Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ » Sígaretta olli usla á Sóleyjargötu — og bíll með þrjd farþega sentist 16 metra eftir skurði I fyrrinótt ÖKUFERÐ, sem hófst í Kefla vík á sunnudaginn, lauk held ur sviplega á Sóleyjargötu í Reykjavík aðfaranótt mánu- dagsins. Voru í bílnum átta ungmenni, er honum var ek- ið á mannlausan bíl á Sól- eyjargötunni, sem síðan kast- aðist á þriðja bílinn, og lenti loks á grindverki fyrir framan húsið nr. 29 og braut það. Munu allir í bílnum hafa verið meira og minna ölvaðir, nema sá sem ók, og varð sígaretta ökumanninum að falli. Bíllinn, sem lenti í moldarbarðinu. Oft veltir lítil þúfa... A bíl þessum höfðu tveir piltar og tvær stúlkur kcmið í bæinn á sunnudaginn. Fóru þau í Storkklúbbinn, og neyttu piltarnir þar áfengis. Vantaði f ar f Storkklúbbnum hittu þeir fyrir þriðja piltinn, og stóð svo á fyrir honum að hann vantaði far til Keflvíkur, og vax að auki ódrukkinn. Varð það úr að hann skyldi aka bílnum. Að dansleiknum loknum, var ekið um bæinn, hringsól- að um „rúntinn", farþegar teknir og skilað heim. Voru ýmist sjö eða átta manns í bílnum, sem er af Chevrolet gerð, og er skráður fyrir fimm farþega auk bílstjóra. Voru átta manns í bílnum er óhappið varð, fjórir í fram- sæti og fjórir í aftursæti. Um hálf þrjuleytið um nótt- ina var lagt af stað til Kefla- víkur og ekið suður Sóleyjar- götu. Þar bað pilturinn, sem ók, umráðamann bílsins, sem er sonur eigandans, um síga- rettu, og rétti hann ökumann- inum hana logandi. Tókst þá ekki betur til en svo, að síga- rettan datt logandi á gólfið á milli þeirra. Beygðu'þeir sig 1 Eftir áreksturinn á Sóleyjargötunni (Ljósm.: Sv. Þorm.) (Ljósm.: Sv. Þorm.) báðir eftir henni, og segja þeir, að þeir hafi næst vitað af sér eftir að hafa ekið á mannlausan bíl, sem stóð við götuna, kastað honum á þriðja bílinn, og síðan upp á gang- stétt og grindverk við húsið nr. 29 og brotið það. Ekki urðu slys á mönnum, en eignatjón er mjög mikið þar sem bílarnir eru allir meira og minna stórskemmd- ir. Var Keflavíkurbíllinn síð- an fjarlægður af Vöku. Bílvelta við Seljabrekku Á öðrum tímanum aðfara- nótt mánudagsins varð einnig bílslys á Þingvallavegi, á beygju skammt fyrir ofan Seljabrekku. Fór bíll þar út af veginum, endaseratist 16 metra eftir forugum skurði, og valt. Þrír voru í bílnum, sem ekið var af útlendingi, og slapp fólkið að mestu ómeitt, en hlaut þó einhverjar skrám- ur. Á hinn bóginn voru allir forugir mjög, svo og bíllinn, sem sjá má á meðfyljandi mynd. Hringt var til lögreglunnar frá Brúarlandi, og kom hún á staðinn. Ökumaður mun ekki hafa verið undir áhrifum áfengis. Bíllinn er stór- skemmdur og var Vaka fengin til að flytja hann til bæjarins. Búinn að slá - hálfn aður aö hirða f GÆR hafði blaðið spurnir af því að Jón Bjarnason bóndi í Hlíð á Hvalfjarðar- strönd væri að ljúka við að slá tún sitt. Við höfðum því 6amband við hann og spurð- um hann nánar um heyskap- inn. —. Jón kvaðist vera búinn að slá fyrri slátt og um það bil hálfn- eöur að hirða. Votviðrið undan- íarið hefði nokkuð tafið fyrir. í gær var góður þurkur, en svo mikið er nú flatt að ekki verð- ur hægt að ná öllu upp á minna en þremur dögum, því svo mikið er undir í einu. Anraars þarf ekki nema einin góðan þurrkdag á megnið af töðunni. 