Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. 'júlí 1961
MORGUNBLAÐIÐ
3
★
VOGA-STAPI eða Stapinn
eins og hann er kallaður í dag-
legu tali gengur í sjó fram
milli Voga og Njarðvíkur.
Stapinn er sæbrattur mjög en
víða grasigróinn að ofan. Að-
djúpt er að Stapanum og mó
oft sjá fiskibáta að veiðum
nokkra faðma frá landi. Skipa
lægi er gott undir Stapa og
má oft sjá mikinn fjölda inn-
lendra og erlendra skipa leita
þar vars þegar suðaustan
stormur æðir um Faxaflóa.
Stapinn er einnig frægur úr
íslenzkum þjóðsögum. Stapa-
„Ruslakistan" á Stapanum
Mjólkurhyrnur keppa við
bldðberg og lambagras
draugurinn hefir slegið felmtri
í brjóst margra ferðalanga,
er leið hafa átt einir liðs yfir
Stapann á síðkvöldum eða í
skammdegismyrkrum. Jafnvel
rómantísk farartæki eins og
bifreiðar nútímans hafa orðið
staðar eins og örgustu húðar-
jálkar og órekstrar og útaf-
keyrslur eru sjálfsagt tíðari á
Stapanum, heldur en nokkr-
um öðrum vegarspotta jafn-
löngum á Suðurnesjum.
• Útsýn hvergi fegurri
Líklega er útsýn hvergi
fegurri á Suðurnesjum, held-
ur en af Stapanum. Fjalla-
hringur Faxaflóa, hraunin, nes
in og þorpin við sjávarsíðuna,
fiskibátar á Sviði, gjólfur út-
hafsöldunnar við klappir og
sker. Jafnvel Keflavík er
falleg séð af Stapanum. Hvar
væri veglegri staður fyrir
minnismerki horfinna sæ-
garpa af Suðurnesjum, en ein
mitt á Voga-Stapa?
Oft er minnzt á tómlæti
okkar íslendinga í umgengni
okkar og meðíerð á fögrum
stöðum. Er þess skemmst að
minnast að Rauðhólarnir
höfðu að mestu verið fluttir í
burtu óður en leifar þeirra
voru friðaðar. Skemmtiferða-
fólk rífur upp runna ög skil-
ur eftir rusl á áningarstað. Við
kunnum ekki að umgangast
landið okkar.
Hvergi hefi ég þó séð átak-
anlegra dæmi um mannlegan
ruddaskap við náttúruna en
einmitt á Voga-Stapa. Á
stríðsárunum byrjuðu Banda-
ríkjamenn að keyra rusli í sjó
inn og steypa því fram af
Stapanum. Varð Stapinn um
tíma frægur fyrir að innfædd-
ir leituðu fanga í þeim úr-
gangi, sem ekki féll fram af
berginu í faðm Ægis. Fyrir
allmörgum árum hættu hinir
erlendu menn að saurga Stap-
ann, en þá tók landinn við. í
dag er öllu skarni og skrani,
sem hafnar í öskutunnum íbúa
þorpanna í nágrenni Stapans
ekið á bjargbrúnina, en ekki
er því alltaf sökkt í djúpið.
Uppi á Stapanum eru rusla-
haugar á víð og dreif. Ægir
þar saman hinum ólíklegustu
hlutum Og bréfaraslið fýkur
eins og skæðadrifa um allt.
Mjólkurhyrnurnar keppa við
blóðberg og lambagras um að
auka á litskrúð í lautum og á
þúfnakollum. fslenzk ómenn-
ing æpir á hvern þann ferða-
lang, sem hefir álpast upp á
Stapann til að njóta útsýnis.
Væri ekki verðugt verkefni
fyrir Átthagafélag Suðurnesja
manna að fá Stapann friðað-
an? Ruslinu þarf að moka í
sjóinn, en öldur Faxaflóa
munu á skömmum tíma þvo
fætur Stapans hreina aftur.
Þýzkur lœknir bráð-
kvaddur á götu á Akur-
eyrr
Séð ofan af Stapanum í ruslahrúguna í flæðarmálinu
Akureyri, 20. júlí.
