af einskis manns vörum hafa orð kærleika og mildi streymt eins og af vörum hans. Enginn verið gegnljómaður þeirri guðlegu elsku, sem geislaði út frá hon- um. f einskis annars manns sál búið það magn guðlegrar sam- búðar sem umlykur allt hið brot- lega og breiska, sem bjó í sálu hans. ! Yfirburðir Loftleiða að vera ekki ríkisstyrktir, segir Blomquist varaformaður útibúsins vestra vallarins í Washington, hefur veitt fjölmörgum flugfélögum tæknilega þjónustu og ísraels- menn réðu hann til sín á sín- um tíma til þess að byggja upp flugfélagið E1 Al. Blomquist hefur nú um skeið starfað fyrir Loftleiðir auk þess sem hann rekur ráð- gefandi verkfræðiskrifstofu í New York. Hann helgar Loft- leiðum æ meira af starfi sínu og er nú orðinn helzti skipu- lagsmálasérfræðingur félags- ins í uppbyggingu þess vestan hafs. ★ __ Loftleðir hafa unnið mjög athyglisvert starf í Bandaríkjunum, brautryðj- endastarf. Það hefur „opnað“ nýjan markað. mjög stóran. • Þetta er aðeins upphafið og ég geri ráð fyrir, að innan 10 ára flytji félagið þrisvar til fjór- um sinnum fleiri farþega en nú til og frá Bandaríkjunum. — Ég er líka þeirrar skoð- unar, að Loftleiðir ættu ekki að hugsa um þotur fyrr en eftir 10 ár, eða svo. Það hefur sýnt sig, að útgerðarkostnaður þotanna er þvílíkur, að jafn- vel stærstu og fjársterkustu flugfélögin berjast nú í bökk- um. Þær eru mjög dýrar í innkaupi og geysidýrar í rekstri. Og enda þótt þoturnar séu fljótar yfir hafið þá þýðir það ekki beinlínis, að þær geti farið svo og svo miklu fleiri ferðir en aidri flugvélar. Stað- reyndin er nefnilega sú, að brottfarartímar og komutímar fylgja ákveðnu lögmálum. Farþegarnir vilja ekki korna um hánótt til ákvörðunar- staðar, þeir vilja ekki heldur leggja af .stað um hánótt. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft eru þotueigendurnir ekki svo miklu betur settir en hinir á Atlantshafsflugleiðunum. — Við óttuðumst töluvert, að fólk vildi ekki ferðast í öðru en þotum eftir að þær komu fram á sjónarsviðið. Þetta reyndist rangt, en vit- anlega hafa hin hagstæðu far- gjöld Loftleiða mest að segja — Þotueigendurnir eru mjög uggandi um þessar mundir, a. m. k. þeir, sem fljúga yfir N-Atlantshaf. Staðreyndin er sú, að einungiS þrjú flugfélög hafa selt í allar áætlunarferð- ir sumarsins, eða því sem næst. Þetta eru Irish Airlines, Lufthansa og Loftleiðir. — Við erum nú að endur- skipuleggja alla auglýsinga- starfsemi Loftleiða í Banda- ríkjunum, erum aó búast til nýrra átaka. Þetta miðast einkum við að reyna að „fylla“ vélarnar yfir vetrar- mánuðina, þegar farþega- straumurinn er sem minnstur. í þessu sambandi byrjum við nú á því í fyrsta sinn að aug- lýsa ísland að einhverju ráði sem ferðamannaland. Við hvetjum farþega til þess að stanza hér í 2—3 daga, en það er verst hvað íslendingar gera enn lítið fyrir ferðamenn. Undanfarið hefur í rauninni ekki verið Hægt að bjóða mik- ið, en vafalaust væri hægt að fá þúsundir manna hingað til fiskveiða. Margir mundu líka vilja dveljast í Hveragerði og fleiri stöðum, ef aðstæður væru fyrir hendi. ★ — Loftleiðir geta gert ýmis- legt, þeir hafa þegar styrka aðstöðu og forystulið félagsins er mjög dugandi. En það, sem Loftleiðir hafa fyrst og fremst fram yfir hina evrópsku keppi nauta í Atlantshafsfluginu — auk lágu fargjaldanna, er, að þetta er ekki ríkisfyrirtæki, eða styrkt af ríkinu, eins og flest Evrópufélögin. Ég hef haft góða aðstöðu til þess að bera saman starfsemi sjálf- stæðra félaga og þeirra, sem rekin eru af því opinbera, eða njóta styrks. Staðreyndin er sú, að ríkisfyrirtækin hlaða stöðugt á sig starfsmönnum og afkastageta heildarinnar fer þá oft minnkandi. Það er þessi ofskipulagning, sem er helzta vandamálið. Hjá sjálf- stæðu fyrirtæki gilda allt önn ur lögmál. Starfslið Loftleiða er ekki ýkja margt miðað við Svo tvíeggjað sverð er það afl, sem í trúnni felst. Hún eykur orku alls, sem hún snertir í mannssálunni. Hvað vekur hún til lífs í þér? Vekur hún þér meyrlyndi, eða eflir hún orku þína og manndóm? Auðvitað verður málið ekki lengur leyst með aðferðinni