Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 2
MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. júlí 1961 — Mikil áta Framh. af bls. 1 öllu síldarlaust milli þessara þriggja svæða, en torfurnar væru þar dreifðar. Síldin norð- an Rifsbanka virtist heldur mjakast í suðaustur, en á svæð- unum tveimur við Kolbeinsey virtist hún heldur færa sig beint til suðurs. Á milli síldarinnar og lands er víðast talsvert átu- magn og færi hún sig á þær slóð ir, má búast við því að hún spekist og grynni á sér. Leitarskipin tvö skipta með sér verkum á svæðunum, og er Fanney á svæðinu við Rifs- banka, en Ægir við Kolbeinsey. Ægir var á Akureyri í tvo daga í síðustu viku, en fann á laugardagskvöldið þá síld, sem veiðarnar hafa byggzt á síðan. Héldu veiðiskipin þá þegar á vettvang og hafa fengið þar góðan afla af ágætri síld, sem að langmestu leyti hefur farið í salt. Jakob Jakobsson tjáði Mbl. einnig, að Ægir hefði lóðað á mjög mikið magn síldar við Kolbemsey öðru hverju, en síld- in væri stygg og stæði djúpt. Hins vegar mætti fullyrða að hér væri um að ræða meiri og stærri torfur en áður. Félögin samþykktu UM helgina voru boðaðir fundir í öllum félögum íðnsveina og meistara til þess að fjalla um samkomulag samninganefnda þessara aðila á laugardag. öll fé- lögin samþykktu samkomulagið, og var vinnustöðvuninni þar með aflýst. Hófu iðnaðarmenn því vinnu að nýju í gær. í aðalatriðum eru samningarn- ir mjög svipaðir samningi þeim, sem skýrt var frá hér í blaðinu sl. sunnudag milli sveina og meistara í járniðnaðinum, en nokkur sérákvæði eru þó í samn- ingum hinna einstöku félaga. Kaupgjald hækkar almennt nú þegar um 11Vz% og um 4% til viðbótar 1. júní 1962 hafi samn- ingum eigi verið sagt upp þá. Yfirvinna verður greidd með 60% álagi á dagvinnu í stað 50% áður. Orlof verður óbreytt 18 virkir dagar, auk þess 6% orlofs- fé á allt kaup sem unnið er fyrh; utan dagvinnu. Laugardagsfrí verða 4 mánuði á ári í stað 3 áður. Sérákvæði eru einkum um aukagreiðslur fyrir óþrífaleg og hættuleg störf og um hækkun verkfærapeninga hjá sumum fé- lögum. Er nú' Vörubílstjórafélagið Þróttur eina félagið hér í Reykja vík, sem enn er í verkfalli en einnig standa yfir samningar- viðræður milli verzlunarmanna og vinnuveitenda þeirra. Kort þetta sýnir hvernig háttaði síldveiðum og afla- m.Tgrni, sem borizt hafði á ein- stakar hafnir og miðast töl- urnar við miðnætti í fyrrinótt Csunnudagskvöld). Er þar um að raeða það magn síldar, sem saltað hefír veríð í hventi höfn en það er mikill meiri- hluti aflamagnsins. Auk þess, sem á kortmu er nefnt, hefur verið saltað á Skagaströnd í 1298 tunnur. Þá sýnir kortið síld?.rsvæð- in eins og þau voru í grær. Norður og norðaustur af Kol- beinsey eru tvö svæði og er þar mestur hluti íslenzka flot- ans. Norður af Rifsbanka er svo annað svæði en þar eru norsku skipin og nokkur íslenzk. Kolbeinseyjarsíldin virðist vera á leið á grrynnra vatn, en Rifsbankasíldin á suð urleið. Síldarleitarskipin Æg- ir og- Fanney eru sitt á hvoru svaeði, Æg-ir vestar. Samið