Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. 'jú'lí 1961 Renée Shann: 16 á hana. — Ef þú elskar mig nógu mikið..... Hún flýtti sér að taka fram í fyrir honum: — Það veiztu, að ég geri, Clive. — Stundum verður mér á að efast um það. — Það ættirðu ekki að gera. í>ú veizt það gagnstæða. Þjónninn var nú kominn til Clive til að spyrja, hvort hann óskaði nokkurs fleira. — Ekki nema fá reikninginn. Og það er bezt að fá hann strax. Clive greiddi síðan reikning- inn. Síðan leit hann á Söndru yfir borðið. — Eigum við þá að fara? — Hvert eigum við að fara elskan? — Ég skal sjá um það. Hún gekk síðan út í bilinn og hann settist í ökusætið við hlið hennar. — Eigum við að koma heim og vera þar í ró og næði eins og hálftíma? Það er ekki svo áliðið enn. Sandra fann sig ekki hafa vilja styrk til að þjarka við hann. Áður hafði hún einu sinni eða tvisvar komið heim til Clive, en hún gerði það ekki að staðaldri. Hún var of tilfinninganæm til þess og gerði sér ljóst, að það gat verið henni hættulegt. En í ðalfundur Söiutækni ÆL Munið [ aðalfundinn í Þjóðleikhússkjallaranum kl. 12,15 í dag. — Nýir félagar velkomnir. Stjórnin Keflavík — Suðurnes Sandblástur og málmhúðun Suðurgötu 26 Keflavík. — Ryðhreinsar og málmhúðar allskonar járnstykki. Fljót afgreiðsla og vönduð vinna. Sandblásfur og níálmhúðun Suðurgötu 26 — Keflavík — Sími 1737 T'T^y^-.u. . ¦ ¦' ¦ >v in-r"*\. :.i'i i'i/;1* '.".'¦'!¦"..?! t?. ¦,!¦¦',•¦'.'!;."* ' -* -.''''.'^ "*T™'.T"'.".'.: \ <*><rri,s kvöld var hún svo þreytt og nið urdregin, þrátt fyrir góða matinn og vínið. Hún óskaði þess heit- ast að geta hrist af sér þessa deyfð og geta litið á ástandið með sömu augum og Clive. Ef út í það var farið þá var þetta sam band þeirra svo sem ekki neitt óvenjulegt. Margar konur urðu ástfangnar af giftum mönnum og fundu einhver úrræði til að leysa vanda sinn. Fljótlegast væri að hleypa til skipsbrots. En hvað mundi það leiða af sér? Ennþá meira pukur heldur en það, sem nú átti sér stað hjá þeim. 1 stað inn fyrir stolna kossa kæmu stoln ar helgarferðir, þegar hún yrði að segja mömmu sinni, að hún væri hjá ei.^hverri vinstúlku í stað þess að segja, að hún væri með Clive. Hún gerði sér ofurlít- inn hroll. Nei, þetta yrði áreiðan lega aldrei framkvæmanlegt þótt freistandi væri, og hversu ást- fangin sem hún kynni að vera af honum. Hún leit kring um sig í íbúð- inni, og reyndi að hugsa sér sjálfa sig sem aðkomumann, er kæmi þarna í fyrsta sinn. Þetta var heimili Clives, sem hann hafði átt svo lengi ásamt konunni sinni sem honum hafði aldrei komið saman við, að því er hann sjálfur sagði, konunni, sem' hafði farið til útlanda og verið syona lengi burtu en var nú að koma heim aftur. I kvöld var það í hennar aug- um bjartara og heimilislegra en nokkru sinni áður. Henni fannst einhvernveginn, að það hefði ver ið lagað til, og þá sjálfsagt í til- efni af heimkomu húsmóðurinn ar. Þegar Clive fór með hana inn ísetustofuna, gat hún ekki stillt sig um að láta aðdáun sína í Ijós. En hvað hér er orðið fínt. Eru þetta sömu gluggatjöldin og voru þegar ég kom hérna sein- ast? — Nei, pau eru ný. Lizt þér ekki vel á þau? — Jú, þau eru indæl. Ég vissi ekki, að þú hafðir látið breyta hérna. — Mig minnir, að ég nefndi þessi gluggatjöld við þig. Mér datt allt í einu í hug, að úr því ég kallaði mig híbýlafræðing, yrði mitt eigið heimili að sýna þrss einhver merki. Og þess- vegna lét ég breyta ýmsu núna nýlega. Hún lejt á hann ásökunaraug- um. — Þú hefðir nú getað kallað mig