gömlu, að hrella menn fyrst með helvítisógnum og láta síðan blóð Krists borga skuldina. Það var vissulega ekki meyrlyndur boð- skapur eða mjúklátur. En hann heyrir liðinni tíð til. Alltof mikið af túlkun vorri á kristindómin- um er þannig, að hann verður oss ekki gunnfáni til að fylgja til átaka og siðferðilegrar alvöru,' heldur dúnsvæfill til að hvílast á, — ekki hvöt til þess að stefna það, sem stóru félögin hafa. i En Loftleiðamenn eru vel J virkir. Þannig anna 10 menn i á skrifstofu Loftleiða í New York jafnmiklu og 30—35 manns hjá öðrum Evrópu- flugfélögum. Og þegar til lengdar lætur þá hækkar þessi góða nýting raunverulega fargjöld Loft- leiða, ef miðað er við rekstur hinna flugfélaganna. Á þessu sviði hafa Loftleiðir sýnt yfir- 1 burði. Það er sjálfstætt félag og þar velta menn ekki á- hyggjum sínum yfir á ríkis- 1 kassann, eins og tíðkast víða 1 um lönd. ' Þessl æðarhjón eru í miklum vandræöum. 1 norðanhretinu, sem gekk yfir meginhluta landsins nokkru eftir hvíta- sunnuna fennti hreiðrið þeirra í kaf vestur í Vigur á fsa- fjarðardjúpi. Kollan var búin að hreiðra þar um sig en hafði ekki orpið. Þegar meters djúp- ur skafl var allt í einu kominn yfir hreiðrið leizt henni ekki á blikuna. Hún hætti við að verpa og tók að halia sér að fólkinu í eynni. Alla daga var hún á vakki við bæinn, þáði brauðmola úr hendi barnanna og vildi jafnvel helzt komast inn í bæinn. Blikinn maður hcnnar var oftast með henni. Bæði voru þau með öllu óhrædd við fólkið. En svo leysti snjóinn af hreiðrinu. Þá fór kollan að hyggja sér til hreyfings að ■ýju. Innnan fárra daga var hún orpin. Og nú eru senni- lega komnir ungar hjá henni. Þá hefst ný barátta, stríðið við svartbakinn, sem situr um að glcypa litlu æðarungana. En vonandi kemur hún ung- unum sínum upp, þessi mann elska og hyggna æðarkolla. Eru til ljúfari myndir úr lífi nokkurs manns en myndirnar af honum, þegar hann unir í blóma- brekkum Galíleu og les þar háa speki af laufi lijunnar, virðir fyrir sér flug fuglanna og iðju þeirra, eða unir með börnum, sem hann blessar? En þetta er ekki myndin hans öll. Hin mjúkláta túlkun sýnir ekki Krist allan. Sama höndin, sem af óumræðilegri mildi strauk barnshöfuð og blóm, greip svip- una og hreinsaði musterið forð- um af slíkum hita skapsmun- anna, að menn stóðu höggdofa og horfðu undrandi á. En skírskotaði hann til hins mjúkláta og viðkvæmnislega í mönnunum? Hvað segja oss orð hans um skuldafangelsin, þar sem sérhver sem til skuldar stofn ar, verður að gr.eiða skuld sína sjálfur til síðasta eyris? Munum vér þá ekki orð hans, hin geyg- vænu alvöruorð um myrkrið fyr ir utan, þar sem grátur er og gnístran tanna? Hér stöndum vér andspærnis hinni hrikalegu alvöru í kenn- ingu Jesú, hinu réttláta lögmáli orsaka og afleiðinga, sem vér reynum af megni að sniðganga. Er það ekki meðfram vegna hinnar hóflausu, einhliða áherzlu á fyrirgefningu, að ýmsar mein- semdir þróast í þjóðfélögunum, sem ískyggilegastar eru? Vér leitum afsökunar á hverskonar óheilindum og misferli og finn- um afsökunina. Vér tölum um svartar syndir í viðskiptalífi, opinberu lífi og siðferði eins og allt þetta geri í rauninni ósköp lítið til. í þessum andrúmslofti lifum vér makráðu lífi, og í þessu and- rúmslofti elst æskulýðurinn upp. Siðan undrumst vér og hneyksl- umst á víxl yfir ískyggilegum vegum, sem hinir ungu ganga. En er það alveg víst, að sökina megi ekki að verulegu leyti rekja til þess, að svo mjúklátur krist- indómur er einhliða boðaður, að vér leggjum ekki sömu áherzlu Og Kristur gerði á hinn ægilega mun góðs og ills og hverjar af- leiðingar hljóta að fylgja því, að ganga hinn breiða veg? í orðum hans má finna því margan stað, að áhætta lífsins er geigvænleg vegna þess, að líf er eftir þetta líf og að þangað fylgir oss skilyrðislaus afleiðing þess, sem áður var drýgt. En á þau sannindi drögum vér hulu með margskonar barnalegum hug myndum um, hvað mannsins bíði eftir að jarðlífi lýkur. Kristindómurinn er gunnfáni til að fylgja, en ekki svæfill til að sofa á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.