Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 1
20 síður N nrgníinM^M^ 48. árgangur 146. tbl. — Þriðjudagur 4. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins -5000 manna ið komið ti Ástandið við landamæri íraks fer enn ekki batnandi íraksstjórn sakar Breta um ógnanir Kuwait, London, Bagdad, 3. júlí — (NTB-Reuter-AFP) — BREZKA herliðinu í Kuwait hefur í dag enn fjölgað til muna og mun nú telja 4—5000 manns. Flutningaflugvélar lentu á flugvellinum hér fimmtu hverja mínútu, hervagnar eru um borgina alla og á þýðingarmiklum stöðum í land- inu hafa brezkir herflokkar hvarvetna komið sér fyrir. Það er mál manna í Kuwait, að ástandið á landamærum Iraks hafi orðið enn óvissara, þar eð írakskt herlið sé nú fjölmennara en áður. Af hálfu Iraksstjórnar er því haldið fram, að herflutningar Breta séu ógnun við írak, sem einungis hafi ætlað sér að beita friðsamlegum ráðum við að sam eina furstadæmið landi sínu. Sendiherra Breta í Bagdad átti á sunnudaginn viðræðufund með uutanrikisráðherra Iraks, en ár- angur varð enginn. Reynt að draga úr viðsjám Forsætis- og utanríkisráð- herra Jórdaníu, Banjat Talhuni, hélt í dag fund með arabísk- um sendiherrum í Amman, höf- uðborg sinni. Segja fréttamenn, að á fundinum beri að líta sem tilraun Jórdaníu til að draga úr spennunni milli íraks og Ku- wait. Talsmaður Sameinuðu þjóð anna í Amman skýrði frá því, að sérlegur sendimaður Dag Hammarskjölds, framkvæmda- stjóra, í nálægari Austurlönd- um, Pier Spinelli, hafi frestað för sinni til Genf, vegna þró- unarinnar í Kuwait. Líbýustjórn sendi Irak orðsendingu í dag, þar sem þess er farið á leit, að ekki verði gripið til neinna ráðstafana gegn Kuwait, er stefnt geti í hættu friðnum á þessum slóðum og leitt af sér fjandskap milli Arabaríkjanna. hafi haldið út á eyðimörkina. Lengst hefur brezka herliðið farið um 40 km norður fyrir Kuwait-borg. Brezkar þotur halda stöðugu eftirliti, en hafa fengið fyrirmæli um að fljúga ekki nær íröksku landamærun- um en 15—25 km. Samkvæmt frásögn eins flugmannsins, eru byggingar olíufélaganna nú orðn ar mannnlausar. Von er á enn fleiri brezkum hermönnum til Kuwait; fyrstu hóþarnir af liði frá Kenya eru lentir hér og heilt herfylki frá Nairobi er væntan- legt. _' Brezka flotamálaráðuneytið hefur skýrt frá því, að nú séu milli fjögur og fimm þús und brezkir hermenn í Ku- wait. Þar liggja nú við akk- eri flugvélamóðurskip, tvær freigátur og eitt herskip að auki. Eru áhafnir þeirra ekki taldar með í áðurnefndum fjölda. Frá flotastöðinni Aletta á Möltu berast fregnir um, að tundurduflaslæð- Herflutningar halda áfram Fréttaritari Reuters símar frá Kuwait, að brezka herliðið í fjórir brezkir furstadæminu sé nú dreift yfir arar hafi látið úr höfn og stefni stórt svæði á eyðimörkinni milli til Aden. Eigi þeir að vera reiðu borgarinnar Kuwait og íröksku búnir til starfa á Persaflóa. — landamæranna. J>eir, sem síðast Samtímis yfirgaf flotastöðina hafi komið, séu sveit fallhlífa- birgðaskip og olíuflutningaskip í hermanna frá Kýpur, er þegar I Framh. á bls. 13. Lát Hem- ingways ERNEST Hemlngway, skáldið heimskunna, lézt á suirnúdag inn af skoti úr einni af byss- um sinum, er hann var að fága. Haiiir var 62 ára að aldri. Fregnin um sorgarat- burð þenna barst hratt út í gær og kom hvarvetna á ó- vart. Hemingway var fyrir skömmu kominn úr sjúkra- húsi og dvaldi á heimili sínu í Idaho í Bandaríkjunum. Hann var, sem alkunna er, mikill veiðigarpur, og var, er slysið bar að höndum, að huga að byssum sínum. Eiginkona hans var fjarverandi, en