Morgunblaðið - 28.06.1961, Side 11

Morgunblaðið - 28.06.1961, Side 11
Miðvikudagur 28. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 æknar í efiir Geir H. Þorsteinsson, lækni Þ A Ð er mikið rætt og ritað um héraðslæknaskort á Islandi í dag og íslenzkir læknar er- lendis gera það líka í sínum hópi. Menn greinir á eins og verða vill og er allt gott um það. Hins vegar varð okkur nokkrum ungum íslenzkum læknum i Minneapolis spurning í huga, hver væri í raun og veru tilgangur kafla þess í grein landlæknis í Mbl. 29. apríl sl., er nefnist: „Sérnám“ og svo hljóðar: „Ég tel mikla nauðsyn á, að sett verði hið fyrsta strangari skilyrði en hingað til hafa gilt fyrir sérfræðiviður- kenningu í læknisfræði og þyrfti því að hraða afgreiðslu reglu- gerðar þeirrar, sem nú liggur í aðalatriðum fyrir“. Þar sem grein landlæknis í heild fjallar um héraðslækna- skort en hann leggur hins veg- ar mikla áherzlu á að hraða afgreiðslu reglugerðar um sér- nám lækna, liggur beinast við að álíta, að lenging sérnáms sé eitt af aðalbjargráðum hans til bóta á þessum skorti. Það skyldi þó ekki vera, að þessi litla klausa væri aðalatriðið í grein landlæknis, og með fram- kvæmd hennar eygi hann einu leiðina til árangurs. Með setn- ingu nýrrar reglugerðar um sérnám lækna eigi sem sé að gera mönnum eins erfitt um vik og hægt er að leggja út í mismunandi langt sémám og jafnframt að knýja menn til að fara hvergi að heiman, heldur setjast að út í héruðum. Hér hefur landlæknir blandað tveim ur nær óskyldum málum sam- an, hvað var alveg ónauðsyn- legt nema tilgangur hans sé einmitt sá, sem mér segir hug- ur um og hef sett fram hér að ofan, Það væri mjög illa farið, ef þetta er „raunhæfasta“ úrræði ráðandi manna, þvi að engin sönnun er enn fyrir því nema síður sé, að almennur aðbún- aður og laun héraðslækna batni við það. Ef kúga á lækna til að fara út í héruð í stað þess að laða menn þangað með góð- um kjörum, þá er sannarlega aftan að hlutunum farið. Mun reynslan ekki hafa fært mönn- um heim sanninn um það, að þvingun í hvaða mynd sem er, er tilgangslaus til lengdar. Eða hver hefur t. d. orðið árangur þeirrar 30 ára reglugerðar um 6 mánaða skyldu lækna út í héraði? Ég er þessari 6 mánaða skyldu hlynntur — þó umdeilanleg sé — en skorturinn nú sannar, að kringum hana hefur verið far- ið bæði af læknum sjálfum og raunar af þeim sem sízt skyldi, þ. e. sjálfu landlæknisembætt- inu. Auk þessa á kostnaðarsöm byrjun fyrir ungan kandidat og lélegur aðbúnaður í því miður of mörgum héruðum talsverðan Jilut að máli. Með reglugerð þeirri, sem landlæknir ymprar á, er t. d. sérnám barnalækna lengt úr gamtals 3 árum í 5 ár. Banda- ríkjamenn hafa tvímælalaust «m langan tíma rekið almenn- ar barnalækningar eins og bezt gerist í heiminum og verið þar mjög framarlega, ef ekki fremst ir. Þeir krefjast 2 ára sérnáms en flestir læknar taka þó 3 ár og er þeirra nám eftir háskóla miðað við það, þ. e. læknar ganga inn í 2—3 ára „prógram" eem þeir kalla svo. Ætli ís- lenzka reglugerðin að krefjast 6 ára sérnáms kostar það mikla óþarfa fyrirhöfn auk fjár. Þann ig er og öðrum sérgreinum hátt nð. Segjum lækni hafa verið í sérnámi eins og Bandaríkja- menn haga þvi. Að löngu námi loknu og kostnaðarsömu rek- ur hann sig á, að enn er hann ekki hæfur á Islandi. Er þá óeðlilegt, að hann velti því fyr- ir sér, hvar setjast skuli að — heima eða erlendis? Vafalítið hugsa menn svipað, hvar svo sem þeir ljúka sérnámi, ef við- komandi yfirvöld viðurkenna sérnám þeirra sem góða og bættur svo nokkru nemi, ef þessi reglugerð