Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 1
20 síður 18. árgangur 160. tbl. — Fimmtudagur 20. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins BARIZTI Frakkar senda liðsauka — Tunisbúar skjóta á flugvélar þeirra BIZERTE OG PARÍS, 19. júlí — I dag dró til vopnavið- skipta í Túnis, milli Túnismanna og Frakka, við frönsku flotastöðina Bizerte. Túnisher hefur einangrað herstöðina og bannað allar ferðir franskra hervéla í lofthelgi Túnis í því skyni að knýja Frakka til þess að yfirgefa flotastöð- ina. Frakkar brugðu skjótt við og sendu varalið fallhlífa- hcrmanna til Bizerte. Þegar fallhlífarsveitirnar lentu beittu Túnismenn stórskotaliði og sprengjuvörpum, en franskar orrustuþotur, sem fylgdu liðsaflanum, svöruðu. Ekki er kunnugt um mannfall, en a.m.k. 30 Frakkar særðust. — Franska stjórnin boðaði til skyndifundur í gærkveldi og voru auk þess mættir yfirmenn franska hersins. — (Sjá grein á bls. 2). — IZERTE Mikilvæg flotastöð * Túnismenn hafa um langt ekeið krafizt þess, að Frakkar færu brott frá Bizerte. Þetta er flotahöfn, sem Frakkar hafa tal- ið mikilvæga allt frá 1894 og síðan í heimsstyrjöldinni síðari hafa þeir varið sem svarar 225 milljónum dollara til endurbóta á herstöðinni, gert neðanjarðar- byrgi og byggt mikla birgða- stöð. Frakkar virðast staðráðnir í því að halda flotastöðinni og í ©rðsendingu þeirra í gær sagði, að vamir Bizerte mundu efldar nægilega til þess að verja stöð- ina, það væri á ábyrgð Túnis- manna, ef til tíðinda drægL f Flotastöðin einangruð. í dag hófu 5 þúsund sjálfboða liðar úr Túnisher að setja upp vegatálmanir við flotahöfnina, igrafa skotgrafir og setja niður vélbyssuhreiður hér og hvar. •Hafði Bourgiba boðað þessar að igerðir í ræðu á mánudaginn. Síð ar var tilk., að frönsku herflugvél unum væri óheimilt að fljúga í lofthelgi Túnis þær yrðu skotnar niður. Ennfremur, að það væri komið undir Frökkum sjálfum, hvort rofnar yrðu rafmagns- og vatnsleiðslur til flotastöðvarinn- ar. Öll skipaumferð var bönnuð um skurðinn, inn í Bizerte-vatn- ið, innan' við flotastöðina, en Tún ismenn annast þennan skurð sjálf ir, enda þótt hann sé mest notað ur af Frökkum. Rusk rceði'r við marga í Paris Washington, 19. júlí — Dean Rusk, utanríkisráðherra, fer til Parísar 4. ágúst og situr þriggja daga fund með utan- ríkisráðherrum Bretlands og Frakklands. Rusk hefur boðað utanríkisráðherra V-Þýzka- til fundarins, en ekki er ákveð ið hvenær hann kemur til Par ísar. Rusk mun ennfremur mæta á fundi í Atlantshafsráð inu þann 8. ágúst — og loks mun hann halda fund með sendiherrum Bandaríkjanna í Evrópulöndum um síðustu þróun málanna. Koma sendi- | herrarnir til Parísar til þessa / fundair. Skothríðin hafin. Þegar þetta hafði gerzt var til kynnt í París, að fallhlífasveitir væru þegar á leiðinni til Bizerte til þess að styrkja 6—8 þúsund manna herlið Frakka í stöðinni. Frönsk herskip voru skammt und an landi. þegar fyrstu flugvélarn ar komu inn yfir flotastöðina. Samkvæmt fréttaskeytum virð- ist óhugsandi að lenda á flug- vellinum í Bizerte án þess að fljúga yfir stöðvar Túnismanna allt umhverfis flotahöfnina — og þegar fyrsta liðsflutningavélin flaug lágt yfir víggirðingar Tún- ismanna hófu þeir skothríð úr rifflum og vélbyssum. Framh. á bls. 18. Styrkjum aðstöðu okkar sagdi Kennedy og lagbi áherzlu á