er hún kom heim lá Hemingway þar helsærður. Frú Hemingway varð að vonum mikið um hið sviplega fráfall manns sins og er nú undir læknishendi. Samkvæmt ummælum yfirvaldanna í bæn um Ketchum í Idaho, mun væntanlega velta á óskum hennar, hvort athuguð verða náirar atvik þau, er leiddu til þessa hryggilega atburðar. Hammarskjald leggur tll: Oreyting á starfs- skipan hjá SÞ. BANDARÍSKA útvarpsstöð- in „Voice of America" skýrði frá því í gærkvöldi, að Dag Hammarskjöld, framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði lagt fram tillögur um nokkrar skipulagsbreytingar á skrifstofu samtakanna í aðalstöðvunum. Embætti aðstoðarframkvæmda- stjóra í þessum tillögum Hammar- skjölds mun gert ráð fyrir að 5 aðstoðarframkvæmdastjórar verði látnir bera ábyrgð á af- greiðslu pólitískra mála, en aðrir níu fjalli einkum um fram- kvæmdir á vegum samtakanna. Allir séu menn þessir jafnhátt settir, en samkvæmt tillögunum skulu þeir, sem með stjórnmálin hafa að gera, aðeins geta gengt embætti í 3—5 ár, hinir í tvö- faldan þann tíma. — Eins og málum er nú háttað eru stjórn- málalegir aðstoðarframkvæmda- stjórar tveir. Réttlátleg skipting Hammarskjöld bar ofangreind- ar tillögur sínar fram, eftir að kunngjörð hafði verið skýrsla 8 manna sérfræðinganefndar, sem lagt hafði áherzlu á nauðsyn þess, að starfslið Sameinuðu þjóð anna skiptist sem réttlátlegast, landfræðilega séð. Það kom fram hjá Hammar- skjöld, að ef tillögur hans verða samþykktar á næsta allsherjar- þingi, sem kemur saman til funda hinn 19. september nk., muni mega byrja láta þær koma til framkvæmda strax næsta ár og að fullu 1963. Frægasta mynd sem tekin vair af Hemingway. Hún er tekin af kanadíska Ijósmyndaranum Karsh. Hann var í mið- punkti aldarinnar Ummæli Kiljans um Hemingway látinn H E M IN G W A Y var í- saman það sem hefði þurft mynd þess allra bezta í að segja um Ernest Hem- Éngilsaxneskri manngerð. ingway daginn eftir and- Hann hefur sennilega haft lát hans. Það er ég ekki meiri áhrif en nokkur ann tilbúinn að gera, þó þessi ar rithöfundur á þessa maður hafi verið mér hug- kynslóð og vakið það bezta stæðari en flestir rithöf- hjá sinni þjóð, sú mann- undar aðrir. gerð sem hann var. Og rit- Eitthvað á þessa leið fór- höfundar á fjarlægustu ust Halldóri Kiljan Laxness stöðum hafa skrifað undir orð- er íréttamaður blaðsins ,., ,, .. £ , hitti hann að máli á heimili augliosum ahnfum íra ,„ *^.i-f t • • ¦ ° J hans að Gljufrasteini í gær, honum. Það er erfitt að vegna ^ skyndilega and- eiga í stuttu máli að taka Frh. á bls. 2 Grein um Hemmingway er á bls. 11 áta millj síldar- svæðanna og lands Mér lízt vel á útlitið, ef síldin færii sig þangað, segir Jakob Jakobsson um borð í Ægi — MÉR lízt vel á útlitið í sumar, sérstaklega ef síldin færir sig nær landi, sagði Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur um borð í Ægi, er Mbl. átti tal við hann í gær. — Það er mikil áta víðast hvar sunnan við síldargöng- urnar, þannig að líklegt er að þær færi sig suður á bóg- inn, þó erfitt sé að spá þar nákvæmlega um, bætti Jakob við. Jakob sagði að síldin hefði verið fremur stygg til þessa og hefði það háð veiðunum. Síldin væri nú einkum á þremur svæð- um, norður og norðvestur af Kolbeinsey, og væri mestur hluti íslenzka síldveiðiflotans á þeim slóðum. Þriðja svæðið væri norðáuustur af Melrakka- sléttu, norðan Rifsbanka, og væri norski flotinn þar ásamt nokkrum hluta íslenzka flotans. Stakar torfur á milli Jakob sagði að ekki væri með Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.