Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 5
Miðvíkudagur 28 júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 ffsi íí5» llÚlil II i Um þessar mundir eru til sýnis og sÖlu í Mokka á Skóla vörðustíg 17 listofin vegg- teppi, unnin af Joe Dikit- Kayas frá Filippseyjum. Tepp in eru ofin úr íslenzkum l«pa í fallegum litum. Joe Dikit-Kayas hefur dval ið hér á landi s.l. tvö á^r og starfað í franska sendiráðinu. Stuttu eftir að hann kom hing að hóf hann nám í myndvefn- aði hjá frú Barböru Árnason, listmálara, og hreifst mjög af þeirri listgrein. í stuttu sam tali við blaðamenn Mbl. uppi á Mokka sagði Dikit-Kayas, að þetta væri í fyrsta sinn sem hann sýndi opinberlega og hefði lítið sem ekkert fengizt við listsköpun nema þau tvö ár, sem hann hefur dvalið hér. Vefnaðurinn væri, a.m.k. enn sem komið er, tómstunda- vinna hans og verð teppanna í samræmi við það, þ.e.a.s. ó- dýrari en hjá listamönnum, sem lifðu á list sinni. Litirnir í veggteppum þessa listræna sendiráðsm.anns eru mjög fallegir og á köflum sterkir. Notar hann mikið bláa og græna liti; ekkert vegg- teppanna er Ofið í sauðalitun um, eins og nú er svo mjög í tízku, en eitt var i „frönskum“ litum, eins og hann nefndi svo, og sýndist gæta áhrifa franska málarans Légers í því veggteppi. Dikit-Kayas kann afar vel við sig hér á landi og hefur áhuga á að auka kynni milli íslands og lands síns. En Fil- ippseyingar tryðu því mátu- lega að hér væru ekki Eskimó- Joe Dikit-Kayas fyri/ framan eitt veggteppa sínna ar og fisklykt og mætti varla búast við ferðahópum þaðan í bráð, hvað sem síðar yrði. Dikit-Kayas er víðförull mjög og meðal þeirra landa sem hann hefur gist eru: Jap an, Thailand, Indonesia, Frakk land, Ítalía og Bandaríkin. í þessum löndum hefur hann dvalið lengri eða skemmri tíma. Áður en hann lagði lönd undir fót stundaði hann nám í verzlunarskóla og háskóla eystra. 'ÁHEIT og CJAFIR Hallgrímskirkja: O.H. 100,- Áheit á Viðeyjarkirkju: Frá Huldu kr. 50.-. Hallgrímskirkja: Aðalbjörg 100,-. Læknar fjarveiandi Arinbjörn Kolbeinsson, til 27. júní. (Staðg.: Bjarni Konráðsson). Bergþór Smári, 13. júní til 20. júlí. Staðg.: Arni Guðmundsson. Bjarni Jónsson til 1. júlí. Staðg.:. I»órður Þórðarson. Björn Guðbrandsson 28. júní til 2. Júlí. Staðg. Ulfar Þórðarson. Björn L. Jónsson, læknir, verður fjarverandi til júlíloka. Staðg.: er Páll V. G. Kolka. Friðrik Einarsson fjarv. til 1. júlí. Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30. sími 19690). Guðmundur Eyjólfsson til 1. ágúst. Staðgengill: Erlingur Þorsteinsson. Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónssön óákv. tíma Karl Jónasson). Jón Þorsteinsson fjarv. frá 28. maí til 1. júli. — Staðg.: Olafur Jóns- son, Hverfisgötu 106A. Jónas Sveinsson í tvo mán. frá 9. maí (Gunnar Benjamínsson). Jóhannes Björnsson til 1. júlí. Stað gengill: (Grímur Magnússon). Hvernig stendur á því, að þér ítóðuð aðgerðarlaus á meðan þrjóturinn barði tengdamóður yðar? — Vegna þess, að ég sá strax, að hann var einfær um það. ★ — Að fara snemma að hátta er fyrsta skilyrðið fyrir góðri heilsu. — Eg skil það ekki. Eg fór að hátta kl. 7 í morgun og mér hefur sjaldan liðið verr. Á sínum tíma bauðst Eichmann til þess að skipta á milljón Gyð- ingum og tíu þúsund trukkum. Nú vill Castro skipta á tólf hundr uð löndum sínum og fimm hundr uð traktorum. Heyrzt hefur, að de Gaulle vilji gera býtti við Bandaríkjamenn. Vill han láta fimm hundruð hershöfðingja og fá í staðinn þá, sem nú er vin- sælust kvenna í Frakklandi — Jacqueline Kennedy. — Hers- höfðingjana má svo nota til að berja á Castro. —★— Kennarinn (er qð tala um ráð vendni): Jæja, Hans. Ef þú fynd ir krónu, myndir þú þá eiga hana? Hans: Nei. Kennarinn: Hvað