Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. jfiní 1961' Suzie Wong — Nancy Kwan Metsölubók enska rithöfund arins Riehard Masons um Suzie Wong (sagan birtist sem framhaldssaga í Morg- unblaðinu árið 1958) hefur nú verið kvikmynduð og kvik- myndin „slegið í gegn“ þar sem hún hefur verið sýnd. Með kvikmyndinni fæddist einnig ný stjarna — Nancy Kwan, sem leikur titilhlut- verkið. Nancy Kwan er lýst þannig, að hún sé lítil og grönn með sítt hrafnsvart hár, og að aust urlenzkt uppeldi hennar eigi drjúgan þátt í persónutöfrum hennar. í safnræðum hleypur hún t. d. úr einu efninu í annað án þess að bregða svip eða minnstu raddbreytinga. ★ Nancy Kwan er hálf-ensk og hálf-kínversk. Móðir henn- ar var ensk og er látin fyrir nokkrum árum. Faðir hennar er arkitekt og giftur aftur. Nancy ólst upp í Hongkong til 13 ára aldurs, en þá var hún send í skóla í Englandi. Jafn- framt hvatti móðir hennar hana til að leggja stund á ballett-dans. Eftir lát hennar fór Nancy til New York, og og þetta um nokkurt skeið var eftir að hafa unnið við hitt henni boðið að verða staðgeng ill France Nuyen, sem þá lék Suzie Wong á Broadway. En Nancy Kwan fékk ekki oft að koma fram á leiksviðinu. í>að var fyrst, þegar France Nuyen skrapp til Hongkong til að Nancy Kwan sem Suzie. leika í áður umtöluðu kvik- mynd, að hún fékk tækifæri til að sýna hvað í henni bjó. Og skömmu seinna fékk hún upphringingu frá Hongkong. ★ „Framleiðandi kvikmyndar- innar „Heimur Suzie Wong“, Ray Stark, bað mig um að taka við hlutverki France Nuyens," skýrði Nancy frá síðar. „France varð skyndi- lega veik, ekki var hægt að fresta upptökunum og fleiri milljón krónur voru í húfi. Tilboðið var þess utan afar freistandi, en ég tók öllu með stakri ró. Ég hugsa nefniLega aldrei fyrir morgundeginum." Nancy Kwan talar ensku með austurlenzkum hreim. „Þegar ég kom til Englands fór mér að förlast í kínversk- unni,“ segir hún, ,,og ég hugsa ekki lengur á því máli. Ég skrifa eingöngu ensku, því kínverskan er svo flókin. Og ég geng alltaf í evrópskum föt um; fötum; fólk glápir of mik ið ef ég sýni mig opinberlega í kínverskum klæðnaði, svo ég nota hann bara heima við.“ ★ Ray Stark hefur gert 7 ára samning við Nancy Kwan. Næsta kvikmynd verður „Kowloon" og verður mótleik- ari hennar Rock Hudson. Jean Negulesco, sem stjómaði „Heimur * Suzie Wong“ hefur ságt um hina nýju leikkonu: „Hún er sú tegund kvenna, sem aðra stundina lítur út fyr ir að vera ofsakát; nokkrum mínútum síðar speglast í augum hennar austurlenzkur alvöruþungi og speki.“ Allir urðu agndofa, þegar kvikmyndastjarnan Shirley MacLain bar fram þá ósk, að í næstu kvikmynd yrði hún látin leika ófríðan og klunna- legan kvenmann. ,,Ég vil fá úr því skorið,“ segir hún, „hvort ég á fótleggjum mínum eða hæfileikum frægð mína að þakka.“ Shirley var fyrst kunn fyrir leik sinn í kvikmyndinni „The Trouble with Harry“, en frægð hlaut hún fyrir aðalhlutverk- ið í TODD-AO myndinni „Can Can“. Meðfylgjandi myndir sýna Shirley í „Can-Can“ (til hægri) og til vinstri í hlut- verki ófríðu kennslukonunnar í kvikmyndinni „Kvensniftin“ en upptaka þeirrar myndar stendur nú yfir. Norrænn byggingadagur NÆSTÁ ráðstefna samtakanna Norrænn byggingardagur (NBD) hefst í Kaupmannahöfn 18. sept. n.k. Verkefni þeirrar ráðstefnu verður „Byggeriets industrialiser ing“, og mun prófessor, dr. B. J. Ramböll halda fyrirlestur um það efni, en prófessor Sune Lund ström, arkitekt, mun halda fyrir lestur um „Arkitektur og indu- strialisering". Þetta verkefni ráð stefnunnar verður tekið til um- ræðu á fundum með þátttöku atlra Norðurlandanna. Er verk- efninu skipt niður í 7 þætti og er mönnum frjáls þátttaka í þeim. Seinni hluti dagana verður notaður til kynningar á ýmsum byggingarframkvæmdum, og þá aðallega byggingum sem að ein- hverju eða öllu leyti eru unnar í verksmiðjum. Ýmislegt verður og til skemmt nnar fyrir þátttakendur mótsins, svo sem sýning Konunglega leik- hússins, heimsókn í ráðhús borg- arinnar og kvöldsamkomur með hinum ýmsu fagfélögum. Gert er ráð fyrir að á mótinu verði um 1800 manns, er skiptast á Norðurlöndin öll, og takmark aður fjöldi frá hverju þeirxa. Vegna gistingar og hópferðalaga eftir mótið, er þeim, sem áhuga hafa, ráðlagt að kynna