Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 5
 Þriðjudagur 4. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ liiitf H I. f 1.1 ::•<::: JjálB !Í5 t Híi * IIIIIII liiiili III J y lÍiöBhli ÍÍÍftÍÍ -íí ÍÍÍÍÍÍ f SÍBUSTU viku veittu vegfar endur því eftirtekt að renni- legt fley sigldi seglum þönd- um um Tjörnina. Fólkið, sem var að spóka í góffvirffinu, hætti að lygna aftur augunum framan í brosandi sólina og staldraði við, og íbúarnir í Tjarnarhólmanum urðu svo hissa að þeir máttu ekki vera að því að verða hræddir og fljúga á braut. Þegar seglskipið nálgaðist hólmann ískyggilega mikið þótti kríunni auðvitað nærri sér höggvið og fylkti liði til árásar á „landhelgisbrjótinn" — án þess að vara hann við eða kanna málið eftir diplo- matiskum leiðum. Tuttugu kríur hófu sig samtímis til flugs, hnituðu nokkra hringa yfir hinn ókunna árásaraðila og steypíu sér svo niður með viðeigandi stríðsöskri. — Það var siglutoppurinn sem varð að taka út hegninguna fyrir hið meinta afbrot, því í næstu andrá flugu kríurnar fram hver af annarri, gáfu toppin- um eitt vel útilátið högg og lögðu svo til atlögu á ný. Anda steggirnir, sem eru nú frem- ur svifaseinir, undir venjuleg- um kringumstæðum, urðu svo felmtraffir að þeir brutu ó- sjálfrátt blað í ævagamalli og hefðbundinni flugtæknisögu andaættarinnar, því aff nú fóru þeir lóðrétt í loftið eins og þyrilvængjur. Þrátt fyrir berserksgang krí unnar komst seglskipið ólask- að norður fyrir hólmann, beygði og sigldi í hringi og tók svo stefnu á tjarnarbakk- ann og^ sigldi örugglega til lands. Áhorfendur ráku upp stór aii.su og veltu vöngum yfir því hvort lína væri tengd við skútuna og hvar hún lægi. En það var engin lína tengd við skútuna. Skipiff stóð að- eins í radiosambandi við land og á bakkanum fylgdust tveir starfsmenn Landsímans með fcrðum þess, þeir Jón Eiríks- son, loftskeytamaður og Þor- kell Gunnarsson viðgerðamað- ur og höfðu með sér f jarstýri- tæki og þurftu ekki annað en að þrýsta á hnapp á tækinu og þá breytti skútan sam- stundis um stefnu. Við hittum þá Jón og Þor- kel að máli og spurðum þá um skipið. Jón hefur séð um alla smíði þess, Þorkell hefur sett saman stýristækin, bæði senditækið og móttökutækið í skipinu, en það er tengt við sérstakan mótor sem hreyfir stýriff ýmist til hægri eða vinstri, eftir því á hvorn hnappinn stjórnandinn styð- ur. Skipið er 128 sm að lengd, gert úr 5 mm þykkum viði. Siglan er 160 cm að hæð með segli sem er 800 ferþuml. — Er langt síðan þiff smíð- uffuð skipið? — Það var einhvern tíma á árunum 1942—'43. Þetta var ,,,,,,..^: .,.„,,,..,,,, Jón Eiríksson og Þorkell Gunnarsson með fjarstýrðu skút- una og senditækið. (Ljósm.: Sv. Þormóðsson) 25. skipið sem ég smíðaði, seg- ir Jón. Það má segja að ég hafi fengið áhugann á þessu þegar ég var í siglingum fyrr á árum. Ég var í Þýzkalandi og það kom dálítiff einkenni- legt atvik fyrir okkur á skip- inu. Viff vorum að koma í höfn og sigldum þá á Icktu, sem lá þarna ljóslaus við inn- siglinguna. Við björguðum mannskapnum en höfðiim skemmt skipið, sem varð að fara í slipp, og það tók nokk- urn tíma að gera við það, svo að skipshöfnin varð að finna sér eitthvað til dundurs. Ég hafði keypt seglbát handa syni niínum og rölti með hann niður að höfninni og byrjaði að sigla honum þar. Þegar ég kom heim gerði ég svo helm- ingi stærri eftirlíkingu af hon um og þar með var vírusinn kominn í mig og síðan hefi ég smíðað f jöldann allan af skip- um af öllum gerðum. Þorkell hefur gert stýritæk- in, nema mótorinn sem hreyfir stýrið til. Þorkell sagði okk- ur að allt efni í tækin væri hægt að fá hér heima og kqst- aði um 600 krónur. — Þarf ekki sérstakt leyfi til að nota svona stýristæki? — Það þarf að fá samþykki Landssímans. Menn koma bara með tækin til okkar, við athugum tíðnina sem þau senda á, og ef við sjáum að þau geti ekki haft nein trufl- andi áhrif á f jarskiptin þá gef um yið út leyfisspjald, sem kostar 50 krónur. — Og það er ekkert spurt hver hafi sett tækið saman? — Nei, þaff kemur okkur ekkert við. Bara að það sé gcrt á réttan h^tt. Þorkell er um þessar mund- ir að Ijúka við að smíða stórt fjarstýrt