myndir þú þá gera? Hans: Kaupa sælgæti fyrir hana. Ilraðinn er 4 hnútar, skipstjóri Karl Sig. Jónasson, fjarv. til 10. júlí. Staðg. Olafur Helgason. Kristján Hannesson 24. júní til 24. júlí. Staðg.: Stefán Bogason. Kristinn Björnsson til 2. júlí (Eggert Steinþórsson). Ólafur Jóhannsson um óákveðirin tíma. Staðg.: Kjartan R. Guðmunds- son. Ófeigur J. Ófeigsson í 2 tU 3 mánuði. (Kristján Þorvarðarson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Skúli Thoroddsen til 30. sept. (Heim- ilisl. Guðm. Benediktsson, augnlækn. Pétur Traustason). Sveinn Pétursson um óákveðinn tíma. Staðg.: Kristján Sveinsson. Tryggvi Þorsteinsson frá 26. júní til 16. júlí (Stefán Bogason). Víkingur Arnórsson um óákv. tima. — (Olafur Jónsson, Hverfisgötu 106). • Gengið • Sölugengi: 1 Sterlingspund ....... Kr. 106,24 1 Bandaríkjadollar ..... — 38.10 1 Kanadadollar ........ — 38,58 100 Danskar krónur....... — 549,80 100 Norskar krónur ...... — 531,50 100 Sænskar krónur ...... — 737,25 100 Finnsk mörk ......... — 11,88 100 Franskir frankar .... — 776,44 100 Belgískir frankar ... — 76,25 100 Svissnekir frankar .. — 882,90 100 Gyllini ............. — 1060,35 100 Tékkneskar krónur ........ — 528.45 100 V-þýzk mörk .......... — 959,70 1000 Lírur ............... — 61,39 100 Austurrískir shillingar — 146,60 100 Pesetar ............. — 63,50 Söfnin Listasafn islands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Asgrimssafn, Bergstaðastrætl 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: Utlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Utibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nama laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er'opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug- ardaga og sunudaga. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 e.h. Fonskaffi - Keflavík býður yður: — Heitan mat, kaffi með heimabökuðum kökum, vöfflur og rjóma- pönnukökur, öl, sælgæti, tóbak, smurt brauð út eftir pöntun. FONSKAFFI Hafnargötu 31, Keflavík F',rberg]astúlbu vantar á HOTEL BORG Saumastúlkur vanar venjulegum fatasaum og overlocksaum, geta fengið vinnu yfir saumarmánuðina eða lengur. — Hálf dags vinna getur komið til greina. — Upp- lýsingar í síma 22453. SundnámskeiS Síðara sundnámskeið mitt fyrir almenning í Sund- laug Austurbæjarskólans, hefst á morgun. Nátn- skeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Sími minn er 15158, aðeins þessi eini sími. Jón Ingi Guðmundsson, sundkennar! Erlent sendiráð óskar eftir 3—4 herbergja íbúð, sem næst Miðbæn- um. — Upplýsingar veitir SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður Austurstræti 10 A. Sími 1-10-43. Viljum kaupa íslenzkan Iistiðnað; svo sem sauðskinnsskó, selskinnsskó, muni úr hvalbeini, útskurðar- vörur og vefnað. Einnig gærupúða og aðra muni, sem sérkennandi geta talizt og þjóð- legir. MARKAOURINN Híbýladeild, Hafnarstræti 5. Sími 1-96-30. Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins Samkvæmt heimild sjávarútvegsmálaráðherra munu Síldarverksmiðjur ríkisins kaupa sumarveidda síld fyrir Norður- og Austurlandi til bræðslu á föstu verði kr. 126,00 hvert mál síldar. Reynist síld, sem verksmiðjunum er afhent, óvenju- lega fitulítil áskilja þær sér rétt til að greiða hana lægra verði. Þeim, sem þess kynnu að óska, er heimilt að leggja síldina inn til vinnslu og greiða verksmiðjurnar þá 85% af áætlunarverðinu, krónum 125.00, við mót- töku og eftirstöðvarnar, ef einhverjar verða, þegar reikningar verksmiðjanna liafa verið gerðir upp. í»eir, sem óska að leggja síldina inn til vinnslu, skulu hafa tilkynnt það fyrir 1. júlí n.k., annars telst síldin seld föstu verði. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.