ÞANN 12. þ.m. kom til Reykja-
víkur flokkur ferðamanna frá fé-
lagsskap í Þýzkalandi, sem vinn-
ur að kynningu milli landa og
þjóða. Á þriðjudaginn var flokk-
urinn staddur á Akureyri og var
Ríkisstarfsmenn krefjast
33,8°/o kauphækkunar
að skoða bæinn, m. a. var geng-
ið upp að Menntaskólanum. Á
leiðinni þangað kenndi einn þátt-
takandinn, dr. Anne Oberhaeker,
þekktur læknir í Ruhr héraði,
skyndilega lasleika og settist nið-
ur. Sjúkrabíll var þegar fenginn
og var hún flutt á fjórðungs-
sjúkrahúsið, en þar andaðist hún
stuttu síðar. Er álitið að um heila
blóðfall hafi verið að ræða.
Anne var þekktur læknir í
Huhrhéraði, eins og áður segir,
starfaði þar við stórt sjúkrahús.
Hún var fimmtug að aldri og
ógift. — Stefán.
t fyrradag hófust viðræðár
milli fulltrúa Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja annars veg
ar og fulltrúa ríkisstjórnarinnar
hins vegar um breytingar á kjör
um ríkisstarfsmanna. Af hálfu
BSRB taka þátt í viðræðunum
þeir Kristjan Thorlacius, Guðjón
Baldvinsson, Júlíus Björnsson,
Magnús Eggertsson og Teitur Þor
leifsson en af hálfu ríkisins þeir
ráðuneytisstjórarnir Sigtryggur
Klemenzson og Gunnlaugur
Briem.
Að sögn Kristjáns Thorlacius
formamxs BSRB byggja ríkis-
starfsmenn kröfur sínar á kröf-
um þeim, er settar voru fram í
febrúar í vetur, en samtals jafn
gilda þær 33.8% kauphækkun.
Ríkisstarfsmenn fara fram á
leiðréttingu, sem nemur 12,5%
íkauphækkun vegna skekkju, er
þeir telja, að orðið hafi á launum
ellt frá 1944, þegar launaskali
launalaganna frá 1945 var ákveð
inn. Þá telja þeir, að ríkisstarfs
menn hafi árið 1958 dregizt aftur
úr öðrum stéttum sem nemur
2.3% kauphækkun. Þegar Iauna-
lögin frá 1956 voru sett hafi ver-
ið dregin frá þeim 2% vegna
hlunninda, sem aðrar stéttir ekki
höfðu þá, en rikisstarfsmenn
telja, að þær hafi nú fengið, og
því sé brostin forsenda fyrir
þeim frádrætii. Loks byggja þeir
kröfur sínar á samanburði við
laun opinberra starfsmanna á hin
um Norðurlöndunum og að dýrtíð
hafi mjög aukizt hér síðan í marz
1960.
Ekki héldu fulltrúar BSRB og
ríkisins neinn fund í gær, en bú-
ist var við fundi enhvern næstu
daga.
Akranesi, 19. júlí
HÉR var Goðafoss í gær og lest-
aði freðfisk. Humarbáturinn
Fram landaði í gær 9,2 lestum
af fiski og 500 kg. af humar.
í hálfan annan sólarhring hefur
verið hér sunnan og suðvestan
rytja. Kl. 5 síðdegis í dag reri
fyrsti dragnótabáturinn og munu
þeir allir róa í kvöld og nótt
því komið er ágætt sjóveður.
Loftleiðir kaupa 4. DC6-b
LOFTLEIÐIR hafa keypt
fjórðu Cloudmaster-vélina.
Kemur sú frá Pan American
eins og fyrri vélarnar og
voru samningar þar að lút-
andi undirritaðir í Nw York
sl. laugardag og verður flug-
vélin afhent félaginu 12.
ágúst n. k.
Fyrst um sinn verður flug-
vélin notuð til aukaferða, sem
nauðsynlegar eru í sumar og
haust vegna sívaxandi flutninga
félagsins. Jafnframt verður hún
notuð til þjálfunar áhafna, því
með tilkomu nýju vélarinnar
verður félagið að þjálfa fimm
nýjar áhafnir.
Flugvélin er nú í förum á
flugleiðum Pan American í Ev-
rópu. Kaupverð hennar er svip-
að og fyrri véjanna, en þó öllu
hagstæðara Loftleiðum. Seljend-
ur kröfðust ekki ríkisábyrgðar
til tryggingar því, sem ógoldið
var af kaupverðinu við undir-
ritun samninga.