flugvélarlíkan. Til- raunarflugið á að fara fram einhvern tima á næstunni, á ótilteknum stað utan viff bæ- inn. Hann segist hafa mikinn áhuga á flugyélasmíðum og les mikið um þau mál í er- lendum tímaritum. — Þeir eru farnir að fljúga þessum módelum í 13 tíma samfleytt og fara þá upp und- ir 200 mílna vegalengd, segir Þorkell. Annars er ég alveg einn á báti við flugvélasmíð- arnar. Jón hefur ekki fengið „delluna" enn þá. — Er langt síðan skútan komst á flot? — Það er orðið ærið langt síðan hún var smíðuff, eins og ég sagffi áðan, segir Jón. En fjarstýristækin eru alveg ný. Við höfum ekki þorað að sigla henni fyrir almennings- sjónum fyrr en núna. Við er- um eins og Bússarnir í þessum málum. Fyrst fórum viff með hana upp á Bauffavatn, og þá gekk þaff heldur sbrykkjótt. En viff fundum út hvað að var og svo lögðum við í að fara með hana á Tjörnina og það hefur allt gengið prýðilega. Hún hefur gengið mest um V-A inílu. Það þarf að vera mjög nákvæm smíði á þessum skipum til þess að þau sigli vel. Miklu meiri nákvæmniv heldur en við venjulega báta. Öll hlutföll verða aff vera hár- nákvæm ef vel á að vera. Það eru mikil þægindi að hafa f jar stýringuna. Tækin draga um 3 mílur, svo að stjórnandinn getur tekið lífinu meff ró. — Það er nrtrhur eða þegar ég var að sigla henni á Tjörn- inni. Þá varð ég að hlaupa fram og aftur á bakkanum til að taka á móti henni. —^ Áhuginn hefur ekkert dvínaff með aldrinum? — Nei, nei. Ég get alltaf leikið mér eins og strákur. Alltaf jafn ungur — eða rétt- ar sagt gamall. Ég held nefni lega að ég hafi fæðzt gamall. Ég man fyrst eftir mér þegar ég var 6 vikna. Þetta er ákaf- lega merkilegt. Þó veit ég um annað mjög líkt. Það var franskur ráðherra effa einhver annar labbabútur, sem fædd- ist gamall, og honum fór eins pg mér, hann hefur alltaf drukkið mjólk frá fæðingu. Skútan á siglingu á Tjörninni. 2ja—3ja herbergja íbúð óskast. — Uppl. í síma 35736. Húsbygg'jendur Gröfum húsgrunna. — sprengingar. Símar 32889 og 37889. Hjónarúm með amerískum springdýn- um til sölu í verzlun G. Zoega, Vesturgötu C. Verð 4500. Volkswagen Vil kaupa vel með farinn Volkswagen, ekki eldri en '56. Tilboð merkt: „Volks- wagen — 118" sendist fyrir 6. júlí til afgr. Mbl. S amarbústaður Lítill sumar 'aústaður á fallegum stað í Vatnsenda- lar.di til k>1u ódýrt. Sími 12982. Óska eftir íbúð 2—4 herb. í Hafnar- firði. Tvennt í Leimili. — Uppl. í síma 50518. íbúð — Ieiga Óska eftir að leigja 4ra herbergja íbúð. Tilboð sendist blaðinu merkt: — „íbúð 1285". Óska ef tir 1 til 2 herbergja íbúð sem fyrst. — Sími 36716. Keflvíkingar Vegna sumarleyfa verður lokað 9.-29. júlí. Efnalaug Keflavíkur. íbúð óskast Óska eftir 2—3 herbergja íbúð, helzt í Kópavogi eða Hafnarfirði. Góð umgengni. Uppl. í síma 12867. 13 ára drengur óskar ið komast á gott heimili í sveit í sumar, er vanur. Uppl. í síma 16182 eftir kl. 2 í dag og næstu daga. Trésmíði Vinn allskonar innanhúss trésmíði í húsum og á verk stæði. Hef vélar á vinnu- stað. Get útvegað efni. — Sanngjörn viðskipti. Sími 16805. Bílkrani til leigu hýfingar, gröftur. ámokstur og Sími 33318. A T H U G I Ð að borið saman "5 útbreiftslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Til leigu íbúð við Miðbæinn, 2 herb., eldhús og hað. — Nokk- ur húshjálp áskilin. — Tilboð merkt: „Kyrrlátt — 1283", sendist afgr. Mbl. Tjarnarhárgreilslustofan verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 10. til 24. júlí. 4—5 herbergja íbúð eða lítið hús, óskast til kaups, með góðum kjörum. Tilboð með lýsingu og kjörum, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir laugardag 8. þ.m. merkt: „1286". 99 GLItfOUT 66 hreinsiefni fyrir bíla blöndunga Hreinsar blöndunginn og allt benzínkerfið. Sam- lagar sig vatni og botnfalli í benzíngeyminum og hjálpar til að brenna það út. — Bætir ræsingu og gang vélarinnar. Snmyrill Laugavegi 170 — Sími 1-22-60 Síldarstúlkur Leiðin til fjár liggur til Siglufjarðar. Viljum ráða nokkrar síldarstúlkur til starfa strax. —¦ Fríar ferð- ir, — Kauptrygging — Fyrsta flokks húsnæði. — Upplýsingar í síma 23403 eftir kl. 4 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.