á Vestfjörðum Gatnagerð AKRANESI 3. júlí. Lokið er við að steypa aðra akreinkia á Hafn- arbraut frá Hafnargarði og vest- tir að Suðurgötu og nú er byrj- að á að steypa neðsta hluta Skúlaibrautar frá Vesturgötu upp að Merkureigi. ÍSAFIRÐI, 3. júlí. — Eins og kunnugt er, hefur. ekki komið til neins verkfalls á Vestfjörðum, en fyrir nokkrum dögum hófust samníngaumleitanir milli Alþýðu sambands Vestfjarða og Vinnu- veitendafélags Vestfjarða og voru samningar undirritaðir 1. júlí sl. Aðalbreytingin frá fyrri sarhn- ingi er sú, að kaupgjald hækkar yfirleitt um 12% eftirvinna greið ist með 55% álagi á dagvinnu. Ekki greiða vinnuveitendur fram lag í styrktarsjóð verkamanna. KvOldmatartími verður ekki greiddur, þótt unnið sé eftir þann tíma, eins og mun vera víðast hvar á landinu. Kominn fram SÆMUNDUR Magnússon, Berg- þórugötu 8, sem lýst var eftir í blöðum og útvarpi fyrir helgina, er nú kominn fram heill á húfi. Hringdi hann heim til sín um 11 leytið á siunnudagskvöldið, og lét vita af því, að hann væri á vísum stað í bænum. Hafði þá ekkert til hans spurzt síðan á fimmtudag. Eftir þessum nýja samningi verður karlmannskaup kr. 23,15 í dagvinnu og kvennakaup kr. 19,00. Ennfreniur voru gerðar nokkrar smábreytingar til sam- ræmis við samninga annars stað- ar á landinu. — GK. Hemingway mínnzt um allan heim í gær LONDON, 3. júlí. Reuter-NTB — Nóbelsskáldsins Ernest Heming- ways hefur í dag verið minnst um allan heim — og á jafnólík- um stöðum sem Páfaríkinu og Moskvu. Mörg lofsyrði hafa hvar vetna verið borin á hinn látna. Blaðið „Osservatore Romano" í Páfaríkinu lét m. a. svo um mælt, að Hemingway hefði verið „nýskapari í listum" og bætti við, að ,,verk hans, þrungin fjör- legri list og skáldskap, bæru með djörfum og innihaldsríkum blæ vott um viðsjár tímabils, sem ógnað væri af hörmungum stríðs, ranglætis og harðstjórnar". — Málgagn sovézku stjórnarinnar, „Izvestia", sagði m. a. að Hem- ingway hefði í senn verið „mikið skáld og mikill maður". Jöfur nútimabókmennta í Bretlandi sagði „The Guardi- an" í ritstjórnargrein, að „áhrif hans á málfar og jafnvel hegðun manna beggja megin Atlantsála kunni að reynast vera gífurleg." Náinn vinur skáldsins, gagnrýn- andinn Cyril Conolly, kvað með Hemingway genginn einn „mesta jöfur nútímabókmennta — Hemingway Framh. af bls. 1 láts Nóbelsverðlaunaskáldsins Ernests Hemmingways. — Ég þekkti ekki Hem- ingway persónulega. En við skiptumst á skeytum og skila boðum. Hann vissi af mér og ég af honum, hélt Halldór Kiljan Laxness áfram. Við vorum í mörg ár taldir sigur- stranglegastir til að hljóta bókmenntaverðlaun Nobels. Þegar hann svo fékk þau á undan, áfið 1954, sendi hann mér orð. Þau voru einkenn- andi fyrir hann, því hann hafði þennan drengilega hátt íþróttamanna á öllu sem hann gerði. Hann flýtti sér að fara í blöðin og segja: Laxness er ákaflega góður rithöfund- ur. Segið honum, að ef hann verði einhvern tíma blankur, þá skuli ég deila með honum mínu. Svo sendi hann mér elskulegt skeyti, þegar ég hlaut verðlaunin árið