yrði samþykkt á þingi. Mjög ólíklegt er, að hægt yrði að knýja fleiri lækna út í héruð með því að gera mönnum sémám erfiðara. Hvers vegna þarf ríkisval<jið endilega að fara þvingunarleið- ina að læknum? Eru það kannski þeir sérfræðingar, sem heima eru, sem eru raunveru- lega áfjáðastir, að þessi reglu- gerð verði samþykkt, svo að þeir geti setið einir og sem lengst við „kjötkatlana"? Ekki fleiri orð að reglugerð- aruppkastinu. Hitt er ekki u(n deilt, að breytingar á reglugerð um sem þessari, eru oft nauð- Geir H. Þorsteinsson. gilda menntun. Drepa má einn- ig á eins og innan sviga þá al- kunnu staðreynd, hver munur er á kjörum lækna heima og erlendis. Eru þá læknar öllum öðrum Islendingum óþjóðræknari? Ég mótmæli því éindregið. Fyrir munn annara ungra lækna er- lendis staðhæfi ég, að hvergi viljum við fremur starfa en heima. En athugi ríkisvald og allur almenningur eitt, að svo lengi er hægt að vanmeta og launa ómaklega starf góðs þjóns, að hann segi upp vist- inni. „Sólarlag" er víðar fallegt en heima á okkar gamla Fróni. Ekki dyttu mér dauðar lýs úr hári, þó reglugerðarmenn upp- skæru sama héraðslæknaskort og nú og jafnframt færri sér- fræðinga, þegar fram liðu tímar. Ég eygi ekki, að aðbúnaður og laun lækna í héruðum verði synlegar en verðh jafnframt að vera með viti og sanngirni. Það er vitað mál, að framfarir í læknisfræði felast ekki allar í því að byggt sé hærra og hærra, heldur að gamla byggingin er rifin og ný reist á grundvell- inum, sem fyrir er. Þess vegna þarf sérnám ekki að vera lengra nú en fyrir 20—30 árum, ef því er vel hagað og skipulagt. Það mætti minna á, hvert álit dr. Helgi Tómasson heitinn hafði á lengingu sérnáms lækna. Hví eru ungir íslenzkir sér- fræðingar ekki spurðir álits í þessum efnum, hvort þeir álíti, að sérmenntun þeirra sé um 40% of lítil og þar eftir léleg? Eða er kannski grunurinn um „einokun“ eldri sérfræðinganna heima á meiri rökum reistur er\ svo, að hugarórar teljist ein- göngu? Spyr sá, sem ekki veit. Því fara reglugerðarmenn ekki bara að dæmi þjóðnýtingarinn ar brezku á læknum og lengja allt sérnám upp í 10—15 ár? Að lokum þetta: Væri ekki vænna til árangurs að gera héraðslæknisembættin aðlaðandi og gimileg fyrir unga lækna? Þá rynnu jafnvel þeir dagar upp yfir okkar gamla Frón, að almennir læknar með sérnám að auki settust að í héruðum, t. d. tvísettum eins og land- læknir drepur á. Fengi þjóðin þá fleiri almenna lækna o g fleiri sérfræðinga en ella verða af hvorum tveggja. „Því að þrýsting á mjólk framleiðir smjör, og þrýsting á nasir framleiðir blóð, og þrýst- ing á reiði framleiðir deilu“. Og vel mætti við bæta: Þving- un á lækna framleiðir land- flótta. Minneapolis, Minnesota, USA, 13. maí 1961 Geir H. Þorsteinsson. Er þetfa hægt ? „Ég vil leyfa mér á þessari hátíðlegu stund, er hornsteinn hússins er lagður að flytja íslenzkum bændum kveðju og þakklæti Búniaðarfélags ís- lands og Stéttarsambands bænda fyrir þann góða skiln- ing, sem þeir hafa sýnt þessu mikla máli búnaðarsamtak- anna, með því að leggja fram allir sem einn mikið fjárfram lag, (sic) sem er svo mikil- vægt »ð það veldur miklu um að þetta hús verði það sem það á að verða. Miðstöð bún- aðarsiamtaka landsins og um leið bændanna sjálfra." Þorst. Sigurðss. í Tímainum 19. marz. Svo kvað form. B. f. af sinni alkunnu málsnild í homsteins- ræðu sinni um bændahöllina. Það er stórt orð Hákot — og virðulegt starf að vera formaður Búnaðarfélags fsl. — en myndi þó ekki stærra og virðulegra vera, að fara rétt með mál og dylja ekki sannleikia'nn? í