Með þessari flugvél eykst
sætafjöldi í Loftleiðavélum um
80 — og geta Loftleiðir þá
flutt samtímis 320 farþega.
STAKSTEIMAR
Varðberg
Stofnun hins nýja félags ungra
áhugamanna um vestræna sam-
vinnu, Varðbergs, hlýtur að
vekja óskipta ánægju allra lýð-
ræðissinnaðra manna. Stofnend-
ur félagsins eru ungir menn úr
lýðræðisflokkunum þremur, Sjálf
stæðisflokknum, Alþýðuflokkn-
um og Framsóknarflokknum.
Tilgangi félagsins er svo lýst í
lögum þess:
„a. Að efla skilning meðal ungs
fólks á íslandi á gildi lýðræðis-
legra stjómarhátta.
b. Að skapa aukinn skilning á
mikilvægi samstarfs lýðræðisþjóð
anna til verndar friðinum.
c. Að vinna gegn öfgastefnum
O'g öfgaöflum.
d. Að mennta og þjálfa unga
áhugamenn í stjórnmálastarf-
semi með því að afla glöggra upp
lýsinga um samstarf og menningu
vestrænna þjóða; um markmið
og starf Atlantshafsbandalagsins
svo og að aðstoða í þessum efn-
um samtök og stjórnmálafélög
ungs fólks er starfar á grundvelli
lýðræðisreglna".
Þess hefur sjaldan gerzt meiri
þörf en einmitt nú, að lýðræðis-
sinnaðir menn tækju höndum
saman til varðveizlu frelsis og
sjálfstæðis vestrænna þjóða og til
kynningar á þeim hugsjónum,
sem það samstarf byggist á.
Morgunblaðið vill því taka und
ir árnaöarorð Dr. Dirk Stikker
framkvæmdastjóra NATO, til
hinna nýstofnuðu samtaka:
„Ég á þá ósk heitasta, að marg
ir muni berjast við hlið ykkar
fyrir hugsjónum frelsis og lýð-
ræðis, nú þegar hinn vestræni
heimur stendur frammi fyrir
mjög alvarlegri ógnun einræð-
is“.
Hvers vegna?
í bók sinni „Why NATO?"
kemst Paul-Henri Spaak fyrrum
framkvæmdastjóri NATO, svo að
orði um þær ástæður, er lágu til
grundvallar stofnun Atlantshafs-
bandalagsins:
„Atlantshafsbandalagið var
stofnað vegna hinnar knýjandi
nauðsynjar okkar á því að taka
upp sjálfsvöm; en það Iætur sig
ekki aðeins skipta vamir land-
svæða gegn pólitískri og hernað-
arlegri ógnun; því að það er ekki
aöeins að landsvæðum og þjóð-
ernislegu sjálfstæði Atlantshafs-
rikjanna sé ógnað, heldur einnig
og ekki síður þeim grundvallar-
kenningum, sem menning þeirra
byggist á. 1 nafni framfara og
hamingju stefnir kommúnisminn
að því að breiða yfir hciminn
þjóðfélagskerfi, sem byggist á al-
gjörri undirokun einstaklings-
ins; hvar sem kommúnisminn rík
ir, tortímir hann frelsi í hverri
mynd, sem það birtist“.
Kaiiphækkun
og kjarabætur
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra, ritar grein í Vísi í gær,
os segir m.a.:
„Sú skoðun var almenn áður
fyrr, að kauphækkun launa-
manns þýddi jafnan tilsvarandi
kjarabót fyrir hann. Reynslan hef
ir sýnt, að þessu fer fjarri. Það
er engan veginn öruggt, að kaup
hækkun leiöi af sér kjarabætur.
Meira að segja hefir komið í ljós,
að oft er þessu öfugt farið, svo
að kauphækkanir hafa rýrt kjör
verkamanna frá því sem áður
var. Orsökin er sú, hve þættir
efnahagsmálanna eru samtvinn-
aðir. Almenn kauphækkun veld-
ur venjulega almennri verðhækk
un. sem gleypir kauphækkunina
í sig. Kauphækkanir umfram þol
atvinnuveganna leiða oft til þess,
að atvinnuvegir dragast saman,
og atvinnuleysi, með öllu sínu
böli, heldur innreið."