sumstöðu vesturveldanna í Berlín- armálinu Washington, 19. júlí. BANDARÍKIN vinna nú að því í samráði við banda- menn sína að styrkja hern- aðaraðstöðu vesturveldanna sem kostur er vegna hætt- unnar, sem virðist yfirvof- andi vegna Berlínardeilunn- ar. — Crissom beið en, Canaveral'höfða, 19. júlí. ENN var geimskotinu frestað í dag, vegna óhagstæðra veðurskil- yrða. Virgil Grissom var kom- inn upp í trjónu flugskeytisins, hafði beðið þar í hálfa fjórðu klukkustund meðan síðustu at- huganir á skeytinu fóru fram. Aðeins voru 10 mínútur eftir þar til tilraunin skyldi hefjast, en þá varð útséð um að ekki létti til í dag. — Ákveðið er að reyna aftur á föstudaginn. snemma morguns. Kennedy forseti upplýsti þetta á fundi með blaðamönnum í dag, er hann sagði ,að vestur- veldin mundu hafa mjög nána samvinnu um allar aðgerðir í Berlínarmálinu. Öryggisráð Bandaríkjanna mundi fjalla um málið og sagð- ist forsetinn ætla að flytja þjóð sinni boðskap um það, sem gera þyrfti, í útvarpi á þriðjudaginn. Síðan mundi hann leita heim- ildar þjóðþingsins til þess að gera viðeigandi ráðstafanir. ★ Sagði hann, að utanríkisráð- herrann, Dean Rusk, færi til Parísar í byrjun næsta mánað- ar til þess að hitta brezka og - Yanska utanríkisráðherrann. — Fundur sá mun standa 5., 6. og 7. ágúst og þar verður Berlínar- málið rætt. Forsetinn sagði, að þörf væri mjög náinnar samvinnu innan \tlantshafsbandalagsins, erfiðir tímar færu í hönd. ★ í upphafi fundarins las hann langa yfirlýsingu þar sem hann hvatti Ráðstjórnina enn til þess að fallast á friðsamlega lausn málsins — og hefja viðræður. ítrekaði Kennedy, að vestur- veldin væru skuldbundin V.- Berlín og íbúum hennar, þau mundu hvorki færast undan ábyrgð né hvika frá rétti sín- um. — Kennedy sagði, að frjálsar þjóðir mundu aldrei sitja að- gerðarlausar hjá og horfa á Rússa innlima frjálsa borg í ríki sitt. Hið svonefnda alþýðu- Framh. á bls. 19. 1 GINA lioUobrigiða kysstiYuri t Gagarin og hann roðnaði. Gina I hafði beðið Furtsevu um að fá að hitta Gagarin. Það var engu líkara en Furtseva hefði ver- ið að bíða eftir þessu, því Gag- arin spratt svo að segja upp úr gólfinu og svo byrjaði hann að segja Ginu frá geimferð- inni. Sagði, að þá hefði sér virzt stjörnurnar svo iangt í burtu, en nú finnst mér það ekki lengur, bætti hann við og brosti framan í Gínu. Þau töluðu saman í 7 mínútur — og svo smellti Gína á hann einum kossi og allir ljósmynd- ararnir smelltu af myndavél- inni. Og Gagarin, sem jafnan hefur verið æði öruggur með sjálfan sig, fór hjá sér og leit i undan. Þdsundir brutu bann kommdnista Geysifjölmenn kirkjuhátið i V-Berlin BERLÍN 19. júlí. — Þúsundir A- Þjóðverja virtu að vettugi hótan ir kommúnistasjórnarinnar og sóttu kirkjuhátíðina, sem hófst í V-Berlín í dag. A-Þjóðverjarnir streymdu frá A-Berlín þrátt fyr ir aðvörunarorð „Neues Deutsch land“ í gær, en þá sagði blaðið, að hver sá A-Þjóðverji, sem færi á kirkjuhátíðina, væri að brjóta lög síns eigin lands Klukknahljómar. Þýzka mótmælendakirkjan, eina þýzka stofnunin, sem ekki hefur verið skipt milli austurs og vesturs, gengst fyrir þessari há- tíð og stendur hún nokkra daga. Hófst hún með guðsþjónustu sam tímis í fimm kirkjum í V-Berlín. kirkjuklukkur hljómuðu um all an vesturhluta borgarinnar — og Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.