ofan- skráðrj klausu formanns B. f., er gerð svo ákveðin tilraun til að breiða yfir staðreyndir, að ekki er hægt að láta ómótmælt og skail hér stuttlega gerð grein fyr- ir því. Á árinú 1951 var af hálfu B. f. farið fram á við bændur (gegn- um hreppabúnaðarfélögin) að þeir samþyikktu hækkun búnað- armálasjóðsgjalds um 1/4%, í því skyni að standa straum af vænt- anlegri húsbyggingu félagsins, sem mjög gerðist aðkallandi sök- um þrengsla og brunahættu í gaimla húsinu. Þessum umleitunuim var al- mennt vel tekið, þótt einstaka rnenn vildu fara aðrar leiðir tLl fjáröflunar. Var þessari hækkun svo komið á, að ég ætla á árinu 1952. og mun mega segja að flestir bænd- ur hafi fagnað því að B. í yrðu búin betri starfsskylyrði. Nú er hljótt um málið um hríð, úti um sveitir landsins, en í rauninni er það aðeins hlé fyrir aðaláhlaupið. Þegar næst er hafizt handa um frekari fjáröflun er ekki verið að spyrja bændur almennt til ráða. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda og Búnaðarþing, samþykkja — án þess að málið sé rætt heima í sveitunum — að hækka Búnaðarmálasjóðsgjaldið um ein lítil 100 prósent. Töluverð átök urðu um málið á Búnaðarþingi og umræður manna milli úti um sveitir, sem kom þó fyrir ekki, því hér var látið gilda „Vér einir vitum.“ Þetta er gangur málsins stutt- lega rakinn, þótt vitanlega mætti fleira til tína. En svo kemur form. B. í. — virðulegur bóndi austan úr sveitum — og þakkar þann ,,góða skilning," sem bænd ur hafi sýnt á þessu „mikla máli.“ Ja, „Er þetta hægt Matthías?1* Kannski er það nú hæg.t ef svo- hljóðandi texta-útskýring er gef- in: Við þökkum af heilum hug að okkur var ekki bannað að stinga höndunum í vasa ykkar bændur góðir og óátalið látið þótt við tökum miljónatugi af fé ykkar til að reisa gistihöll fyrir erlenda luxusflakkara. Það er hægt að deila endalaust um Bændahöllina. Stað — stærð — gerð. Hvort hagrænna hefði verið að hugsa ekki um hótelið í bili, en setja heldur eitthvað af milljónatuguhum í sjálfan grurm landbúnaðarins — til- raiunastarfsemi, rannsóknarstöðv ar og önnur þau vísindi, sem koma honum að haldi. Ég held að betur hefði farið féið á þann hátt og er reiðubúinn að ræða þá hlið málsins hvenær sem er. En um hitt er ekki hægt að deila, hvemig fjárins var afliað til Bændahallarinnar. Mikill hluti þess er tekinn beint úr vösum bænda án þess að leita samþykkis þeirra al- mennt. Svo er komið á eftir og þeim þakkað í hástemmdum ræðum hve skilningsgóðir og velviljaðir þeir séu. Er hægt að ganga öllu lengra? Leysingjastöðum 24. marz 1961. Halldór Jónsson. Verkfallsmaðurinn með 2000 kr dagiaun ÝMSIR hópar vinnandi stétta' bafa nú staðið í verkföllum um! tíma til þess að knýja fram meiri I laun. Sjálfsagt efast enginn um það, sem eitthvað þekkir til! launa hinna ýmsu stétta þjóð- j íélagsins, að sumar þeirra bera | í rauninni svo skarðan hlut frá j borði í kaupgjaldsmálum, að full j þörf vær þeim á því að fá laun j sín hækkuð, og það mörgum að verulegum mun. Hitt er svo önn- ur saga, sem ég ætla mér ekki að leggja neinn dóm á hér, hvort atvinnuvegirnir geta staðið und- ir hækkuðu kaupgjaldi, og hvort hækkað kaupgjald yrði mönnum annað en verðgildislaus krónutal an. En þótt ég viti það, að miargur maðurinn, sem nú er í verkfalli, hafí verulega þörf á betri launu-m þá dylst mér það heldur ekki, að í röðum verkfallsmanna eru núna starfsstéttir, sem fá svo kon ungleg laiun fyrir störf sín, að margur maðurinn, sem eytt hefur 10 til 12 árum æfi sinnar til lang- sfcóla náms og undirbúninigs und ir æfistarfið, myndi telja