1000 hestar. Túnið í Hlíð er 18—20 hekt- erar og vonar Jón að hann hafi uin 900—1000 hesta aí túninu eftir fyrri slátt. Megnið af hey- inu er þurrkað, en háin fer í vothey. Túnið í Hlið var vel sprottið og óskemmt af kali. Þaikkar Jón sprettuna því, að hann bar snemma á eða um mánaðarmót- in apríl-maí og beitti túnið sára lítið í vor. Hirðir upp í þessari viku. Ef veður lofar mun Jón ljúka við að hirða upp fyrri slátt í þessari viku. Þetta mun vera með því bezta, sem kunnugt er um silóttinn það sem af er þessu sumri. Svipað ástand er á næsta bæ við Jón, Eystra Miðfelli. Þar er langt kominn fyrri sláttur. Heyskaparfréttir aninars stað- ar aí landinu eru slsemiiair. Tún víða kalin til mikilla akemmda og spretta léleg. "»^^j* .v^i oTAKuTEIIAR Heyannir ÞÓTT góð síldveiði sé nú það vangi. Ljósmyndari blaðsins sem mest tekur hugi manna, tók þessa mynd úti á Sel- megum við ekki gleyma tjarnarnesi í gær og sýnir hún því að heyskapur stendur heyskapartækni nútímans. nú víða sem hæst, þótt frétt- ir séu misjafnar af þeim vett- Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Meðaltekjurnar Morgunblaðið birti nýlega upp* lýsingar, byggðar á skattafram- tölum er sýna, að meðaltekjur verkamanna í Reykjiavík eru rúmlega 75 þús. krónur en ekki 48 þús., eins og Þjóðviljiim hef- ur mest hamrað á undanfarið. Þjóðviljinn hefur að sjálfsögðu ekki kunnað við að segja verka- menn skrökva til um tekjur sín- ar og hefur með þögn sinni við- urkennt, að upplýsingar Morgun- blaðsins væru réttar. Nú hefur blaðið hins vegar tekið upp þann áróður, að til þess að ná þessum tekjum þurfi verkamenn helzt að vinna a. m. k. 3 eftirvinnutíma á degi hverjum. En það er um þetta, eins og upphæð teknanna, að Þjóðviljan- um ber ekki saman við verka- menn sjálfa, sem almennt tclja sig munu þurfa að vinna V& eftirvinnutima að meðaltali til þess að ná þessum tekjum. „Frystihúsið" Framsóknarmenn töluðu unt fátt meira á síðasta þingl en hið heljarstóra „frystihús", sem ríkis stjórnin hefði sett upp í Seðla- bankanum í Reykjavik. Þangað sögðu þeir að „smala" ætti fé af öllu landinu, taka fé úr atvinmi- rekstri dreifbýlisúis og „frysta" það í höfuðborginni. Einkum báru þeir sig illa fyrir hönd inn lánsdeilda samvinnufélaganna, sem þeir virtust meira að segja telja, að þessum aðgerðum væri sérstaklega beint gegn. Vegna þessa áróðurs hefur Morgunblað ið öðru hvoru gefið Timanum tækifæri til þess að upplýsa, hversu margar milljónir það mundu vera, sem ríkisstjórnin hefur þannig „svipt eigendurna umráðarétti yfir". Þrátt fyrir sí- endurteknar spurningar Morgun blaðsins í þessa átt, hefur Tím- inn ekki fengizt til þess að svara einu orði, hvað þá nefna tölu. Það hef ur nú verið upplýst, að á árinu 1960 námu bundnu inn- stæðurnar frá innlánsdeildunum í Seðlabankanum aðeins 14 þús. krónum, svo að segja má, að litlu séu þeir Framsóknarmenn fegnir. Verðhækkanir og verðbólga ¦xm'www"**^ Alþýðublaðið ræðir s. 1. sunnu dag um þann áiróður stjórnar- andstöðunnar, að viðreisnarráð- stafanir rikisstjórnarinnar á s. 1. ári hefðu leitt til verðbólgu og segir m. a.: „En hvað um gengisbreyting- una sjálfa? Jók hún verðbólguna eða dró úr henni? f eðli sínu hef- ur gengislækkun bæði þenslu og samdráttaráhrif. Þensluáhrifin eru fólgiR í því, að tekjur út- flutningsatvinnuveganna aukast, en samdráttaráhrifin eru fólgin i því m. a., að við verðhækkarrir innfluttra vara minnkar eftir- spurn eftir slikum vörum og þar með eftirspurn eftir gjaldeyri. Hækki kaupgjald algerlega í sam ræmi við verðhækkanir hinna innfluttu vara geta þensluáhrifin orðið sterkari en samdráttaráhrif in, en sú varð ekltí raunin hjá okkur, er gengið var lækkað hér s. 1. ár. Það var einmitt viður- kennt, að um nokkra kjaraskerð ingu yrði að ræða. Þess vegna dró gengislækkunin úr jafnvægisleys inu, verðbólgunni, og stuðlaði á- samt öðrum ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar að auknu jafnvægi í efnahagsmálum. Þessum stað- reyndum má ekki rugla saman við þær eðlilegu afleiðingar geng isbreytingar, að verðlag inn- fluttra vara hækki. Það varð að sjálfsögðu um hækkanir að ræða, en ekki aukna verðbólgu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.