sér mögu leika til þátttöku hið fyrsta og eigi seinna en 10. júlí n.k. • Með hvítan staf og gult armbindi Um daginn hitti ég á Snorra brautinni mann með hvítan starf og gult bindi með svört- um deplum um handlegginn. Þarna var á ferðinni Björn Þorgrímsson, sonur Þorgríms heitins Þórðarsonar, sem lengi var héraðslæknir í Keflavík, en Björn kannast margir Reyk víkingar við síðan hann var í 32 ár á skrifstofunni í bíla- verzlun Páls Stefánssonar. Fyrir 6 árum missti Björn síðustu sjónarskímuna, en nokkur aðdragandi var að því. Þeim sem sjáandi eru, finnst að það hljóti að vera nærri óbærilegt að missa sjónina, og þar sem ég sá Björn koma þarna hressan í bragði og svona sjálfbjarga, datt mér í hug að spyrja hán-n: * Hvernig er að hætta jaiðjsjá? Fyrst í stað fannst mér það þungbært Og illbærilegt að eiga aldrei framar að fá að sjá neitt. En þegar ég fór að bera mitt hlutskipti saman við þeirra, sem aldrei höfðu haft af sjóninni að segja, þá fór ég að sætta mig við þetta. Ég var örðinn 69 ára gamall, þeg- ar ég missti alveg sjónina fyr- ir 5 árum. Viðhorfið er annað hjá gömlum mönnum. Maður er fæddur í þessa tilveru, og getur ekki búizt við öðru en að eitthvað kunni að blása á móti og þegar það kemur þýð- ir ekki annað en að sætta sig við það. Líffærin gefa sig á langri ævi, eins og annað. Þau eru reyndar aðeins fengin að láni. Og einn góðan veðurdag verður "maður hvort sem er að segja „Takk fyrir lánið“! Ef maður tryði því að þá væri öllu lokið væri lífið ekki mik- ils virði. Ég fer auðvitað á mis við ýmislegt. Verst þykir mér að sjá ekki gróðurinn að vorinu, því ég hefi alltaf frá barn- æsku elskað allt líf. J!n ég finn blómailminn og heyri fuglasönginn, og þá kemst ég í samband við náttúruna. Þá er ómetanlegt að eiga myndir, sem aldrei fara úr huganum, eins Og ég á landslagið í Horna firðinum, þar sem pabbi var læknir í 20 ár og ég er alinn upp. Þar er svipmikil og tign- arleg náttúra sem hefur upp á allt að bjóða jökla og blá fjöllin, allar eyjarnar og þenn an fallega fjörð. Þetta blasir alltaf. við mér. Ég hefi alltaf verið minnugur, og nú þegar ég get ekki bætt við mig með lestri, er gott að geta ryfjað upp. Satt að segja veit ég ekki hvort ég vildi heldur missa sjónina eða heyrnina, ef annað þyrfti að fara. Ég hefi alltaf notið þess að hlusta á tónlist, helzt á verk eftir gömlu klassísku höfundana, og ég held að ég vildi sízt af öllu fara á mis við það. • Bjartsýni í myrkrinu Annars bjarga ég mér ágæt lega, sagði Björn. Ég dunda við að skrifa á ritvél bréf til kunningja Og vina hér og er- lendis. Áður kunni ég aðein» að nota þrjá fingur. En eftir að ég varð blindur hjálpaði frænka mín mér að læra fingrasetninguna og nú eru held ég ekki fleiri villur hjá mér en öðrum vélriturum. Og nú hefi ég nægan tima til a8 skrifa öllum mínum góðu viu um. Ég hefi alltaf verið held- ur glaðlyndur og nýt enn lífs- ins. Ég kemst um allt hjálpar- laust innanhúss og í haust hugsaði ég svo með mér: —« Jæja, drengur minn, nú skaltu fara að fara út einn! Og svo lagði ég af stað með hvítan staf. Nú skal ég segja þér hvernig ég fer að. Ég fer út úr húsinu heima hjá mér á Grettisgötu 67. Ég byrja á því að telja skrefin niður að næsta símastaur og fylgi gangstétt. arbrúninni með stafnum. Svo tel ég staurana. Ég hefi gefið þeim nöfn og tala til þessara vina minna. Ég fer niður á Snorrabrautina, út á Lauga. veg, upp Barónsstíg og 38 skref niður að húsinu mínu frá horninu, en ekki yfir götn hjálparlaust. Á þessu svæði fer ég í búðir og veit hva mörg skref eru frá ákveðnum staurum að búðardyrum, en þá er um að gera að taka jöfn skref. Ungir og gamlir á göt- unni bjóða mér aðstoð og ég finn hlýju frá fólkinu. Kraklc arnir vara mig við bílum, sem hefur verið lagt ólöglega upp á gangstéttina, og þetja geng- ur allt ágætlega og er hress- andi Og uppörvandL Ég á líka yndislega konu, sem er mér allt í lífinu. Og þegar svona er komið, er það ómetanlegt að finna hlýju og gott innræti allra sinna vina, Mér þótti gaman að hitta þennan hressa öldung með bjartsýnar skoðanir á tilver- unni, þrátt fyrir sjónleysið, og datt í hug að aðrir hefðu einnig gott og gaman af að kynnast honum svolítið. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.