Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNRLAÐIÐ Sunnudagur 25. júni 1961Í : : i < I „Feigðarýlfrið'* „ÉG GLEYMI aldrei þessu voðalega slysi“, sagði Kristján Þórólfsson, þegar ég talaði við hann um Pourquoi Pas?-slys- ið í báti, sem flutti okkur upp á Mýrar í fyrradag. Kristján er uppeldissonur Guðjóns Sigurðssonar, bónda í Straumfirði, en það féll í þeirra hlut að bjarga eina manninum, sem af komst, þeg ar Pourquoi Pas? týndist, og safna saman líkunum sem rak eins og trjáboli á ströndina. Þó liðin sé tæpur fjórðung- ur aldar frá því Pourquoi Pas? fórst, er slysið öllum í fersku minni og Albert Guð- mundsson sagði mér fyrir skemmstu, að erfitt væri að rekast á franskt barn, sem ekki þekkti sögu dr. Charcots, enda var hann frægasti vís- indamaður Frakka á þeim tíma og stappað nærri að hann væri dýrkaður sem þjóðhetja, bæði vegna sérkennilegs per- sónuleika og visindafreka. Nú vorum við á leiðinni á slysstaðinn, fimm sjógarp- ar, sem atvikin höfðu leitt, þangað sem þeir fóru einu sinni 40 saman franskir menn og fullhugar, ekki vegna þess ða þeir ættu erindi upp á Mýrar, heldur var þeim fyrir lagt að koma þar við á leið út í óvissuna miklu og binda þar helskó undir hvítum boð- um og himinháum brimsköfl- um. Heima beið Frakkland eins og ljúfur draumur, án stoðar í veruleika. Fyrir Frakkana fjörutíu var enginn veruleiki til nema sá sem beið þeirra undan Straum firði á Mýrum morguninn 16. september 1936. Véruleiki brims og seltu og þess veður ofsa sem batt enda á líf þeirra á fjarlægri strönd. í Vest- mannaeyjum hét þessi veru- leiki í gamla daga: að hátta í björtu. Það er fróðlegt að fletta Morgunblaðinu frá þessum löngu liðna tíma. Árni Óla var sendur upp á Mýrar að viða að sér föngum í fréttagreinar, og þar kennir margra grasa, þó ýmsu smálegu sé ýtt til hliðar á stund stórra atburða. Og svo var nauðsynlegt^ að spara símstölin, hefur Árni sagt síðar, því þetta var á kreppuárunum. Samtal við Kristján Þórólfs son var eitt af því sem varð kreppunni að bráð og nú þeg ar Pourquoi Pas? slysið er aftur á vörum manna, þykir Mórgunblaðinu rétt að bæta örlítið úr því og bregða upp nokkrum svipmyndum, sem hafa varðveitzt í huga Krist- jáns og eiga þaðan ekki aft- urkvæmt. Þess vegna læt ég dálítið samtal við hann fylgja hér á eftir, en fyrst skulum við grípa niður í Morgunblað ið til glöggvunar. Fimmtudag- inn 17. september er frétt á 2. síðu blaðsins með fimm dálka fyrirsögn, svohljóðandi: „Charcot-slysið. Hafrannsókn arskipið Pourquoi Pas? strand ar. 33 menn farast. Einn mað- ur bjargast í land á fleka. 30 lík hafa þegar fundizt". Og fréttin hefst með svofelldum orðum: „33 menn fórust er franska hafrannsóknarskipið Pourquoi Pas? strandaði í gærmorgun á skerinu Hnokka út frá Straumfirði á Mýrum. Fórst öll áhöfn skipsins að undan- teknum einum manni, þar á meðal hinn heimskunni vís- indamaður dr. Jean Charcot, sem um mörg ár sigldi skipi þessu í rannsóknarleiðangra um Suður- og Norðurhöf. Skipið fór héðan að aflíð- andi degi á þriðjudag Og var þá á leið til Kaupmannahafn- ar, eftir því, sem bezt verð- ur komizt, m.a. af frásögn hins eina skipverja sem komst lífs af, hefir skipið verið kom- ið vestur fyrir Garðskaga, þeg ar ofviðrið skall á. Þar mun það hafa snúið við, til þess að leita lægis undan veðrinu. En klukkan 5Vz á miðviku- dagsmorgun rakst skipið á skerið. Kom strax leki að því, og vatn í vélarúm, svo ketil- sprenging varð, og skipið því alveg bjargarlaust". Síðan segir m.a. um þann skipverja sem af komst, Eugene Gonidec: „Það