Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. 'júlí 1961 jllpfgiifstMflfrifr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðabtræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjtad kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. VARNIR ISLANDS OJÁLFSTÆÐISBARÁTTANf ** er ævarandi. Á 19. öld var hún fólgin í endurreisn Alþingis, setningu stjórnar- gkrár, afnámi landshöfðingja- valdsins og sköpun innlendr- ar stjórnar með ábyrgð gagn vart Alþingi. Á 20. öldinni stefnir sjálfstæðisbaráttan að fullveldisviðurkenningu og að henni fenginni að afnámi konungsdæmisins og stofn- un lýðveldis á íslandi. En sjálfstæðisbaráttanheld ur áfram. Nú er hún fólgin í því að varðveita frelsið, tryggja það sem áunnizt hef- ur, byggja upp hið unga ís- lenzka lýðveldi. Lýðveldið fæddist mitt í hrikalegustu og blóðugustu átökum ver- aldarsögunnar. Að þeim lokn um tók kalda stríðið við. Tímabil þess hefur einkennzt framar flestu öðru af við- leitni friðelskandi þjóða til þess að koma í veg fyrir að ný styrjöld hefjist. Merkasta og örlagaríkasta sporið, sem stigið hefur verið í þá átt, er tvímælalaust stofnun At- lantshafsbandalagsins vorið 1949. Það er íslendingum í senn sómi og mikil gæfa að hafa tekið þátt í því allt frá upphafi. * Atlantshafsbandalaginu hef ur orðið mikið ágengt. Það hefur stöðvað ofbeldissókn hins alþjóðlega kommúnisma vestur Evrópu. , Það hefur komið í veg fyrir að komm- únisminn, arftaki nazismans, rændi fleiri þjóðir Evrópu frelsi þeirra en hann hafði þegar gert, áður en banda- lagið var stofnað. Frjálsir menn um allan heim standa í mikilli þakk- lætisskuld við Atlantshafs- bandalagið. Framlag okkar íslendinga til þess er það eitt, að við höfum heimilað nokkur afnot af takmörk- uðum svæðum á landi okk- ar til sameiginlegs varnarvið búnaðar. Hér hefur dvalið örfámennt lið varnarbanda- lagsins og hér hefur verið komið upp aðvörunarkerfi gegn hugsanlegum árásar- flugvélum. Allur viðbúnaður hér á landi er miðaður við varnir einar. Atlantshafsbandalagið og þjóðir þess munu aldrei gera árás á nokkra þjóð. Hlutverk þess er aðeins að standa vörð um frelsi og sjálfstæði þjóðanna og mann helgi einstaklingsins. Þeir, sem hatast við þetta banda- lag geta aðeins haft illt í huga. Það eru aðeins þeir, sem hyggja á árásir og yfir- gang, sem geta haft ástæðu til þess að hatast við At- lantshafsbandalagið. Yfirgnæfandi meirihluti ís lenzku þjóðarinnar fagnar samstöðu sinni með vestræn- um lýðræðisþjóðum. íslend- ingar vilja ekki að land þeirra standi opið og óvarið fyrir hvaða ofbeldissegg, sem kynni að vilja ásælast það. í þátttöku íslands í Atlants- hafsbandalaginu og þeim varnarviðbúnaði, sem hér hefur verið gerður, er sjálf- stæðisbarátta íslendinga fólg in í dag. I þessari baráttu verða öll þjóðholl öfl að sam einast gegn hinni nýju ný- lendukúgun og útþenslu- stefnu hins alþjóðlega komm únisma. FORDÆMI LANDSBANKANS l^RÁ því hefur verið skýrt, * að Landsbanki íslands hafi af tilefni sjötíu og fimm ára afmælis síns gefið þrjár rausnarlegar gjafir til menn- ingar- og mannúðarmála. Stærst þeirra er gjöf til Há- skóla íslands. Er hún í því fólgin að bankinn býðst til að greiða í 10 ár laun prófess ors við Háskólann, sem flytji fyrirlestra um efnahagsmál. Þá hefur bankinn ákveðið að gefa myndarlega fjárhæð í náms- og kynningarsjóð bankastarfsmanna og loks hefur hann ákveðið að halda ekki afmælishóf en gefa í þess stað 250 þúsund krónur til barnaspítalasjóðs Hrings- ins. Fyllsta ástæða er til þess að vekja athygli á þessu for- dæmi Landsbankans. Segja má að það sé orðinn siður hér á landi að efna til veizlu- halda af hvers konar tilefni. Hefur hið opinbera oft geng- ið á undan í slíku tildri, er oft kostar stórfé, sem greitt er úr sameiginlegum sjóði borgaranna. Vitanlega getur verið eðlilegt og sjálfsagt að menn geri sér dagamun af ýmsu tilefni. En í því eins og öðru er hægt að fara út í öfgar, og sú hefur orðið raunin á hér á landi í þess- um efnum. Sú ákvörðun Landsbankans að gefa 250 þúsund krónur til barna- spítalasjóðs Hringsins í stað þess að efna til dýrrar af- mælisveizlu er til mikillar fyrirmyndar. Mættu fleiri opinberar stofnanir, sem af- mælisdag eiga minnast þess að það er þjóðinni gagnlegra Þessi mynd var tekin hinn 14. júlí sl., er nokkrir fulltrúar bandarísku söfnunarnefndar- innar ræddu við Fidel Castro á Kúbu. „Dæmafá manníyririitning" Dömur margra