sig búa við góð launakjör, þótt hann fengi ekki hærri laun en sem svarar helmingi á við þessa menn. Til þess að sanna það, að ég íari hér efcki með staðlausa stafi, ætla ég að segja hér frá við- skiptum mínum við málara nokk- urn, sem nú hefur gert verkfall sem aðrir starfsbræður hans, af því að laun þessarar stéttar eru svo lítil. Ég þurfti að láta mála húsþak, Þafcið er bratt og auk þess með kvistum. Mér var ráðlagt að fá til starfsins ungan málarasvein, sem væri mjög rösfcur og vel verki farinn. Raunar hafði ég ekki hugsað mér svo hátt, að fá faglærðan mann til verksinis, heldur aðeins einhvern laghent- an mann. En þar sem mikið var látið af dugnaði þessa málara, sem ég tek sjálfur undir a.f heil- um bug eftir kynni mín af hon- um, og hann ful'lyrti sjálfur við mig, að mér væri mifclu hag- kvæmara* að láta faglærðan mann vinna verkið í uppmæl- ingu, sló ég til og réði hann til verksins. Taldi hann engan efa á því, að ákvæðisvinna væri beggja hag- ur. Auðvitað þarf engan spek- ing til að sjá, að þannig ætti þetta að véra, ef ákvæðisvinnan, hver sem hún er, hvílir á réttu afkastamati. Hins vegair gleypti ég þessa fullyrðingu ekki orða- loust, þar eð ég hafði áður haft kynni af ákvæðisvinnu fag- manna, og það í fleirri en einni stktt, og reynsla mín af þeim kynnum verið sú, að í slíkri vinnu þyrfti faigmaðurinn ekki að leggja hart að sér til að fá ríflegt tímakaup, svo að væglega sé til orða tekið. En ákvæðis- vinnu málara hafði ég hins vegar ekki kynnst af eigin reynzlu. Og þegar ég gat þessarar reynislu minniar af iðnaðarmönn- um við hinn unga málara, full- yrti hann, að þetta ætti efcki við málairaiðnina. Málarinn þyrfti að halda vel áfram við verk sitt, ef hann ætti að fá eitthvað að ráði fram yfir tímakaup. Og svo kom málarinn eitt kvöldið. Morguninn eftir hóf hann svo verkið. Tíu kliukutím- j um seinna hafði hann lokið fyrri! yfirferðinni. Ég var mjög ánægð ur með vinnubrögð þessa unga manns. Slíkum manni var mér ánægja að geta borgað riflegt j álag á venjulegt tímafcaup. Því’ þótt ég ætlist auðvitað til, að menn haldi sig að starfi og telji annað vinnusvik, finnst mér það ekki nema sjálfsagt og sann- gjarnt, að sá beri meira frá borði, sem af kappi vinnur. Og til þess skilst mér, að áfcvæðisvinnan sé. Þ. e. a. s. hún veitir hinum dug- lega möguleifca til að fá það greitt, sem hann vinnur fram yfir það, sem sanngjarnt er að krefjast af skylduræknum manni. Og slíkt er engu síður hagur vinnuveitanda en viinnu- þiggjanda. Mér hefði því ekki fundist það nema sangjamt að borga þassurn manni a'llt að 60% álag á tímakaupið, svo vel fannst mér hann vinna. Það er svo ekki að orðlenigja það meira, að seinni yfirferðinni lauk hann svo á enn þá skemmri tíma en hinni fyrri. Samanlagt eyddi hann sena sagt ca. tuttugu klukkutímum í að mála þakið tvisvar. Ég var mikið ánægður. Ekkert vissi málarinn fyrir víst, hver vinnukostnaðurinn myndi verða, fyrr en búið væri að reikna hann út syðra, en eitit taldi hann sig þó geta fullvissað mig um, og það var þetta, að ég hefði stór grætt á því að láta sig vinna þetta verk í ákvæðisvinnu. En svo kom reikningurinn skömmu seinna. Ög þótt ég þætt ist við ýmsu búinn vegna fyrri kynna minna af uppmælingar- taxta iðnaðarmanna, hefði jafn- vel ekki bliknað við 100% álag á tímakaup, þá brá mér nú samt, þegar ég sá plaggið, og þó ef til vill einna helzt fyrir það, að nú var þessi imgi maður kominn í verkfall vegna ónógra launa. Tveggja daga, eða svo nákvæmt Framhald á hia >a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.