sem bagaði hann helzt var, að hann hafði fengið svo mikla sjávarseltu í augun að hann var nærri sjónlaus". Og laug- ardaginn 19. september segir fréttamaður Morgunblaðsins frá því, þegar hann hitti Frakkann í Straumfirði: „Hann var í fötum, sem hon um hafði verið lánað á bæn- um og voru honum allt Of stór því hann var lágur maður, en hnellinn að sjá og herða- breiður. Berhöfðaður var hann og flaksaðist kolsvart hávið í storminum. Þegar hann sá franska ræðismanninn fór hann að hágráta og nötraði af ekka og geðshræringu. Köfnuðu fyrstu orðin í hálsi hans en hann jafnaði sig þó furðufljótt og fór að segja frá slysinu í stórum dráttum. En hvað eftir ann- að rann út í fyrir honum og varð lítið samhengi í frá- sögninni. Var það sízt að furða, þar sem hann var svo að segja nýsloppinn úr hin- um ægilegasta lífsháska, og hafði misst alla skipsfélaga sína, 39 talsins í einu vet- fangi. Var auðséð og auð- heyrt, að hann var alls ekki með sjálfum sér“. Fréttamaðurinn hefur feng- ið fyllri upplýsingar um slys- ið og nú veit hann að þeir voru ekki 33 sem farizt höfðu, heldur 39. Og enn seg ir svo í Morgunblaðinu: „Þegar hann (þ.e. Frakk- inn) hafði jáfnað sig nokkuð, fylgdi hann oss þangað er fje lagar hans lágu. Var það í grænni grasbrekku í skjóli. Lágu þarna 22 lík hlið við hlið og breitt segl yfir. Franski ræðismaðurinn bauð, að seglinu skyldi lyft frá andlitum þeirra og Goni- dec segja sjer nöfn mann- anna. Sló þá út í fyrir hon- um aftur, er hann leit fram- an í röðina af náfölum and- litum fjelaga sinna og brost- in augu þeirra, en þó gat hann skýrt skilmerkilega frá nöfnum þeirra allra“. Allir muna enn eftir Pour- quoi Pas? slysinu þó flest annað sem þá þótti tíðindum sæta sé nú horfið í gleymsku. Lítum á fyrirsagnir Morgun- blaðsins. „Jónas Guðmunds- son yfirgefur Norðfjörð. Flyt- ur alfarinn til Reykjavíkur". „Morð og grimmdaræði anar- kista í Balbao". „Franskir verkamenn hóta uppreisn". „Hörð átök í Búnaðarþinginu um sjálfstæði Búnaðarfélags- ins“. „Húsavík er tilvaldasti staðurinn fyrir nýja síldar- verksmiðju“, er fyrirsögn á grein eftir Júlíus Havsteen. „Haraldur Guðmundsson heimtar orðið við setningu Háskólans. Óvenjuleg fram- hleypni kennslumálaráðherra. Frá setningu Háskólans í gær.“ Af bókaauglýsingum má sjá að nýkomnar eru út ævisaga Edisons, 4. hefti af Grims-ævintýrum og ný bók eftir „Guðmúnd Daníels- son frá Guttormshaga (höf. Bræðranna frá Grashaga) „Ilmur daganna." „Er þetta stór og myndarleg bók, . og kostar aðeins 4,60 heft og kr. 6,50 í góðu bandi.“ Þá er ritdómur eftir Jón H. Guð- mundssön um nýútkomna bók Hagalíns, Virka daga. En hvaða myndir eru auglýst ar í kvikmyndahúsunum þenn an viðburðaríka dag, fimmtu- daginn 17. september? í Nýja bíó: „Feigðarýlfrið“, en Gamla bíó auglýsir „Stolin paradís.“ Þar höfum við feng ið grafletur þessa dags. í dagbókinni er skýrt frá því, að annað hefti af tímariti Jóhannesar Birkilands, Líf- inu, sé nýkomið út með grein eftir Óskar B. Vilhjálms- son um kartöflur. Þá er þess einnig getið, að dregið hafi verið í happdrætti hjúkrun- arkvenna og einhverjir hreppt málverk, krosssaumssessu, kaffidúk og tehettu. En happdrættið mikla und- an Mýrum morguninn áður hafði verið örlagaríkara. Af 40 vöskum drengjum hafði aðeins einn dregið lífið. II „Guð hjálpi okkur“ Með okkur Kristjémi og Ól. K. M. í förinni upp á Mýr- ar voru kafararnir Andri Heið berg og Sigurður Magnússon auk Viggós Pálssonar, aðstoð armanns þeirra. Það var fag- ur föstudagsmorgunn, en tals verð ylgja þegar út á flóann kom. Veðurstofan hafði spáð undiröldu á leiðinni, og hún mátti helzt ekki meiri vera. Kristján sagði um leið og hann leit út yfir flóann og gáði til veðurs: „Mér er Pourquoi Pas? slysið ákaf- lega minnisstætt og gleymi því aldrei, svo lengi sem ég lifi. Þann tíma sem ég bjó í Straumfirði urðu þar fjögur sjóslys, en ekkert eins og það.