suður - amerískra blaða um Castro vegna brots hans á sam- komulaginu um skipti á föngum og jarðvinnsluvélum ¦piNS og kunnugt er af frétt *"* um, hefir bandaríska nefndin, sem gekkst fyrir al- mennri fjársöfnun til kaupa á dráttarvélum, er skipt skyldi fyrir um tólf hundruð fanga á Kúbu, ákveðið að skila aftur söfnunarfénu til þeirra, er létu það af hendi. Orsökin er sú, að nefndin tel- ur Fidel Castro, forsætisráð- og þeim sjálfum til meiri sóma, að minnast mannúðar- stofnana en efna til dýrra og innihaldslausra veizluhalda. MATTHÍASAR- SAFN Á AKUREYRI A KUREYRINGAR hafa opn ** að minjasafn Matthíasar Jochumssonar, hins mikla skálds og ágæta kennimanns. Á Sigurhæðum, hinu gamla húsi skáldsins, hefur verið safnað saman fjölda muna úr 'búi hans og lögð hefur verið áherzla á að gera þessi húsa- kynni sem líkust því, er þau voru þegar skáldið lifði þar og starfaði. Akureyringar eiga þakkir skildar fyrir þessa ræktar- semi við minningu Matthías- ar Jochumssonar. — Spor margra íslendinga mUnu í framtíðinni liggja að Sigur- hæðum. Minning Matthíasar Jochumssonar mun halda á- fram að lifa með ljóðum hanns í hugum þjóðarinnar. herra á Kúbu, hafa gengið á bak orða sinna og samkomu- lagið, sem varð um þessi skipti. Castro bauð það sjálf- ur upphaflega, að umrædd- um föngum, sem teknir voru höndum í hinni misheppnuðu innrás á Kúbu í apríl sl., skyldi gefið frelsi gegn því, að Bandaríkjamenn útveg- uðu Kúbustjórn 500 land- búnaðardráttarvélar. — Fyr- ir skömmu hækkaði Castro svo „verð" fanganna — og krafðist 28 millj. dollara eða jafnvirðis í dráttarvélum. Á þetta neituðu hinir banda- rísku aðilar að fallast. - * - Castro hefir víða verið gagn- rýndur mjög fyrir frekju sína og ágirnd í þessu máli — og hafa blöð í Suður-Ameriku ekki hvað sízt verið harðorð í garð hans. Hafa mörg þeirra látið svo um mælt, að Castro hafi hér sýnt dæmafáa mannfyrirlitn- ingu. Verður hér á eftir drepið á ummæli nokkurra suður-amer- ískra blaða til þess að sýna, hve köldu andar nú til Castros þar vegna framkomu hans í fanga- málinu. jg Einn svartasti bletturinn Blaðið „El Diario ^llustrado" í Santiago í Chile segir m.a. eft- irfarandi, sem kallast getur eins konar samnefnari fyrir afstöðu fjölmargra annarra blaða: — „Þessi dráttarvélasaga verður áreiðanlega talinn einn svartasti og svívirðilegasti bletturinn á stjórnarvöldum, sem eru þó fyr- ir kunnust að margendurteknum ofstopa og ofbeldisaðgerðum." Enn fremur segir blaðið, að þetta misheppnaða samkomulag „sýni með Ijósum hætti, hversu vonlaust sé að reyna að semja um nokkuð við Castro-sinna". — Annað leiðandi blað í Santi- ago, „El Mercurio", segir, að menn hefðu átt að geta sagt sér það sjálfir, „að Fidel Castro mundi sjá svo um, að ekkert yrði af skiptunum á föngum og dráttarvélum, sem hann hafði sjálfur stungið upp á". Þá talar blaðið um „kvalalosta" þann, sem lýsi sér í því, að Castro skyldi aftur senda hóp fanga til Florida, „eins og beiningamenn", til þess að reyna að hefja samn- inga að nýju. - * - Dagblaðið „El Debate" í Montevideo í Uruguay segir, að „fjárkúgunar-kröfur" Castros séu „enn ein sönnunin fyrir því, „að maðurinn hljóti að teljast „brjálaður". Umræddar aðgerðir hans beri líka á sér „öll hin verstu einkenni kommúnism- ans." T*r „Einber fjárkúgun" Ekvador-blaðið „El Tele- grafo" bendir á það, að með því að hafna jarðvinnslutraktor- um og krefjast þess í stað „stór- virkra véla til þess að byggja hernaðarmannvirki" hafi Castro enn sýnt og sannað, „að hann lætur sig engu skipta skort þjóð ar sinnar, því umræddar drátt- arvélar hefðu getað komið í gó3 ar þarfir til þess að auka fram- leiðslu ýmissa fæðutegunda". — Blaðið fordæmir raunar tilboð Castros um skipti á vélum og mönnum — nefnir það „svívirði lega uppástungu" „einbera fjár- kúgun" og annað slíkt. I>rátt fyrir það, segir „El Telegrafo", var „bandarískt veglyndi reiðu- búið að bjarga föngunum á Kúbu". •k Til aðstoðar Iandflótta -Kúbumönnum Öll helztu blöðin í Caracas, hðfuðborg Veriezúela,—hafa tekið Castro í karphúsið — fyrst fyr- ir hið upphaflega tilboð, sem þau telja sýna einstæða fyrir- litningu á mannlegum tilfinn- ingum, og síðan fyrir að ganga á bak orða sinna varðandi skipt- in. — Dagblaðið „Ultima Hora" í Caracas, sem skrifar um mál- ið undir fyrirsögninni „Fjár- kúgunar-áætlunin", stingur upp á því, að fénu, sem safnaðist Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.