til hjálpar við það. — Þú varst alltaf svo önnum kafin. — Ekki of önnum kafin til þess að geta hjálpað húsbóndan- um, ef honum lægi á. Hann dró hana að sér og kyssti hana. Síðan dró hann hana niður á legubekkinn til sín. — Bíddu þang°ð til við förum að útbúa okkar eigið heimili. Hún leit á hann löngunaraug- um. — Já, hvenær skyldi það nú verða? — O, þess verður ekki langt að bíða vona ég. Hann dró hana enn fastar að sér. — Og fyrst þess verður ekki svo langt að bíða, þá___ Hún vissi, hvað hann var að fara. Það hafði skeð svo oft áður og alltaf hafi svar hennar verið hið sama: — Nei, elsku Clive. — Hversvegna ekki? — Það eru hundrað ástæður til þess. — Eins og ég sagði fyrr í kvöld held ég, að ástæðan sé ekki nema sú eina, að þú elskar mig ekki nógu mikið. — Hvort ég elska þig eða ekki, kemur ekki þessu máli við. Hún dró sig frá honum, þegar hann ætlaði að kyssa hana aftur. — Nei, Clive. . Hún stóð snöggt upp og horfði niður á hann, og ósk- aði sér þess heitast að hann hefði ekki svona mikið aðdráttar afl, og efaðist um með sjálfri sér, að hún gæti lengi staðizt hann. — Ég ætti að fara að komast heim, elskan mín. — En þú varst alveg að koma. Hún brosti eins og hún væri að afsaka eitthvað. — Ég held ég hafi komið hingað gegn bétri vit und. Þú veizt, að ég er alltaf ó- róleg þegar ég kem hingað heim. Clive hristi höfuðið. — Stundum ertu eins og saut- ján ára stelpa, nýsloppin úr klausturskóla, í staðinn fyrir að vera fullorðin manneskja með holdi og blóði. Hann rétti út sterka hönd og dró hana aftur til sín niður á legubekkinn. Og síðan faðmaði hann hana að sér og fullvissaði hana með mörgum fögrum orðum um það, hversu hann elskaði hana og þráði að geta gengið að eiga hana. — Ég er viss um, að þetta er ekki nema tímaspurning, elsku Sandra, sagði hann. — Já, en elsku Clive, þú veizt að hjónaskilnaðir taka alltaf ein hvern óratíma. — Með mínum samböndum gæti ég fengið honum flýtt. Hún var of úrvinda af þreytu til þess að segja honum, að hún efaðist mjög um það. . henni hefði alltaf skilizt að ekki væri hægt að reka á eftir slíku, héld ur yrði það að hafa sinn gang. Hann strauk mjúka hárið henn ar með enninu. — En ég verð nú samt að gefa Margot skilnað arástæðu. Þetta atriði höfðu þau minnzt á einhverntíma áður. Þá hafði Clive sagt, að hann gæti notað einhverja tilbúna ástæðu, og nafnið hennar þyrfti hvergi nærri að koma. Henni datt í hug, hvort hann væri kannske horfinn frá því núna. — Enn sem komið er, hef ég engin tök á því, Sandra. — Ég stóð í þeirri trú, að við hefðum komið okkur saman um.. Hún hikaði. Og loksins bætti hún við í örvæntingartón, eins og röddin væri að bila: — Ó, Clive, við skulum ekki tala meira um þetta i kvöld. Þegar Margot er komin heim og við vitum fyr- ir víst, &ð hún vilji skilja við þig, getum við ákveðið, hvaða leið veri heppilegust. Hann yppti öxlum. — Eins og þú vilt. Hún vissi, að hann var henni gramur.. og vonsvikinn. — Ef þetta bara væri öðruvísi, sagði hún í eymdartón. — Ef þú bara værir laus! — Það þýðir nú lítið að tala a r í á á — Eg setti í diag Birkibita aug lýsingu í veiðimannatímaritin Markús! — Og verksmiðjan mín er komin af stað með fulla fram- leiðslu. — Ég skrifaði grein í náttúru- fræðirit, þar sem ég sagði alla söguma.... Það ætti að hjálpa eitthvað' — Svo við fáum fljótlega að vita hvort sælgætið nær vinsæld um. Á meðan er ungur gæsar- steggur, sem ekkert þekkir til skotmanna, á flugi hættulega nærri veiðimannabyrgi við strönd Karolinaríkis. — Ekki