“ Ég spurði um veðrið. ’Kristján svaraði: „Um morguninn var fár- viðri af suðri, en snerist síð- degis í suðvestur.“ „Hvernig leið þér þennan morgun?“ „Mér leið ágætlega, nóttin draumlaus og ekkert að ótt- ast. Þó vaknaði ég af ein- hverjum ástæðum rúmri klukkustund fyrr en ég var vanur og var kominn út á hlað upp úr sjö. Einhver uggul- kannski. Þar stóð ég við hlið Guðjóns fósturföður míns, sem skyggndist til veð- urs. En við höfðum ekki staðið lengi þarna á hlaðinu, þegar upp rann ljós fyrir okkur: stórslys hafði orðið á sundinu og við sáum þrí- mastrað skip reka stjórn- laust í átt til lands. Fóstur- faðir minn benti út á sjóinn og sagði: „Þarna hefur strand að skip.“ „Já,“ samsinnti ég, „og orðið slys.“ Síðan tókum við undir okkur stökk og hlupum við fót út að Höllu- bjargi, þaðan sem útsýni var betra, enda veitti ekki af eins og á stóð.“ „Hvað er langt frá bænum Straumfirði út að strand- staðnum?“ „Þú sérð það á eftir, en út að klettaglufunni eða víkinni, þar sem ég bjargaði Gonidec er líklega um kíló- metra leið.“ „Og er það langt frá strandstaðnum?“ „Skipið strandaði á svo- nefndum Hnokka, skeri sem liggur um það bil þrjár mil- ur frá bænum, gæti ég ímynd að mér. Þeir hafa líklega v.erið villtir og straumurinn út úr firðinum borið þá vestur á bóginn, en ég tel ekki að skipið hafi rekið fyr- ir vindi.“ „Það hefur ekki séð út úr augum, þegar þið komuð á Höllubjörg?" „Jú, við sáum sæmilega fram í skipið, og þarna lá það eins og hvert annað rek- ald og mátti grilla í það i móðunni. Annars hvarf það fljótt, því ekki liðu nema tveir tímar frá því við sáum það fyrst Og þangað til það var sokkið. En möstrin stóðu upp úr fram á næsta dag, aft urmastrið lafði held ég þrjá daga, en brotnaði þá í vestan roki. Ég hef haft guðsorð held- ur lítið á vörum það sem af er ævinnar, en þegar ég sá skipið, gerði ég mér strax grein fyrir þeim voðahörm- ungum, sem þarna höfðu átt sér stað og sagði eins og í leiðslu, eða líklega frem- ur í ofsahræðslu: „Guð hjálpi okkur.“ Ég hef ekki þurft að taka þau orð aftur“. í þessu bili flaug fallegur mávur niður að bátnum okk- ar og stríddi öldunum með þöndum, öruggum vængjum. Það minnti mig á frásögn Árna Óla, sem ég hafði lesið kvöldið áður. „En af dr. Charcot er það að segja ,að er hann sá hvem ig komið var, og skipstjóri hafði gefið hina síðustu fyr- irskipun sína, gekk dr. Char- cot af stjórnpalli og niður i káetu, til þess að leysa úr fangelsi vin sinn máfinn, er þeir skipverjar höfðu haft með sér frá Grænlandi, og getið var um hér í blaðinu í gær. Bjargaði hann máfin- um úpp á þyljur, svo hann gæti fleygur farið ferða sinna, þegar þeir skipverjar voru komnir í heljar greip- ar.“ „Sáuð þið mávinn?“ „0-nei“. „En þið hafið séð skipið sökkva, Kristján?“ „Já, það má heita sva, Fyrst þegar við litum út um morguninn, held ég það hafi lamizt við skerið, en þegar við vorum komnir syðst j eyjuna, eða út á Höllubjarg, var það komið á þann stað fyrir innan Hnokka, þar sem það sökk síðar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa þeir varpað akkerum strax og þeir sáu hver hætta var Talað við Kristján Þórólfsson, sem bjargaði Frakkanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.