eftir. — Þér hafið þá ekki kynnzt honum þegar þér voruð í Banda ríkjunum á yngri árum? — Nei, ég þekkti hann ekki þá. Ég las þá fyrstu bókina hans, sem hét á þeim árum „The sun also rises". Síðan las ég „Vopnin kvödd", sem mér finnst alltaf að sé einhver bezta skáldsaga okkar tíma. Eins og öll snilldarverk, er hún óþýð- anleg. Ég gerði einu sinni tilraun til að þýða hana. En ég er ekki ánægður með þýðinguna og mundi þýða "hana allt öðru vísi núna. '/* NA IS hnútar S SVSOhnúhr H Snjóltomo V Skurir K Þrumur Y//sy<mÍi KuUasM Hitaskit H Ha» L* LctgS Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi. NV gola í nótt, hæg breytileg SV-mið og Faxaflóamið: átt á morgun, úrkomulaust og NV kaldi og léttskýjað í nótt víða Iéttskýjað. en SA gola og skýjað á morg- , NA-land til SA-lands og un. miðin: NV kaldi í nótt, hæg- SV-land til Norðurlands og viðri á morgun, léttskýjað. Breiðafj.mið til norðurmiða: — einn þeirra, sem í raun og veru hafi skapað bókmenntirnar, eins og þær nú eru." Nær öll frönsk blöð birtu um- sagnir um. Hemingway, einnig útvarpið sem helgaði honum 50 mínútna dagskrá. . Skálað í hinzta sinn í litlum bæ, um 12 mílur aust- ur af Havana á Kúbu, hittu fréttamenn Gregorio Fuentes Betancourt, sem stýrt hefur snekkju Hemingway í 23 ár og skálaði nú í hinzta sinn fyrir skáldinu sem hann dáði mjög — og rifjaði upp kynni þeirra hryggur í lund. E n g i n n árangur enn SAMNINGAFUNDIR stóðu í gær kvöldi með fulltrúum vörubif- reiðastjóra og vinnuveitenda. Fundi var slitið laust fyrir kl. 11 oif hafði samkomulág ekki tekizt. ". — Langar yður þá ekki til að þýða einhverja aðra af bókum hans? — Ekki eins og þessa „Vopn- in kvödd" er að mörgu leyti alveg sérstæð bók. Hemingway var einhver mesti meistarinn í hópi ríthöf- unda á okkar dögum. Hann strikaði út hvert einasta óþarft orð, þangað til ekkert var eftir umfram það nauðsynlegasta. Þessi agi, sem hann beitti sjálf- an sig, er harðari en ég hefi séð nokkurs staðar annars stað- ar. Markið sem hann setti var svo hátt, að það hefur gert mik- ið af öðrum bókmenntum hlægi- legar og einskisvirði. Stíl hans er helzt hægt að líkja við stíl- inn á íslendingasögunum. — Ætli hann hafi verið kunn- ugur íslendíngasögunum? — Nei, hann var einu sinni spurður um þetta. Og hann svar aði að hann væri íslendinga- sögunum alls ókunnugur. Stíll- inn, sem hann hefði, væri árang urinn af því að hann strikaði út'allt ónauðsynlegt. Ég sá bréf- ið hans. — Starfsævi hans hefur orðið styttri en efni stóðu til. Hann Halldór K var aðeins 62 ára gamall. — J-á, sumir hafa átt styttrl starfsævi og aðrir lengri, ái» þess að bæta nokkru við. Hann átti starfsævi, sem var ákaflega sterk og áhrifamikil meðan húa entist. Hann var alveg í mið- punkti aldarinnar. Og eins og aðeins maður frá stóru ríki get- ur verið. Eins og ég sagði áðan mun ég ekki reyna að telja upp hina mörgu kosti þessa manns, sagði Kiljan að lokum. — Þá mundum við sitja hér langt fram á kvöld og blaðið aldrei koma út. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.