strax... .Bíddu þar til þú sér augun í ho'num og skjóttu hann þá! um það, þegar ég er það ekki. Ekki enn, að minnsta kosti Við verðum að taka þessu eins og það er. Nema þáy.. hann hikaði, en hélt svo áfram: — Nema þú viljir láta þetta vera nóg? Hana hryllti við tilhugsuninni einni saman. Henni var það vel Ijóst, að hún gat ekki yfirgefið hann. Og hún f^nn það alveg á sér, að þetta var honum einnigj vel ljóst. Hann mundi vita full- vel, hvaða vald hann hafði yfir henni. En í þetta sinn tokst henni að stila sig. — Vilt þú kannske hætta við allt saman? — Þú veizt vel, að það vil ég ekki. — Þú heldur ekki, að það væri skynsamlegra? — Þegar ástin er annars veg- ar, kemst skynsemin ekki að. — Hún ætti nú samt að gera það. Hann greip til hennar og þrýsti henni að sér. — Hvern fjandan. varðar mann um, hvað ætti eða ætti ekki að vera. Við elskum hvort annað. Hún brosti vesældarlega. — Það veit ég, en mér dettur stund um í hug, að annað okkar elski meira en hitt. — Hvort okkar? — Auðvitað ég. — Bull og vitleysa! Hanri kyssti hana aftur og allur óró- leikinn hvarf um leið. Svona var það alltaf, hugsaði hún og ávít- aði (sjálfa sig fyrir að vera svona veik gagnvart honum. Þegar SHtltvarpiö Þriðjudagur 4. júlí. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Frcttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður- fregnir). 12:00 Hédegisútvarp (Tórileikar. *m 2:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttír og tilkynningar. — 16:05 Tón- leikar. — 16:30 Veðurfregnii). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Píanótónleikar: Natalie Hinderas leikur: a) Noctuelles og Oiseaux tristes úr ,,Miroirs" (Speglar) eftir Ravel. b) Sónatína nr. 1 eftir Josep Castaldo. * 20:15 Erindi: Undir þungum árum. Um síldveiði á Austfjörðum (Ragn ar Þorsteihsson kennari á Eski- firði). 20:40 Tónleikar: Fiðlukonsert nr. 2 t d-moll op 22 eftir Wieniawski, — Mischa Elman og Fílharmon- iska hljómsveitin í Lundúnum leika. Sir. Adrien Boult stjórrtar. 21:30 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21:30 Tónleikar: Pólski Þjóðlagaflokk- urinn „Slask" syngur og leikur, Hadyna stjórnar. 21:45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Þorkell Helga son). Miðvikudagur 5. júlí 8:00 MoJ'gunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður- fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar).! 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tón« leikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Islenzk tónlist: a) Þættir úr hátíðamessu eftir Sigurð Þórðarson. Guðrún A, Símonar, Magnús Jónsson, Guðmundur Jónsson og Karla kór Reykjavíkur syngja. b) Tilbrigði eftir Jón Leifs um stef efttr Beethoven. Hljóm sveit Ríkisútvarpsis leikur. Hans Antolitsch stjórnar. 20:30 Dagskrá í tilefni af 75 ára afmæli Stórstúku íslands. a) Avarp stórtemplars, Bene- dikts Bjarklinds. b) Erindi Séra Kristinn Stefáns- son fyrrv. stórtemplar. c) Viðtil við háritara, C. G. Peet. # d) Samtal við gaml«n templara, e) Söngfélag templara syngur, Ottó Guðjónsson stjórnar. 21:30 Tónleikar: Sónata fyrir víólu og píanó ftir Arnold Bax. William Primrose leikur: á víólu og Harri- et Cohen á píanó. 22:00 Fréttir og veðurfregnlr. 22:10 Kvöldsagan: „Olokna bréfið" eft ir Valeri Osipov: I. lestur (Pétur Sum arliðason kennari þýðir og les). 22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi": Nor rænir skemmtikraftar ílytja gömul og ný lög. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.